Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 JLj'V viðtal_____________________________________________________________ Baráttan við vantrúaða íslenska lesendur: Held að konur séu flóknari en karlar - Arnaldur Indriðason hefur sett saman þriðju spennusögu sina Arnaldur Indriöason er einn örfárra rithöfunda sem fást viö skrifa spennusögur. Alþjóölegar spennusögur í ís- lensku umhverji hafa til þessa átt svipaö erindi viö lesendur og steiktur blóömör meö kokkteilsósu. Arnaldur Indriöason er einn ör- fárra rithöfunda sem hafa þrjóskast við og sendir nú frá sér þriöju bók sína sem heitir Napóle- onsskjölin og er spennusaga meö alþjóölegt sögusviö en gerist á ís- landi. DV hitti Robert Ludlum ís- lands yfir kaffi á Kaplaskjólsvegi. Napóleonsskjölin er saga sem fjallar í stuttu máli um flug- vél. Flugvélin hrapar á Vatna- jökli í lok seinni heimsstyijaldarinnar. f farmi flugvélarinnar er falið leyndar- mál sem Bandaríkjamenn og fleiri vilja alls ekki að heimsbyggðin komist á snoðir um. Sagan gerist á okkar tímum þegar hið týnda flugvélarflak kemur í ljós í jöklinum sem skilar ailtaf herfangi sínu aftur. Þegar í stað fer af stað at- burðarás sem hefur það eitt að mark- miði að koma leyndarmálinu í farmin- um í hendur réttra manna. Ung ís- lensk kona, Kristín, sem starfar sem lögfræðingur i utanríkisráðuneytinu, dregst inn í atburðarásina þegar bróð- ir hennar, sem er björgunarsveitar- maður, hringir í hana ofan af Vatna- jökli og henni verður Ijóst að ekki er ailt sem skyldi. Kostaði það ekki mikið grúsk að setja saman söguþráð sem spannar 55 ár og byggist á atburðum sem verða að vera sennilegir ef þeir eiga sér ekki raunverulega fyrirmynd? Þekkingarmolar í skáldskap „Þetta er stöðug barátta við hinn vantrúaða, kröfuharða íslenska les- anda. Sagan þarf að hvíla á ákveðinni undirstöðu og gerast í heimi sem hann getur samþykkt. Mín saga byijar í seinni heimsstyrjöldinni en gerist í nú- tímanum," segir Amaldur Indriðason, höfundur Napóleonsskjalanna. „Ég las mér talsvert til um stríöið og gluggaði í blöð frá þessum tíma. Hitt er svo annað mál að eins og Peter Hoeg rithöfundur sagði þá er hægt að láta lfta út fyrir að maöur viti miklu meira en maður veit með því að skjóta inn þekkingarmolum í skáldskap. Þannig kemur sannleikur og rannsóknir raun- verulegra atburða lítið við sögu nema rétt i undirstöðunni, t.d. hvemig heim- sókn Armstrongs geimfara á sjöunda áratugnum er notuð og hugmyndir Churchills um „Aðgerð óhugsandi". Annað er skáldskapur." Amaldur segir að baráttan við ís- lenska lesendur og ögrunin sem felist í því að búa til sannfærandi söguþráð fyrir vantrúa íslendinga sé það sem heillar hann við það verkefni að skrifa spennusögur. í höfðinu í þijú ár En hvernig ber höfundur sig að við að skrifa sögur þar sem söguþráðurinn þarf að vera vandlega fléttaður og snú- inn svo að hann komi lesendum á óvart en haldi þeim samt við efnið? „Ég gekk með þetta verkefhi í höfð- inu í um það bil 3 ár. Smátt og smátt fæddist söguþráðurinn og fágaðist í meðforum. Ég byrjaði ekki að skrifa fyrr en hugmyndin var fullmótuð og sá hluti verksins tók um það bil níu mán- uði. Það er hins vegar aðeins beina- grind sem maður sest niður með og fjöldi nýrra persóna, atvika og heilu kaflamir verða tfl við skriftimar en mér finnst ekki hægt að byija fyrr en maður veit nokkum veginn hvað á að gerast í sögunni." Amaldur hefúr skrifað tvær aðrar bækur sem flokka má sem spennusög- ur en em þó meira í ætt við hefð- bundnar lögreglugátur. Þetta em Syn- ir duftsins og Dauðarósir sem fjalla um glæpi og afbrot í íslenskum vem- leika og reyndar em það sömu lög- reglumennimir í báðum bókunum sem fást við að leysa gátuna. Varstu orðinn þreyttur á þeim félögum? „Þetta vom sögur af þvi tagi sem ís- lenskir lesendur eiga stöðugt auðveld- ara með aö samþykkja enda samfélag okkar að verða likara þvi sem mætir lesendum í erlendum bókum. Mig langaði hins vegar með Napóleons- skjölunum til að fást við þessa tegund spennubókmennta sem hefur aflan heiminn að sögusviði.“ Er sanngjamt að kenna fyrri bæk- umar tvær við Sjöwall&Wahlöö en þessa nýjustu við Robert Ludlum? „Það er kannski ekki svo fráleitt ef menn vflja setja þær í einhveija flokka." Held að konur sáu flóknari en karlar Aðalsöguhetjan í Napóleonsskjölun- um er ung kona. Er það ekki óvenju- legt í bók af þessari tegund og fannst þér ekki erfitt að setja þig í hugarheim hennar? „Flestar karlsöguhetjur í spennu- bókum em svolítið staðnaðar og klisju- kenndar að mínu mati. Þess vegna kaus ég að láta konu vera aðalsögu- hetjuna. Það gefúr mér meira frelsi því ég held að konur séu flóknari persón- ur en karlmenn og það er kannski auð- veldara að láta þær sýna tilfinningar án þess að missa trúverðugleikann. Ég get ímyndað mér að konur hafi meiri samúð lesandans í sögu af þessu tagi. Kristín, söguhetja mín, stendur ein uppi i þeirri atburðarás sem hún dregst inn í og ég vfl fá lesandann til að fylgja henni tfl enda. Það er mín stærsta áskorun." Hasseljrevanian og McLean Amaldur segist hafa lesið spennubækur og reyfara alla sína ævi og alltaf sér til skemmtunar. Hins vegar segist hann ekki lesa mikið íslenskan skáldskap sér til skemmtunar núorðið. „Það má kannski segja að ég hafl verið að reyna að skrifa bók eins og mig myndi langa til að lesa. Ég las ungur höfunda eins og Sven Hassel, Trevanian, McLean og fleiri spá- menn og þeir hafa fylgt mér síðan. Af nýrri höfundum má nefha t.d. Michael Crichton og John Grisham sem ég les mér til ánægju.“ Það er ekki hægt að taka Amald tali án þess að spyija út í kvik- myndaáhuga hans en Amaldur hef- ur skrifað kvikmyndagagnrýni í Morgunblaðið árum saman og gefið út handbækur um kvikmyndir. Hvemig áhrif hefur bíófíkillinn á rithöfundinn? „Ég hef verið með bíódellu frá því ég man fyrst eftir mér og þó að kvik- myndimar byggist á bókmeimta- heföinni þá tel ég hiklaust að ég sæki fyrirmyndir aftur til kvik- myndanna. Ég er að fást við það sama og margir kvikmyndaleik- stjórar að halda lesandanum fongn- um frá upphafi til enda og koma honum á óvart. Alfred Hitchcock, Martin Scorcese, Kieslovski, þeir kvikmyndahöfundar sem ég dái mest, hafa allir haft sín áhrif á það sem ég er að gera.“ Rithöfundar hafa veríð feimnir Amaldur er einn þriggja rithöfunda íslenskra sem undanfarin ár hafa feng- ist við spennusögur. Annar tfl er Ámi Þórarinsson kvikmyndaáhugamaður og nú seinast má bæta Hrafni Jökuls- syni við. Þessir þrír em aflir úr stétt blaðamanna. Er einhver sérstök skýr- ing á því? „Blaðamenn er vanir að skrifa texta sem á að halda athygli fólks. Ritliöf- undar sem em aldir upp í umhverfi fagurbókmennta og alvömþunga „ekta“ skáldskapar hafa verið feimnir við þessa tegund bókmennta og staðið stuggur cif hinu hátimbraða viðhorfi bókmenntaheimsins." Milliföðurog sonar Amaldur er sonur hins þekkta rit- höfundar, blaðamanns og frumkvöðuls i íslenskri kvikmyndagerð, Indriða G. Þorsteinssonar. Hvemig mótaði það hann sem rithöfund? „Ég er hrifinn af skáldskap fóður míns sem skrifaði mjög góðar bækur um miklar breytingar í þjóðfélaginu sem hann upplifði sjálfúr. Ég er alinn upp i borgarumhverfi og við skrifum mjög ólíkar bækur. Hitt er svo annað mál að í smásögu sem faðir minn skrif- aði og heitir Á friðartímum og birtist í smásagnasafninu Mannþing á sínum tíma er lýst fundum Islendings og amer- ísks herforingja sem hafði misst son sinn í flugslysi á Mýrdalsjökli á stríðs- árunum. Þessa sögu las ég á sínum tíma og þama eru ákveðnir snertifletir sem sögur okkar eiga sameiginlega. Banda- ríska herstöðin og áhrif hennar skipta miklu máli í Napóleonsskjölunum en hann skrifaði um þau áhrif á annan hátt í 79 af stöðinni á sínum tirna." Amaldur segir að eins og ísland og fslenskt þjóðfélag komi sér fyrir sjónir í dag sé það að mörgu leyti kjörið sögu- svið spennusagna. „Við höfum hér samfélag sem er hluti af hinu alþjóðlega samfélagi og hér er tekist á um ýmsa dramatíska hluti. Hér hafa stórfyrirtæki haslað sér völl þar sem em miklir peningar á ferð, hér em átök um stórframkvæmd- ir og umhverfisvemd. Hér höfum við náttúrulegt sögusvið sem leikvöll fyrir söguþráðinn." -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.