Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 29
JLlV LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
%éttir
★
Brunavarnir Suðurnesja:
Luku námskeiði í slökkviliðsfræðum
DV, Suðumesjum:______________
Tíu slökkviliðsmenn frá
Brunavömum Suðurnesja luku
nýlega grunnnámskeiðinu
„Slökkviliðsmaður 1“ í slökkvi-
liðsfræðum.
Að Brunavörnum Suður-
nesja standa þrjú sveitarfélög,
þ.e. Garður og Vogar, auk
Reykjanesbæjar. Slökkviliðið
samanstendur af 30 slökkvi-
liðsmönnum og þar af eru
þrettán í varaliði en nýlega
var skipað í sjö nýjar stöður í
varaliði. Þetta er mikil aukn-
ing í útkallsstyrk liðsins og
nýlunda að senda stóran hluta
af mönnunum á námskeið
áður en þeir taka formlega til
starfa.
Brunavarnir Suðumesja og
félag starfsmanna liðsins buðu
af þessu tilefni til jólahlað-
borðs þar sem nýir liðsmenn
voru formlega skipaðir í liðið
að námskeiði loknu.
-AG
Nýútskrifaðir slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja, talið frá vinstri: Gunnar Stefánsson, Johann Bjarki Ragnars-
son, Sigurður Skarphéðinsson, Ari Elíasson, Rúnar Eyberg Árnason, ívar Þórðarson, Þorvaldur H. Auðunsson, Ey-
þór R. Þórarinsson, Bjarki Rúnar Rafnsson, Rúnar Bjarnason og slökkviliösstjóri Brunavarna Suöurnesja, Sigmund-
ur Eyþórsson. Á myndina vantar Atla Gunnarsson. DV-mynd Arnheiður
29
Hæsta einkunn
Renault Mégane fékk hæstu einkunn allra bíla í sínum flokki
í Euro NCAP árekstrarprófínu.
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Mégane Classic kostar frá 1.398.000 kr.
Renault Mégane er í sérflokki þegar kemnr að öryggi. Classic státar
m.a. 4 loftpúðum og SRP samþættu öryggiskerfi, hátæknibúnaði sem
veitir meiri vemd á broti úr sekúndu. Við árekstur strekkist á sætisbeltum
og loftpúðar skjótast fram. Um leið læsist beltið en gefur ögn mjúklega
eftir mn leið til að fyrirbyggja meiðsl. Hafðu öryggið í lagi.
Komdu og prófaðu Classic.
RENAULT