Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 fréttir Slysavarnabátar á sjó án haffærisskírteinis: Lögreglumál ef haffæri vantar - höfum reynt mjúku leiðina, segir forstjóri Siglingastofnunar „Viö höfum reynt að taka á þessum málum meö því að fara mjúku leið- ina,“ segir Hermann Guðjðnsson, for- stjóri Siglingastofnunar, um slysa- vamabáta sem fara á sjó án lögboðins haffærisskírteinis. Eins og DV greindi frá í gær eru dæmi um að bátar, sem notaðir eru til björgunar og aðstoðar á hafl úti, séu árum saman án haffær- isskírteinis. Þannig hefur báturinn Ásgeir M, sem skráður er frá Seltjam- amesi, ekki fengið lögbundna skoðun siðan árið 1997. Vestmannaeyjabátur- inn Þór hefur ekki haft haffærisskír- teini síðan í júní á þessu ári. Skjótt var brugðist við hvað Þór varðar og hann fékk skoðun og haffær- isskírteini í gær. Hermann segir það hlutverk Landhelgisgæslu og lögreglu að fylgjast með því að bátar séu ekki á sjó án þess að Hermann Guð- jónsson, for- stjóri Siglinga- stofnunar. Þór Magnússon, fulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. hafa haffærisskír- teini. „Það er lög- reglumál ef skip era á sjó án haf- færis. Það er okk- ur hjartans mál að tryggja að ekkert skip fari á sjó án haffærisskírtein- is,“ segir Her- mann. Þór Magnús- son, fulltrúi hjá Slysavamarfélaginu Landsbjörg, seg- ir að bréfaskriftir sem áttu sér stað miili Siglingastofiiunar og Slysavam- arfélagsins á síðasta ári hafi borið ár- angur. „Við sendum út bréf til umsjónar- manna ailra skráningarskyldra báta um að koma málum í lag. Það var alls ekki svo að öli mál hafi verið í ólagi. Nú er staðan sú að það er undantekn- ing ef ekki er búið að koma málum í lag. Við höfum eytt gífurlegum fjár- munum í að uppfylla kröfur og erum í þvi af heilindum," segir Þór. -rt Smákökubakstur fyrir jólin stendur nú sem hæst. Sumir leggja meira á sig en aðrir. Það hafa þeir gert sem bökuðu piparkökuhúsin sem nú eru til sýnis í Kringlunni. Þar eru hrein listaverk sem keppa um verðlaun í samkeppni Kötiu. Fremst má meðal annarra glæsilegra piparkökuhúsa sjá Háteigskirkju, upplýsta í mjúkum jólasnjó. DV-mynd E. Ól. Lögmannafélagið: Urskurðarnefnd i uppnami Úrskurðamefnd Lögmannafélags íslands vegna kærumála er í upp- námi vegna tveggja kærumála sem nefndinni hafa borist vegna fram- göngu Jóns Steinars Gunnlaugsson- ar í „prófessorsmálinu". í úrskurð- arnefndinni sitja fimm lögmenn og eru þeir einn af öðrum að víkja sæti í nefndinni sökum vanhæfni vegna tengsla sinna við Jón Stein- ar. Samkvæmt heimildum DV stefn- ir í að varamenn þeirra lýsi sig einnig vanhæfa af sömu sökum. „Ef svo fer verður að beita svokölluðu „ad hoc“ afbrigði við skipan nefndarinnar," sagði Ingimar Ingason, fram- kvæmdastjóri Lögmannafé- lagsins, í gær. í raun þýðir það að þeir aðilar sem skipa fulltrúa í úrskurðarnefndina verða að tilnefna nýja menn sem sannanlega em hæfir til Gestur Jónsson, formaður. setu í henni. „Það er Dóm- arafélagið, dómsmálaráð- herra, Hæstiréttur og Lög- mannafélagið sem skipa full- trúa í úrskurðarnefndina, Dómarafélagið á tvo fulltrúa en aðrir einn fulltrúa hver,“ sagði Ingimar Ingason. Það eru þær Sif Konráðs- dóttir lögfræðingur og Mar- ía Jónsdóttir taugasálfræð- ingur sem kærðu Jón Stein- ar til úrskurðamefndarinnar; Sif sem lögmaður stúlkunnar sem kærði fóður sinn í „prófessorsmál- inu“ og María sem telur að Jón Steinar hafi vegið að starfsheiðri sínum í umíjöllun sinni um málið en María var ráðgefandi sálfræðing- ur við rannsókn málsins. Formaður úrskurðarnefndar Lög- mannafélagsins í kærumálum er Gestur Jónsson hæstaréttarlögmað- ur. -EIR Fjöldafall nemenda í Flugskóla íslands: Starfsleyfið í endurskoðun - stenst ekki viðmiðunarreglur „Við leitum skýringa enda full ástæða til að skoða hvernig á þessu háa fallhlutfalli nemenda stendur. Meðal annars kemur til greina að endurskoða leyfisveitingu Flugmála- stjórnar vegna starfsemi skólans," segir Pétur Maack, framkvæmda- stjóri Lofterðaeftirlitsins, um málefni Flugskóla íslands þar sem 67 prósent nemenda féllu á einkaflugmannsprófi á dögunum. Samkvæmt bandarískum viðmiðunarreglum sem hafð- ar hafa verið til hliðsjónar við eftirlit á rekstri flugskóla hér á landi getur 60 prósenta fall nemenda þýtt sviptingu starfsleyfis. Að sögn þeirra sem best til þekkja hefur þessi bandaríska regla verið notuð sem „grýla“ á rekstrar- aðila flugskóla um árabil og Pétur Maack. hafa þeir fyrir bragðið reynt að undirbúa nemendur sína sem best fyrir próf og helst ekki hleypt þeim í þau nema nokkur vissa væri fyrir góð- um árangri. Fallprósentan í Flugskóla Islands er langt umfram það sem fyrrgreind regla gerir ráð fyrir á fyrsta starfsári skólans og „...myndi þýða lokum hvaða flugskóla sem er hér á landi nema þessa því hann er í eigu rikisins, Flugleiða og fleiri sterkra aðila," eins og gamall flugkennari kaus að orða það. Samkvæmt heimildum DV er fall- prósentan í Flugskóla íslands líklega heimsmet en fyrra íslandsmet var sett í Flugskóla Helga Jónssonar fyr- ir nokkrum árum þegar um 50 pró- sent nemenda féllu. -EIR i stuttar fréttir Atkvæðagreiðslu lokið j Frumvarp iðnaðar- og við- I skiptaráðherra um stofnun | hlutafélaga um | Landsbanka ís- j lands og Búnað- arbanka íslands t var samþykkt í I gær á hádegi á Alþingi og verður I sent til ríkisstjómar sem lög frá Alþingi. Fjörutíu þingmenn lýstu sig samþykka frumvarpinu, átta } voru á móti, tveir sátu hjá og þrettán vom fjarverandi. Vill umhverfismat Stjóm Líffræðifélags íslands | hvetur stjórnvöld til aö láta fara fram lögformlegt mat á umhverf- j isáhrifum vegna fyrirhugaðrar ! Fljótsdalsvirkjunar. Ljóst er að ! það sé eina leiðin til að sætta | þann djúpstæða ágreining sem er I upp kominn meðal þjóðarinnar | um framkvæmdina og sjálft | ákvörðunarferlið. Ekki fleiri íbúðakaupalán Veödeild Landsbankans mun | ekki taka við nýjum umsóknum j um heimilislán til íbúðakaupa • fram að áramótum. Tvær ástæð- | ur liggja að baki þessari ráðstöf- I un. Hún á að draga úr álagi á tölvukerfl bankans og einnig þykir æskilegt að draga úr útlán- um sem hafa verið með mesta * móti síðustu tvö ár. Fólasín nauðsynlegt Konur sem eru að undirbúa j bameignir eða gætu orðið bams- hafandi eru hvattar til að taka B- vítamínið fólasín. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ef fólasín er i tekið í fjórar vikur fyrir með- j göngu og fyrstu 12 vikur sjálfrar a meðgöngunnar minnka líkur á alvarlegum fósturgöllum á mið- | taugakerfi, þ.e. klofnum hrygg og heilaleysu, um meira en helming. Kaupir í Fínum miðli Bókaforlagið Vaka-Helgafell j hefur ákveðið að kaupa allt að j 34% hlut í Finum miðli. Þetta | kemur fram í fréttatilkynningu I frá felaginu. í tilkynningunni segir að bandariska fyrirtækið j Saga Communications, sem rek- ur Fínan miðil og Samfélagið «ehf., hafi náð samkomulagi við j Vöku-Helgafell. } Ekki ákveðin vaxtahækkun Birgir ísleifur j Gunnarsson seðlabankastjóri ; sagði í samtali I við Viðskipta- blaðiö að 0,4% hækkun neyslu- vísitölunnar í I desember hefði valdið nokkrum vonbrigðum þar : sem Seðlabankinn hefði spáð því ; að um enga hækkun yrði að ræða. Básafellaf VÞÍ? Á aðalfundi Básafells hf., sem haldinn verður 20. desember nk., leggur stjórn félagsins til að | Básafell verði tekið af Verðbréfa- !>! þingi íslands. Líklegt verður að telja að tillagan verði samþykkt og verður Básafell þar með fyrsta félagiö sem tekið er af Aðallista Verðbréfaþings. Ætla sér ókeypis á Netið Meirihluti gesta Viðskiptavefs- ins á Vísi.is ætlar að notfæra sér tilboð um ókeypis tengingu við Netið ef marka má niðurstöðu at- j kvæöagreiðslu á Viðskiptavefn- um sem fram fór dagana 1.-6. ; desember. Seldur fyrir 80 milljónir IÞýska stórlið- ið Hamburger SV gekk í gær frá kaupunum á Ríkharði Daða- syni frá Viking í Stavanger. Þýska liðið I greiddi norska : liðinu um 80 milljónir fyi-ir ís- j lenska landsliðsmanninn. -ÞA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.