Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 59
DV LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
Leiðindaskjóða
til London
Þá hefur Madonna loksins fundiö
draumahúsið sitt í London eftir
tveggja ára þrotlausa leit. Slotið
sem kostar milli 450 og 500 milljón-
ir króna er á mörkum Chelsea og
Kensington-
hverfisins. í því
eru fimm svefn-
herbergi, þrjú
baðherergi og í
kring er falleg-
ur, ræktaður
garður.
Sagt er að
Madonna, sem
er harðákveðin
í þvi að ala
dóttur sína,
Lourdes, upp í
Englandi, hafi
fundið húsið
sjálf og keypt það þegar hún var
orðin kúguppgefm á öllum fast-
eignasölunum sem höfðu tekið mál-
ið að sér síðustu tuttugu og fjóra
mánuðina. Fasteignasalarnir hafa
brugðist hinir fúlustu við og einn
þeirra sagði: „Hún er búin að skoða
skrilljón hús og gera alla brjálaða.“
Nokkrir af nágrönnum söngpíp-
unnar eru bara nokkuð frægir, eins
og David Bowie og Gucci-hönnuður-
inn Tom Ford.
Anthony Hop-
kins yngir upp
Bíógestir
fengu gæsa-
húð þegar
Anthony
Hopkins lék
mannætuna
og sælkerann
Hannibal
Lecter í
Lömbin
þagna. Hopk-
ins er kom-
inn af
léttasta
skeiði, er 62
ára gamall.
Það er greini-
lega einhver
kengur í
karli enn því nýjar fréttir herma að
hann stígi nú mjög i vænginn við
Francine nokkra Kay. Sú er á besta
aldri eða aðeins 44 ára gömul.
Nýlega sást til skötuhjúanna þar
sem þau sátu saman að morgunverð-
arborði og létu vel hvort að öðru.
Francine klappaði Hopkins öllum og
kyssti á skallann á honum en það gera
konur ekki við menn nema þeim sé
verulega hlýtt til þeirra.
Með þessu fetar Hopkins í fótspor
margra frægra karlleikara í líkum
aldursflokki. Nægir þar að nefna rosk-
in kyntröll á borð við Sean Connery
og Michael Douglas sem báðir hafa
staðfest ráð sitt með stúlkum af næstu
kynslóð á eftir. Hopkins gengur
reyndar alls ekki eins langt og þeir
því lagskona hans er nokkuð eldri en
þær bamungu leikkonur sem hafa
fallið fyrir hinum.
Anthony Hopkins er
sagður eiga í ástar-
sambandi við miklu
yngri konu.
Vesturgata 7,
innkeyrsla frá Vesturgötu um Mjóstræti,
106 stæði.
Kolaportið,
við fcdkofnsveg vestan við Seðlabankann.
174stæði.
Ráðhús Reykjavíkur,
innkeyrsla í kjallara frá Tjamargötu.
130 stæði.
Traðarkot,
Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu.
271 stæði.
Bergstaðir,
á homi Bergstaðastrætis
og Skólavörðustígs. 154stæði.
Vitatorg,
bflaliús með innkeyrslu frá Vitastíg
og Skúlagötu. 223 stæði.
mim
Framboðið af bflastæðum í miðborginni er mikið. Valkostirnir eru
stöðumælar, sérstök miðastæði og sex glæsileg bflahús.
# Bflahúsin eru þægilegur kostur.
Þú ekur beint inn í vistlegt hús,
sinnir þínum erindum og gengur /,
að bílnum á vísum, þurrum stað. (4
í bílahúsinu rennur tíminn ekki út \J
og þú borgar aðeins fyrir þann
tíma sem þú notar.
# Stöðumælar eru skamm-
tímastæði með leyfilegum
Mundu eftir miðastæðunum
Njótið lífsins, notið bílastæðin
Bílastæðasjóður