Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Síða 16
16 C(leygarðshornið LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 T^V Ég fékk ekki frampartssneiðar í kjötborðinu í Kringlunni um daginn þegar stóð til að elda ljúffenga búlgarska kjötsúpu. Mér var sagt að það væri svo lítið beðið um þær að það tæki því ekki að hafa slíkt á boðstólum. Ég fór að velta því fyrir mér hvort mikið væri beðið um Holtakjúklinga sem þeir Nýkaups- menn auglýsa baki brotnu þessa dagana eins og sýkingarhættan sé ekki nóg fyrir af öllum þessum pest- um sem dynja á landsmönnum. Ég fór að velta fyrir mér landbúnaðar- málum. Alla öldina hafa ráðið ferðinni í íslenskum landbúnaði þau öfl sem hvorki hafa hirt um hagkvæmni og þar með framtíðargrundvöll byggð- ar í landinu né um hag neytenda af því að eiga val um það sem þeir kaupa - löngum virðist hafa ríkt það sjónarmið að vamingurinn væri svo sem nógu góður í það lausafólk sem ekki haföi til að bera siðferðilega einurð að búa í sveit heldur flykkt- ist í kaupstaðina að eltast við prjál. Þetta er vitað. En samt finnst manni nú svo komið í íslenskum landbúnaði að nóg sé búið að skammast út í bændur. Árum sam- an hefur dunið á manni sú viska að ailt sem aflaga hefur farið í íslenskri hagstjórn - sem vissulega er æði margt - sé umfram allt bændum að kenna. Sú tilfinning sem okkur kaupstaðafólkinu hefur verið inn- rætt, að bændur séu nokkurs konar þurfamenn á okkur, hefur verið jafn skaðleg og sú innræting sem bænd- Um landbúnað ur fengu um stórkostlegan siðferði- brest þeirra sem fluttu í þéttbýlið. Vart mun það mannsbam tif hér á Reykjavíkursvæðinu sem ekki hefur fengiö að heyra vandlætingarfullar greinargerðir um það hversu sauð- kindin nagar burt allan gróðurinn í landinu og ber höfuðábyrgðina á öll- um uppblæstri. En af hverju talar enginn um öll hrossin sem naga landið og traðka? Og um eldgos og hlut þeirra í gróðureyðingunni er aldrei talað. * * * Hvað er það sem gerir íslenska lambakjötið svo mikið hnossgæti og raun ber vitni? Hvað er það sem ger- ir það einstakt í heiminum, bæði fyrir hollustu sakir og bragðgæða? Það er vitaskuld þessi einkennilega tegund af hirðingjabúskap sem hér hefur verið stunduð um aldir; það hvernig skepnan geng- ur sjálfala um allar heiðar og kýlir vömbina af besta kryddi sem til er, fær nóga hreyfmgu og er sæl og mett alla tið og - það sem mestu varðar - ævinlega í góðu skapi. í kjötfræðum mun það haft fyrir satt að kjöt af van- sælu svíni bæri þeirri ólund áköf merki í bragði og því hvernig það er undir tönn. Vélvæðing og færi- bandaræktun í evrópskum landbún- aði er fyrir löngu komin út fyrir öll mörk í ofbeldi gagnvart náttúrunni og þar var fárið kringum kúariðuna í breskum nautgripum einungis toppurinn á ísjakanum, en orsök þess var eins og kunnugt er sú að nautgripum var gefið fóður sem unnið var meðal annars úr naut- gripakjöti - þeir voru með öðrum orðum látnir éta sjálfa sig og öll náttúrulögmál þannig vanvirt með frægum afleiðingum. Önnur mál og ekki síður alvarleg hafa komið upp í Danmörku, þótt ekki hafi jafn hátt farið, og þykir sannað að fúkkalyfja- gjöf í svinarækt og kjúklinga hafi dregið fólk til dauða þar í landi. Fólk um allan heim er að gera sér grein fyrir því að það hefur ekki hugmynd um hvaða óþverra það er alla jafnan að láta ofan í sig þegar það graðkar í sig kjöti sem það veit ekkert um hvaðan kemur og hvern- ig hefur verið alið. Allir þessir ósið- ir hafa komið upp vegna þess að landbúnaður í Evrópu er svo þróað- ur. AUt þetta er vegna þess að í evr- ópskum landbúnaði ríkir meiri hag- ræðing en hér, afkoman þar er þar af leiðandi betri, framleiðnin meiri, reksturinn vitlegri - þar hafa sem sé skynsemissjónarmið svoköiluð feng- ið að mestu að ráða ferðinni, öðru nafni peningasjónarmið. * * * L£—Ld.---M______1___L_LI Guðmundur Andri Thorsson Getur verið að framtíð íslensks landbúnaðar liggi í þvi hversu van- þróaður hann er? Getur verið að ís- lenskir bændur eigi að reyna að þumbast bara svolítið lengur við með sínar aðferð- ir við sauðfjár- rækt og skella sem mest þeir mega skollaeyrum við hollráðum hagfræðinganna? Eftir því sem jörð- in spillist enn ffekar þá aukast möguleikamir á því að fá gott verð fyrir þær hreinu afurðir sem ís- lenski hirðingja- búskapurinn gef- ur. Og stjómvöld verða þá líka að sjá til þess að sauð- fjárbændur lepji ekki dauðann úr skel, heldur ber þeim skylda til að hlúa að þeim veiku græðlingum ís- lensks atvinnulífs sem era til sveita. Sauðféð í landinu er fyrir löngu orð- ið svo fátt að gróðrinum stendur engin ógn af því - landinu stendur miklu meiri ógn af hestum og Landsvirkjun. Stjórnvöldum ber líka menningar- leg skylda til að styðja mannlíf í íslenskum sveit- um því þar er lífsmáti sem verður að vera valkostur fyrir fólk, bæði í sveitunum og einnig héðan úr þéttbýlinu. Og okkur öllum ber lika skylda til að hætta hinu ósanngjama tuði í garð þeirra bænda sem haldið hafa áfram á erflðum tímum að reyna að lifa af torsóttum gæðum þessa kalda lands. Vélvœöing og fœribandarœktun í evrópskum landbúnaöi er fyrir löngu komin út fyrir öll mörk í ofbeldi gagnvart náttúrunni og þar var fárið kringum kúariöuna í breskum nautgripum einungis toppurinn á ísjakanum. gur í lífi Blæs í lúðra og spilar í brúðkaunum Guðmundur Hafsteinsson trompetleikari lýsir degi í lífi sínu Undanfamir dagar hafa að mestu farið f alls konar undir- búning tónleika sem haldnir verða sunnudaginn 16. janúar í Akureyrarkirkju. Tónleikar þess- ir eru samstarfsverkefni Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands og Serpents. Ég og félagar mínir í Serpent, þeir Einar Jónsson básúnuieikari og Jóhann Bjöm Ævarsson homleikari, höfum í samráði við Guðmund Óla Gunn- arsson hljómsveitarstjóra og Sig- urbjörgu I. Kristínardóttur, fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands, unnið að undirbúningi þessara tónleika meira og minna síðan fyrir jól. Við félagamir stofnuðum Serpent árið 1997. Þetta er hópur tónlistarfólks sem vinnur að fjöl- þættum verkefnum og fer sam- setning og stærð hópsins eftir þvi hvaða verkefni við erum að fást við hverju sinni. Með stofnun hópsins vorum við að leitast við að byggja bakgrunn fyrir tóniist- armenn sem hafa áhuga á að flytja tónlist sem ekki er fast- skorðuð við ákveðna flokka þ.e sinfóníutónlist, lúðrasveit o.s frv. Einnig er hugmyndin að Serpent þjóni því hlutverki að leika ís- lenska blásaratónlist og geti ver- ið til taks fyrir tónskáld sem skrifa vilja fyrir óhefðbundna hljóöfæraskípan. Næsta verkefni Serpents eftir þessa tónleika er tónleikaferð nú í sumar tii Græniands og Fær- eyja þar sem eingöngu verða leik- in ný verk fyrir blásara. Þau verk em eftir núlifandi tónskáld og út- setjara frá íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Við fengum veglegan styrk tii þessa verkefnis úr Nor- rænu Menningarmálanefndinni á síðasta ári. Erjólafríið búið? Fyrsta daginn eftir jólafrí vakna ég svona í meðaliagi snemma, eða um niuieytið. Dag- urinn hefst á léttum morgun- verði, ristuðu brauði og mjólkur- glasi. Síðan tekur við upphitun og smáæfmgatöm á trompetinn. Svo tek ég mig til og út í bíl þar sem snjóskafan og tilheyrandi verkefni bíða mín. Fyrst liggur leiðin á fund með Einari og Jó- hanni, félögum mínum úr Serpent, þar sem við ræðum ferða- og æfmgaplan norðurferð- arinnar lítillega. Fundinum lýkur um hádegisbilið. Þá fer ég upp í Kringlu þar sem ég hafði mælt mér mót við kærustuna í hádegis- mat. Við fengum okkur súpu og brauð meðan við ræddum um heima og geima. Fékkstu marga pakka? Klukkan 14.00 hófst kennsla i Tónskóla Sigursveins. Ég varð þess óneitanlega var að krakk- amir höfðu haft Qest annað fyrir stafni yfir jólin og áramóti en að æfa sig á trompetinn. Umræður um innihald jólapakka, hversu lengi var vakað fram eftir á gamlárskvöld og annað þess hátt- ar fékk því aðeins meiri tíma en ella. Það þarf að vera gaman í skólanum! Brúðkaupsæfing og líkamsrækt Um kaffiieytið hringdu félagar mínir í mig og boðuðu mig á æf- ingu um kvöldið fyrir brúðkaup en við höfum tekið okkur saman nokkrir og spilað fyrir dansi í brúðkaupsveislum. Síðasti nem- andinn var svo búinn hjá mér um hálfsex. Þá fór ég og hitti félaga minn í líkamsræktinni þar sem við hjálpuðumst að við að vinna á jólasteikinni. Eftir púlið fylgdi svo smáafslappelsi i heita pottin- um og gufunni. Þessar stundir í líkamsræktinni skipta mig mjög miklu máli í sambandi við úthald og einbeitingu í starfi. Það er aiitaf jafnskemmtiiegt að fara í líkamsræktina á þessum árstíma. Flestir hafa heitið sér því að taka sér nú tak í líkams- ræktinni á nýju ári en óþarflega oft endar þetta átak svo hjá fólki eftir eina tii tvær vikur! Ég kem svo heim til kærustunnar um háifátta leytið og við borðum saman tacoskeljar og það sem þeim fylgja og ræðum saman um atburði dagsins. Upp úr 20.30 keyri ég svo út í Skerjafjörö á brúðkaupsæfmguna. Við rennum yfir prógrammið, ákveðum niður- röðun laganna og forum yfir hvar og hvenær við eigum að mæta. Lífið er dásamlegt Æfing- unni lýk- ur svo um eil- efuleyt- ið. Þá var för- inni heit- ið út á næstu mynd- bandaleigu því við höfð- um talað um það yfir kvöld- matnum að leigja eina spólu fyrir svefninn. Ég fann þar myndina Life Is Beautiful (sem sló svo eftirminnilega í gegn á síðustu óskarsverðlaunahá- tfð). Ég hélt svo áleiðis heim þar sem við horfðum á myndina. Við sofnuðum svo ánægð eftir frábæra mynd. Guömundur Haf- steinsson trompetleikari hefur í mörg horn aö líta þessa dag- ana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.