Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Qupperneq 44
4. viðtal LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 JLj'V Verslunarmáti framtíðarinnar Eva Dögg Sigurgeirsdóttir hefur opnað fyrstu íslensku tískuverslunina sem er eingöngu á Netinu og segir hana vaxa hraðar en hún átti von á Sú þjónusta að selja varn- ing í gegnum Netiö hefur ver- ið að ryðja sér hratt til rúms úti í hinum stóra heimi, þó aðallega í Bandaríkjunum. Hér á landi hefur netverslun af einhverjum ástœöum ekki skollið á en það er dálítið sér- kennilegt hjá eins nýjunga- gjarnri þjóð og við erum. Þó er aðeins byrjað að bóla á þessum þægilega verslunar- máta og þeir sem eru að flækjast á Netinu lon og don hafa eflaust rekið augun í nýtt fyrirtœki, tíska.is - sem hefur netfangið www.tiska.is - íslenska verslun með fatnaó fyrir konur og karla og er ein- göngu á Netinu. Eigandi og verslunarstjóri tiska.is er ung kona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, og hóf starf- semina fyrir þremur vikum. Á boðstólum eru vörur sem hún flytur sjálf inn erlendis frá, auk þess sem hún er með vörur frá ýmsum um- boðsaðilum hér á landi. tiska.is er fyrsta íslenska tískuverslunin á Net- inu, sú eina enn sem komið er og seg- ist Eva hafa fengið hugmyndina þeg- ar hún var í skóla í Bandaríkjunum. Hún lagði þar stund á nám í „Fashion Merchandising" sem er grein innan viðskiptafræðinnar og fjallar um hvemig best sé að koma tískufatnaði á framfæri og selja hann. Vildi byrja smátt Eftir að Eva kom heim frá námi hóf hún störf hjá Hagkaupi sem innkaupa- stjóri á bama- og ungbamafatnaði en áður en hún fór til Bandaríkjanna hafði hún unnið í tískuverslunum. Hún segist hafa gengið nokkuð lengi með hugmyndina að netverslun en ekki fariö að hugsa um hana af alvöru fyrr en hún varð ófrísk að yngra bami sínu, Söm ísabellu, sem nú er níu mánaða. „Ég gat ekki hugsað mér að vinna frá henni tíu tíma á dag alla daga,“ segir Eva, „en samt vildi ég hafa eitthvað við að vera og hugsaði mér netverslunina sem hlutastarf." Aðspurð um reynsluna af nýja fyrir- tækinu þessar þrjár vikur sem það hef- ur starfað segir Eva það hafa gengið mun betur en hún átti von á. „Þetta er auðvitað það sem koma skal og er þeg- ar úti um öll Bandaríkin og við erum farin að sjá anga af henni hér.“ Eva segist hafa byijað á því að gera viðskiptaáætlun í mars og hafi unnið að henni síðan. Þegar hún er spurð hvers vegna hún hafi ekki einfaldlega opnað venjulega búð eins og aðrir svarar hún: „Upphaflega ætlaði ég að gera það sama og allir aðrir, opna verslun í Kringlunni, en svo kom að þeim degi að ég varð að veðja á eitt- hvað eitt. Mér hraus hugur viö yfir- byggingunni sem tilheyrir því að opna verslun í Kringlunni. Ég vildi frekar byrja smátt og rólega og leyfa þessu að stækka heldur en að byrja risastórt og hrynja." Get leyft mér litla álagningu Hver fannst þér helsti kosturinn við netverslun? „Það er gríðarleg samkeppni héma í tískufatnaöi og með því að opna versl- un á Netinu gat ég leyft mér að vera með litla álagningu vegna þess að ég hef enga yfirbyggingu, enga húsaleigu og lager og svo framvegis. Ég get þvi leyft mér að vera með vöruna á lægra verði en samkeppnisaðilamir." Meðal merkja sem Eva selur á Net- inu em Blend of America, Gabba, Vir- us, Vila, Pepe, Gas og Universal, auk þess sem hún er með einstaka flíkur frá hinum og þessum merkjum. „Ég vildi ekki vera með einhver rándýr BORÐINN hf. Smiðjuvegi 24 sími 557 2540 • Vélastillingar • Hjólastillingar Rafmagnsviðgerðir • Ljósastillingar • • Almennar viðgerðir • Varahlutaverslun á staðnum Við Btyðjum við bakið á þér! Croscill og Westjxjint Stetcns Möikinni 4 • 10!! Rcykjavík 5.4,’i .5500 • Fa\: 533 3510 • u ww.mair.o.i.s Eva Dögg Sigurgeirsdóttir. DV-mynd Teitur merki sem fólk hefur ekki eftii á,“ seg- ir hún, „heldur góða vöm sem er í ódýrari kantinum." En hverjir versla í netverslun? „Bæði konur og karlar. Flestar pant- anir hafa komið frá Reykjavík enn sem komið er, sem hefur komið mér á óvart því ég reiknaði frekar með að landsbyggðin myndi nýta sér netversl- un. Ekki þar fýrir að fólk af lands- byggðinni er líka aö versla hjá mér, auk þess sem ég hef þegar fengið pant- anir frá Skandinavíu." Eva segist ætla að þróa verslunina hægt og rólega og hún sjái fram á að þetta verði endalaust verkefni. „Tækn- in þróast mjög hratt og það er mikil- vægt að fylgjast með henni og það má búast við hröðum nýjungum hjá mér á næsta ári,“ segir hún. Skilafrestur og endurgreiðsla Eitt af því sem tiska.is býður upp á er skilafrestur sem er ekki tímasettur og þegar fólk skiiar getur það fengið vöruna endurgreidda. „Flestar af bandarísku netbúðunum bjóða upp á slíkt. Það er bara nútimaþjónusta. Hér á landi er hins vegar alltaf verið að láta fólk fá innleggsnótur sem það gleymir oft eða týnir. Sumum finnst þetta mjög djarft af mér en ég held að viðskiptavinurinn verði sáttari og hann hefúr sannarlega ekkert að óttast þótt varan passi ekki eða henti honum ekki.“ Hvemig hefúrðu komið versluninni á framfæri? „Ég hef auglýst, bæði í útvarpi og á Netinu. Svo spyrst þetta út. Það virðist gerast ansi hratt vegna þess að ég er þegar búin að fá 30 þúsund heimsókn- ir og er mjög ánægð með það. Annað sem ég er ánægð með er að það era sömu kúnnamir að panta hjá mér í annað og þriðja sinn.“ Netklúbbur er eitt af því sem alvöra netfyrirtæki hljóta að þurfa að koma sér upp og segist Eva vera rétt um það bil að fara af stað með hann og nú þeg- ar séu nokkur hundrað manns skráðir í hann. Þeir sem era í netklúbbnum fá send til sín öll sértilboð, upplýsingar um nýjungar og síðar meir verður fleira þar en fót, til dæmis nýjustu fréttir úr tískuheiminum." Þægilegur verslunarmáti En hvers vegna álítur hún net- verslun breiðast eins hratt út og raun ber vitni? „Þetta er kjörin aðferð til að versla. Þú getur bara setið heima hjá þér, í vinnunni eða i skólanum og leitað í rólegheitum að því sem þig vantar. Þetta er mjög fjölskylduvænn versl- unarmáti, því eins og við þekkjum getur verið æði erfitt að þvælast með til dæmis böm í verslanir, einkum ef maður þarf að máta. Á Netinu getur maður verslað þegar börnin era kom- in i rúmið. Mér finnst það mjög þægi- legt.“ Er fólk ekkert hrætt við að leggja inn kortanúmerið sitt? „Jú, vissulega gætir tortryggni hér og ég skil það mæta vel. Mér er sjálfri ekkert sama hvar ég gef upp korta- númerið mitt. En ég er með öryggis- lykil, VeriSign, sem er viðurkenndur í Bandaríkjunum og er sami öryggis- lykill og Amazon og GAP nota. Það þyrfti „allar“ tölvur á íslandi í dag til þess að hakka sig inn. Þetta er öragg- asti lykillinn sem til er i dag.“ Hvað gerist svo þegar fólk pantar? „Vegna þess að sumir era hræddir við að gefa upp kortanúmerið sitt býð ég lika upp á póstkröfusendingar og það hafa þegar nokkrir nýtt sér það. En fýrir fólk sem notar kortið þá sendi eg vörana samdægurs með Is- landspósti heim til þeirra og verð að segja að þjónustan hjá þeim er frá- bær. Þeir sem búa úti á landi geta líka fengið vöruna senda með frakt- flugi með Flugfélagi íslands." -sús
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.