Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Page 8
8 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 DV fréttir____________________________ Svart útlit á Ólafsfirði: Gjaldþrot Sæunnar Axels er reiðarslag - skelfilegt ástand, segir starfsmaður verkalýðsfélagsins „Það vissu fáir fyrir að ástandið í fyrirtækinu væri svona alvarlegt þótt menn vissu að þar væru erfið- leikar eins og víða annars staðar. Fólk er slegiö og það er ekkert gam- anmál aö standa frammi fyrir svona ástandi skömmu fyrir jól og í upp- hafi nýrrar aldar. Þetta er skelfilegt ástand,“ segir Ágúst Sigurlaugsson, starfsmaður svæðisstjómar Verka- lýðsfélagsins Einingar-Iðju á Ólafs- firði, um gjaldþrot Fiskverkunar Sæunnar Axels, stærsta atvinnu- veitandans á Ólafsfirði undanfarin ár. Óhætt er að segja að þrátt fyrir að flestum hafi verið kunnugt um erfiðleika í rekstri fyrirtækisins hafi fáa grunað að gjaldþrot væri yf- irvofandi, og fréttir af því komu eins og reiðarslag yfir Ólafsfirðinga. Sumir tala reyndar um rothögg fyr- ir atvinnulífið. Sæunn Axelsdóttir og fjölskylda hennar byggðu fyrir- tækið upp frá grunni og hefur verið um samikallað fjölskyldufyrirtæki að ræða. Atvinnulífið á Ólafsfirði hefur ekki blómstrað undanfarin ár, en segja má að Ólafsfirðingar hafi árum saman háö mikla baráttu til þess að halda í horfinu. Þeim hefur tekist þaö með miklum dugnaði en ekki meira en það og íbúum hefur eitthvað fækk- að. Að því leyt- inu tii er ástand- ið á Ólafsfirði líkt og á fleiri stöðum víðs vegar um land sem eiga við þá erfiðleika að etja að sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur átt mjög undir högg að sækja, og er það öðru fremur rakið til kvótaleysis í þessum byggðum. Margar kollsteypur Ásgeir Sigurlaugsson hjá Ein- ingu-Iðju segir að Ólafsfirðingar hafi gengið í gegn um margar koll- steypur i atvinnulífinu, ekki hvað síst fólk sem hefur starfað við fisk- vinnslu. Ein slík hafi riðið yfir er Magnús Gamalíelsson, sem var bæði með rekstur frystihúss og salt- fiskverkun, hafi hætt starfsemi. Ólafsfjarðarbær hafi eftir þaö kom- ið myndarlega að Hraðfrystihúsi Ólafsfjaröar sem stærsti einstaki hluthafinn en sú starfsemi hafi lagst af. Enn eitt áfallið hafi verið er Sæ- berg sameinaðist Þormóði ramma á Siglufirði sem þýddi minni land- vinnslu á Ólafsfirði og nú hafi Sæ- unn Axels hætt starfsemi. í öllum þessum hræringum hafi Ólafsfirðingar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar horft upp á fjölda- uppsagnir og atvinnuleysi i kjölfar- ið en ávallt hefur á einhvem hátt tekist að rétta úr kútnum að mestu. Ýmislegt hefur verið reynt í þeim tilgangi að skjóta frekari stoð- um undir atvinnu- lífið, m.a. kaup á keram ik verksmiðj u sem bærinn hafði forgang um en sá rekstur gekk ekki upp og skildi ekkert eftir sig annað en fjárútlát. Ólafsfirðingum hefur gengið illa að skjóta rótum í ferða- þjónustu, fyrst og fremst vegna stað- setningar. Þó hefur að undanfomu verið unnið mikið starf á þeim vett- vangi, m.a. byggð sumarhús við Ólafsfjarðarvatn, en frumkvæðið í þeim efnum hefur Ásgeir Ásgeirs- son, eiginmaður Sæunnar Axels- dóttur, haft. Enginn kvóti til Um árabil var öflug togaraútgerð frá Ólafsfirði en segja má aö hún hafi verið lögð af endanlega með sameiningu Sæbergs og Þormóðs ramma. Tveir togarar Þormóðs ramma-Sæbergs landa þó reglulega afla á Ólafsfirði en þar er um frysti- skip að ræða sem hafa fullunnið afl- ann. Því má þó ekki gleyma að á skipum Þormóðs ramma-Sæbergs er mikill fjöldi Ólafsfirðinga og giskaði Ágúst Sigurlaugs- son hjá Einingu- Iðju á að þeir væru um 70 talsins. En það er stað- reynd að Ólafs- fjörður er kvóta- laus bær og fyrir- tæki í fiskvinnslu þar hafa því átt erfitt uppdráttar og ýmist orðið að leigja kvóta dýru verði eða slást um fisk til vinnslu á mörkuðum. Hvað varðar Fiskverkun Sæunnar Axels hefur það svo bæst við að aðalmarkað- ir fyrirtækisins er- lendis, í Brasilíu, hafa brugðist hrapallega. Líkum er leitt að því að fiskverkun á Ólafs- firði kunni að leggjast endanlega af nú. Að undanfomu hefur ekkert verið unnið hjá næststærsta fisk- verkandanum, Sigvalda Þorleifs- syni, vegna hráefnisskorts en þar hafa starfað um 20 manns. Sömu sögu er að segja um fyrirtækið Garðar Guðmundsson þar sem um 5 manns hafa starfað en einhver at- vinna hefur verið hjá Fiskverkun Stíganda hf. þar sem örfáir aðilar starfa. Ljóst er að þessi fyrirtæki eiga við erfiðleika að etja og menn ræða það í fullri alvöru að í upphafi nýrrar aldar verði engin fiskvinnsla lengur rekin á Ólafsfirði. Þessir samverkandi þættir hafa orðið til þess fyrst og fremst að skapa þá stöðu sem nú er uppi á Ólafsfirði. Mönnum ber saman um að í rekstri Sæunnar Axels hafi ávallt verið gætt að- halds og lítið bruðlað. „Við sjáum ekki hver gæti tekið þetta að sér og náð ár- angri fyrst rekst- urinn gekk ekki upp undir stjórn Sæunnar og fjöl- skyldu hennar. Þar var a.m.k. ekki bruðlinu og yfirbyggingunni fyrir að fara,“ segir Ágúst Sigurlaugsson hjá Ein- ingu. Þáttur Byggðastofnunar Sæunn Axelsdóttir hefur ekkert farið leynt meö þá skoðun sína að „hinir háu herrar hjá Byggðastofn- un“, eins og hún hefur orðað það, hafi brugðist fyrirtæki sínu og byggðarlaginu. Þegar Byggðastofn- un úthlutaði byggðakvóta sínum í sumar var Sæunn Axels meðal um- sækjenda og fór ekki leynt með að mikið lægi við að hún fengi hlut f kvótanum. Byggðastofnun var á öðru máli, byggðakvótinn fór vítt og breitt um landið en staður eins og Ólafsfjörður, sem er kvótalaus en byggir á fiskvinnslu, varð út undan. í kjölfarið sagði Sæunn Axels upp öllu starfsfólki sínu en uppsagnar- frestur var framlengdur nokkrum sinnum þar til yfir lauk. Talsmenn Byggöastofnunar hafa svarað gagnrýni Ólafsfirðinga full- um hálsi og hefur forstjóri stofnun- arinnar m.a. látið hafa eftir sér að stofnunin hafi áður veitt Sæunni Axels fyrirgreiðslu og ef eitthvað sé hafi fyrirtækið fengið meiri fyrir- greiðslu en eðlilegt sé miðað við starfsreglur stofnunarinnar. Lífiö heldur áfram Finnist ekki lausn á vanda Ólafs- firðinga á næstunni má fastlega reikna með því að fólk muni flytja þaðan í einhverjum mæli. Uppbygg- ing atvinnulífsins þar í bæ hefur ekki verið með þeim hætti að fólkið, sem nú hefur misst atvinu sína, hafi að öðrum hlutum að hverfa, flest hvað, og því hefur hluti fólksins engan annan möguleika til að fram- fleyta sér en að flytja annað, t.d. ein- stæðar mæður sem störfuðu hjá Sæ- unni Axels. Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjar- stjóri á Ólafsfirði, sem er sonur Sæ- unnar, segir að Ólafsfirðingar hafi orðið fyrir miklu áfalli og það muni ekki koma sér á óvart ef fólk flytji frá staðnum fái það ekki atvinnu þar. „En lífið heldur áfram. Nú er það okkar hlutverk að berjast fyrir okkar byggðarlag og við eigum mik- ið verk fyrir höndum. Við höfum haldið í horfinu varðandi fólksfjölda og um þesscu- mundir er að hefjast rekstur fjarvinnslufyrirtækis i bæn- um sem mun skila okkur um 10 störfum og við höfum verið og erum að skoða fleiri slíka möguleika. Það þýðir ekkert að gefast upp,“ segir Ásgeir Logi. Skuldir Sæunnar Axels eru taldar vera talsvert yfir 800 milljónir. Fyr- irtækið á hins vegar umtalsverðar eignir þar á móti, m.a. birgðir og útistandandi kröfur, 240 tonna fiski- skip, Kristján ÓF, sem er reyndar kvótalaus, og umtalsverðar húseign- ir á Ólafsfirði. Helstu kröfuhafar í þrotabú fyrirtækisins verða Spari- sjóður Ólafsfjarðar og Sparisjóða- bankinn. Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Ásgeir Logi Ásgeirsson bæjarstjóri: „Lífiö heldur áfram." Svefn & heilsa t★ ★ ★ ★ Nýr háþróaður heilsukoddi sem fuUkomnar hvfldina Frábæru bómullarlökin kominaítur Afsláttur af heilsu- stólum á meðan birgðir endast L i s t li ú s í n ii L a u tj a r <1 a I , s i m i 5 8 1 2 2 3 3 • D a I s b r a u t 1 , A k ure y r i, s í tn t A fi 1 115 0 wwwsvefnoylieilsa i s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.