Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 I iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiflng: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Einleikur gegn verðbólgu Seðlabankinn getur lítið gert annað í vaxandi verð- bólgu en að hækka vextina enn einu sinni í veikri von um, að það slái á hóflitla athafnasemi þjóðarinnar. Þetta er það stjómtæki, sem bankinn hefur til umráða í ein- manalegri baráttu sinni gegn verðbólgu í landinu. Hins vegar em takmörk fyrir þessum einleik bankans. Vextir hans em orðnir helmingi hærri en hliðstæðir vextir á Vesturlöndum. Vextir bankans hækkuðu um 0,4% í febrúar í fyrra, um 0,5% í júlí í fyrra, um 0,6% í september í fyrra og loks um 0,8% núna í janúar. Tölurnar sýna, að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga stærri skref í hvert sinn, sem hann grípur til að- gerða. Enda hefur verðbólgan vaxið ört á tímabilinu og er komin upp í um það bil 9% hraða í janúar. Á sama tíma er verðbólga um það bil 1,5% á Vesturlöndum. Verðbólgan í fyrra stafaði einkum af þremur þáttum, bensíni, húsnæði og mat. Bensínið lýtur að mestu erlend- um verðsveiflum utan valdsviðs stjórnvalda. Aukinn húsnæðiskostnaður er hins vegar bein afleiðing hóflítill- ar athafnasemi, sem ríkið tekur sjálft þátt í. Matarhækkanir eru athyglisverðar. Þær sýna, að liðin er sú tíð, að samkeppni í matvöruverzlun sé helzti bandamaður ríkisvaldsins í baráttu gegn verðbólgu. Með hringamyndun hefur myndazt fáokim í matvöruverzlun, sem veldur óeðlilegum verðhækkunum á mat. Ríkisstjómin hefur ekki sýnt málinu mikinn áhuga. Fjármálaráðherra segir meira að segja, að ofangreind talnasaga skipti ekki máli, heldur frekari framvinda talnanna á næstu mánuðum. Þessi viðhorf benda til, að ríkisstjórnin verði fremur sein til gagnaðgerða. Saman hafa ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir á Al- þingi nýlega afgreitt fjárlög fyrir þetta ár. Þá var gott tækifæri til að spyrna gegn verðbólgunni, sem allir vissu að var komin á skrið, en það var ekki gripið. Þetta tóm- læti þrengir möguleika stjórnvalda til aðgerða. Að vísu er mikið af tekjum ríkisins af sölu eigna not- að til að lækka skuldir þess. Líta má á það sem eins kon- ar viðnám. En samt ber að hafa í huga, að í öllum rekstri er eðlilegt að sölu eigna fylgi jafnmikil lækkun skulda. Að öðmm kosti er fyrirtækið að éta eignir sínar. Ríkið hefði átt að nota allar tekjur af sölu eigna til að lækka skuldir sínar, einkum erlendar skuldir, en ekki nota eina einustu krónu af þeim tekjum í reksturinn. Með því að lækka erlendar skuldir em peningarnir tekn- ir úr innlendri umferð og valda ekki verðbólgu. Ekki verður betur séð en ríkið verði nú að nýsam- þykktum fjárlögum að endurskoða þessi sömu fjárlög og lækka útgjöld eða hækka tekjur. Heppilegasta leiðin til þess er að hefja uppboð á kvótum í sjávarútvegi og nota tekjurnar til að greiða niður erlendar skuldir. Ýmis fleiri dæmi eru um, að skammtaður sé aðgangur að takmörkuðum auðlindum eða að takmörkuðum mark- aði. Kvótakerfi em víðar en í sjávarútvegi og fela öll í sér tekjufæri fyrir ríkisvaldið. Uppboð kvóta fela í sér meiri sanngirni en núverandi kvótaskömmtun. Fjármálaráðherra fer með rangt mál, er hann segir gagnrýnendur ekki hafa bent á leiðir til úrbóta. Sumar hafa verið nefndar hér og aðrar verið nefndar annars staðar. Það vekur heldur ekki traust, að hann skuli gera lítið úr 9% verðbólguhraða þessa mánaðar. Viðskiptalönd okkar hafa um það bil 1,5% verðbólgu. Við höfum skaða af allri verðbólgu, sem er umfram það. Ríkisstjómin þarf að taka hana fastari tökum. Jónas Kristjánsson Nýtt vaxtarskeið í Asíu Sú staðreynd kemur mörgum á óvart að á síðasta ári var meiri hagvöxtur í Asíu en í nokkurri annarri heimsálfu enda hefur sá mikili efnahagsbati sem orðið hefur í flestum þeirra ríkja sem verst fóru út úr Asíukreppunni vakið takmarkaða athygli fjöl- miðla á Vesturlöndum. Hér er þó um afar mikilvæga þróun að ræða fyrir alþjóðaviðskipti, ekki sist vegna þess hve mikið flest þessara ríkja koma við sögu í al- þjóðlegu framleiðsluferli á mörg- um tegundum vamings. Á þessu nýbyrjaða ári verður hagvöxtur í flestum helstu ríkjum Austur- og Suðaustur Asíu, að Japan undan- teknu, að líkindum yfir 4%, víða yflr 5% og í nokkrum ríkum allt upp i 7%. Vöxtur í flestum iðn- ríkjum Vesturlanda verður sennilega innan við helmingur af efnahagsvexti Aust- urlanda, þótt Vesturlönd séu flest talin búa við góðan eða viðundandi vöxt. Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson og erfiðleika heima fyrir hafa japönsk fyrirtæki stóraukið fjárfestingu sína viða í Asíu. Þetta er annars vegar vegna gengishækkunar jensins, sem gerir framleiðslu heima fyrir enn dýr- ari en áður, og hins vegar vegna vax- andi trúar japanskra fyrirtækja á að kreppan í Asíu hafi aðeins verið tíma- bundið hlé á örum vexti. Annar og ekki síður óvæntur bjargvættur hefur verið hinn almenni neytandi í álfunni. Eins og menn áttu von á brugðust flestir við kreppunni með því að auka enn spamað sinn, sem var þó mikill fyrir, en Asíumenn búa fæstir við um- fangsmikil velferðarkerfl og eru því viðkvæmir fyrir óvissu í afkomu. Al- menn svartsýni virðist nú hins vegar hafa vikið og aflvíða í Asíu hefur eftir- spum frá neytendum vaxið nokkuð ört síðustu mánuði. Þriðja bjargvættinn er siðan að finna í ört vaxandi fjárfesting- um margra asískra fyrirtækja, sérstaklega í nýrri tækni. Áhyggjur manna af þvi að Asía myndi dragast aftur úr I tækni vegna kreppunnar hafa reynst óþarf- Old Asíu? „Kreppan er löngu búin og við erum aftur lögð af stað á fuflri ferð inn í öld Asiu,“ sagði bankamaður í Singapúr nýlega, en ummæli af þessu tagi voru nokk- uð algeng í úttektum fjölmiöla í Asíu nú um áramót- in. „Menn eru famir að dusta rykiö af öflum bókun- um sem skrifaðar voru fyrir kreppuna um að öld Asíu væri að renna upp,“ sagði t.d. blað í Hong Kong. Ástæðumar fyrir þessari endurheimtu bjartsýni er augljósar. Eftir verulegan samdrátt í tiltölulega skammvinnri kreppu hljóp mun örari vöxtur í at- vinnulíf margra þessara ríkja en nánast nokkur hafði þorað að spá. í fyrstu þökkuðu menn vöxtinn lágu gengi gjaldmiöla sem höfðu fallið í kreppunni og al- gengt var að menn spáðu skammvinnum bata byggð- um á tímabundnum bata á samkeppnisstöðu. Batinn hefur hins vegar reynst meiri og traustari en flestir töldu. Ótti manna um að bankakerfi þessara landa myndu lenda í miklum vandræðum og að stórfyrir- tæki í sumum þeirra yrðu gjaldþrota hefur líka reynst óþarfa svartsýni. Víða er þó enn telft á tæp- asta vað í peningamálum ríkja og í fjármálum stórra og mikilvægra fyrirtækja. Bjargvættir Kreppulandið Japan hefur reynst einn af óvæntum bjargvættum efnahagslífs í Asíu. Þrátt fyrir stöðnun Ógnir og möguleikar Bati í efnahagslífi Austurlanda stendur þó ekki styrkari fótum en svo að þaö er allmargt sem gæti ógnað honum. Umtalsvert hrun á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum gæti til að mynda haft alvarleg áhrif á flest þesSara ríkja þar sem vöxtur þeirra er mjög undir því kominn að eftirspumarstig haldist hátt í Bandaríkjunum. Eins gæti gengisfelling í Kina samhliða tiltölulega veikri stöðu bæði dollars og evru gagnvart gjaldmiðlum margra ríkja svæðisins truflað uppganginn, en gengisfelling í Kína getur ekki leng- ur talist ósennileg, þótt sterk rök mæli raunar á móti henni. Hættumar innan frá eru þó sennilega alvar- legri. Fjármálakerfi standa víða veikum fótum, óupp- gert tap á útlánum nemur miklum fiárhæðum og of- framleiðsla er enn vandamál í nokkrum iðngreinum. Að auki var kreppan kannski ekki nógu löng til þess að allir væru knúnir til að læra af henni nauðsynleg- ar lexíur. Stjómmálakerfi þessara landa virðast til dæmis ekki hafa þroskast eins mikið við áfóflin og margir vonuðust eftir, þótt breytingar hafi víða orðið á yfirborðinu. Kynslóðaskipti virðast hins vegar vera að eiga sér stað víða í viðskiptalífinu og þar verður mjög vart við tilraunir til aðlögunar að nýjum við- skiptaháttum. Þetta og vaxandi kröfur almennings um aukið lýðræði í stjómmálum vekur vonir um að þjáningar kreppunnar hafi ekki verið til einskis. Velmegun vex nú á ný hraðar í Asíu en í öðrum heimshlutum. Batinn er ótryggur en kynslóöaskipti í viöskipta- lífinu og vaxand kröfur um aukiö lýöræöi í stjórnmálum vekja vonir um aö þjáningar kreppunnar hafi ekki ver- ið til einskis. skoðanir annarra Endímörk ellinnar „Erfðatæknibyltingin kemur fram á sjónarsviðið á sama tíma og fiölmennasta kynslóðin í sögunni er nógu ung tU að gera sér vonir um að sú þekking geti j framlengt siðustu áratugi hennar. Ekki eru nema nokkrir tugir ára þar til við finnum leiðir tU að Íkoma í veg fyrir, meðhöndla eða lækna marga helstu sjúkdómana sem fylgja eUinni - eða þar tU við þekkj- um ytri mörk eUinnar sjálfrar." Úr forystugrein New York Times 11. janúar. Allir með öllum „Rikisstjórnarflokkamir halda áfram innbyrðis umræðum um sambúðarvandamálin. Forsætisráð- herrann gaf í skyn að hann gæti hugsað sér að vinna ; með borgaraflokkunum þremur, líka, eða í staðinn fyrir miðflokkinn og vinstriflokkinn. (Auðvitaö með iþví skflyrði að borgaralegu stuðningsflokkarnir greiddu atkvæði með tiUögum jafhaöarmanna.) Nú Ikemur svar frá flokki umhverfissinna. Talsmennim- ir Birger Schlaug og Lotta Nilsson Hedström skrifa að þau geti hugsað sér að vinna með borgaraflokk- unum, að minnsta kosti á sviði vinnuréttarmála og fiölskyldupólitíkur." Úr forystugrein Dagens Nyheter 13. janúar. Hættur samfara samruna „Við kaup netfyrirtækisins America Online á fiölmiðlarisanum Time Wamer fær það yfirráð yfir ýmsum þekktum vörumerkjum og fyrirtækjum eins og tímaritunum Time, Fortune og Sports IUustrated, tónlistar-, kvikmynda- og kapalfyrirtækjum og sjónvarpsstöðinni CNN. Þar með myndast risi sem erfitt verður að keppa við á sama svæði. Samrunanum fylgja möguleikar en einnig hættur. Hætta er á að gæðafréttamennska verði að víkja fyrir skemmtun. AOL Time Warner viU auglýsendur og auglýsendur krefiast þess að fá tækifæri til að ná tU fiöldans." Úr forystugrein Aftonbladet 13. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.