Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Page 32
32 sakamál LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 Stóri og litli hundurinn Fyrir nokkru kom upp sakamál í Þýskalandi sem hefur vakið mikla umfjöllun. Aðdragandinn var ekki óvenjulegur, en atburðarásin var það og undirréttardómurinn þótti sögu- legur. Því er þess beðið með athygli hver niðurstaðan verður fyrir hæsta- rétti. Um er að ræða manndráp. Tveir hundaeigendur mættust með hundana sína og þá upphófst atburða- rás sem hefur orðið efni i margar blaðagreinar. Einn góðan veðurdag... Það var sunnudagur um vor, him- inninn nær heiður og veðrið gott. I raun einmitt þess kon- ar veður sem hundaeigend- ur kjósa til þess að fara í gönguferðir með hina fjór- fættu vini sína. Og það gerðu líka margir þennan dag á vinstri bakka Main-ár- innar við Riisselsheim í Suður- Þýskalandi. Einn þeirra var fimmtíu og tveggja ára gam- ail vélvirki, Edgar Kahl, og með honum var kona hans. Þau voru með lítinn kjölturakka, sem kallaður var Putzi, í bandi. Þetta var ein margra sunnudags- gönguferða hjónanna, en fram að þessu höfðu þær all- ar gengið vel fyrir sig. Venjulega stóðu þær í þrjá stundarfjórðunga. Kahls-hjón höfðu verið gift I rúmlega þrjátíu ár en höfðu engin böm eignast. Þau höfðu hins vegar átt hunda í um aldarfjórðung. Nokkrum árum fyrir atburðinn sem hér segir frá höfðu þau átt tvo litla hunda, en þeg- ar þeir dóu höfðu þau keypt kjölturakka, sem fékk svo nafnið Putzi. Var í miklu uppáhaldi Putzi var á sinn hátt staðgengiU bams í lífi Kahls-hjóna. Þau létu sér afar annt um hann, og er haft fyrir satt að Edgar hafi þótt næstvænst um hann af öllu lifandi á eftir konu sinni. Hann sinnti þvi Putzi af mikilli umhyggju og eftir á séð er víst óhætt að segja að í skjóli hennar hafl orðið til með honum eins konar sérhyggja, sem átti eftir að birtast á óvæntan hátt þennan simnudag. Edgar Kahl hafði þróað með sér mikla vemdarhyggju vegna Putzi. Hann vildi ekki að neitt kæmi fyrir hann. Þess vegna fór hann aldrei í gönguferð með hann án þess að hafa á honum ól þvi þannig gæti hann haft stjórn á honum og komið í veg fyrir að hann færi sér að voða á einn eða annan hátt. En það nægði ekki. Dæm- in úr borgarlífmu sönnuðu að margt óvænt getur komið fyrir og að allur er varinn því góður. Þess vegna fór Edgar aldrei út að ganga með Putzi nema hafa með sér úðadós með táragasi. Upp gæti komið sú staða að verjast þyrfti fyrir- varalaust. En honum átti eftir að vefj- ast tunga um tönn þegar hann var beðinn að skýra hvers vegna hann hefði einnig gengið með hníf á sér þennan sunnudag við Main-ána. Skýringin Sú skýring sem fékkst að lokum á því hvers vegna Edgar gekk með vasahníf með tíu sentímetra löngu blaði var sú að hann hefði lesið um að stór hundur hefði eitt sinn ráðist að minni hundi og bitið hann til dauða. Það, hafði Edgar hugsað með sér, skyldi aldrei koma fyrir Putzi. Hann skyldi ekki verða fómardýr stórs, grimms hunds. Ein spuminganna sem síðar var varpað fram var hvort sú vemdar- hyggja sem náð hafði tök- um á Edgar vegna Putzi hefði orðið eitthvað annað og meira, það er snúist upp í eins konar of- sóknaræði, og því hefði það ef til vili aðeins verið spuming um hvenær við- brögð hans vegna áreitni við Putzi, eða jafhvel bara meintar áreitni, yrðu talin allt annað en eðlileg. Er í því sambandi meðal ann- ars vísað í ummæli Ed- gars eftir það sem gerðist þetta síðdegis, þegar hann sagði að hann hefði haft hnífinn á sér „af þvi það hefði gefið honum eins konar öryggistilfinningu". Til móts við stóran hund Er þau Kahls-hjón höfðu gengið á árbakkanum um stund sáu þau að á móti þeim kom ungur maður með stóran hund. Þar var á ferð tuttugu og sjö ára tölvunarfræðingur, Victor Nicolas, með tíkina Penny, sem var að mestu af Rottweiler-kyni. Victor var kvæntur og tveggja bama faðir. Penny mjög gefm fyrir að leika sér, en þeir sem til hennar þekktu sögðu síðar að hún væri svo meinlaus og gæf að hún myndi ekki einu sinni gera ketti mein. Hún var í miklu upp- áhaldi hjá eldri dóttur Victors, Miri- am. Um gæflyndi Penny vissi Edgar að sjálfsögðu ekkert. Hann virti bara fyr- ir sér stóra tíkina, sem var einnig í bandi, nálgast þau hjón og Putzi. Og allt í einu sýndi Penny áhuga á að leika sér við Putzi. Þá gerði Edgar sín fyrstu mistök. Hann ætlaði ekki aö bíða eftir því að leikurinn sner- ist upp í blóðug átök og greip því til úðabrúsans. Er táragasið kom í augu Penny ýlfraði hún og hljóp til eiganda síns sem tók þessari aðfór illa og sagði við Edgar: „Asninn þinn. Hver fjárinn gengur að þér? Tikin hefur ekkert gert þér.“ Annar þáttur Victor gekk nú með tíkina að Edg- ar sem hafði þá tekið Putzi í fangið og hrópaði: „Hjálp! Náið í lögregluna!" „Já, það er ágætt,“ svaraði Victor. „Föram bara til lögreglunnar. Þetta er allt of langt gengið hjá þér.“ Hann tók síðan undir handlegg Edgars og hugðist leiða hann í átt til miðhluta bæjarins þar sem lögreglustöðin var. Það sem næst gerðist virtist síðar frekar óljóst í huga Edgars. „Ég get ekki munað það í einstökum atrið- um,“ sagði hann þegar hann kom fyr- ir rétt. „Ég veit bara að ég var skyndi- lega kominn með vasahnífinn i hend- ur og stakk í manninn í blindni." Hnifsblaðið gekk beint í hjarta Victors. Ungi maðurinn féll saman. Þar sem all- margt var um mann- inn á árbakkanum ____________ dreif að fólk og ein- hverjir reyndu að koma honum til hjálpar en það var um seinan. Hann var særður til ólífis og varð ekki bjargað. Meðan björgunartilraunimar stóðu yfir horfði Edgar á með Putzi í fanginu. Rannsókn og ákæra Lögregla og sjúkraliðar komu fljótlega á staðinn og var þá staðfest að Victor Nicolas væri látinn. Vitni bentu á Edgar og sögðu frá því að hann væri banamaðurinn. Var hann handtekinn og færður til yfir- heyrslu. Jafnframt vora tekin niður nöfn vitna, en þau síðan yfirheyrð. Kom fram hjá þeim að tíkin Penny hefði hvorki sýnt af sér grimmd né árásarhneigð þegar hún hugðist láta vel að kjölturakkanum Putzi. Edgar sagöi aftur á móti að hann Victor Nicolas í baði með eldri dótturinni, Miriam Edgar Kahl og kona hans hefði veitt því athygli þegar Penny nálgaðist að hún hefði lagt aftur eyr- un, sýnt tennumar og urrað, rétt eins og hún væri að búa sig undir árás. Þarna bar honum og vitnum ekki saman, en ýmsum þótti síðar sem vera mætti að þama hefði Edgar þóst sjá fyrir það sem hann hafði óttast svo mjög, árás stórs og grimms hunds á Putzi litla. Og reyndar fengu þau unmmæli hans hljómgrunn. Systurnar Miriam og Victoria Ráttarhöldin Edgar var dreginn fyrir rétt þar sem honum var gefið að sök að hafa orðið Victor Nicolas að bana. Sak- sóknarinn leit greinilega svo á að um manndráp hefði verið að ræða en ekki ásetningsmorð. Hann fór fram á tveggja ára fangelsisdóm sem skyldi þó vera skilyrtur. Verjandi hélt fram málstað skjól- stæðings síns eins og vænta mátti. En það var þó sjálfur réttur- inn, það er kviðdómendur og dómari sem komu hvað mest á óvart. Edgar Kahl var sýknaður og talinn hafa snúist gegn Victor Nicolas í sjálfsvöm. Dómurinn vakti mikil viðbrögð. Margir töldu með ólíkindum að málið skyldi hafa verið til lykta leitt með slíkum dómi, en aðrir drógu í efa að Edgar hefði snúist Putzi til vamar á þennan hátt að ástæðulausu. Hvort er meira virði...? Hvað mest fékk dómurinn á ekkju Victors Nicolas, Yvonne. Hún er sögð hafa tekið hann mjög nærri sér, enda má með sanni segja að í þessu tilviki hafi hundalíf verið metið meira en manns- líf. Að auki kem- ur til sú kald- hæðni, megi marka þá sem sáu atburðinn á árbakkanum, að hundalíf kann alls ekki að hafa verið í hættu. Aðeins hafi verið um ímynd- aða hættu að ræða hjá Edgar Kahl. Einn þeirra sem fylgdust með mál- inu komst þannig að orði eftir dóms- uppkvaðninguna: „Það má segja, svona táknrænt að það dugi ekki alltaf að hafa hundana í bandi. Það þurfi líka að hafa eigendur þeirra í bandi.“ Ekkja Victors, Yvonne, verður nú að sjá ein fyrir dætrunum tveimur. Þar eð hún sætti sig ekki við dóminn áfrýjaði hún honum. Margir bíða þess meö áhuga hvort honum verður hnekkt eða hann staðfestur á hinu æðra dómsstigi. Yvonne hefur selt Penny, sem er komin á annað heimili utan Rússels- heim. Þar er tíkin sögð sýna sömu ljúfú lundina og fyrr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.