Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 iðsljós 25 Óþolandi stjörnustælar Winona Ryder hefur dundað sér við það upp á síðkastið að mæta í tökur á kvikmyndinni Autumn in New York, þar sem mótleikari hennar er Richard Gere. Heimsfrægt er þegar orðið afar slæmt samkomulag þeirra á meðan á tökum stóð en nú hefur komið í ljós að Gere gamli var ekki einn um að finnast litla stjörnutelpan óþolandi. Að sögn tökuliösins hegðaði Winona sér eins og fordekruð prinsessa allan tökutímann. Hún þvemeitaði til dæmis að læra á skautum til þess að geta leikið aðalatriðið í mynd- inni og því varð að draga hana á sleða og fá staögengil til þess að leika skautaatriðin. En staðgeng- illinn var ekki aðeins ráðinn til þess að láta eins og Winona kynni að skauta heldur segir sag- an að meginmarkmiðið með ráðningunni hafi verið að láta kroppinn á Winonu líta betur út. Framleiðendur myndarinnar hafa risið upp Winonu til varnar og segja að það sé mjög eðlilegt að ráða staðgengil i skautaatriðin og að ekkert sé aö kroppnum á Winonu. Haft er eftir einum framleiðendanna, Amy Robinson, að Winona hafi leikið allar striplings-senumar sjálf, meira að segja ástarsenumar. Þaö er nú gott að vita að telp- an hafi þó leikið eitthvað í mynd- inni. Hrifinn af Brad Pitt Orðrómurinn um að Matt Damon og Ben Affleck séu elskendur hefur verið nokkuð þrálátur í glysborginni Hollý- vúdd þrátt fyrir að öll rök hnígi til að hann sé verulega rangur. Samkvæmt nýlegu tímaritsvið- tali sem Matt lét hafa við sig, hef- ur hann augastað á allt öðrum gæja - leikaranum Brad Pitt. „Ef ég væri samkynhneigður myndi ég hengja plakat með mynd af honum upp á vegg hjá mér,“ seg- ir Matti, sem þessa dagana er að slá sér upp með Winonu Ryder, og hann bætir við: „Ég horfi á Brad og veit að ég mun aldrei, aldrei geta litið svona út.“ Annars segist Matti vera orð- inn dauðleiður á því að svara orðrómi um meinta samkyn- hneigð. „Það vekur tortryggni að þræta fýrir hana með látum,“ segir hann, „en engu að síður verð ég að halda uppi vömum, vegna þess að ég er ekki hommi.“ Það kann að vera rétt hjá hon- um. Engu að síður leikur gmnur á að Winona Ryder sé til í að gera hvað sem er til að Brad Pitt drífi sig upp að altarinu með sinni kæmstu, Jennifer Aniston. Bara svona til öryggis. Naomi ræðst á dýraverndunarsinna Ofurskutlan Naomi Campbell hef- ur lengi átt í styrjöld við alheims- samtök sem berjast fyrir réttindmn dýra og ku heita People for the Et- hical Treatment of Animals. Naomi var áður talsmaður samtakanna en var látin róa þegar hún gluðaði sér fram og til baka á tískusviðinu, íklædd loðfeldi. Látum það vera nú vera. Hitt er annað mál að núna hefur hún held- ur betur rifið upp á sér þverrifuna vegna þeirra ummæla Dans Matt- hews, annars talsmanns samtak- anna, um að hann væri feginn að hinn náni vinur Naomi, Gianni Ver- sace, skyldi hafa verið myrtur. Dan lofaði morðingja Versaces í hástert „fyrir að hafa loksins stöðvað Ver- sace í að nota loðfeldi". Naomi er yfir sig hneyksluð á þessum ummælum og segir þau ruddaleg. Hún bætir því við að hún sé enn ánægðari en áður að vera ekki í kompaníi við þessi samtök. Dan svaraði á móti og sagði: „Fyr- irsætan notaði samtökin til að ná sér í athygli en sneri við þeim baki þegar hún hélt að þau kynnu að ógna ferli hennar." Síðan bætti hann við: „Ég undrast það stórlega að svona sjálfsupptekin manneskja skuli yfirleitt kunna að syrgja ein- hvem (t.d. Versace).“ Það þykir greinilegt að hann hafi engan áhuga á mannréttindum. Fyrirframgreiðsla vaxtabota Þeir sem kaupa eða hefja byggingu á íbúðarhúsnæði til eigin nota 1999 og síðar geta sótt um fyrirframgreiðslu vaxtabóta. Umsóknareyðublöð ásamt upplýsingabæklingi liggja frammi hjá skattstjórum, bönkum og sparisjóðum. Eyðublaðið má einnig sækja á upplýsingavef ríkisskattstjóra, rsk.is. Umsókn skal senda skattstjóra í því umdæmi þar sem umsækjandi á lögheimili. Vaxtabætur verða greiddar fyrirfram ársfjórðungslega, fjórum mánuðum eftir lok hvers ársfjórðungs. Fyrirframgreiðsla vegna 4. ársfjórðungs 1999, þ.e. vegna vaxtagreiðslna fyrir tímabilið október, nóvember og desember 1999, verður greidd út 1. maí n.k. Umsókn um fyrirframgreiðslu vegna fjórða árs- fjórðungs þarf að hafa borist skattstjóra eigi síðar en 20. janúar n.k. Allar nánari upplýsingar veita skattstjórar og ríkisskattstjóri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.