Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 26
26
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
%raðan ertu?
... i prófíl
Andy Sell-
ar, 24 ára
Baldur Trausti Hreinsson leikari ólst upp á ísafiröi. Hann náöi þeim frama í kofaþorpinu að vera skipaöur lögreglustjóri.
I faðmi fjalla blárra:
Lögreglustjórinn í kofaþorpinu
„Ég er fæddur á ísaflrði 15. mars
1967 og hef orð móður minnar fyrir því
að það hafi verið kl. 8.30. Sjáifur man
ég ekki eftir því.“
Þannig lýsir Baldur Trausti Hreins-
son leikari upphafi jarðvistar sinnar.
Hann er um þessar mundir að leika
annað aðlhlutverkið í Bláa herberginu
eftir David Hare á sviði Borgarleik-
hússins.
Baldur er yngstur fjögurra systkina
og ólst upp á Engjavegi 16 á ísafírði
með útsýni yfir spegilsléttan fíörðinn
og skugga brattra fíalla sem gnæfðu
yfir.
„Þegar ég hugsa aft-
ur til æskuáranna á
ísafirði er alltaf gott
veður. Hvort sem er
sumar eða vetur þá
finnst mér alltaf vera
sól og logn.“
Þegar Baldur var að
alast upp á Engjaveg-
inum var verið að
byggja mikil einbýlis-
hús og raðhúsalengjur
við Urðarveg. Þessar
nýbyggingar voru
púkunum á Engjaveg-
inum gjöful upp-
spretta af efni í kofa,
fleka, kassabíla og annað það sem
þurfti nauðsynlega að byggja.
Ég var lögreglustjórí
„Við hösluðum okkur völl á tún-
bleðli við gamalt sveitabýli sem heitir
Hraunprýði og stóð við Urðarveginn.
Þama reis kofaþorp með einum 12 eða
14 byggingum, allt úr stolnum spýtum
frá Jóni Þórðarsyni byggingarmeistara
við Urðarveg og þama vorum við
krakkamir allan daginn, frá því dagur
reis og til kvölds.
Þetta var mikið og skipulegt samfé-
lag og Haraldur Júlíusson, nú verslun-
arstjóri í Metró, var bæjarstjóri, Sig-
urður Jónsson, kallaður Búbbi, var
slökkviliðsstjóri og ég fékk það emb-
ætti að vera lögreglustjóri í kofaborg-
inni. Það kom því í minn hlut að
byggja fangelsi. Það fór frekar illa fyr-
ir þeirri byggingu.
- Baldur Trausti Hreinsson rifjar upp æskuárin á Isafirði
Fangelsið sem brotnaði
Bolungarvík
Flateyrl
Okkur hafði borist njósn af því að
Hlíðarvegspúkar, en Hlíðarvegur er
rétt norðan Engjavegs, ætluðu að fara
að þorpi okkar í skjóli nætur og
brenna þaö til grunna. Þetta varð til
þess að við vöktum heila nótt yfir kof-
um okkar og höfðum til taks 200 lítra
tunnu fulla af vatni til slökkvistarfa.
Ekkert bólaði á innrásarmönnum
en við töldum víst að það gæti þurft að
taka einhvem til fanga svo við fengum
sjálfboðaliða úr okkar hópi, Kristin Þ.
Jónsson, og lok-
uðum hann inni
í fangelsinu.
Hann átti að
kanna hvort það
væri mannhelt.
Kristinn fékk
æði og braut
fangelsið gersam-
lega í spón.“
Það tíðkuðust
á ísafirði stöðug-
ar eijur milli
Eyrarpúka
sem bjuggu niðri
á Eyri, Hlíðar-
vegspúka og
Engjavegspúka.
Bjami var
verstur
„Ég man eftir heiftarlegum orustum
þegar sló í bardaga við Eyrarpúkana.
Þá stóðum við alltaf saman á Engja-
vegi og Hliöarvegi þótt við elduðum
grátt silfúr þess á milli. Ég var aldrei
nógu mikill bardagamaður til að taka
þátt í þessum orrustum í fremstu víg-
línu en vann að baki viglínunnar við
undirbúning og njósnir. Ég minnist
þess að sá harðsnúnasti í flokki Eyrar-
púkanna var Bjami Brynjólfsson sem
nú ritstýrir tímaritinu Séð og heyrt.
Helstu vopnin í þessum ormstum
vora teygjubyssur og túttubyssur og
skotfærin þurrkaðar grænar baunir.
Eg minnist þess aldrei að neinn
meiddi sig, svo orð væri á gerandi. Það
gerðist hins vegar þegar við lentum í
slöngustríði en þar vom vopnin 10 cm
langir stubbar af vatnsslöngum sem
ýmist var barið með eða þeim hent af
öllu afli. Ég man eftir einum sem fékk
svona stubb í andlitið og steinlá á eft-
ir.“
Þegar hvað mest kvað að þessum
róstum milli púkanna í hlíðinni og
hinna á Eyrinni vom gerðar meiri ráð-
stafanir af hemaðarlegum toga.
Varðtuminn í hlíðinni
„Ég man eftir miklum varðtumi
sem var reistur í urðinni ofan við Urð-
arveg undir forystu Kára Jóhannes-
sonar. Þetta var mikið mannvirki úr
skreiðarspírum og efst trónaði risavax-
in slöngubyssa með slöngu úr bíldekki.
Ég man ekki eftir að hún væri notuð
en mönnum stóð vissulega stuggur af
henni. Þama sátu varðmenn svo og
fylgdust með mannaferðum."
Baldur kann líka að segja frá enda-
lausum leikjakvöldum þar sem krakk-
amir söfnuðust saman
og léku sér í vinsælum
hópleikjum.
„Þetta vora helst
saltabrauð og að rekja
pílu sem var feluleikur
milli tveggja hópa og
var mjög vinsæll. Mér
finnst eins og við höf-
um oft fengið að vera
úti fram undir myrk-
ur. Það var stutt niður í fíömna og
beint neðan við Engjaveginn á Torf-
nesi var fiskimjölsverksmiðja sem var
ekki starfrækt og við hana var tjöm
þar sem við sigldum flekum sem við
smíðuðum. Þetta var allt saman eitt
ævintýri."
En það era líka vetur á ísafirði og
þá fást krakkar við annars konar leiki.
Hættum þegar Jón bróðir varð
fyrír bíl
„Það er löng brekka upp hlíðina,
kölluð Bæjarbrekka, sem endar
uppi á Urðarvegi. Þetta er aðalum-
Maðurinn heitir
Andrew og er Breti og
starfar sem skemmt-
anastjóri á Astró og
nýtur þar mikilla vin-
sælda.
FuUt nafn: Andrew Mark
Sellar.
Fæðingardagur og ár: 1. júlí
1975.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Skemmtilegast: Að dansa
alla nóttina við góða tónlist á
góðum stað.
Leiðinlegast: Að bíða eftir
strætó í kuldanum á íslandi.
Uppáhaldsmatur: Kínamat-
ur, pekingönd sérstak-
lega.
ferðargata bæjarins og ganga götur
þvert á brekkuna. Samt renndu
krakkar sér á syngjandi ferð á sleð-
um og snjóþotum niður brekkuna.
Við Engjavegskrakkamir vorum
líka mikið með sleða og þotur á
gangstíg sem lá ofan af Urðarvegi,
þvert yfir Engjaveginn og niður
garð við Seljalandsveg. Þetta var fln
sleðabrekka sem var mikið notuð
þótt faðir minn væri stöðugt að
banna okkur það. Þama var einnig
skrunað á kassabílum á sumrin.
Þessar sallbunur lögðust eigin-
lega af eftir að Jón bróðir minn
varð fyrir bíl á sleðanum sínum og
handleggsbrotnaði. Þá var eiginlega
sjálfhætt."
Stálum hjólbörudekkjum
Það var ekki alltaf spurt um eign-
arrétt þegar púkamir á ísafirði
voru i stórframkvæmdum og vant-
aði efiii til smíða.
„Mig langar eiginlega, þótt seint
sé, að biðja suma þá afsökunar
sem við stálum frá efni í allt sem
við þurftum að smíða. Ég man
eftir því að við fórum einu sinni
um allan bæ og stálum hjólböra-
hjólum til að setja undir kassabíl
einn ógurlegan sem við smíðuðum.
Við skrúfúðum hjólin undan þeim
hjólbömm sem við fúndum og ekk-
ert komst upp.“
Baldur telur að fyrsta leiksýning-
in sem hann sá hafi verið á ísafirði
árið 1974 þegar hann var sjö ára.
Það var uppfærsla Litla leikklúbbs-
ins á Húrra krakki eftir Amold og
Bach en fyrsta sýningin í atvinnu-
leikhúsi var þegar Leikfélag
Reykjavíkur kom með Blessað
barnalán eftir Kjartan Ragnarsson
til ísafíarðar.
En heldur Baldur tryggð við
æskustöðvamar?
„Ég fer ekki eins oft og ég vildi
nú orðið. Ég og Harpa konan mín,
sem er líka frá ísafirði, emm bæði
úr fiölskyldum sem aldrei fara það-
an og þar af leiðandi er þama allt
það fólk sem okkur er kærast.“
-PÁÁ
Uppáhaldsdrykkiu-: Bjór.
Fallegasta manneskja:
Sarah Michelle Gellar.
Fallegasta röddin: A1 Green.
FaUegasti likamshluti: Rass-
inn.
Hvaða hlut þykir þér vænst
um? Platan „The Loft“, David
Mancuso.
Hvaða teiknimyndapersóna
myndirðu vilja vera?
Stimpy.
Uppáhaldsleikari: A1 Pacino.
Uppáhaldstónlistarmaður:
The BeeGees.
Sætasti stjórnmálamaður:
Davíð Oddsson.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur:
The X-files.
Leiðinlegasta auglýsingin:
Dömubindaauglýsingar yfir-
höfuð.
Skemmtilegasta kvikmynd-
in: Scarface.
Sætasti sjónvarpsmaður-
inn: Anna Rakel Róbertsdótt-1
ir, Tal stelpan.
Uppáhaldsskemmtistaður:
Astró.
Besta „pikk-öpp“-linan: Hér
er tíkall svo þú getir hringt og
látið mömmu þína vita að þú
komir ekki heim í nótt.
Hvað ætlaðir þú að verða?
Klámmyndaleikari.
Eitthvað að lokum: Gleðilegt
árið.