Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Qupperneq 33
1“ DV LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 1$elgarviðtalið Guðmundur Páll Olafsson náttúrufræðingur er mikill andstæðingur Fljótsdalsvirkjunar. Hann hefur starfað að umhverfisvernd frá 1970. DV-myndir Hilmar Þór :kt fært stóran hluta Laxárdals í kaf og mótmælaaldan náði hámarki sínu þegar hópur bænda, listamanna, kennara og fleiri, aðallega Þingey- inga, sprengdi stiflu í Miðkvísl, við upptök Laxár. Þetta var allt of lítið dínamít sögðu sumir en hvellurinn varð hár og viðbrögðin sögufræg. Þeg- ar kært var vegna þessa lýsti fjöldi manna út um land sök á hendur sér og eftirmælin urðu í vitund þjóðar- innar þau að þar hefðu menn tekið lögin í sínar hendur með fullum rétti. „Þegar þetta gerðist var ég úti í Sví- þjóð. Ætli ég hefði ekki annars látið skrá mig í þennan fríða hóp á þeim tíma. Það eru allt aðrir tímar núna. Það er gífurlegur munur á umræð- - unni nú til dags og þá. Laxárdeilan var eldfimt deilumál heima í héraði en aðrir landsmenn sinntu henni minna. í dag er annað uppi á teningn- um. íslenskir fræðimenn hér og er- lendis taka æ virkari þátt í umræð- unni og hún er málefnaleg, fræðileg og þroskuð og landinn ófeiminn að tjá ást sína á landinu. Hér verður ekki aftur snúið.“ Trúi ekki að Eyjabökkum verði sökkt En finnst Guðmundi liklegt að fjöldi fólks sé tilbúinn til að fara að Eyjabökkum þegar framkvæmdir hefj- ast og mótmæla þar af fuliri hörku líkt og mývetnskir bændur gerðu forð- um við Laxá? „Þú segir „þegar“. Ég trúi því ekki að Eyjabökkum verði sökkt, aldrei. Og ég vil heldur ekki gera svo lítið úr forystumönnum þjóð- arinnar að þeir viti ekki hvenær hætta ber háskalegum leik. Ég veit að margir harma það hvert virðist stefna við Eyjabakka og um áramótin var sorglegt að fylgjast með því að ráða- menn þjóðarinnar þekkja ekki enn sinn vitjunartíma. Þeir vaða áfram í blindni valdsins." Verðlaunað náttúrubarn Guðmundur hefur skrifað bækur um íslenska náttúru. Ein heitir Fugl- ar í náttúru íslands, önnur Perlur í náttúru íslands og síðan Ströndin í náttúru íslands. Á vordögum á þessu ári er væntanleg bókin Hálendið i náttúru íslands. í tengslum við undir- búning bókarinnar, við fræðistörf í áratugi og brennandi áhuga á ís- lenskri náttúru hefur Guðmundur ferðast meira um hálendið en margur annar og hefur legið þar úti vikum og mánuðum saman hvert sumar í nokk- ur ár. Bækur Guðmundar Páls hafa fengið viðurkenningar, jafnvel alþjóð- legar og baráttan varð til þess að hann fékk viðurkenningu frjálsra fé- lagasamtaka í náttúruvernd og úti- vist. Slík félög eru virk út um allan heim og standa utan ríkisstjórna. Það var Ólafur Ragnar Grímsson sem af- henti honum verðlaunin á Degi jarð- ar, 23. apríl á þessu ári. Nýlega birtist einnig ítarlegt viðtal um baráttu Guð- mundar og atburðina við Hágöngur í The Amicus Joumal sem er víðlesið amerískt tímarit um náttúruvemd. Illa grundað og eldfimt mál Þó að Guðmundur Páll sé ekki sér- lega geflnn fyrir að vekja athygli á baráttu sinni í fjölmiölum, sem sést best á þvi að þegar hann reisti fánann við Hágöngur vissi ekki einu sinni konan hans af fyrirætlunum hans, þá er hann ómyrkur í máli þegar hann lýsir skoðun sinni á framgangi Lands- virkjunar og íslenskra stjórnvalda. „Það er alveg ljóst að skýrsla Lands- virkjunar um umhverflsrannsóknir og áhrif Fljótsdalsvirkjunar er mein- gölluð og virtir náttúrufræðingar á helstu náttúruvísindastofnunum landsins hafa auk Náttúruverndar ríkisins og ráðgjafa umhverfisráð- herra, Náttúruvemdarráðs, gagnrýnt hana harðlega. Nú mun Norsk Hydro taka þessa skýrslu til rannsóknar og það er min spá að fyrirtækið muni í framhaldi af því draga sig í hlé og ekki leggja heiður sinn við verkefni sem er bæði illa gmndað og eldfimt. Þeir eiga erfiða fortíð í þessum efnum og hafa síst í huga að minna á hana. Hætt er við að íslenskir ráðamenn haldi samt áfram að berja höfðinu við steininn um sinn. Heimspressan, eins og New York Times, hefur birt ákall til jarðarbúa vegna þess að heimurinn sem við lifum í er á heljarþröm vegna eyðileggingaráráttu mannsins. Aðal- vandinn er eyðilegging búsvæða líf- vera eins og votlendis Eyjabakka eða regnskóganna. Álitið er að um helm- ingur lífvera á Jörðunni geti horfið innan 50 ára. Tegundir hverfa sem nemur 50-100 á dag, samkvæmt upp- lýsingum frá mörgum virtum náttúru- fræðistofnunum í Bandaríkjunum. Út- rýmingin er talin 10.000 sinnum hrað- ari en eðlilegt er og þá er stórtækasta útrýmingaraflið á næsta leiti, hlýnun andrúmsloftsins. Við hörmum eyð- ingu regnskóganna en nákvæmlega sömu öflin eru að verki bak við fyrir- hugaða eyðileggingu á hálendi Islands við Eyjabakka og í Þjórsárverum. Stefnt er að því að hrúga verksmiðju- óþverra um allt land, spilla landi, and- rúmslofti og sjó. Til þessa á eyðilegg- ing búsvæða og mengun ríkastan þátt í því hvernig fyrir heimi okkar er komið.“ Kverkatak Landsvirkj- unar á hálendinu En eru fleiri staðir á hálendinu sem þarfnast verndar eða eru í hættu, aðr- ir en Eyjabakkar og hálendið norðan Vatnajökuls? „Já, fjölmargir og von- laust er að telja þá alla upp hér. Því má ekki gleyma að Landsvirkjun er til dæmis ekki hætt við fyrirætlanir sínar um að eyðileggja Þjórsárver þó slíkt brjóti í bága við verndun þeirra og alþjóðlega sáttmála. Þeir hafa uppi áætlanir bæði um að sökkva hluta þeirra og ræna verin efstu kvíslum sínum. Þetta er mikið áhyggjuefni og vandséð hvers vegna kverkatak Landsvirkjunar er ekki losað af þess- ari hálendisgersemi í eitt skipti fyrir öU.“ En má þá hvergi virkja? En má þá hvergi virkja? „Við höf- um bent á kosti rennslisvirkjana og vindrafstöðva, jafnvel einhverra gufu- aflsvirkjana en stóri vandinn felst i stóriðjustefnunni. Ef við látum af henni, tökum málmbræðslur teikni- borðanna út úr dæminu, þá er engin þörf á svona stórvirkjunum, enda eru þær tímaskekkja. Við eigmn að virkja með aUt öðrum hætti, þora að hugsa dæmið upp á nýtt og ganga í alvöru úr skugga um hvort ekki sé arðbært að stofna stærsta þjóðgarð í Evrópu á há- lendi íslands. ÖU þessi barátta snýst um viðhorf okkar til fósturjarðarinn- ar eða móður Jarðar. Nú er orrustan um Eyjabakka, afstöðu íslenskra stjómvalda tU Kyoto-bókunarinnar og framtíð lífríkis Mývatns. Orrustunni lýkur ekki fyrr en stjómvöld hætta að ögra þjóðinni með því að eyðileggja náttúrugersemar og spiUa vistkerfum landsins. Og þegar öUu er á botninn hvolft snúast stjórnmál um jákvæðar breytingar og hugrekkið tU að skipta um skoðun." -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.