Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 35
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000 43*» %imm Brekkurnar þurfa ekki að vera erfiðar :: líítrfW" ^TrÍmm fe/. Húsbréf Útdráttur húsbréfa ínu neTur rario rram utarattur nusoreta í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 25. útdráttur 4. flokki 1994 - 18. útdráttur 2. flokki 1995 - 16. útdráttur 1. flokki 1998 - 7. útdráttur 2. flokki 1998 - 7. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 2000. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess Liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóói, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 Skokkarar landsins bíða spenntir eftir birtingu hlaupadagskrár ársins svo skipuleggja megi þær keppnis- greinar sem ætlunin er að taka þátt í. Hún er væntanleg fljótlega en á meðan beðið er gæti verið gagnlegt að rýna í helstu maraþonhlaupin er- lendis á nýbyrjuðu ári. íslenskir skokk- arar eru famir í vax- andi mæli farnir Aö sögn kunnugra er þaö merkileg lífsreynsla aö taka þátt í fjöl- mennu maraþonhlaupi í einhverjum af stórborgum heimsins. að sækja í borgarhlaup er- lendis og láta jafnvel eftir sér að fara í fleiri en eitt á hverju ári. Að sögn kunn- ugra er það merkileg lífs- reynsla að taka þátt í fjöl- mennu maraþonhlaupi í einhverjum af stórborgum heims- ins. Hér á eftir fylgir listi yfir dag- setningar helstu borgarhlaupa heimsins á líðandi ári: Þess má geta til viðbótar þessari upptalningu að Mývatnsmaraþon er dagsett 23. júní í ár. -ÍS Tyggjó er megrandi Þeir sem sífellt eru jórtrandi tyggjó verða oft fyrir háðsglósum annarra sem finnst þannig iðja vera alger tímasóun. En nýjustu rannsóknir benda til þess að nota megi tyggjó sem megrunaraðferð. í desembermánuði síðastliðnum voru birtar niðurstöður úr rann- sókn sem gerð var á veguni hins virta tímarits, New England Jo- urncd of Medicine. Niðurstöður þeirrar könnunar voru á þá leið að sá sem jórtrar tyggigúmmí brennir töluverðum fjölda af kaloríum við þá iðju. Ef miðað er við jórtur í eina klukkustund þá eyðir viðkomandi að jafnaði 8 kaloríum á þeim tíma. Þeir sem eru duglegir við jórtur tyggigúmmfs geta því brennt alft að 90 kaloríum við þá iðju eina ef um 8 klukkustundum er varið í það á hverri dagstund. -ÍS Staður Stund Möltu-maraþon febrúar Los Anqeles-maraþon 5. mars Maui (Hawaii)-maraþon 19. mars Barcelona-maraþon 19. mars Lundúnamaraþon 6. apríl Parísarmarabon 9. apríl Nashville-marabon 29. apríl Rotterdam-maraþon apríl Boston-maraþon 17. apríl Kínamúrsmaraþon maí Stokkhólmsmaraþon 3. júní Manitoba-maraþon 18. júní San Francisco-marabon 9. iúlí Nova Scotia-maraþon 23. iúlt Helsinki-marabon 14. áqúst Berlínarmaraþon september Hróa hattar-marabon 26. september Toronto-maraþon 15. október Chicaqo-maraþon 22. október Aþenumaraþon 5. nóvember Flestir skokkarar kannast við þá þreytu- og vonleysistiifinningu sem heltekur skrokkinn þegar hlaupið er upp erfiðar brekkur. Fyrir suma er það nær óleysanlegt vandamál og margir hafa tilhneig- ingu til þess að hlaupa aðeins á jafnsléttu. Engin ástæða er þó til þess að örvænta. Með skynsemi og markvissri æfingu er nánast hægt að eyða þessu vandamáli og brekkurnar verða nánast aukaat- riði 1 hugum skokkafa ef rétt er á málum tekið - hvort sem hlaupið er upp eða niður í móti. Lausnin felst að mestu leyti í að viðhalda hlaupataktinum. Margir skokkarar streða mikið við að við- halda hraðanum í meginatriðum þegar hlaupið er upp í móti. Þó að það geti gengið einhvern afmark- aðan tima kemur það í flestum til- fellum niður á viðkomandi á síð- ari stigum hlaupsins. Þeir sem kunna að takast á við brekkurnar þekkja þetta ferli. Þeir eru ekkert Umsjón Isak Örn Sigurðsson að stressa sig á því þegar aðrir eru að fara fram úr þeim í brekkun- um. Þeir vita sem er að þeir munu komast fram úr þeim á síðari stig- um hlaupsins. Skokkarar ættu í raun að líta já- kvæðum augum á mishæðirnar því brekkur eru tilvaldar til að kenna réttan hlaupatakt sem er einn mikilvægasti þátturinn i ár- angri hvers hlaupara. Ef brekkun- um er leyft að eyðileggja taktinn er ekki von á góðu. Þeir sem vemda hlaupataktinn í brekkun- um eru yfirleitt þeir sömu og eiga nóg eftir í endasprettinn í lok hlaupanna. **** Z&r ' 1 'V . RÍ r. « Erlend hlaupadagskrá: Borgarhlaup er ævintýri Skokkarar ættu í raun aö líta jákvæöum augum á mishæöirnar því brekkur eru tilvaldar til aö kenna réttan hlaupatakt sem er einn mikilvægasti þátturinn í ár- angri hvers hlaupara. Ondunin er mikilvæg Hvort sem hlaupið er upp eða niður í móti er mikilvægt að reyna að viðhalda sömu öndun- inni og gert er á jafnsléttu. Reynið að forðast að hafa áhyggjur af því þó að hraðinn detti niður í brekk- unum. Styttið skrefin eftir því sem brattinn eykst og lengið þau aftur ef brattinn minnkar. Það er allt í lagi að taka „barnaskref ‘ ef bratt- inn er mikill. Lyftið fótum eins lít- ið frá jörðu og hægt er að komast af með. Hlaupatakturinn á alltaf að vera sá sami og áreynslan nokkum veginn sú sama í brekk- unum og á jafnsléttu. Ef öndunin verður hraðari táknar það að of hratt er hlaupið eða fótunum lyft óþarflega mikið frá jörðu. Mikilvægt er að reyna að hlaupa nokkurn veginn uppréttur, svipað og gert er á jafnsléttu. Það hefur þreytandi áhrif að halla sér fram þegar hlaupið er upp í móti og að sama skapi ef menn halla sér mikið aftur þegar hlaupið er niður í móti. Að auki má búast við verkjum í mjóhrygg og fótum ef skrokkurinn er ekki í nokkum - veginn lóðréttri stöðu. Ef skokkar- ar verða varir við verki í mjóbaki á uppleið er oftast því um að kenna að menn halli sér of mikið fram. Ef menn hins vegar fmna fyrir eymslum í öxlum eða had- leggjum á uppleið má líklega bæta úr því með því að sveifla höndun- um minna og halda þeim nær lík- amanum. Á sama hátt má yflrlett rekja bakverki á niðurleið til þess að menn hall sér of mikið aftur. Ef menn tapa hlaupataktinum á nið- ’ urleið er það yfirleitt vegna þess að of hratt er farið. Mikilvægt er að hafa ekki áhyggjur af tapi meðalhraðans þegar glímt er við brekkurnar. Staðreyndin er sú að hann eykst frekar en minnkar ef farið er að þessum ráðleggingum. Þaö geta menn aðeins reynt með þvi að prófa þessar aðferðir á sjálfum sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.