Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 JLJV
Þröstur Emilsson fréttamaður hrakinn frá Sjónvarpinu:
Brotnaði undan álaginu
- lækkaður í launum og neyddur til að hætta
Pröstur Emilsson fréttamaöur hætti nauöugur störfum á fréttastofu Sjónvarpsins eftir 14 ára starf hjá stofnuninni.
Hann var aö niðurlotum kominn af miklu vinnuálagi og leitaöi sér aö lokum læknishjálpar.
Þröstur Emilsson, fréttamaður á
Ríkissjónvarpinu, er einn af þessum
mönnum sem eru með þekkt andlit.
Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarp-
inu, bæði sjónvarpi og útvarpi, í 14 ár,
lengst af við fréttaflutning. Síðustu
þrjú árin gegndi hann starfl þing-
fréttaritara og hafði það með höndum
í þrjú ár. Þröstur lét af störfum hjá
Sjónvarpinu um siðustu áramót eftir
nokkur átök um starf sitt og starfsað-
stöðu. Hvaða aðstæður leiddu til þess
að hann lét af störfum?
„Það á sér allt nokkum aðdrag-
anda,“ segir Þröstur þar sem við sitj-
um í fundarherberginu á hans nýja
vinnustað sem er fyrirtæki sem heitir
„Veraldarvefurinn" og starfar að vef-
útgáfu.
„Ég hef verið þingfréttaritari í þrjú
ár og má halda því fram að það sé
nokkuð annasamt starf. Þegar kosn-
ingar eru kemur það m.a. í hlut þing-
fréttamanns að hafa umsjón með öllu
kynningarefni sjónvarpsins sem teng-
ist kosningum, kynningarþáttum
frambjóðenda, kjördæmakynningum,
umræðuþáttum og svo framvegis. Ég
fór í gegnum tvennar kosningar á
mínum ferli sem þingfréttamaður,
bæði til sveitarstjóma og Alþingis.
Sérstaklega voru alþingiskosningar
mikið álag og svo dæmi sé tekið þá sat
ég stundum í stúídói frá hádegi og
fram til kvölds meira og minna í
beinni útsendingu.
Þreytan safnast upp
Þetta var gríðarlegt álag. Það safn-
aðist í mig lamandi þreyta og þegar ég
kom heim eftir vinnutarnir átti ég
ákaflega erfitt með að slaka á og hvíla
mig og vakti stundum dögum saman.
Ég leitaði auðveldra lausna til að
slaka á en það jók fremur á svefnleys-
ið en hitt og hafði eins og gefur að
skilja afar slæm áhrif á einkalífið.
Þarna var ég kominn inn í vítahring
ofþreytu og svefnleysis sem engin leið
er út úr. Þunglyndið var að heltaka
mig og ég íhugaði auðveldar ílóttaleið-
ir frá öllu.
Ég hélt samt áfram að mæta i
vinnu og keyra mig áfram og á þessu
gekk í um það bil 6-8 mánuði. Þá varð
mér ljóst aö ég gat ekki haldið svona
áfram lengur því ég var við það að
brotna algerlega saman og leitaði mér
læknis. Hann útskýrði fyrir mér að ég
gæti ekki haldið svona áfram og það
þyrfti að ná mér niður, vinda ofan af
mér. Þetta var í júlí sl. sumar og ég
var lagður inn á sjúkrahús og látinn
sofa í nokkra daga og fór í framhaldi
af því að vinda ofan af mér í sam-
vinnu við lækna.“
Þröstur á þetta sameiginlegt með
t.d. fjölmörgum stjómendum fyrir-
tækja og mönnum, s.s. læknum, sem
era í miklú álagsstarfi. Þeir brenna út
eða springa á limminu eða brotlenda
eða hvað menn vilja kalla það og
þurfa aðstoð lækna til þess að ná sér
á strik aftur.
„Ég náði mér tiltölulega fljótt á
strik. Ég fór ekki í neins konar „með-
ferð“ utan sjúkrahússins, ég tek engin
lyf og er yfirhöfuð að mestu leyti eins
og ég á að mér að vera nema reynsl-
unni ríkari."
Fordómar leynast víða
En Þröstur átti eftir að reka sig á
það að veikindum af þessu tagi, sem
ekki sjást með örum, sáraumbúðum
eða hækjum, fylgja ákveðnir fordóm-
ar samfélagsins. Menn vantreysta
þeim sem svona fer fyrir, finnst þetta
einkennilegt og það átti Þröstur eftir
að reyna á sjálfum sér.
„Ég fann það hjá mér sjálfum að ég
haföi fordóma af þessu tagi. Mín
fyrstu viðbrögð við úrskurði læknis-
ins um að það þyrfti að leggja mig inn
voru að best væri að halda þessu
leyndu. Mér fannst afar erfitt að játa
mig sigraðan. En ég sá að það var
ekki rétt. Þess vegna hringdi ég í yfir-
mann minn, Boga Ágústsson, og sagði
honum frá þessu og hann sýndi mér í
þessu fyrsta símtali mikinn skilning
og hvatti mig til þess að taka þá hvíld
sem ég þyrfti og mæta svo aftur þegar
ég væri orðinn hress.“
Enginn hafði manndóm til að
tala við mig
Þröstur mætti aftur um mánaðamót
ágúst/september til vinnu sinnar á
Sjónvarpinu en þá var komið annað
hljóð í strokkinn.
„Skömmu áður en ég mætti heyrði
ég orðróm um að ég hefði verið eða
yrði færður úr þingfréttunum og í
eitthvað annað. Það næsta sem ég sá
var að þegar launaumslagið kom var
búið að lækka mig um fjóra launa-
flokka, væntanlega vegna þessarar til-
færslu. Enginn minna yfirmanna
hafði manndóm í sér til þess að hafa
samband við mig og skýra mér frá
stöðu mála. Daginn áður en ég átti að
mæta til vinnu kallaði fréttastjóri á
mig formsins vegna og skýrði mér frá
nýrri vinnutilhögun. Að færa mig úr
þingfréttum gekk þvert á það sem
samið hafði verið um þegar þingi var
frestað um vorið. Ég krafði Boga skýr-
inga á þessum tilfærslum og launa-
lækkun en fékk engin svör. Hann
sagði beint við mig að ég fengi engar
skýringar. Ég vildi alls ekki sætta mig
við þetta og krafðist skriflega skýr-
inga á þessum breytingum frá honum,
framkvæmdastjóra sjónvarps og fleir-
um. Ég bíð enn eftir þeim bréfum."
Þú mátt hætta á morgun ef
þú vilt
Þröstur gekk samt að nýrri vinnu
en eyddi fyrstu mánuðum í það að
reyna að ná fram leiðréttingu á sínum
kjörum en í byrjun desember sauð
upp úr og hann sagði Boga Ágústssyni
að hann myndi ganga út ef leiðrétting
fengist ekki. Bogi tók hann á orðinu.
„Ég spurði út í uppsagnarfrest og
hvemig ég þyrfti að vinna hann en
Bogi sagði að ég mætti hætta á morg-
un ef ég vildi. Ég ákvað síðan að
vinna til áramóta. Ég verð að segja að
ég tel að fordómar yfirmanna sjón-
varpsins vegna minna veikinda hafi
þama ráðið ferðinni. Það er kald-
hæðnislegt í ljósi þess að læknar segja
mér að áfóll af þessu tagi sem ég mátti
þola séu sambærileg við það að fá
kransæðastíflu. í báðum tilvikum er
um stresstengda sjúkdóma að ræða
sem menn kaila óafvitað eða meðvitað
yfir sig með of miklu álagi og röngum
lífsháttum. Ég veit ekki til þess að að
neinn hafi þúrft að hætta uppi í Sjón-
varpi þó hann hafi fengið fyrir hjart-
að.“
Hljóp samt undir bagga
Þröstur hafði þó ekki sagt alveg
skilið við sjónvarpið því hann átti eft-
ir að hlaupa undir bagga með sinum
gömlu vinnufélögum þrátt fyrir erfið-
an viðskilnað.
„Eftir áramótin stóð fréttastofan
frammi fyrir því að bæði ég og Árni
Þórður Jónsson, félagi minn, vorum
hættir en enginn hafði verið ráðinn í
stað okkar. Þá var ég beðinn að koma
inn og vann hálfan janúar uppi á
fréttastofu Sjónvarps og þá var van-
traustið ekki meira en svo að ég var
vaktstjóri meirihluta þess tíma.
Ég hef sterkar taugar til Sjónvarps-
ins og vil þvi vel. Ég hafði alltaf gam-
an af því að vinna við fréttir og sér-
staklega í Sjónvarpi. Ég hefði þess
vegna viljað vera þarna áfram og ekki
þurfa að skilja svona við.“ Þröstur
segir að áfall hans hafi í rauninni átt
sér langan aðdraganda bæði í starfi og
einkalífi. Hann gekk í gegnum erfiðan
hjónaskilnað 1991en 1995 lenti hann í
mjög erfiðu verkefni í vinnunni.
Súðavík 1995 var erfitt verk-
efni
„Þegar ég hugsa til baka staðnæm-
ist ég oft við snjóflóðin í Súðavik í jan-
úar 1995. Ég var meðal þeirra sem
fóru í hina frægu sjóferð með varð-
skipinu þar sem farið var á ystu nöf.
Veran í Súðavík í átta daga við þess-
ar erfiðu aðstæður setti á mig mörk
sem ég finn fyrir enn í dag.“ Síðar á
þessu ári verður Sjónvarpið flutt af
Laugavegi í Efstaleiti og verður þá öll
starfsemin undir einu þaki í fyrsta
sinn. Því fylgja óhjákvæmilega miklar
breytingar en enginn veit enn i hverju
þær munu felast. Þröstur segir að
samkvæmt venju lesi starfsfólk yfir-
leitt um fyrirhugaðar skipulagsbreyt-
ingar og mannaráðningar í dagblöð-
unum. Hann segist hafa áhyggjur af
framtíð RÚV.
Framkvæmdastjórinn vinnur
spellvirki
„Við þurfum ekki annað en líta á
hvemig keppinauturinn, Stöð 2, hefur
hirt alla dagskrárliði af RÚV á undan-
fömum árum. Síðasta niðurlægingin
var að Stöð 2 skyldi taka þátt í alda-
mótaútsendingunni. Skipuleggjendur
þessa verkefnis gáfust upp á sam-
skiptum við RÚV því bréfum þeirra
var ekki einu sinni svarað. Bjarni
Guðmundsson framkvæmdastjóri var
líklega of upptekinn við að skipu-
leggja flutningana upp í Efstaleiti.
Hann hefur að mínu mati unnið spell-
virki innan stofnunarinnar í hverri
viku síðan hann var ráðinn.
Fráttastofan gelt
Hámark niðurlægingarinnar var
síðan um áramótin þegar Kastljósþátt-
urinn var settur inn alla daga eftir
fréttir. Kastljós er ekki í umsjá frétta-
stofunnar og með fullri virðingu fyrir
umsjónarmönnum þá valda þeir því
ekki að fjalla ítarlega um stærri mál
sem upp koma. Fréttastofan var með
þessari ráðstöfun endanlega gelt og
stundar nú enga sjálfstæða dagskrár-
gerð.“
Hin pólitíska stjórnun Útvarpsráðs
á Ríkisútvarpinu hefur oft verið gagn-
rýnd og því jafnvel haldið fram að
pólitískar skoðanir manna ráði því
hvort þeir séu ráðnir eða ekki. Er
þetta rétt?
Fráttamenn starfandi í flokk-
um
„Ég er viss um að í mörgum tilvik-
um er horft á flokksskírteini frekar en
umsóknareyðublað. Ég er ekki viss
um að ég hefði mátt þola þessa með-
ferð ef ég hefði verið „merktur" ein-
hverjum flokki, sem ég er ekki. Ég get
nefnt nöfn eins og Gísli Marteinn
Baldursson, Aöalheiður Þorsteinsdótt-
ir, Margrét Marteinsdóttir og Sigmar
Guðmundsson. Aðalheiður er dóttir
Þorsteins Pálssonar sendiherra og var
ráðin án auglýsingar fyrir skömmu.
Hin þrjú eru öll ungir fréttamenn og
afbragðs starfskraftar en þau eru öll
virk í Sjálfstæðisflokknum og t.d. stóð
til um tíma að þau færu öll þrjú sem
fulltrúar á þing SUS í sumar. Það hafa
allir stjómmálaskoðanir en ég er ekki
viss um að allir fréttamenn séu bein-
línis virkir í flokksstarfi."
Það er líf eftir RÚV
Helsta viðfangsefni Þrastar á nýj-
um vinnustað er að koma upp vef sem
ber heitiö reykjavik.com og mun
verða alhliða þjónustu- og upplýsinga-
vefur fyrir innlenda og erlenda ferða-
menn. Þjónusta, gisting, matur, menn-
ing og mannlíf. Þetta geta allir kynnt
sér og bókað á vefnum þegar hann
verður kominn upp, sem verður fljót-
lega. Er hann sáttur í nýju starfi?
„Ég er mjög sáttur og merkilegt
nokk - það er líf eftir RÚV. Eftir 14
ára starf á RÚV var ég kominn með
170 þúsund krónur á mánuði að vakta-
álagi meðtöldu. Þessi laun er hægt að
hækka með aukavöktum en þá fer að
verða spurning hvort þú ert giftur
starfinu eða konunni."
Þeir eru til sem segja að það sé eitt-
hvert samsæri í gangi um að eyði-
leggja Ríkisútvarpið innan frá í póli-
tískum tilgangi. Mér finnst sú kenn-
ing ekki halda almennilega vatni og
sé ekki hver tilgangur stjórnmála-
manna væri með því. En það er sann-
arlega verið að fara illa með þessa
stofnun." -PÁÁ