Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 JLf'V %!önd Milljarðamæringurinn Edmond Safra neitaði að yfirgefa brennandi íbúð sína: Óttinn við rússnesku mafíuna yfirsterkari Málið virðist liggja ljóst fyrir. Bandariskur hjúkrunarfræðingur hefur viðurkennt að hafa kveikt í íbúð milljarðamæringsins Edmonds Safra í Monte Carlo fyrir síðustu helgi með þeim afleiðingum að Safra og hjúkrunarkona sem annað- ist hann létu lífið. Punktur, basta. Eða hvað? Þeir eru margir sem eiga bágt með að trúa því að sagan sé svona einfóld. Og fyrir því liggja margar ástæður. Þó sú helst að Edmond Safra trúði vinum sínum fyrir því ekki alls fyrir löngu að einhverjir hefðu fullan hug á að koma honum fyrir kattarnef, hann hefði fengið líflátshótanir. Breskir fjölmiðlar segja að hann hafi óttast rússnesku mafiuna eins og pestina. Grímuklæddir bófar Hjúkrunarfræðingurinn Ted Maher, sem þénaði rúmlega fjörutíu þúsund krónur á dag fyrir aö ann- ast Safra, viðurkenndi ekki strax að hafa lagt eld að þakíbúð Safra. Hann hélt því fram að tveimur grímu- klæddir menn hefðu ráðist inn í íbúðina, lagt til sín með hnífi og síð- an kveikt í kofanum. Maher skipaði húsbónda sínum, sem þjáðist af Parkinsonsveiki, og hjúkrunarkon- unni Vivian Torrente að loka sig inni í baðherbergi við svefnherbergi Safra og kallaði síðan á hjálp. Lög- regla og slökkvilið komu á staðinn en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, bæði eiginkonu Safra, sem svaf í annarri álmu 800 fermetra íbúðar- Erlent f ré Ijós w innar, og slökkviliðsmanna tókst ekki að sannfæra millann um að koma út. Og þar sem íbúðin var svo rammgerð tókst slökkviliðsmönn- um ekki að brjóta sér leið inn til sjúklingsins og hjúkrunarkonunn- ar. Þau köfnuðu um síöir af völdum reyks. Ætlaöi ekki aö drepa Að sögn saksóknarans í Mónakó, Daniels Serdets, ætlaði Maher aldrei að drepa húsbónda sinn. Maher ætlaði einfaldlega að reyna að ganga í augun á Safra með því aö „bjarga“ lífi hans. Ástæðan þess var sú að Maher þótti yfirmaður hjúkr- unarliðs Safra vera heldur harð- neskjulegur. Þessu vildi Bandarikja- maðurinn mótmæla með íkveikj- unni og sögunni sem hann diktaði upp. Hann skar sjáifan sig meira að segja í tvígang með hnífi til að auka enn frekar á trúverðugleika sögunn- ar. Draumórana burt „Ef vísbendingamar staðfesta frá- sögn hans og ef það sem hann segir passar nákvæmlega við það sem við höfum séð, þjónar engum tilgangi að vera með einhverja draumóra um hugsanlega utanaðkomandi að- ila. Hann segist hafa verið einn að verki og af persónulegum ástæðum og ég trúi honum,“ sagði saksóknar- inn Daniel Serdet við fréttamenn eftir að játning Mahers lá fyrir í vikunni. Gott og blessað. Þeirri spumingu er hins vegar enn ósvarað hvers vegna tæknideild lögreglunnar í Monte Carlo segir að eldurinn hafi komið upp á tveimur stöðum í íbúð Safra. Maher segist sjálfur aðeins hafa kveikt einn eld, í ruslafötu í vaktherberginu við hliðina á her- bergi Safra. Þá vekur framferði Safra og hjúkrunarkonunnar inni á baðher- berginu furðu manna. Þau hringdu átta sinnum úr farsíma sem þau voru með. Safra hringdi fyrst í lög- regluna sem þá þegar hafði verið látin vita af eldsvoðanum. Því næst talaði hann við eiginkonu sína, hina brasilísku Lily, sem grátbað hann um að koma út. Hann vildi það ekki þar sem hann taldi sig óhultari inni í rammgerðri íbúðinni en utan. Mátti þá einu gilda þótt reynt væri að fullvissa hann um að allt væri í lagi. Hjúkrunarkonan Torrente ræddi síðan sex sinnum við aðra hjúkrunarkonu í starfsliði Safra. í síðasta samtalinu talaði Torrente um reykinn sem var farinn að berast inn í baðherbergið og að þau myndu missa meðvitund innan Þessi mynd sýnir glögglega hversu illa farin þakíbúö milljarðamæringsins Edmonds Safra var eftir eldsvoöann um síöustu helgi. íbúöin var svo rammgerö aö slökkviliösmenn áttu í erfiöleikum meö aö komast inn um þakið. skamms. Nokkrum mínútum síðar voru þau örend. Óttaöist um líf sitt Loks furða margir sig á því að líf- vörður Safra, sem kom mjög fljót- lega á vettvang, skyldi ekki hafa að- stoðað björgunarmenn að komast í gegnum kirfilega læstar dyrnar eins og hann hafði þó verið beðinn um. Þótt margt bendi til á þessari stundu að Ted Maher beri einn ábyrgð á dauða Edmonds Safra og að dauði milljarðamæringsins hafi verið hreint óviljaverk, eins og Ser- det saksóknari hefur sagt, er það engu að síður staðreynd að Safra óttaðist mjög um líf sitt. Ibúð hans bar þess líka vitni. Hún var svo vel varin fyrir öllum óboðnum gestum, meðal annars með skotheldu gleri í öllum gluggum, að slökkviliðsmenn sem börðust við eldinn áttu í mesta basli með að brjóta sér leið í gegn- um þakið. Já, Safra óttaðist rússnesku mafí- una. Ástæðan er sú að banki hans, Republic National Bank of New York, lék stór hlutverk í rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á peningaþvætti rússneskra glæpa- manna í bönkum í Bandaríkjunum og víðar. Reyndar voru það forráða- menn banka Safra sem létu FBI vita um grunsamlegar tiifærslur fjár- muna frá Rússlandi árið 1998. Að sögn talsmanna FBI voru við- brögð banka Safra til mikillar fyrir- myndar. Þar var komið upp sér- stöku eftirlitskerfi með dularfullum fjármagnsflutningum. Búinn aö selja bankann Bandarísk lögregluyfirvöld segja að alls hafi rússneskir glæpamenn og jafnvel háttsettir embættismenn líka komið fimmtán millörðum doll- ara undan, þar af tíu milljörðum af láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til rússneskra stjómvalda. Þegar Safra lést var verið að ganga frá sölu banka hans og ann- arra fjármálastofnana til bresku fjármálasamsteypunnar HSBC. Litlu munaði þó að þau viðskipti færu út um þúfur í sumar þegar verðbréfamiðlari sem vann með Republic National Bank varð upp- vís að stófelldum fjársvikum. Fyrir sextán árum komst Safra upp á kant viö greiðslukortafyrir- tækið American Express. Hann hafði þá nýlega selt fjármálarisan- um einn banka sinn og stofnað fyr- irtæki sem átti að keppa beint við American Express. Forráðamenn þess sökuðu þá Safra um að vera viöriðinn eiturlyfjasölu og vera flæktur í Irangate-hneykslið sem snerist um ólöglega vopnasölu Bandarikjamanna til írans til að fjármagna starfsemi Contra-skæru- liða sem börðust gegn sandinista- stjóminni í Níkaragva. Þeirri rimmu lyktaði með því að Americ- an Express varð að biðjast opinber- lega afsökunar árið 1989 og láta átta milljónir dollara af hendi rakna til góðgerðarstofnana að vali Safra. Líkt viö Mídas konung Edmond Safra var 67 ára þegar hann lést í síðustu viku, gyðingur fæddur í Líbanon, af ætt mikilla fjármálamanna í keisaraveldi ottémana. Faðir hans, Jacob, var ættaður frá kaupsýsluborginni Al- eppó í Sýrlandi en flutti með fjöl- skyldu sína til Beirút í Líbanon. Safra flúði til Ítalíu 1949 undan of- sóknum á hendur gyðingum í Lí- banon sem höfðu færst mjög í vöxt eftir stofnun tsraelsríkis. Sautján ára gamall hóf Safra feril sinn í verslunarfyrirtæki í Mílanó. Þrem- ur árum síðar flutti fjölskyldan til Brasilíu þar sem hún stundaði verslun og viðskipti eins og fyrr. Safra kaus hins vegar að flytjast bú- ferlum til Sviss árið 1956 þar sem hann hóf rekstur eigin banka, Trade Development Bank. Tíu árum síðar opnaði hann banka í New York, áð- umefndan Republic Bank. Safra var oft talinn vera eins kon- ar guðfaðir nútímalegra einka- banka. Markmið hans var að gera forrríka viðskiptavini sína frá Monte Carlo til Miami ánægða. Samferðamenn hans líktu honum gjarnan viö Mídas Frygíukonung úr grísku goðsögunum sem fékk þá ósk sína að allt varð að gulli sem hann snerti. Við andlátið voru auðæfi Safra metin á íjóra til fimm millj- arða dollara. Edmond Safra kvæntist auðugri brasilískri ekkju, LUy að nafni, árið 1976. Þau áttu ekki böm saman en hún átti böm með fyrri eiginmanni sínum. Safra var jarðsettur í vikunni í Genf í Sviss sem hann leit á sem aðra heimaborg sína. Margt stórmenni var þar saman komið, menn á borð við nóbelsverðlaunaþegann Elie Wiesel, David Levy, utanríkisráðherra ísra- els, Sadruddin Aga Khan fursta og Javier Perez de Cuellar, fyrrum fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. LUy Safra feUdi tár yfir kistu eigin- manns sins. Byggt á Libération, Washington Post, Le Monde og Sunday Times. Lily Safra stígur inn í bílinn sem flutti lík eiginmanns hennar, Edmonds Safra, til greftrunar í Genf í Sviss á þriöjudag. r Töfraou fram það 5* með Petn Pokus s&‘K Fæst í öllum betri leikfangaverslunum Dreifing: HSS ehf. sími 564 4600
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.