Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 75

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Blaðsíða 75
DV LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 79 afmæli Tll hamingju með afmælið 12. desember 100 ára Jenný S.Á. Guðmundsdóttir, Hrafnistu í Hafnarfirði. 85 ára Ásta Ketilsdóttir, Mýrargötu 18a, Neskaupstað. Karla Bemdsen, Dvalarh aldraðra, Sauðárkróki. 80 ára Aðalheiður Jónsdóttir, Munkaþverárstræti 5, Akureyri. Guðrún Guðmundsdóttir, Helgamagrastræi 15, Akureyri. Karl Jónsson, Strembugötu 19, Vestmannaeyjum. 75 ára Guðjón Valdimarsson, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Högni Klemensson, Sunnubraut 9, Vík. Ketill Kristjánsson, Þinghólsbraut 37, Kópavogi. Hann verður að heiman. 70 ára Hulda Jónasdóttir, Lindahlið, Húsavík. 60 ára Benedikt Þ. Jónsson, Hrísum, Hvammstanga. Halldór Þorgrímsson, Skólagerði 40, Kópavogi. ísleifur Guðmannsson, Víkurási 2, Reykjavík. Kalla Lóa Karlsdóttir, Möðrufelli 1, Reykjavík. Lena Margrét Rist, Úthlíð 3, Reykjavík. Magnús O. Stephensen, Þrastarlundi 8, Garðabæ. Smári Guðsteinsson, Hrauntúni 63, Vestmannaeyjum. 50 ára Arnþór Sigurðsson, Rauðarárstíg 9, Reykjavik. Björgvin Guðmundsson, Lindarseli 7, Reykjavík. Esther Óskarsdóttir, Heiðmörk la, Selfossi. Guðmxmdur Karl Baldursson, Lýsubergi 16, Þorlákshöfn. Jóna Stígsdóttir, Hæðargötu 6, Njarðvík. Magnús Sveinsson, Laufengi 27, Reykjavík. Margrét Guðlaugsdóttir, Furugrund, Bessastaðahreppi. Peter L. Mogensen, Stuðlabergi 84, Hafnarfirði. Þórarinn Höskuldsson, Árholti 5, Húsavík. 40 ára Droplaug Guðnadóttir, Dunhaga 13, Reykjavík. Hafsteinn B. Hafsteinsson, Hraunsvegi 23, Njarðvík. Laufey Ó. Gísladóttir, Jörfabakka 26, Reykjavík. Ólafur Ólafsson, Lækjarfit 1, Garðabæ. / jjrval góðurferðafélagi —til fróðleiks og skemmtunar á ferðalagi eða bara heima í sófa Ólafur Hilmar Sverrisson Ólafur Hilmar Sverrisson, for- stöðumaöur fyrir nýsköpun og þró- un hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, Logafold 83, Reykjavík, verður fertugur á mánudaginn. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1980 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1984. Ólafur var skrifstofustóri hjá Líf- eyrissjóði verslunarmanna í Reykjavík 1984-86, sveitarstjóri í Grundarfirði 1986-90, fjármálastjóri hjá Kjörís hf. 1990-91, bæjarritari hjá Kópavogskaupstað 1991, bæjar- stjóri í Stykkishólmi 1991-99 og er nú forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Ólafur sat í stjóm Heimdallar 1976-78, í stjóm Félags viðskipta- fræðinema 1982-84, í fræðsluráði Vesturlands 1986-90, í stjóm Hraðfrystihúss Grundarfjarðar 1986-90, í stjórn Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi 1988-90 Og 1994-95, í stjórn héraðsnefndar Snæfellinga 1991-95, sat í stjóm launanefndar sveitarfélaga 1993-99, í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1994-99, situr í stjórn Fasteignamats ríkisins frá 1995 og í stjórn Námsgagnastofnunar. Ólafur var ritstjóri Hagvangs 1982-84. Fjölskylda Ólafur kvæntist 18.6. 1983 Ragn- heiði Gunnarsdóttur, f. 2.9. 1960, B.Sc. í hjúkrunarfræði frá HÍ. Hún er dóttir Gunnars Dofra Kjartanssonar, f. 29.6. 1935, d. 9.9. 1970, versl- unarmanns í Reykjavík, og k.h„ Helgu Sigfús- dóttur, f. 2.5.1937, versl- unarmanns. Stjúpfaðir Ragnheiðar er Hjalti Stefánsson, f. 23.9. 1925, framkvæmdastjóri í Reykjavík. Synir Ólafs og Ragn- heiðar eru Gunnar Dofri, f. 13.4.1988; Sverr- ir Ingi, f. 21.2. 1993; Kjartan, f. 12.1. 1997. Alsystkini Ólafs eru Anna Gunnhildur, f. 29.7. 1950, rekstrarstjóri í Reykjavík; Oddný Guðrún, f. 27.8. 1956, dósent við HÍ, búsett í Reykjavík; Pétur öm, f. 14.3.1969, lögfræðingur í Reykjavík. Hálfsystkini Ólafs, samfeðra: Kristinn Ágúst, f. 23.12. 1932, d. 9.5. 1957; Sigurður Júlíus, f. 14.8.1934, d. 16.2. 1953; Alma Valdís, f. 18.1. 1943, lögfræöingur í Garðabæ; Óskar Finnbogi, f. 19.1. 1945, verkfræðing- ur í Reykjavík; Gunnar Axel, f. 19.1. 1945, verkfræðingur í Garðabæ; Garðar, f. 11.1.1949, verkfræðingur í Garðabæ; Guðmundur, f. 31.12.1955, búsettur í Danmörku. Foreldar Ólafs; Sverrir Júlíusson, f. 12.10. 1912, d. 30.4. 1990, útgerðar- maður og alþm., og k.h., Ingibjörg Þorvaldsdóttir, f. 25.6. 1925, vefnað-*. arkennari. Ætt Sverrir var sonur Júlíusar Bjömssonar, sjómanns í Keflavík, og k.h., Sigríðar Sverrínu Sveins- dóttur húsmóður. Ingibjörg er dóttir Þorvalds Böðv- arssonar og k.h., Gróa María Odds- dóttir. Ólafur Hilmar Sverrisson. Sigrún Símonardóttir Sigrún Símonar- dóttir, tryggingafull- trúi hjá sýslumannin- um í Borgamesi, Berugötu 2, Borgar- nesi, verður sextug á morgun. Starfsferill Sigrún fæddist að Grímarsstöðum í Andakílshreppi og ólst þar upp til þriggja ára aldurs en síðan í Borg- amesi. Hún lauk landsprófi frá Bama- skóla Borgamess 1954, stundaði nám við Iönskólann í Borgarnesi í tvö ár og stundaði nám við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1957-58. Sigrún vann hjá Pósti og síma í Borgamesi 1958-64 og hefur starfað hjá sýslumanni Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu í Borgarnesi frá 1964. Sigrún hefur starfað í Sjálfstæðis- flokknum í áratugi. Hún var vara- maður í bæjarstjóm Borgamess 1982-84, sat í bæjarstjóm frá 1984, var forseti bæjarstjórnar Borgar- ness 1990-94 og formaður bæjarráðs 1996-98. Hún hefur gegnt ýmsum nefndar- og trúnaðarstörfum á veg- um bæjarfélagsins, m.a. setið í stjórn HAB, Grundar- tangahafnar, í fræðslu- ráði og skólaskrifstofu Vesturlands. Þá er hún formaður stjómar Dval- arheimilis aldraðra í Borgamesi. Fjölskylda Sigrún giftist 17.6. 1960 Ólafi Ásgeiri Steinþórs- syni, f. 22.8. 1938, féhirði. Hann er sonur Steinþórs Einarssonar, f. 27.9. 1895, d. 12.6.1968, sjómanns og bónda í Bjarneyjum, síð- ar verkamanns í Flatey og Stykkis- hólmi, og k.h., Jóhönnu Stefánsdótt- ur, f. 24.7. 1897, d. 21.10. 1997, hús- móður. Böm Sigrúnar og Ólafs Ásgeirs eru Steinþór Páll Ólafsson, f. 27.6. 1970, flugmaður hjá Flugleiðum; Símon Ólafsson, f. 3.9. 1974, bifvéla- virki hjá Bifreiðum og landbúnaðar- vélum í Reykjavík en unnusta hans er Anna Sigmundsdóttir, f. 3.9.1979, nemi; Guðjón Fjeldsteö Ólafsson, f. 26.1. 1984, nemi í Grunnskóla Borg- arness. Systkini Sigrúnar eru Örn Ragn- ar Símonarson, f. 10.6. 1934, bifvéla- virki í Borgarnesi; Teitur Símonar- son, f. 12.10. 1937, bifreiðasmiður í Kópavogi; Sigurbjörg Símonardótt- ir, f. 30.10. 1941, verslunarmaður í Hafnarfirði; Bergsveinn Símonar- son, f. 25.1.1945, kjötiðnaðarmaður í Borgamesi. Foreldrar Sigrúnar voru Símon Teitsson, f. 22.3. 1904, d. 13.4. 1987, jámsmíðameistari í Borgarnesi, og Unnur Bergsveinsdóttir, f. 24.8. 1913, d. 7.8. 1992, húsmóðir. Ætt Símon var bróðir Guöjóns, for- stjóra Skipaútgerðar ríkisins. Sím- on var sonur Teits, b. á Grimars- stöðum Símonarsonar, b. i Ásgarði, bróður Ingibjargar á Hvanneyri, móður Gróu, móður Helga Sigurðs- sonar, fyrsta hitaveitustjóra í Reykjavík. Ingibjörg var einnig móðir Teits, afa Teits Jónassonar forstjóra, og langafa Trausta Jóns- sonar veðurfræðings. Þá var Ingi- björg móðir Vilhjálms Ámasonar, húsasmíðameistara, föður Óskars, fyrsta garðyrkjustjóra Reykjavíkur og Guðrúnar, húsmóður og kennara í Reykjavík. Símon var sonur Teits, ættfoður Teitsættar, bróður Jóns, b. í Efstabæ, langafa Magnúsar skálds og Leifs prófessors Ásgeirssona. Jón var einnig langafi Péturs Ottesens alþm. og Jóns Helgsonar ritstjóra. Móöir Teits á Grímarsstöðum var Sigríður Jónsdóttir, b. á Ausu Páls- sonar. Móðir Símons járnsmíðameistara var Ragnheiður Fjeldsted, dóttir Dan- íels Fjeldsted, b. á Hvítárósi, bróður Andrésar, b. á Hvítárvöllum, fóður Lárusar hrl, afa Katrínar Fjeldsted alþm.. Daníel var sonur Andrésar, b. á Narfeyri og á Hvítárvöllum Vigfús- sonar, gullsmiðs á Stóru-Tungu á Fellsströnd, ættfoður Fjeldstedættar- innar Sigurðssonar. Móðir Andrésar á Narfeyri var Karitas, systir Skúla, afa Kristínar, móður Skúla Thorodd- sen ritstjóra, Þórðar læknis, Þorvald- ar náttúrufræðings og Sigurðar verk- fræðings, föður Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra. Karitas var dóttir Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Búðardal. Móðir Daníels var Þor- björg dóttir Þorláks, hreppstjóra á Hvallátrum við Breiðafjörð Gríms- sonar, og Katrínar Einarsdóttur, systur Eyjólfs eyjajarls. Móðir Ragn- heiðar Fjeldsted var Sigurlaug Ólafs- dóttir, b. á Norðurreykjum í Hálsa- sveit, Jónassonar og Amfríðar Ei- ríksdóttur. -s Foreldrar Unnar voru Bergsveinn Sigurðsson sjómaður' óg Sigurlína Bjarnadóttir, verkakona í Reykja- vík. Sigrún verður að heiman. Sigrún Símonardóttir. _______________________________fréttir Næturgalar komu með írska stemningu á Kaffi Krók , Næturgalar taka lagiö: Guömundur St. Sigurösson, Karl Sigurgeirsson, Þor- björn Gíslason, Ólafur Jakobsson og Elínborg Sigurgeirsdóttir sem lék und- ir á píanc. DV-mynd Þórhaliur Ásmundsson. DV, Skagafirði: Þótt landsvæði það sem í dag heitir Húnaþing vestra sé ekki fjöl- mennt hefur það látið mikið að sér kveða á tónlistarsviðinu um nokk- urt skeið og kannski lengur. Ritari þessa pistils er ekki í nokkrum vafa um að tónlistarlíf dafnar vel í „vest- ur-sýslunni“. Þar hefur á undanfómum árum verið staðið fyrir mörgum tónlistar- viðburðum. Á tímabili var mjög líf- legt yfir tónlistarfélaginu en einnig hefur drjúgur hópur fólks látið að sér kveða og staðið fyrir uppákom- um nokkuð reglulega, þar sem söng- ur og tónlist hefur verið í hávegum haft. Það var upp úr þessum jarðvegi sem sönghópurinn Næturgalamir spratt fyrir 10 ámm. Tilgangurinn var fyrst og fremst að skemmta sjálfum sér og síðan kannski ein- hverjum í leiöinni. „Við höfum lítið komið fram síð- ustu fimm árin en höfum samt reynt að hittast á hverju ári og skemmta okkur saman, fórum t.d. saman til írlands og Danmerkur. Svo í haust var komið að þessum tímamótum aö tíu ár voru frá því að sönghópurinn var stofnaður og við ákváðum að setja saman skemmti- dagskrá og halda upp á þetta. Við efndum til afmælishátíðar í félags- heimilinu á Hvammstanga sem heppnaðist ákaflega vel. Hvert sæti var skipað og við vor- um mjög kátir með undirtektimar,“ segir Karl Sigurgeirsson, einn félag- anna, en auk hans eru í Næturgöl- unum Guðmundur St. Sigurðsson, L Þorbjörn Gíslason og Ólafur Jakobs- son. Næturgalamir mættu síðan á Kaífi Krók á Sauðárkróki og héldu þar stórgóðan og skemmtilegan konsert og var stemningin ákaflega góð þrátt fyrir að fámennt væri en góðmennt, og létu allt of margir þennan viðburð fram hjá sér fara. -ÞÁ —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.