Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 DV ... í prófíl Það er erfxtt að vera giftur. Þetta vita allir sem hafa reynt. Ef hjónabandið er vel heppnað þá er það botniaus og blind sæla til ævi- loka en vont hjónaband, með enda- lausu stríði og vopnuðum átökum og skilningsleysi er ávísun á óhamingju. Hugtakið raðgifting var til skamms tíma lítt eða ekki þekkt í íslensku máli en sennilega vita allir við hvað er átt. Flestir þekkja einhvern sem á að baki fleiri en eitt hjónaband eöa sambúð og afkastamesta fólkið getur talið slík ævintýri í tugum. Sennilega á Kristmaim Guðmundsson rithöfund- ur (1901-1983) metið hvað fjölda hjóna- banda varðar en hann mun hafa gifst átta sinnum alls. Skilnaðartíðni hefur aukist á sein- ustu áratugum síðasta árþúsunds og nú munu skilnaðir á íslandi vera ár- lega á bilinu 500-600. Fjöldi óskráðra sambúða skilar sér ekki inn í þá töl- fræði svo líklegt er að raunverulegur fjöldi skilnaða sé eitthvað meiri. Til samanburðar er fjöldi hjónavígslna á íslandi á bilinu frá 1200-1400 á hverju ári um þessar mxmdir. viðkvæmt málefni sem varðar hjóna- bandið. Þá er hægt fylgjast með heila- bylgjum, blóðþrýstingi, hjartslætti og fleiri þáttum sem hafa áhrif á hegðan okkar í samskiptum við aöra. Samtöl- in eru einnig tekin upp á myndband. Dr. Gottmann segist hafa komist að þeirri niðurstöðu m.a. aö óhamingju- samt hjónaband auki líkur á því að missa heilsuna um 35% og stytti að jafnaði líf beggja um 4 ár. Það er sem sagt ekki bara óþægilegt að vera illa giftur heldur beinlínis lífshættulegt. Gottmann segist geta spáð um afdrif hjónabanda með öryggi í 90% tilvika. Hjón sem leita til hans geta fengið svar við spumingunni: Mun hjóna- bandið endast? Lítum sem snöggvast á einfalt próf sem Gottmaxm notar við undirbúning rannsókna siima. Mun hjónabandið endast? Svaraðu eftirfarandi spumingum með já eða nei og teldu síðan saman hve mörg jákvæð svör þér tókst að fá. 1. Ég þekki vonir og þrár maka míns í lífinu og hvert hann/hún vill stefna. 2. Ég veit af hverju maki minn hef- ur mestar áhyggjur um þessar mundir. 3. Ég veit hvaða þrír dagar í lifi maka míns hafa mesta þýðingu fyr- ir hann/hana. 4. Ég get nefnt þrjá eiginleika sem ég dái í fari maka míns. 5. Ég sýni maka mínum oft blíðuhót og snerti hann/hana. 6. Kynlíf okkar er að jafnaði í góðu lagi. 7. Ég hlakka til að eyða fristundum með maka mínum. 8. Maki minn er einn minn besti vinur. 9. Maki minn segir mér yfirleitt hvemig dagurinn hefur liðið. 10. Ég hef yfirleitt áhuga á skoðun- um maka mins og afstöðu. 11. Mér finnst ég geta lært af maka mínum, jafnvel þótt við séum ekki sammála. 12. Þegar viö deilum finnst mér vera tekið mark á mínum skoðun- um. 13. Ég get viðurkennt þegar ég hef rangt fyrir mér í deilum við mak- ann. 14. Við getum gert að gamni okkar um málefni sem við erum ekki sam- mála um. 15. Maki minn hefur gott lag á að róa mig ef ég kemst í uppnám. 16. Maki minn og ég erum gott „lið“ saman. 17. Þegar við deilum skiptir ekki öllu máli fyrir mig að hafa betur. 18. Ég sætti mig við að um ákveðin málefni verðum við aldrei sammála. 19. Við deilum ábyrgð hjónabands- ins með okkur og getum bæði kom- ið fram fyrir hönd fjölskyldunnar. 20. Við eigum góðar minningar saman. Fékkstu fleiri en þrettán jákvæð svör? Þú ert I góðu hjónabandi sem mun endast þangað til þið eruð bæði orðin tannlaus og kölkuö og komin með bleiu. Þá verðið þið enn svo ást- fangin aö það mun ekkert pirra ykk- ur. Voru jákvæð svör á bilinu 7-12? Hjónabandið stendur á tímamótum. Það eru veikleikar sem hægt er að bæta og það eru sterkir þættir sem geta fleytt ykkur áfram. Það er kom- inn tími til að þið farið saman í helg- arferð bara tvö. Voru jákvæð svör færri en 6? Þetta hjónaband er í hættu á að leysast upp. Ef þér finnst það slæm tilhugsun eru enn til nægar tilfmningar til aö bjarga því. Ef ekki þá skuluð þið annaðhvort leita aðstoðar eða fara hvort sína leið. Nokkur algeng hættumerki Það er sagt að næst á eftir oröun- um: „er hann kominn inn?“ óttist karlmenn ekkert eins mikið og oröin: „við þurfum að ræða sarnan." Margir karlmenn eiga erfitt með að ræða um tilfmningar og flókin samskiptamál þvi þeir eru vanari því að láta verkin tala og finnst að konur tali fyrst og fremst til að ræða málin í kaf. Þetta ættu menn ekki að óttast því auðveld- ara er að leysa úr vandræðum í hjóna- bandi meðan þau eru enn á frumstigi og ekki vaxin hjónunum yfir höfuö. Ef þú getur svarað tveimur eða fleiri eftirfarandi fullyrðingum ját- andi eru vandræði í uppsiglingu og þið hjónin ættuð að setjast niður strax og ræða málin. 1. Þegar ég er með makanum vil ég gjaman vera annars staðar. 2. Það er spenna á milli okkar. 3. Makinn veit yfirleitt ekki hvað ég er að hugsa. 4. Ég vildi að samband okkar væri nánara. 5. Maki minn hefur viljað vera mik- ið einn undanfarið. 6. Við deilum meira en við gerðum áður. 7. Upp á síðkastið höfum við ekki gert neitt skemmtilegt saman. 8. Smámál vilja vinda upp á sig og verða að stórum ágreiningsefnum. 9. Við höfum sært tilfinningar hvort annars nýlega. 10. Við þurfum virkilega að setjast niður og ræða um hjónabandið. megin: Eftirfarandi eru útbreiddar goðsagnir um hjónaband og samlíf og álit dr. Gottmans á þeim. 1. Hjón verða að jafna ágreining sinn. Gottmann segir að í 69% til- vika sé ágreiningur hjóna djúpstæð- ur og óleysanlegur. 2. Leitið hjónabandsráðgjafar. Rannsóknir sýna að einungis 35% þeirra sem leita sér hefðbundinnar hjónabandsráðgjafar sjá framfor. Aðeins 18% töldu ári eftir ráðgjöf að hjónabandið hefði batnað. 3. Það verður aö skipta húsverkun- um jafnt. Báöir bera ábyrgð á heim- ilinu og því sem þarf að gera þar. Sá sem stendur i tímamælingum og er að telja húsverk sem hann á inni hjá makanum er sennilega ekki ástfanginn lengur. 4. Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venusi. 70% eiginkvenna segja að vinátta þeirra við eigin- manninn sé undirstaða góðs kynlífs. 70% eiginmanna segja það sama. Af þessu má ráða að kynin eru frá sömu plánetunni eftir allt saman. 5. Karlmönnum er ekki eiginlegt að vera einhleypir. Sumir afsaka fram- hjáhald með því að segja að karl- menn séu nú bara einu sinni svona. Þetta er ekki náttúrulögmál og er reyndar argasta þvæla. Tíðni fram- hjáhalds er ekki bundin við kyn- ferði heldur aðstæður. Fjöldi ungra kvenna sem segjast hafa haldið fram hjá manni sínum er heldur meiri en karla sem játa framhjá- hald. 6. Framhjáhald er helsta ástæða skilnaða. Þetta er ekki rétt. Sam- kvæmt niðurstöðum dr. Gottmanns segja 80% hjóna sem skilja að þau hafi fjarlægst á löngum tíma og framhjáhald hafi því fremur verið afleiðing en orsök. -PÁÁ Vísindi og ást Alls staðar í heiminum langar menn og konur til þess að njóta ham- ingju i hjónabandi og árlega er gefinn út fjöldi leiðsögubóka um refilstigu hjónabandsins, hjónabandsráðgjöf er arðbær og vinsæll útvegur og mý- mörg húsráð ganga manna milli hvað þetta varðar. Vestur í Bandaríkjunum hefur virtur vísindamaður helgað sig rannsóknum á þessu sviði og byggt um sig heila stofnun. Sá heitir John Gottmann og er forstöðumaður The Gottmann Institute sem er rekin í tengslum við Washington- háskólann í Seattle. Dr. Gottmann hefur að sjáif- sögðu gefið út bók sem fjallar um að- ferðir við að bæta hjónabandið en hef- ur einnig vakið athygli fyrir vísinda- lega nálgun sína við rannsóknir á hjónabandi. Gottmann tengir fjölda rafskauta við hjón og pör sem koma í rannsóknarstofu hans og stýrir síöan umræðum þeirra á milli um eitthvert Þaö er stundum sagt aö ástin lækni öll mein og rannsóknir sýna aö óhamingjusamt hjónaband leiöir til tíöari veik- inda og styttir meöalævi um fjögur ár. Þessi hjón viröast hafa komist yfir þaö versta. Nonni - klippari forsetans og biskupsins Fullt nafn: Jón Halldór Guð- mundsson. Fæðingardagur og ár: 21. janú- ar ‘62. Maki: Erla Arnardóttir. Börn: Halla Karen, 16 ára, Elín Klara, 7 ára, og Hjálmar Gauti, 6 Skemmtilegast: Mér finnst gam- an að ferðast erlendis. Leiðinlegast: Ryksuga. Uppáhaldsmatur: Villibráð. Uppáhaldsdrykkur: Gott rauð- vín. Fallegasta manneskja fyrir utan maka: Meg Ryan. Fallegasta röddin: Tom Jones. Fallegasti líkamshluti: Tits and ass. Hvaða hlut finnst þér vænst um? Gamla skenkinn sem ég fékk frá ömmu minni. Hvaða teiknimyndapersóna myndirðu vilja vera? Batman, hann er alltaf með flottar dömur. Uppáhaldsleikari: Don John- son. Uppáhaldstónlistarmaður: Ómar Diðriksson trúbador. Sætasti stjórnmálamaður: Engin neitt sérstaklega lagleg. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Mi- ami Vice. Leiðinlegasta auglýsingin: Verðbréfaauglýsingar. Skemmtiiegasta kvikmyndin: Greace. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: | Dóra Takefusa. Uppáhaldsskemmtistaður: Skuggabarinn. Besta „pikk-öpp“-línan: Sérðu hvað ég er með stórar hendur. Því stærri hendur, því stærri... Hvað ætlaðir þú að verða? Bestur. Eitthvað að lokum: Permanent- ið dettur inn aftur. Hann heitir Jón en gengur undir nafninu Nonni á Effect. Hann á heiðurinn af frægustu klippingum landsins á tveimur tignustu mönnum landsins, það er forseta okkar, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, og biskupi íslands, hr. Karli Sigurbjörns- syni. Mun hjónabandið endast? - taktu prófið og mældu ástarhitann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.