Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Síða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Síða 78
82 lyndbönd LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999 Myndbanda GAGNRÝNI THE. THIRXEETlTH nooR The Thirteenth Floor +++ Douglas Hall er að vinna að tilraunaverkefni fyrir tölvufyrirtæk- ið Intergraph sem hannað hefur afar fullkominn sýndarveruleika, svo raunverulegan að hann er óaðgreinanlegur frá raunveruleikanum. Inn í þennan sýndarveruleika hefur það sett ýmsar persónur, sumar hverjar byggð- ar á raunverulegum persónum. Þegar yflrmaður hans finnst myrtur og ýmis- legt bendir til þess að hann hafi framið morðið fer hann að gruna að ekki sé allt með felldu í sýndarveruleikanum. Ráðgátan í sögunni er kannski helst til of augljós og ekki nógu mikið gert tO að setja áhorfendur út af sporinu. Myndin nær því ekki alveg að byggja upp þá spennu og eftirvæntingu sem annars hefði getað orðið. Hún bætir það þó upp með góðum leikurum og athyglisverðum pælingum um stöðu sýndar- veruleikapersóna í raunheimi, um margt hliðstæðum spumingum sem Blade Runner setti fram um gervimenn. Craig Bierko og Gretchen Mol eru kannski svolítið flöt í meginhlutverkunum en eiga ansi skemmtilegar sýndarveru- leika-innáskiptingar. Vincent D’Onofrio og Armin Mueller-Stahl eru mjög góðir í aukahlutverkum sínum og gefa myndinni ákveðinn klassa. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Josef Rusnan. Aðalhlutverk: Craig Bierko, Vincent D'Onofrio, Gretchen Mol og Armin Mueller-Stahl. Bandarísk, 1999. Lengd 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Mating Habits of the Earthbound Human Skemmtilega spes ++ Ef ég ræki hér í upphafi líkt og venja er sögu- þráð myndarinnar myndu eflaust flestir lesendur halda að um væri að ræða dæmigerða rómantík. Það eru nefnilega efhistökin sem gera þessa mynd frá- brugðna (og áhugaverða) en ekki umfjöllunarefhið. Það er látið í veðri vaka að myndin sé gerð af geimver- um sem rannsaka tilhugalíf mannsins líkt og um hveija aðra skepnu væri að ræða. Tilraunadýrin eru Billy (Mackenzie Astin) og Jenny (Carmen Electra) sem hittast snemma í myndinni á skemmtistað. Þeim líst vel hvoru á annað og Billy er svo lánssamur að fá símanúmer hennar. Eitt leiðir af öðru og í langan tíma ríkir mikil hamingja þar tU babb/bam kemur í bátinn. Þessi frásagnaraðferð heppnast á köflum vel og ekki laust við að glott sé límt við varimar út myndina. Hún verður þó aldrei mjög fyndin og ekki tekst að viðhalda ferskleika efnistakanna. Af þeim sökum fæ ég mig ekki tU að gefa myndinni fleiri en tvær stjömur en vU um leið benda áhugasömum kvik- myndafíklum (og varla spUlir fyrir ef þeir em að ganga í gegnum tilhugalífs- ferli myndarinnar) að berja hana augum. The Mating Habits of the Earth- bound Human er skemmtilega spes. Útgefandi Skífan. Leikstjóri Jeff Abugov. Aðalhlutverk: Mackenzie Astin, Carmen El- ectra og David Hyde Pierce. Bandarísk, 1999. Lengd 92 mín. Bönnuð innan 12. -bæn Convoy Uppreisnarglaðir „trukkarar" lcld Gúmmíöndin nær engan veginn margræðni nafnsins Rubber Duck sem hetja myndarinnar gengur undir. Lfkt og það væri ekki nóg tU að ragla les- endur þá er heitið fullkomið rangnefni og hetjan engin gúmmíkarl enda leikin af sjálfúm Kris Kristofferson. Karlmennskan uppmáluð bjargar hann öðrum trakk- stjóra úr klóm lögreglunnar og er þar með hafm atburða- rás sem engan gat órað fyrir. Öndin og félagar flýja lög- regluna sem er staðráðin í að koma lögum yfir þá. Trukkarar koma aftur á móti viðs vegar að tU að styrkja Öndina og félaga í baráttunni svo úr verður ógnarlöng trakkalest. Smátt og smátt breitist ökut- úrinn í mannréttindabaráttu og óprúttnir pólitíkusar taka að hugsa sér gott tU glóðarinnar. Convoy er óneitanlega nokkuð furðuleg mynd og með ólíkindum hvemig hún umbreytir vörabílsstjórastéttmni í hippahreyfingu. Það er þó rétt að leggja áherslu á að þrátt fyrir þennan einkennUega samfélagsvinkU er kvik- myndin fyrst og fremst grín- og hasarmynd. Satt best að segja hefur húmornm ekki elst sérstaklega vel en hasaratriðin era enn einkar skemmtUeg og jafnvel broslegri en brandaramir. Reyndar gefur það þeim sérstakan blæ og ekki laust við að maður fyUist nostalgíu á köflum. Lesendur/áhorfendur sem era orðnir langþreyttir á hasarmyndum samtimans gætu gert margt vitlausara en að skella Convoy i tækið. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Sam Peckinpah. AðaUUutverk: Kris Kristoffer- son, Ali McGraw og Emest Borgnine. Bandarísk, 1978. Lengd: 106 mín. Bönnuð inn- an 12. -bæn Some Girl UngEngaþunglyndi í Some Girl snýst aðalsagan um rauðhærða stelpu sem feUur kylliflöt fyrir sætum og sjarmer- andi strák sem reynist bara ómerkUegur kvennabósi. Síðan era sagðar nokkrar litlar hliðarsögur um tilfinn- _ t mgamál vina hennar og kunnmgja. ClÍRL Þetta er enn ein myndin í flokki þeirra sem hófu ‘ ' ' ■ göngu sína með myndum eins og Breakfast Club og St. Elmo’s Fire. Þetta era myndir um unglinga/ungt fóik að fúUorðnast og fmna sér stað í lifinu. Áherslan er á dramatík en gamansemi og tónlist eiga að stytta áhorfendum stundir. Þessar myndir era auðvitað misgóðar en þessi leit fýrir- fram svolítið forvitnUega út hvað efnistök og leikhóp varðar. Ég varð þó fyrir vonbrigðum þvi sagan er nauðaómerkUeg. Reynt er að hressa upp á hana með djörfú orðbragði en eftir sem áður er sögufléttan stefnulaus og óspennandi. Einhverjar pælmgar um ást, vináttu, tryggð og fjöUyndi era þama en það er grunnt á þeim og þær bæta engu við fýrri myndir í sama dúr. Tónlistin er bara hefðbundið unglingaþunglyndi og gerir ekkert fyrir myndina. Ef ekki væri fýrir ansi góðan leikhóp væri þetta ferlega leiðinleg mynd, en þrátt fýr- ir leikarana er hún ekki þess virði að sjá. Útgefandi Myndform. Leikstjóri Rory Kelly. Aðalhlutverk: Marissa Ribisi, Michael Rapaport, Jeremy Sisto, Juliette Lewis og Giovanni Ribisi. Bandarísk, 1999. Lengd 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Armageddon. Tilvist mannkynsins ógnað. Nú þegar mannkynið er I þann veginn að sigla inn í þriðja árþús- undið má segja að þaö sé nokkuð upptekið við að líta í eigin barm, gera upp stöðu sína og spá í fram- tíðina. Ekki er ólíklegt að nokkur óvissuhrollur fari um suma og hérlendum bókmenntafræðingi, Úlfhildi Dagsdóttur, hefur orðið tíðrætt um eins konar alheims-fyr- irtíðaspennu í því sambandi. Kvik- myndimar eru sem alheimsmenn- ingarfyrirbrigði spegill mannssál- arinnar og viðfangsefni þeirra tek- ur mið af aðlíðandi árþúsundamót- um. í hverri myndinni á fætur annarri hefur tilvist mannkynsins verið ógnað, hvort sem er af inn- rás geimvera (Independence Day), loftsteinahríð (Armageddon) eða djöfsa sjálfum (End of Days). Hin síðustu ár hafa einnig verið að koma myndir þar sem ekki ein- ungis mannkyninu eða lifi á jörð er ógnað heldur sjálfum veruleik- anum. Falsheimur gegn raun- heimi Kvikmyndum er yfirleitt ætlað að spegla raunveruleikann, fjalla um hann á vitrænan hátt eða lífga upp á hann áhorfendum til skemmtun- ar. Ákveðið lágmarksraunsæi þarf oftast til að áhorfendur geti lifað sig inn í myndina en það er einnig hægt að grafa undan raunsæinu til að skapa spennu eða koma áhorf- endanum á óvart. Oft skipa ein- hvers konar falsheimar sess i mynd- um, draumaheimar sem ekki eiga sér stoð í þeim raunveruleika sem myndirnar gefa sér. Westworld (1973) er kannski fyrsta fræga dæm- ið um mynd þar sem falsheimurinn ræðst gegn raunheiminum. Þar gengu róbótar í skemmtigarði ber- serksgang og réðust gegn raunfólk- inu. Falsheimurinn varð að alvöru, blekkingin að raunveruleika. Það má segja að Disney-myndin Tron (1982) hafi verið ákveðið brautryðjendaverk á þessu sviði. Hún var ekki með gáfulegri mynd- um en þótti samt athyglisverð fyrir ævintýralegt sögusviöið þar sem leikjahönnuöur fer inn í eigin tölvu- leik og á þar m.a. samskipti við per- sónur sem hann sjálfur hefur hann- að. Brazil (1985) gaf raunveruleikan- um langt nef meö því að láta sögu- hetjuna að lokum flýja endanlega inn í eigin draumaheim og sama ár gerði Woody Allen Purple Rose of Cairo þar sem persóna í kvikmynd steig af tjaldinu og varð ástfangin af raunverulegri konu. Þegar kom fram á tíunda áratuginn varð hug- myndin um sýndarveruleika æ þekktari og ýmsar myndir léku sér með þá hugmynd; sú flottasta og for- vitnilegasta var Strange Days. purningin um eigm Og nú eru kvikmyndagerðar- menn famir að sökkva sér æ dýpra í (ó)raunveruleikapælingarnar, enda gæti jarðvegurinn vart verið frjósamari. Mannveran er að The Matrix. Tölvurnar búnar aö gera uppreisn. drukkna í endalausu upplýsinga- streymi en fáir ná að festa hönd á því. Flest göngum við í gegnum lífið og notum daglega tækni sem við skiljum ekki. Tölvur verða æ öfl- ugri og venjulegu fólki óskiljan- legri. Heimsmeistarinn i skák var nýverið sigraður af skáktölvu. Er nema von í þessu umhverfi að auð- veldara sé en nokkru sinni fyrr að virkja ótta manna við hið óskiljanlega og óvissu þeirra í glundroða- kenndri veröld. Ekki færri en fjórar mynd- ir undanfarin tvö ár hafa fjallað um fólk sem kemst að því að heimur þess er ekki raunverulegur heldur platveröld. Jim Car- rey var fangi sjón- varpsþáttar í hinni léttlyndu The Trum- an Show en hinar þrjár gera meira út á spennuna. í Dark City var heimur per- sónanna tilraunastofa geimvera. í The Mat- rix voru tölvurnar búnar að gera upp- reisn og fanga mann- kynið í eins konar sýndarveruleikafor- rit. í The Thirteenth Floor er það mann- fólkið sem býr til sýndarveruleika og skartar myndin m.a. persónum sem aldrei hafa verið af holdi og blóði en hafa samt sjálfstæðan vilja og kannski jafnvel einhvers konar sál. Það er ekki nóg með að þær komist að því að veröldin sem þær lifa í sé platveröld heldur eru per- sónurnar sjálfar platpersónur og þá fer nú tilvistarkreppan að verða að- kallandi. Pétur Jónasson Myndbandalisti vikunnar FYRRI VIKUR < I VIKA A LISTA ' Vikan 30. nívember- 6. desember _ , -- . . -. TITILL IITGEF. TEG. 1 ] "í , 1 , Matríx ' Waroer Hjndir 2 ! 2 J 2 1 1 Skfaa 3 1 NÝ 1 1 1 EíTv 1 dCMyndböod Canua 4 i 1 1 3 j Tmecrime nnMíiBii i NncrMyidr HHi : Se«n Nflfl |5 { 3 2 * Resurrection LM,nd,#nB S 4 1 4 J Fgrcesefutnre f CtCMjndbtad .1 lH 7 1 6 1 7 I Aiíntonraod ) HMólabw 1 S : , s j10 5 Cniladion , CIC MjmdkMd i ■., ■... ' J . is^ 9 Whoaml w. f SUh 1 Spenna 10 sknnÉnnfli 1 5 1 4 : Ufe is beautiful 1 Caman 11 19.3| Plunkett & MacLeane 1 Háskóiabíó , Spenna 12 1 7 1 2 ! ' n 1 3 ; Wing commander j SAMMyndbónd Spenna I 13 Happiness ' Skifan 1 Dranta 14 ■■■ I ■ yly 1 NV 1 1:1 i i | Bride of Chucky J Skífan l : Spcau 15 1 1 J 12 -i 2 1 Perdita Durango , Háskólabíó , Speaiu 16 ; 13 * 9 ; " l pmpw i 8mm si,,vT-.w. ’ !: Spenna 17 í 16 1 5 » JackFrost 1 Wamer Myndv 1 Gaman 1S 1 19 ) 12 j Payback iMns , WaroerMjndr MHHi } j Speona 19 ; H 7 7 At first sight . MbnHrMyndr j 20 Al 2 Frfonds Lowiofl m u PHtntf IJNT Camar m
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.