Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Síða 11
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 11 Virkjun fallvatna vs. virkjun hugans Ég er ekki í hópi þeirra mörgu sem leggjast gegn uppistöðulóni í Eyjabökkum, en ég er heldur ekki sérstakur talsmaður þess að virkja og sökkva þessu umdeilda land- svæði sem fáir íslendingar vissu að væri til, áður en deilur um um- hverfismat spruttu upp. Ég er einn þeirra sem nýt íslenskrar náttúru, hvort heldur með veiðistöng í hendi að sumri eða í fógru vetrar- veðri uppi á jöklum. Að þessu leyti er ég náttúruvemdarsinni, alveg eins og ég veit að allir Austfirðing- ar eru. En líkt og flestir Austfirð- ingar er ég ekki tilbúinn að berja höfðinu við steininn og neita að horfast í augu við þá einföldu stað- reynd að stundum verður að fóma ósnortinni náttúru til að gera þetta harðbýla land byggilegt. Þar með er hins vegar ekki sagt að rétt sé og skynsamlegt að byggja virkj- anir vítt og breitt um hálendið. Efasemdir mínar um Eyjabakka hafa lítið með sjónarmið náttúru- vemdar að gera og enn minna með spuminguna um þjóðhags- lega hagkvæmni Fljótsdalsvirkj- unar. Margt bendir til að skyn- samlegt sé að virkja einhvem tíma á náinni framtíð, en sú ákvörðun má ekki vera tekin í örvæntingar- fullri tilraun stjórnvalda til að snúa við byggðaþróun. Stóriðjustefna 1 Eyjabökkum endurspeglast sú gríðarlega áhersla sem íslensk stjórnvöld hafa lagt á stóriðju á undanfömum árum og áratugum. Stóriðjustefnan er angi af víðtæku vandamáli sem einkennir íslensk stjómmál og íslenska stjórnmála- baráttu. Af einhverjum undarleg- um ástæðum telja margir stjóm- málamenn sér skylt að „skapa“ svo og svo mörg störf. „Við lofum að skapa 12 þúsund ný störf,“ var eitt sinn lofað í kosningabaráttu líkt og það væri verkefni stjórn- málamanna og stjórnmálaflokka að búa til störf í þjóöfélaginu. Og líklegast trúa margir stjómmála- menn því í einlægni að það sé á færi þeirra að „skapa" raunveru- lega störf. Þessi mikla trú á stóriðju hefur orðið til þess að stjórnmálamenn gleyma hinu raunverulega hlut- verki sínu, sem er að búa þannig í haginn að jarðvegurinn sé frjó- samur fyrir ný fyrirtæki í hinum ólíkustu starfsgreinum að skjóta rótum. Á dómsdegi - kjördegi - er hins vegar auðveldara fyrir stjóm- málamenn að sannfæra kjósendur um að þeir hafi komið einhverju í verk ef þeir geta bent á nýtt álver, en tugi eða hundruð lítilla og stórra fyrirtækja sem sprottið hafa upp úr frjóum jarðvegi at- vinnulífsins. Útþensla Einhverjum kann að þykja langt gengið að halda því fram að „stór- iðjuhugmyndafræðin" sé náskyld þeirri hugmyndafræði sem ruddi leiðina fyrir útþenslu ríkisins og stöðuga fjölgun ríkisstarfsmanna, ekki bara hér á landi heldur í öll- um löndum hins vestræna heims. Æ stærri hluti ríkisútgjalda fer í rekstur og vega laun þyngst, enda hefur mestur hluti ijölgunar starfa verið hjá hinu opinbera á undanförnum áratugum. Þessi þróun er angi af hugmyndum hag- fræðinga frá fjórða áratug aldar- innar um aukið hlutverk ríkisins, ekki sist til að tryggja fulla at- vinnu. Þessar hugmyndir fengu svo aftur byr undir báða vængi á sjöunda og áttunda áratugnum, enda ótrúlega lífseigar þar sem þær henta flestum stjórnmála- mönnum. Margir hagfræðingar og stjórn- málamenn trúðu því og trúa enn að hægt sé að búa til ný störf með því hreinlega að skilgreina að nýju hvað sé starf. Þannig var byijað að ráða fólk til ríkisins í stað þess að greiða þeim atvinnu- leysisbætur. Og pólitískt er það miklu auðveldara fyrir stjórn- málamenn að fjölga ríkisstarfs- mönnum en glíma við að greiða fjölda fólks atvinnuleysisbætur - Laugardagspistill Óli Bjöm Kárason ritstjóri fólki sem er án vinnu vegna þess að stjómmálamönnunum sjálfum mistókst að sinna einu af grunn- hlutverkum sínum, að tryggja fijó- an jarðveg fyrir atvinnulífið. Að undirbúa jarðveginn er líka tímafrekara og erfiðara en að taka ákvörðun um aukningu ríkisút- gjalda til að standa undir fleiri op- inberum starfsmönnum, óháð því hvaða þjónustu þeir eiga að veita samborgurum sínum. í maí síðastliðnum hélt ég því fram, hér á þessum stað, að með hjálp breska hagfræðingsins Johns Meynards Keynes og læri- sveina hans hafi stjórnmálamenn hægt en örugglega aukið afskipti ríkisins af efnahagsmálum. Rökin voru í sjálfu sér einfóld: Hagkerfið væri óstöðugt og því nauðsynlegt að ríkisvaldið léti til sín taka á flestum eða öllum sviðum efna- hagslífsins. Hugmyndum klass- ískra hagfræðinga nítjándu aldar- innar um afskiptaleysi, laisser- faire, stjórnvalda af efnahagsmál- um var hafnað. Þessi hugmyndafræði opinberra afskipta, sem er grundvölluð á göllum frjáls hagkerfis, leiddi flest Vesturlönd inn á hættulegar brautir - þau fóru úr öskunni í eldinn. Síðustu tveir áratugir ald- arinnar hafa síöan farið i að vinda ofan af þeirri vitleysu sem trúar- brögð keynesverja leiddu vestræn- ar þjóðir í - frjálslyndir stjóm- málamenn og hugmyndafræðingar hafa reynt að finna leiðir út úr ógöngum, enda almenningur orð- inn þreyttur á því að fá ekki að njóta nema lítils hluta launa sinna. En þrátt fyrir að spyrnt hafi verið við fótum hefur niðurstaðan orðið sú að hlutfallslega standa alltaf færri undir sameiginlegu búi og þjónustu sem almennt er samkomulag um að hið opinbera eigi að veita. En kannski er vandinn enn djúpstæöari. Nýir tímar - nýiar krdfur Vandinn virðist vera sá að stjórnmálamenn eru enn fastir í hugarfari keynesista um að hlut- verk ríkisins sé þrátt fyrir allt að skapa störf og tryggja fufla at- vinnu. Raunar má halda því fram að viðhorf þeirra mótist af úrelt- um hugmyndum um að hagvöxtur ákvarðist eingöngu af fjármunda- myndun og framleiðni fjármagns. Árið 1966 benti dr. Ólafur Bjömsson prófessor á það í blaða- grein að hið gamla viðhorf að „bókvitið yrði ekki látið í askana“ ætti ekki lengur við. Þá voru liðn- ir tveir áratugir frá því hildar- leiknum mikla lauk. Ólafur sagði meðal annars um þekkingarbylt- inguna: „Alls staðar er leitað nýrrar þekkingar og nýrra aðferöa við að færa sér þá þekkingu í nyt. Hinn óvenju öra hagvöxt þetta tímabil (frá lokum heimsstyrjaldar, innsk. höf.) má skoða öðru fremur sem ávöxt þessarar þekkingarleitar og árangurs hennar. Þó er það tfltölu- lega nýtt að lögð sé áhersla á þekk- inguna sem mikilvægustu orsök hagvaxtar... En til rannsóknar- starfseminnar og til þess að nýta hina nýju þekkingu þarf kunnáttu og aftur kunnáttu. Aukin mennt- un almennings er því óhjákvæmi- leg forsenda fyrir áframhaldi þess- arar þróunar. Það er ekki ein- göngu sérhæfing og tæknikunn- átta sem þar skiptir máli, heldur ekki síður það, sem felst í hinu e.t.v. nokkuð óákveðna hugtaki al- mennri menntun. Þungamiðja og aflvaki efnahagslegra framfara hefur færst frá fjármagninu og nýtingu þess til þekkingarinnar eða hinna mannlegu hæfileika og nýtingar þeirra. Drucker telur það meginskflyrði slíkra framfara að hver þjóðfélagsborgari verði að- njótandi þeirrar fræðslu sem hæfi- leikar hans framast leyfa. Ef því skilyrði er ekki fullnægt er fram- leiðslugetan ekki fullnýtt fremur en á sér augljóslega stað ef at- vinnuleysi er eða nýting fram- leiðslutækja er ófullnægjandi. Það, sem gerst hefir er því að ýmsu leyti hliðstætt þeirri þróun, er hófst með iðnbyltingunni, þegar þungamiðja efnahagslífsins fluttist frá landinu til fjármagnsins. Sá munur er þá m.a. á, að þróunin hefir nú verið til muna hraðari en þá var...“ Vitlausar deilur Ég hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að í mörgu var Ólafur Björnsson prófessor á undan sinni samtíö en er ekki timi til kominn nú þegar liðlega 30 ár eru liðin frá ábendingu Ólafs að stjórnmálamenn sem aðrir átti sig á þessum einfoldu sannindum? Deilumar um Fljótsdalsvirkj- un eru því á margan hátt tíma- skekkja. Vilji menn endilega standa í deilum um virkjanir ættu þeir að eyða meiri tima i að deila um skóla- og menntakerfið og hvemig við íslendingar viljum virkja mannshugann - þekking- una.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.