Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 64
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 iðsljós Pitt á leið í hnapphelduna? Brad Pitt er mikið töfratröll eða hormónadrumbur í hópi leikara og hefur án efa leikið aðalhlutverk í draumum ungmeyja vitt um heim undanfarin misseri ekki síður en aðalhlutverk í ýmsum bíómyndum. Ekki hefur piltinn skort félags- skap hins veikara kyns neitt sér- staklega en nú berast þær fréttir að vestan að alvara sé i spilinu og brúðkaup sé fram undan. Tilvon- andi frú Pitt er leikkonan Jennifer Aniston sem skaut fyrst upp á stjömuhim- ininn í sjón- varpsþáttun- um um Friends eða Vini sem hafa notið gríðarlegrar hylli báðum megin við pollinn síðustu ár. Skötuhjúin hafa verið í ástarsam- bandi undanfama mánuði en nýlega mættu þau saman á tónleika hjá Sting og þar vakti athygli gesta mik- ill demantshlunkur sem Jennifer bar í hring á fmgri. Þóttust menn kenna að þar færi ósvikinn trúlof- imarhringur. Leikaraparið lék á als oddi og Jennifer meira að segja príl- aði upp á svið og raulaði nokkrar strófur með hinum aldna rokkara og regnskógaverði, Sting. Þegar þau sjálf eða talsmenn þeirra em spurð um giftingaráform verður fátt um svör en enginn segir beinlinis nei. Þannig er talið næsta víst að pilturinn Pitt sé genginn út og i góðum höndum. Brad Pitt er sagöur í giftingarhugleiö- ingum. Jim Carrey þykir í meira lagi kven- samur. Carrey er aftur kominn á sjens Jim Carrey er meðal eftirsóttustu og hæst launuðu leikara í HoUywood. Þessi teygjanlegi gamanleikari hefur komið heimsbyggðinni til að gráta úr hlátri yflr myndum eins og Ace Ventura, gæludýraspæjarinn, Gríman, Heimskur, heimskari og fleiri gullmolum. Síðast sló hann í gegn í Truman Show sem mörgum þótti óþægileg framtiðarsýn. Carrey hefur nýlega lokið við að leika í kvikmynd sem heitir Me, Myself and Irene. Þar er mótleikari hans mikil feg- urðardís úr Texashreppi i Ameríku og heitir René Zellweger. Ekki er að orð- lengja að þau hrifúst þegar í stað hvort af öðru og nú er svo komið sögu að far- ið er að pískra um brúðkaup i homum. Talsmenn beggja hafa neitað harð- lega að gifting sé í sigtinu en talsmenn kvikmyndaleikara myndu segja að svart væri hvítt ef það hentaði hagsmunum umbjóðenda þeirra. Carrey hefur verið iðinn við kolann í kvennamálum og má segja að í drauma- borginni sé slóð af brostnum hjörtum eftir hann hvar sem hann fer. Hann hef- ur ítrekað lent upp i hjá mótleikurum sínum og má nefha þar fómarlömb eins og Lauren Holly og rokkekkjuna og leikkonuna Courtney Love. Carrey kall- ar því ekki allt ömmu sína i kvennamál- um en kannski er hér ftmdin hin eina sanna ást. Sean Penn ætlar að skilja Sean Penn hefur getið sér gott orð sem leikari og leikstjóri. Hann var eitt sinn giftur Madonnu og þá gat hann sér ekki eins gott orð sem skaphundur og áflogaseggur en þá átti hann vanda til að fljúga í reiðiköstum á ljósmynd- ara sem sátu um skötuhjúin. Lét Penn þá hendur skipta og braut bæði vélar og tæki ljósmynd- ara og var iðu- lega sektaður fyrir. Þau Madonna skildu síðan og hann giftist Sean Penn er Robin Wright sagöur vera aö leikkonu. Þau ski|ía viö konu hafa tollað sam- sína- an talsvert lengi. Robin hefur verið heima og hlynnt að bömum þeirra tveimur sem heita Dylan og Hopper og era komin af höndum, orðin níu og sex ára gömul. Robin Wright fékk góða dóma fyrir leik sinn í stórmyndinni Forrest Gump hér um árið en hún hefur látið leikfer- il sinn víkja fyrir barnauppeldi undan- farin ár. Nú vill hún gera breytingu á þessu og halda út á vinnumarkaðinn á ný. Þessu er hinn skapstóri eiginmað- ur hennar ekki alveg sammála og telur enga þörf á tveimur fyrirvinnum á heimilinu þar sem hann lifl við stöðug uppgrip og bömin þarfnist móður sinnar og sitthvað fleira tínir hann til sem mótrök við fyrirtætlunum Robin. Þessu vill hún eðlilega ekki una og hafa átök milli hjónanna leitt til þess að nú er skilnaður talinn næsta skref i málinu. Það verður kannski Sean til happs að Madonna er á lausu en hún lýsti því yflr í heimildarmynd fyrir fáum árum að Sean væri stærsta ástin í lífl hennar. dt s Tlmamótatæki Á síðasta ári setti Kenwood á markaðinn verðlaunasamstæðuna Series 21, sem hlaut EISA verðlaunin 1998/99 sem besta bíóstæða ársins. Nú er komin ný árgerð af þessum tímamótatækjum með fjölbreyttum nýungum. SE-A901 býður upp á eftirtalda möguleika: • Dolby Digital • DTS • Circle Surround 5.1 • 6x100 W kraftmagnara • Fullkomiö hátalarasett meö 2 subwoofers • Gagnvirk fjarstýring meö snertiskjá Tilboðsverð kr. 169.900 agpSTOD þar sem gæðin heyrast Ármúla 17, Reykjavfk, sfmi 568 8840 Fullt verö kr. 199.900 www.taktur.is I 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.