Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Síða 23
I JLJV LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 .vandi að... 23 Vandinn að vera r Islendingur 1. Það er erfitt að vera íslendingur á þorranum. Vandræðin byrja strax á bóndadaginn þegar heimilisfaðir- inn þarf að hoppa á öðrum fæti í kringum húsið sitt og eins víst að. hann mölvi á sér lappirnar á jörð sem er ógreiðfær vegna umhleyp- inga. Síðan þarf að ryðja í sig köldum mat, súrum og úldnum, á meðan aðr- ar þjóðir, til dæmis suðrænar (sem eru villtar og því andlega skyldastar okkur), eyða ómældum tíma í að njóta þess að raða snyrtilega á tung- una fóðri sem örvar finlegar og næm- ar kenndir; ólífum, hvítlauk, ansjósum, svo eitthvað sé nefnt. Svo förum við á þorrablót og döns- um hringdansa við þulur sem taka aldrei enda í stað þess að gera eins og þeir suðrænu að skaka mjöðmum og láta reyna á sveigjanleika hryggsúl- unnar og njóta þess að snertast. Það er svo dónalegt á íslandi. 2. Það er vandi að vera íslending- ur allan febrúar. Ef maður er ekki þegar fótbrotinn eða handleggsbrot- inn í slæmri færð er maður kominn með gat á magann eftir sýruna, krónískan brjóstsviða, er andvaka vegna þess að jólavisareikningurinn er ógreiddur og inn um lúguna ryðj- ast gluggaumslög með hótunum. Bankavextir hækka um 0,8 prósent vikulega og maður sér fram á gjald- þrot fyrir páska. Þar fyrir utan er maður þjakaður af þunglyndi eftir náttúruleysisleg þorrablótin og eyrnaverkurinn er lamandi eftir að hafa þurft að hlusta á aUa þá sem lag- lausir eru (en reka upp rokur á þorrablótum) syngja Nú er frost á Fróni. 3. í mars er vandi að vera Islend- ingur vegna þess að þá þarf maður að fara á árshátíð hjá fyrirtækinu sem maður vinnur hjá og eins og það sé ekki nægileg refsing fyrir að reyna að sjá fyrir sér þarf maður líka að fara á árshátíð hjá vinnustað makans. Báðir þurfa ný föt, þrátt fyr- ir niðurklippt kreditkort, og þá er ekki nema um eina leið að velja; hún er sú að stela fötunum. Þar með er maður ekki bara gjaldþrota, eins og það sé ekki nógu slæmt, heldur þreyttur, pirraður, gjaldþrota, þung- lyndur þjófur. Á árshátíðinni drekk- ur maður sig alltof fullan og hellir sér yfir vinnuveitandann og er með móral fram í aprll. 4. í apríl er vandi að vera íslend- ingur því þá þarf að ferma börnin og því miður er ekki hægt að ferma þau öll i einu. Nú, og svo margir eru al- mennilegir að mæta í fermingarveisl- una og maður verður að borga í sama. Meira að segja fermingargjöfin verður að kosta það sama. Þetta reynir mjög svo á meltingarfærin sem enn eru í uppnámi eftir þorrann vegna þess að nú er allt útbíað í majónesi, remúlaði, kokkteilsósum og hinum viðbjóðslegu kransakök- um. Svo kemur páskahretið sem er nú yfirleitt hátíð hjá þessum páska- eggjum. Hver íslendingur etur hálft kíló af súkkulaði á einum degi til að hugga sig á því að hafa ekki skilið málsháttinn og hafa gleymt að kaupa sér málshátta-útskýringabókina áður en kreditkortið var klippt. Nú er það of seint. En hafa ber í huga að T.S. Eliot sagði að apríl væri jú grimmasti mánuðurinn. Skáldin ljúga aldrei. 5. í maí er vandi að vera íslending- ur vegna þess að þá þarf að sannfæra kreditkortafyrirtækið að manni muni víst takast að klára að greiða skuldina frá því um jólin og knýja fram leyfl til að borga sólarlandaferð með kortinu. Eins og það taki ekki nógu mikið á þá þarf að velja ferðina. Auðvitað langar mann mest á exó- tíska staði í Kyrrahafinu en á endar á því að sætta sig við Majorka eins og venjulega. Og eins og það sé nú ekki nógu mikið átak þarf maður nú að keyra sjálfan sig upp í þeirri sann- færingu að maður vilji fara þangað vegna þess að það sé ailtaf svo gam- an þar - maður sé búinn að fara þangað - ja, miklu oftar en maður kærir sig um að muna. Vandinn eykst líka við það að maður lítur iUa út í sundfótum - og þá meina ég „illa“. Það þarf þess vegna að splæsa formúu í llkams- ræktarkort og gera átak. Það er alltaf deprimerandi. Ef við værum ekki íslendingar heldur Argentínubúar þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af neinu af þessu. Við myndum bara labba út úr húsinu heima hjá okkur, dansa tangó niður götuna, stífa í okkur nauts- skrokka beint af eldinum á kjöt- kveðjuhátíðinni og ef það er engin kjötkveðjuhátíð tínum við bara ávexti af trjánum. Þetta er verðugt umhugsunar þar sem þjóðin er svo fámenn að við rúmumst í einni götu í litlum bæ i Argentínu. Vissir þú að 80% þeirra Suzukibíla sem keyptir eru í dag eru fjórhjóladrifnir? BALENO TEGUND: VERÐ: 1,6 GLX4x4 4d 1.595.000 KR. 1,6 GLX WAGON 4x4 1.695.000 KR. GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: NYR GR. VITARA 3 dyra 1.789.000 KR. GR. VITARA 2,0 L 2.199.000KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.449.000 KR. Sjálfskipting 150.000 KR. .höfum við WAGON R+ TEGUND: VERÐ: WAGONR+4X4 1.299.000 KR. ausnrnar JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.459.000 KR. Sjálfskipting 130.000 KR. imm FRAMElPll SUZUKI VITARA TEGUND: VERÐ: JLX SE 5d 1.840.000 KR. Sjálfskipting 150.000 KR. Eönsgi FRAMEÍPH mm SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðuarður Elíasson, BILAJR. HF Grænukinn 20, sími 555 15 50. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17,sími 451 26 17. fsafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, sími 45G30 95. Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasaia Suðurlands, Hrísmýri 5, simi 482 37 00. WWW.SUZukibilar.ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.