Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2000, Page 47
LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2000
55
Leigáflstjórarbaðisigoftar
Ferðamálastjórinn í Dublin heíur
sent frá sér yflrlýsingu þar sem
hann hvetur leigubílstjóra borgar-
innar til að baöa sig oftar og fara í
hrein föt. Að sögn ferðamálastjórans
hafa fjölmargir erlendir ferðamenn
kvartað undan því að leigubílar séu
subbulegir og að bílstjóramir lykti
illa.
Þá hefur ferðamálastjórinn lagt til
að leigubílstjórar gangist eftirleiðis
undir eftirlit þar sem bæði bilar og
menn eru skoðaðir hátt og lágt. Að-
eins þannig muni takast að gera
ieigubílakerfi borgarinnar boðlegt
ferðamönnum sem og borgarbúum.
Metaðsókn
Hinni umdeildu myhdlistarsýn-
ingu, Sensation, lauk nýverið í
Brooklyn-lista-
safninu í
Bandarikjun-
um. Aldrei
áður hefur
myndlistarsýn-
ing i safninu
hlotið jafn-
mikla umflöll-
un i fjöliniðlum
og má helst
þakka það
borgarstjóra
New York, Rudolph Guiliani, sem
upphóf deilur við safnið. Það sem fór
helst fyrir bijóstið á borgarstjóran-
um var myndverk af Maríu mey sem
var skreytt filaskít og hótaði hann að
afhema alla styrki til safhsins. Svo
fór ekki því Guiliani sá að málstaö-
urinn var slæmur og vinsældir sýn-
ingarinnar jukust með hverjum deg-
inum. Við lokun sýningarinnar var
ljóst aö 170.000 manns höfðu skoðað
hana sem er sögulegt met í safninu.
Snjóleysi á Nýja-Englandi
Snjóvélar eru keyrðar daginn út
!og inn á Nýja-Englandi í Bandaríkj-
unum þessa dagana. Þar hefur snjó-
leysi háð
mjög allri
Iskíðaiðkan
en svæðið
er frægt
fyrir hin
| bestu
skiðalönd.
Menn
spyija sig
hvað sé að
gerast þeg-
, ar skíða-
brekkur
eru snjólausar í janúar en á sama
j tima séu margir golfvellir enn opnir.
Svartnætti blasir við, segir ferða-
Íþjónustufólk, ef hann fer ekki snjóa
á næstunni. í ríkinu Maine hafa til
að mynda ekki verið fleiri dagar
samfleytt án snjókomu síöan skrán-
ing hófst árið 1881. Þar hefur ekki
snjóað síðan 16. mars á síðasta ári,
eða í um 300 daga.
Skosku hálöndin voru viðkomustaöur belgíska feröamannsins sem tók
stein úr fornri gröf. Steinninn reyndist hinn mesti óhappasteinn.
Belgískur ferðamaður stelur steini:
Skoski steinninn reyndist óheillagripur
Belgískur ferðamaður, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, sendi á
dögunum böggul til skoska ferða-
málaráðsins. í pakkanum var
tveggja kílóa steinn sem starfsmenn
ferðamálaráðsins vissu í fyrstu ekk-
ert hvað þeir ættu að gera við. En
skýringin var ekki langt undan því
í bréfi sem ferðamaðurinn skrifaði
kom fram að hann hefði gripið
hnullunginn þegar hann var á ferð
um skosku hálöndin.
Hann kvaðst hafa tekið steininn
úr gröf sem talin er 2000 ára gömul
og jafnframt ein sú elsta á Skotlandi
og haft með sér heim. Ekki hefði
viljað betur til en svo að þegar
steinninn var kominn á arinhilluna
hefðu óhöppin tekið að dynja á fjöl-
skyldunni. Dóttirin á heimilinu
hefði fótbrotnað, hann sjálfur misst
vinnuna og eiginkonan veikst. öll
spjót beindust að steininum en
manninum datt ekki í hug að henda
honum heldur taldi mikilvægt að
hann kæmist aftur á sinn stað. Það
ætlar skoska ferðamálaráðið að
annast og verður steinninn kominn
í gröflna innan tiðar.
-Reuter
Árþúsundaferð Ferðafálags íslands:
Þorrablót í tunglmyrkva
Ferðafélag íslands efnir til árþús-
undaferðar í Þórsmörk þann 21. janúar
næstkomandi. Ferðin er um margt
spennandi og kannski ekki síst fyrir
þær sakir að farið verður á fullu tungli
í upphafi þorra. Að sögn Kristjáns
Baldurssonar hjá Ferðafélaginu verð-
ur þorri blótaður eftir hentugleikum.
„Við leggjum upp á fóstudagskvöldi en
eins og alltaf á þessum árstíma höfum
við varann á þvi færð getur verið erf-
ið. Sá möguleiki er fyrir hendi að gista
þurfi í byggð undir Eyjafjöllum fyrri
nóttina og þá reynt að komast inn eft-
ir snemma á laugardagsmorguninn."
Aðfaranótt laugardagsins verður al-
myrkvi á tungli og vonandi að ferða-
langar fái heiðskírt veður. Skuggi tek-
ur að færast yfir tunglið um tvöleytið
um nóttina en myrkvans fer ekki að
gæta að ráði fyrr en klukkutima síðar.
Gist verður samkvæmt venju í
Skagfjörðsskála og segir Kristján að
laugardeginum verði varið í göngu-
ferðir eftir því sem færð og veður
leyfa. Um kvöldið er hugmyndin sú að
Blysför og tunglmyrkvi er meöal
þess sem farþegar Ferðafélagsins
munu eiga von á í Þórsmörk um
aöra helgi.
ferðafélagar komi sér upp sameigin-
legu þorrahlaðborði og mun ferðafélag-
ið leggja til rófustöppuna. Að kvöld-
verði loknum verður mannskapurinn
síðan driflnn í blysfór um Langadal. Á
sunnudeginum er fyrirhuguð létt
morgunganga áður en haldið verður
heimleiðis. Nánari upplýsingar fást
hjá Ferðafélaginu.
Sn
f' /(/xijöíjmmi í/ c/acj
a husgognum
Eæll ffi ft |L,J| P !|gg
föstudag 14. jan., kl. 10-18, og
laugard. 15.jan.,kl. 10-17.
Lítillega útlitsgallað og fleira.
Selt með miklum afslætti.
lusgogn
Bæjarhrauni 12 Hf. * Sími 565 1234
Str
c|
$
Fjölbreytt
úrvai
léttosta!
Kotasæla
Lágt fituinnihald ogfáar hitaeiningar!
Hrein, mecf ananaskurli eða með eplum
og vanillu. Sígild á brauð, hrökkbrauð
og kex, í salöt eða ofnrétti.
Létt-Brie
Sannkallaður veisluostur.
Léttur og góður með brauði, kexi
ogferskum ávöxtum.
ÍSLENSKIR W
OSTAR,
www.ostur.is
nejuruu prujuu
ostateninga í salatið?
Þú gctur notað hvort sem er 11% eða 17%
Gouda til að búa til salat sem erfullkomin,
létt máltíð. Einnigfæst sérstakur Salatostur
tilbúinn í litlum teningum.
LéttOstur
Hreinn, með grænmeti eða með sjávarréttum.
Frábært tríó á léttu nótunum.
Smurostamir eru þægilegt, bragðgott
álegg og líka spennandi í ofnrétti og sósur,
t.d. meðfiski, pasta eða greenmeti.
Kotasæla með hvíthmk.
Bragðmikil
ogfitulítil freisting!
LéttOstur
í 20 g pakkningum.
Handhægur og fitulitill.