Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1999, Page 79
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1999
Uppsveifla á Hofsósi:
Ríkið styður Vesturfara-
safnið og hugað að
hótelbyggingu
Stefánsson og Hrafn Jökulsson.
Skák og bókmenntir á Stöðvarfirði:
Hélt jöfnu við meistarann
DV, Skagafirði:
Nýlega undirrituðu þeir Davíð
Oddsson forsætisráðherra og Val-
geir Þorvaldsson, forstöðumaður
Vesturfarasetursins á Hofsósi,
samning um stuðning ríkisstjómar-
innar við uppbyggingu Vesturfara-
setursins næstu fimm árin. Nær það
tU uppbyggingar gamla þorpskjarn-
ans á Sandinum á Hofsósi og einnig
til uppsetningar Stephansstofu í
Vesturfarasetrinu sem unnin verð-
ur í samvinnu við The Stephan G.
Stephansson Icelandic Society í
Markaviile og Byggðasafnið í
Glaumbæ.
Stjórnvöld ætia að leggja 12 mUlj-
ónir tU frekari uppbyggingar Vestur-
farasetursins á næstu fimm árum og
að auki leggja tU 10 miUjónir tU sýn-
ingarinnar sem sett verður upp í
Stephansstofu. Valgeir Þorvaldsson
segir að þessi samningur sé mjög
mikUvægur og staðfesting á því hlut-
verki sem stjómvöld vUji að Vestur-
farasetrið sinni, að það verði öflug
þjónustumiðstöð fyrir fólk af íslensk-
um ættum i Vesturheimi.
„Þetta auðveldar okkur líka starfið
fram undan varðandi ýmsar áætianir
og framtíðarplön," segir Valgeir en á
næstu fimm árum era á áætiun fram-
kvæmdir sem aUs munu kosta um 400
mUljónir króna. Að sögn Valgeirs
hafa náðst samningar við nokkra að-
Ua vestanhafs um þátttöku í því verk-
efni. Þegar er farið að undibúa bygg-
ingu húss sem reist verður á gömlum
grunni, miUi Setursins og Pakkhúss-
ins, þar sem Árvershúsin stóðu áður.
Þar mun rísa tveggja hæða hús á 350
fermetra gólfELeti. Hluti af starfsemi
Vesturfarasetursins flyst í það hús en
í staðinn verður Stephansstofu komið
upp i Vesturfarasetrinu. Þá verður
ráðist í endurbyggingu Gömlu kon-
ungsverslunarinnar sem stóð rétt við
Gamla pakkhúsið sömu megin ár.
„Þetta era þau hús sem við munum
leggja áherslu á en einnig era fleiri
byggingar í farvatninu. Við munum
meðal annars fara að huga að gisti-
málunum," segir Valgeir og víkur þar
að fyrirhuguðum hótelbyggingum á
Hofsósi sem e.t.v. verður byrjað á á
næsta ári.
„Það er þessi mikli áhugi fólks í
Vesturheimi og skilningur stjórn-
valda hér á landi sem er okkur drif-
kraftur. Það auðveldar starfið til
muna,“ segir Valgeir Þorvaldsson en
það er fyrir dugnað hans og þeirrar
sterku hugmyndar sem hann byggir á
sem málefni Vesturfarasetursins eru
komin þetta áleiðis. -ÞÁ
Nýlega var skákmeistarinn Ró-
bert Harðarson á ferð á Stöðvarfirði
og tefldi þar fjöltefli viö heimamenn
á veitingastaðnum Svarta Folanum,
en á sama stað um sama leyti fór
fram menningarveisla mikil. Átta
skákmenn voru mættir til að tefla
við meistarann, sem má una því aö
vera kallaður svo, þar sem hann
varð í þriðja sæti á íslandsmóti í
haust og stefnir á alþjóðlegan meist-
aratitil í íþrótt þessari. Fóru svo
leikar að Róbert gerði jafntefli við
ritstjórann og tískukaupmanninn
góðkunna Karl Th. Birgisson en
sigraði aðra keppendur. Var gerður
góður rómur að þessari nýbreytni í
skemmtanalífi Stöðfirðinga.
Bókmenntadagskrá fór fram á
Svarta Folanum, þar sem skáld og
lesarar komu og lásu úr verkum
sínum og annarra. Fyrstur reið á
vaðið Guðjón Sveinsson, rithöfund-
ur á Breiðdalsvík, og las upp úr
fjórða bindi bókar sinnar Sögunnar
af Daníel en þetta er lokabindi
verksins. Þá las Magnús Stefánsson
upp úr bók félags ljóðaunnenda á
Austurlandi, Ljóð Austfirðinga,
nokkur ljóð ýmissa höfunda, en í
bókin birtast ljóð á annað hundrað
höfunda. Þá las Karl Th. Birgisson
upp úr bók Hákonar Aðalsteinsson-
ar Glott í golukaldann en Hákon
komst ekki til að lesa sjálfur sökum
ófærðar. Að lokum las svo Hrafn
Jökulsson upp úr bók sinni Miklu
meira en mest sem er fyrsta skáld- ^
saga höfundar. Var skemmtan þessi
þokkalega sótt miðað við vetur,
birtu og fólksfjölda. -GH
R/IOAUGLYSIIUGAR líTra
550 5000
Upplýsingar veita skólastjórar og
aðstoðarskólastjórar.Umsóknir ber að senda
í skólana.Laun skv. kjarasamningum
Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík • Sími (+354) 535 5000 •
Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: ftnr@rvk.is
Danmörk kallar
ísland!!!
Bakaranemar óskast
Við rekum meðalstórt bakarí og vantar ungt og frískt
fólk sem getur hugsað sér góða handverksmenntun.
Bakaraiðn er skapandi handverk sem stendur á
gömlum merg og gefur góðar framtíðarhorfur þeim
sem getur notað bæði hendur og höfuð.
Námið skapar þokkalega afkomumöguleika vegna
skattaniðurfellingar þar sem viðkomandi verður að
vera við nám í Danmörku í meira en tvö ár. Þessa
stundina eru nokkrir íslendingar við nám hjá okkur.
Hægt er að búa á stúdentagarði, leigja sér húsnæði
úti í bæ eða deila íbúð með öðrum. í tengslum við
námið er nauðsynlegt að fara í iðnskóla til að læra
hinn fræðilega hluta þess.
Sendið okkur bréf eða faxið okkur. Skrifið um ykkur
sjálf og hvers vegna þið hafið áhuga á einmitt þessari
menntun. Spyrjið um allt sem ykkur dettur í hug.
Taffelbay's KonditorierStrandvejen 213,
2900 Hellerup, Danmark.Fax: +45 3940-4010
HS Fraeðslumiðstöð
W Reykjavíkur
Laus störf í grunn-
skólum Reykjavíkur
Kennarar
Fellaskóli, sími 557 3800
Almenn kennsla í 2. og 6. bekk
vegna forfalla frá 1. janúar nk.
Önnur störf
Ártúnsskóli, sími 567 3500
Stuðningsfulltrúi til að vera með
nemanda í 6. bekk. 50% starf.
Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740
Stuðningsfulltrúi til að vera með nemendum
í bekk frá 1. janúar nk. 50% starf eftir hádegi.
Ártúnsskóli, sími 567 3500
Kaffiumsjón á kaffistofu starfsmanna
100% starf.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
F ríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík-Sími 570 5800
Fax 562 2616 - Netfang: isr@rhus.rvk.is
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboöum í
verkið „Nesjavallavirkjun - stækkun rafstöðvarbyg-
gingar“. Verkið felst í stækkun vélasalar fyrir þriðju hver-
fil-samstæðu ásamt byggingu tengibyggingar.
Heildargrunnflötur er um 1.700 nT og rúmtak um 24.000
m3.
Helstu magntölur eru:
Múrbrot steyptra mannvirkja
Gröftur
Fylling
Steinsteypa
Stálgrind
Álklæðning utanhúss
Þakeiningar
Stálklæðning innanhúss
Lagnir
Raflagnir
Loftræsting, 2 kerfi samtals
Snjóbræðsla
Plön
250 m3
10.000 m3
8.500 m3
1.900 m3
160 tonn
2.600 m2
1.500 m2
2.200 m2
1.500 m
14.500 m
95.000 m3/klst
1.400 m2
2.000 m2
Byggingar skulu vera fullfrágengnar, ab undanskilin-
ni niðurtekt milliveggjar og frágangi utanhúss, 30.11.
2000. Verkinu skal aö fullu lokið fyrir 14. september
2001. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 30.000 kr.
skilatryggingu. Opnun tilboða: 19. janúar 2000, kl. 11.00,
á sama stað. Útboðið er auglýst á Evrópska efnahags-
svæðinu. Orkuveita Reykjavíkur býður væntanlegum
bjóöendum til vettvangsskoðunar á Nesjavöllum
miðvikudaginn 15. desember 1999, kl. 14.00.
OVR 109/9
F.h. Gatnamálastjórans f Reykjavfk er óskað eftir
tilboðum í verkið: „Hreinsun gatna og gönguleiða
2000-2004“ .Óskaö er eftir tilboðum í árlegan þvott,
sópun og almenna hreinsun gatna og gönguleiöa á
árunum 2000 til og með 2004.
Helstu kennitölur eru:
Lengd gatna:
Flatarmál gatna:
Lengd gönguleiða:
Flatarmál gönguleiða:
400 km
3,5 km2
620 km
1,2 km2
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá 15. des. 1999,
gegn 20.000 kr. skilatr. Opnun tilboða: 10. febrúar 2000,
kl. 11.00 á sama stað.Útboðið er auglýst á Evrópska
ofnoliont'pi /mÁin