Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 31
DV LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 31 Skíðasvæði höfuðborgarinnar: Stopulli rútuferðir „Helsta vandamál okkar er þegar foreldrar aka bömunum sínum hingað upp á skíðasvæðin og segja þeim að taka rútuna heim. Svo kem- ur kannski engin rúta um kvöldið og börnin standa eftir köld og hníp- in,“ sagði Þorsteinn Hjaltason, starfsmaður á Bláfjallasvæðinu, um vandræði vegna almenningssam- gangna á skíðasvæði höfuðborgar- innar. Eins og stendur eru engar.al- mennar ferðir í Skálafell og stopular á Bláfjalla- og Hengilssvæð- ið. „Það eru aílir á einkabílum nú- orðið og sárafáir sem nota rútumar. Þetta stendur vart undir kostnaði hjá þeim og því skiljanlegt að rútu- eigendur séu ekki ginnkeyptir fyrir því að vera að aka hingað upp eftir með tóma bíla upp á von og óvon hvort einhverjir farþegar verði með til baka. En verst er þetta að sjálf- sögðu með börnin sem skilin eru eftir til að taka rútu sem aldrei kemur,“ sagði Þorsteinn Hjaltason en tók þó fram að enn hefðu engin slys orðið vegna þessa. -EER Skíðamenn búast til ferðar með rútu á skíðasvæði höfuðborgarinnar. DV-mynd Pjetur Eimskip fær flutninga fýrir Norðurál DV, Akranesi:_____________________ Noröurál og Eimskip hafa gert með sér samning um að Eimskip annist allan inn- og útflutning fyrir Norðurál, ef frá er talinn flutningur á súráli. Samningur þessa efnis mun gilda fram á árið 2002 en ákvæði eru um heimild til fram- lengingar samningsins eftir það. Eimskip mun taka við þessum flutningum 1. mars næstkomandi. Samkvæmt heimildum DV mun samningurinn vera upp á rúman milljarð króna. Samningurinn er gerður í fram- haldi af verðfyrirspurn sem Norð- urál sendi út í lok nóvember til sjö flutningafyrirtækja. Reyndist tilboð Eimskips hagkvæmast og ákvað Norðurál að ganga til samninga við Eimskip um flutninga fyrirtækis- ins. Flutningar þeir sem hér um ræð- ir eru aðallega útflutningur á áli frá Grundartanga til Rotterdam og inn- flutningur á rafskautum frá Neuss í Þýskaiandi sem flutt eru um Rotter- dam á Grundartanga. Auk þess tek- ur samningurinn til flutninga á al- mennum rekstrarvörum og aðföng- um vegna stækkunar verksmiðju Norðuráls á Grundartanga, en ráð- gert er að framkvæmdir hefjist við þá stækkun síðar á þessu ári. Áætl- að er að flutt verði að meðaltali um 140 þúsund tonn á ári á samnings- tímanum. Árleg framleiðsla Norð- uráls er um 60 þúsund tonn af ál- hleifum en til þeirrar framleiðslu eru notuð 30 þúsund tonn af raf- skautum og verða álhleifar og raf- skaut flutt i gámum til og frá land- inu í reglulegum áætlanasiglingum. Eftir stækkun verður árleg fram- leiðsla Norðuráls um 90 þúsund tonn af álhleifum. Vegna stækkun- ar verksmiðjunnar á Grundartanga er gert ráð fyrir innflutningi á um 25 þúsund tonnum af byggingarefni, vélum og tækjum á árunum 2000 og 2001. -DVÓ Polaris XLT SPECIAL, árg. 1996, ek. 2900 mílur, m. rafstarti. Verð 590 þús. SKI-DOO MX-Z 670, árg. 1996, ek. 4800 mílur. Verð 590 þús. SKI-DOO MX-Z 583, árg. 1996, ek. 2500 mílur. Ath.: sleði ársins 1996. Verð 590 þús. SKI-DOO FORMULA III600, árg. 1996, ek. 2800 mílur. UprA hl'lQ SKI-DOO FORMULA III600, árg. 1996, ek. 3900 mílur. Verð 570 þús. SKI-DOO FORMULA III 600, árg. 1996, ek. 3900 mílur. Ath.: með bakkgír og rafstarti. Verð 590 þús. ALLIR SLEÐARNIR SEM NÝIR OG NÝYFIRFARNIR Build-Up - fljótlegur drykkur Eitt bróf út í kalda eða heita mjólk eða ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragðgóðan drykk stútfullan af næringarefnum Stelnefni Kalk mg 607,0 76% Joð M9 94,0 63% Járn mg 5,5 39% Magnesium mg 132,0 44% Fosfór mg 534,0 67% Zink mg 6,3 44% Nestlé Build-Up er bragðgóður drykkur sem inniheldur 1/3 af ráðlögðum dagskammti (RDS) af 12 vítamínum og 6 steinefnum auk prótíns og orku Nestle Build-Up fyrir alla Góð aðferð til þess að auka neyslu vítamína og steinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda. Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki og öllum þar á milli. Upplýsingar um næringarinnihald: f 38 gr. bréfi blönduðu í 284 ml. af mjólk % af RDS Orka kj 1395 kcal 330 Prótín 9 18,0 Kolvetni g 37,1 þar af sykur g 36,5 Fita g 12,4 þar af mettuð g 7,5 Trefjar g 0,6 Natríum g 0,4 Kalíum mg 810 Vítamfn A-vítamln gg 300,0 38% B1-vítamín mg 0,6 43% B2-vítamín mg 1,0 63% B6-vítam(n mg 0,9 45% B12-vítamfn þg 1,7 170% C-vítam(n mg 23,0 38% D-vítam(n pg 1,8 36% E-vítamín mg 3,3 33% Bíótfn mg 0,06 40% Fólín pg 84,0 42% Nfasln mg 6,2 34% Pantótenat mg 3,0 50% Build-Up á meðgöngu og meö barn á brjósti Tryggir að nægilegt magn næringarefna sé til staðar á þessum mikilvæga tíma Build-Up eftir veikindi Sér til þess að þú færð öll réttu næringarefnin til þess að ná skjótum bata Dæmi um hvað vítamín og steinefní gera fyrir þig A-vítamín Mauðsynlegt til vaxtar og viðhalds veffa. víðheldur mýkt og heilbrigði hörunds. Ver slímhúð í munní. rtefi. hálsí og lungum. Eykur viðnám gegn sýkingum og bætir sjðnina. Hjálpar víö myndun beina. B2-vítamín (Ríbóflavínj Hjálpar við að nýfa orkuna í fæðu. hjálpar við myndun mótefna og rauðra blóðkorna. Hauðsynlegt til að vióhalda hörundi. nöglum. hári og góðri sjón. Niacin (Níasín-vítamín B3) Bætir blóórásina og lækkar kólestról i blóði. Viðheldur taugakerfinu. lækkar háan blóðþrýsting. hjálparvið meltingu og stuðlar aó heilbrigði húðar. Zink Mjög mikilvægt fyrir ónæmiskerfið. flýtir fyrir að sár grói og er mikílvægt fyrir stöðugleika blóðsins. Viðheldur alkaline jafnvægi líkamans. bragölaus jarðaberja • v a n b a n a n a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.