Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 68

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Side 68
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 J 72 Saumaþjónusta Sérsaumar þjóðbúninga, allt efni til á staðnum. Ávallt til s lu: skotthúfur, skúfar, upphlutsborðar, peysubrjóst, peysufataslifsi, krókfaldar, blæjur, sjöl, svuntukefli. Námskeíð í þjóðbúníngasaumí Þjóðbúningaleiga Saumaþjónusta Sólveigar Quðmundsdóttur, Ásgarði 1, Reykjavík, s. 568 5606. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA alkar virklr L«Mll viskíbörnin? h .1; ki I MIU' R' ’ Fæst í öllum betri ÍÓIAT ALLAR STÆRPÍR RETRA VERÓ _ pC £ N SÉMALm /ÓLATRÉ forðastu ösina, komdu á rólegan stað tryggðu fjölskyldunni tré í tíma OPIÐ TIL Kt. 22°° ÖLL KVÖLD TIL JÓLA MIKLATORGÍ V/BSf s. 562 2040 EtSTA SÓLATRÉSSALA Á ÍSLANDI StNOVM UM LAND ALLT ALASKA bókarkafli Vilhjálmur minnti á ísbjörn Haraldur Bessason segir frá kynnum sínum af frægasta heimskautafara Islands í nýútkominni bók, Bréf til Brands, rekur Haraldur Bessason pró- fessor ýmsar minningar úr lífshlaupi sínu og gerir þaö í sendibréfs- formi til fóstursonar síns. DV birtir hér kafla sem lýsir kynnum Haraldar af Vilhjálmi Stefánssyni heim- skautafara. Inóvember 1958 bauð ég Vilhjálmi Stefánssyni að flytja fyrirlestur við Manitóbaháskóla um sjálfval- ið efni og naut tilstyrks sögudeildar háskólans við heimboðið. Farið var að kólna nokkuð í Manitóba og Norð- ur-Dakóta en þó snjólaust að mestu. Þau hjón, Vilhjálmur og Evelyn, komu fyrst til Mountain á æskuslóðir Vilhjálms og þangað sótti ég þau og var það okkar fyrsti fundur. Á leið- inni til Winnipeg lék Vilhjálmur á als oddi. Ég reyndi kurteislega að tala við hann íslensku en hann tók ekkert undir það en bað Evelyn að syngja fyrir mig „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur, / er gleðin skín af vonarhýrri brá?“ Evelyn hafði (og hefur) góða rödd en söng um „góðrá vinna fund“, sem varð Viihjálmi til- efni til að ræða nokkuð um „long and short consonants in Icelandic“, en hann var góður málfræðingur á sín- um yngri árum. Hætti ég þá í bili að reyna að tala íslensku við hann. Fyr- irlestur gamla mannsins við Manitó- baháskóla var með miklum ágætum. Við létum hann tala i „gamla leikhús- inu“ fyrir húsfylli. Hann talaði um eskimóa í meira en klukkustund án blaða eða Emnars stuðnings. Hvergi fipaðist honum og var mér sagt að jafnvel harðjaxlar hefðu grátið undir orðum hans. Eins kjaftfor oy Churchill Sú saga gekk lengi meðal Vestur-ís- lendinga að fram eftir þessari öld hefði enginn tekið þeim Winston Churchill og Vilhjálmi Stefánssyni fram í mælskulist á enska tungu. Vitaskuld eru staðhæfingar af þessu tagi naumast annað og meira en goðsagnir. Engu að síður minnir mig að ég væri byrjaður að trúa þessari sögu eftir að hafa hlustað á fyrirlest- ur gamla mannsins í þetta sinn. Var hann þó búinn að fá slag og heyrðist ögn á mæli hans. Leist mér ekki meira en svo á upphafið því að hann var nokkuð lengi að fikra sig upp á sviðið og byijaði síðan að segja sögu mjög veikri röddu. Flögraði þá sem snöggvast að mér að með heimboðinu til Vilhjálms hefði ég óafvitandi verið að ýta örvasa gamalmenni út í tor- færu sem væri því um megn. Ekki þurfti ég þó lengi að velkjast í vafa því að fyrr en varði var ræðumaður kominn á fullt skrið og búinn að ná tökum á efni og áheyrendum. Ræðu- stíll hans þótti mér vera afbrigðilegur og þó helst það hvemig honum tókst að fella langa röð frásagna í rökrænt samhengi jafnvel þótt sjálfar sögum- ar væm um mismunandi atvik og efni. Að nokkru minnti hann mig á eyfirska eða skagfirska sagnaþuli uppi á baðstofupalli eða einhvers Haraldur Bessason. staðar þar sem hæðarmun var að fmna. Viö ræðuflutninginn átti hann það líka til að stinga höndum í vasa og brýna röddina eða breyta til sam- ræmis við efni og innihald. Úr fleiri en einni átt gustaði um hærukollinn á honum og hið innra bjó ekki ein- ungis kraftur hvítabjamarins heldur hafði tign jökuls og ísa sett sín mörk á persónuleikann (það er hreint ekki út í hött að í Vilhjálms Stefánssonar vængnum í Explorers Club í New York er gríðarstór uppstoppaður hvítabjöm). Inn í þetta blandaðist svo hjá honum akademískur blær frá Harvard. Vantaði eldspýtur Nærri má geta að Vilhjálmur var þekktur fyrir kjark og áræði, enda hafði hann aleinn deilt næturstað með hvítabimi á ísjaka í frosti og þreifandi byl norður í heimskauta- hémðum. Éinn hafði hann farið í langan göngutúr til þess að sækja eld- spýtur þegar eldur slokknaði hjá leið- angri hans á norðurslóð og varið í þá eldspýtnasókn tveim árum eins og hann hefur sjálfur sagt frá í einni af bókum sfnum og í frægum sjópn- varpsþætti um hann sem CBC sjón- varpsstöðin í Toronto lét gera. Þó komst hann einu sinni í vanda sem hann gat ekki leyst hjálparlaust og verð ég að láta fýlgja með smásögu um það þó að hún verði enn einn út- úrkrókurinn frá sögunni sem ég byrj- aði að segja þér í upphafi. Lokaður inni á kamrinum Eftir fyrirlesturinn í „gamla leik- húsinu" við Manitóbaháskóla var efnt til kvöldboðs til heiðurs Vil- hjálmi og Evelyn heima hjá þeim hjónum Elvu og prófessor Tryggva Oleson, en frá honum sagði ég þér í síðasta bréfi. Þó að þau hjón byggju vel í afla staði var sá ljóður á ráði þess mikla gáfu- og fræðimanns Tryggva að hann var trassi með smá- muni svo sem hurðarlokur á heimil- inu, læsingar, handföng á skápum og annað þess háttar. Klósettið á efri hæð hússins var að visu rúmgott og aðlaðandi en hurðarskráin þar hafði verið biluð í mörg ár þegar mig rak þar fyrst á fjörur. Bilunin var fólgin í því að eingöngu þeim sem voru ná- kunnugir öllum hurðarskrám á Olesonheimilinu var óhætt að læsa að sér því að þeir einir höfðu smám saman hlotið nægilega þjálfun til þess að geta opnað aftur. Þeir einir vissu að kippa þurfti í hurðarhúninn af talsverðu afli, snúa honum fyrst eldsnöggt rangsælis, síðan mjög gæti- lega réttsælis og toga hann jafhframt þéttingsfast að sér til þess að losa hurðina ögn frá stöfum. Síðan þurfti að lyfta henni aö framanverðu og sparka um leið í hana að neðan og var þá bjöminn venjulega unninn. Boðið á Olesonheimilinu fyrir þau Evelyn og Vilhjálm fór vel af stað. Allir vildu tala við Vilhjálm og hann virtist kunna vel aflri athyglinni sem fólk veitti honum. Þegar leið á kvöld- ið og flestir búnir að heilsa á meistar- inn tók einhver allt í einu eftir því að heiðursgesturinn Vilhjálmur virtist vera horfinn úr samkvæminu. Kona hans Evelyn gat sér þess til að honum hefði ef til vfll ekki faUið i geð aUur tóbaksreykurinn, en margur reykti í þá gömlu og góðu daga, og því hefði hann ef tfl viU farið út í garð tU þess að anda að sér hreinu íofti. Var svip- ast um eftir honum þar en aUt kom fyrir ekki. Vilhjálmur virtist hafa gufað upp. Ungur sonur Tryggva brá sér á reiðhjóli í stutta ferð um næsta nágrenni en heimskautakönnuð af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.