Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 2
2
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
fréttir
Slysavarnabátar á sjó án haffærisskírteinis:
Lögreglumál ef
haffæri vantar
- höfum reynt mjúku leiðina, segir forstjóri Siglingastofnunar
„Viö höfum reynt að taka á þessum
málum meö því að fara mjúku leið-
ina,“ segir Hermann Guðjðnsson, for-
stjóri Siglingastofnunar, um slysa-
vamabáta sem fara á sjó án lögboðins
haffærisskírteinis. Eins og DV greindi
frá í gær eru dæmi um að bátar, sem
notaðir eru til björgunar og aðstoðar
á hafl úti, séu árum saman án haffær-
isskírteinis. Þannig hefur báturinn
Ásgeir M, sem skráður er frá Seltjam-
amesi, ekki fengið lögbundna skoðun
siðan árið 1997. Vestmannaeyjabátur-
inn Þór hefur ekki haft haffærisskír-
teini síðan í júní á
þessu ári. Skjótt
var brugðist við
hvað Þór varðar
og hann fékk
skoðun og haffær-
isskírteini í gær.
Hermann segir
það hlutverk
Landhelgisgæslu
og lögreglu að
fylgjast með því
að bátar séu ekki
á sjó án þess að
Hermann Guð-
jónsson, for-
stjóri Siglinga-
stofnunar.
Þór Magnússon,
fulltrúi Slysa-
varnafélagsins
Landsbjargar.
hafa haffærisskír-
teini.
„Það er lög-
reglumál ef skip
era á sjó án haf-
færis. Það er okk-
ur hjartans mál að
tryggja að ekkert
skip fari á sjó án
haffærisskírtein-
is,“ segir Her-
mann.
Þór Magnús-
son, fulltrúi hjá
Slysavamarfélaginu Landsbjörg, seg-
ir að bréfaskriftir sem áttu sér stað
miili Siglingastofiiunar og Slysavam-
arfélagsins á síðasta ári hafi borið ár-
angur.
„Við sendum út bréf til umsjónar-
manna ailra skráningarskyldra báta
um að koma málum í lag. Það var alls
ekki svo að öli mál hafi verið í ólagi.
Nú er staðan sú að það er undantekn-
ing ef ekki er búið að koma málum í
lag. Við höfum eytt gífurlegum fjár-
munum í að uppfylla kröfur og erum
í þvi af heilindum," segir Þór. -rt
Smákökubakstur fyrir jólin stendur nú sem hæst. Sumir leggja meira á sig en aðrir. Það hafa þeir gert sem bökuðu piparkökuhúsin sem nú eru til sýnis í
Kringlunni. Þar eru hrein listaverk sem keppa um verðlaun í samkeppni Kötiu. Fremst má meðal annarra glæsilegra piparkökuhúsa sjá Háteigskirkju,
upplýsta í mjúkum jólasnjó. DV-mynd E. Ól.
Lögmannafélagið:
Urskurðarnefnd i uppnami
Úrskurðamefnd Lögmannafélags
íslands vegna kærumála er í upp-
námi vegna tveggja kærumála sem
nefndinni hafa borist vegna fram-
göngu Jóns Steinars Gunnlaugsson-
ar í „prófessorsmálinu". í úrskurð-
arnefndinni sitja fimm lögmenn og
eru þeir einn af öðrum að víkja
sæti í nefndinni sökum vanhæfni
vegna tengsla sinna við Jón Stein-
ar. Samkvæmt heimildum DV stefn-
ir í að varamenn þeirra lýsi sig
einnig vanhæfa af sömu
sökum.
„Ef svo fer verður að beita
svokölluðu „ad hoc“ afbrigði
við skipan nefndarinnar,"
sagði Ingimar Ingason, fram-
kvæmdastjóri Lögmannafé-
lagsins, í gær. í raun þýðir
það að þeir aðilar sem skipa
fulltrúa í úrskurðarnefndina
verða að tilnefna nýja menn
sem sannanlega em hæfir til
Gestur Jónsson,
formaður.
setu í henni. „Það er Dóm-
arafélagið, dómsmálaráð-
herra, Hæstiréttur og Lög-
mannafélagið sem skipa full-
trúa í úrskurðarnefndina,
Dómarafélagið á tvo fulltrúa
en aðrir einn fulltrúa hver,“
sagði Ingimar Ingason.
Það eru þær Sif Konráðs-
dóttir lögfræðingur og Mar-
ía Jónsdóttir taugasálfræð-
ingur sem kærðu Jón Stein-
ar til úrskurðamefndarinnar; Sif
sem lögmaður stúlkunnar sem
kærði fóður sinn í „prófessorsmál-
inu“ og María sem telur að Jón
Steinar hafi vegið að starfsheiðri
sínum í umíjöllun sinni um málið
en María var ráðgefandi sálfræðing-
ur við rannsókn málsins.
Formaður úrskurðarnefndar Lög-
mannafélagsins í kærumálum er
Gestur Jónsson hæstaréttarlögmað-
ur. -EIR
Fjöldafall nemenda í Flugskóla íslands:
Starfsleyfið í endurskoðun
- stenst ekki viðmiðunarreglur
„Við leitum skýringa enda full
ástæða til að skoða hvernig á þessu
háa fallhlutfalli nemenda stendur.
Meðal annars kemur til greina að
endurskoða leyfisveitingu Flugmála-
stjórnar vegna starfsemi skólans,"
segir Pétur Maack, framkvæmda-
stjóri Lofterðaeftirlitsins, um málefni
Flugskóla íslands þar sem 67 prósent
nemenda féllu á einkaflugmannsprófi
á dögunum.
Samkvæmt bandarískum
viðmiðunarreglum sem hafð-
ar hafa verið til hliðsjónar
við eftirlit á rekstri flugskóla
hér á landi getur 60 prósenta
fall nemenda þýtt sviptingu
starfsleyfis. Að sögn þeirra
sem best til þekkja hefur
þessi bandaríska regla verið
notuð sem „grýla“ á rekstrar-
aðila flugskóla um árabil og
Pétur Maack.
hafa þeir fyrir bragðið reynt
að undirbúa nemendur sína
sem best fyrir próf og helst
ekki hleypt þeim í þau nema
nokkur vissa væri fyrir góð-
um árangri. Fallprósentan í
Flugskóla Islands er langt
umfram það sem fyrrgreind
regla gerir ráð fyrir á fyrsta
starfsári skólans og
„...myndi þýða lokum hvaða
flugskóla sem er hér á landi nema
þessa því hann er í eigu rikisins,
Flugleiða og fleiri sterkra aðila," eins
og gamall flugkennari kaus að orða
það.
Samkvæmt heimildum DV er fall-
prósentan í Flugskóla íslands líklega
heimsmet en fyrra íslandsmet var
sett í Flugskóla Helga Jónssonar fyr-
ir nokkrum árum þegar um 50 pró-
sent nemenda féllu. -EIR
i stuttar fréttir
Atkvæðagreiðslu lokið
j Frumvarp
iðnaðar- og við-
I skiptaráðherra
um stofnun
| hlutafélaga um
| Landsbanka ís-
j lands og Búnað-
arbanka íslands
t var samþykkt í
I gær á hádegi á Alþingi og verður
I sent til ríkisstjómar sem lög frá
Alþingi. Fjörutíu þingmenn lýstu
sig samþykka frumvarpinu, átta
} voru á móti, tveir sátu hjá og
þrettán vom fjarverandi.
Vill umhverfismat
Stjóm Líffræðifélags íslands
| hvetur stjórnvöld til aö láta fara
fram lögformlegt mat á umhverf-
j isáhrifum vegna fyrirhugaðrar
! Fljótsdalsvirkjunar. Ljóst er að
! það sé eina leiðin til að sætta
| þann djúpstæða ágreining sem er
I upp kominn meðal þjóðarinnar
| um framkvæmdina og sjálft
| ákvörðunarferlið.
Ekki fleiri íbúðakaupalán
Veödeild Landsbankans mun
| ekki taka við nýjum umsóknum
j um heimilislán til íbúðakaupa
• fram að áramótum. Tvær ástæð-
| ur liggja að baki þessari ráðstöf-
I un. Hún á að draga úr álagi á
tölvukerfl bankans og einnig
þykir æskilegt að draga úr útlán-
um sem hafa verið með mesta
* móti síðustu tvö ár.
Fólasín nauðsynlegt
Konur sem eru að undirbúa
j bameignir eða gætu orðið bams-
hafandi eru hvattar til að taka B-
vítamínið fólasín. Rannsóknir
hafa leitt í ljós að ef fólasín er
i tekið í fjórar vikur fyrir með-
j göngu og fyrstu 12 vikur sjálfrar
a meðgöngunnar minnka líkur á
alvarlegum fósturgöllum á mið-
| taugakerfi, þ.e. klofnum hrygg og
heilaleysu, um meira en helming.
Kaupir í Fínum miðli
Bókaforlagið Vaka-Helgafell
j hefur ákveðið að kaupa allt að
j 34% hlut í Finum miðli. Þetta
| kemur fram í fréttatilkynningu
I frá felaginu. í tilkynningunni
segir að bandariska fyrirtækið
j Saga Communications, sem rek-
ur Fínan miðil og Samfélagið
«ehf., hafi náð samkomulagi við
j Vöku-Helgafell.
} Ekki ákveðin vaxtahækkun
Birgir ísleifur
j Gunnarsson
seðlabankastjóri
; sagði í samtali
I við Viðskipta-
blaðiö að 0,4%
hækkun neyslu-
vísitölunnar í
I desember hefði
valdið nokkrum vonbrigðum þar
: sem Seðlabankinn hefði spáð því
; að um enga hækkun yrði að
ræða.
Básafellaf VÞÍ?
Á aðalfundi Básafells hf., sem
haldinn verður 20. desember nk.,
leggur stjórn félagsins til að
| Básafell verði tekið af Verðbréfa-
!>! þingi íslands. Líklegt verður að
telja að tillagan verði samþykkt
og verður Básafell þar með fyrsta
félagiö sem tekið er af Aðallista
Verðbréfaþings.
Ætla sér ókeypis á Netið
Meirihluti gesta Viðskiptavefs-
ins á Vísi.is ætlar að notfæra sér
tilboð um ókeypis tengingu við
Netið ef marka má niðurstöðu at-
j kvæöagreiðslu á Viðskiptavefn-
um sem fram fór dagana 1.-6.
; desember.
Seldur fyrir 80 milljónir
IÞýska stórlið-
ið Hamburger
SV gekk í gær
frá kaupunum á
Ríkharði Daða-
syni frá Viking í
Stavanger.
Þýska liðið
I greiddi norska
: liðinu um 80 milljónir fyi-ir ís-
j lenska landsliðsmanninn. -ÞA