Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 JLlV Hfrenning Mikill kraftur Þau sungu Óöinn til gleöinnar: Finnur Bjarnason, Ólöf Kolbrún Haröardóttir og Ingveld- ur Ýr Jónsdóttir. Myndin er tekin á æfingu. DV-mynd Hilmar Þór Níunda sinfónía Beet- hovens þótti framúr- stefnuleg lengi vel. Margir voru á því að hún væri allt of hávaðasöm, hljóm- amir ómstríðir og laglín- umar kjánalegar. Ein- hverjum fannst stefið fræga i Qórða kaflanum minna sig á lagið Yankee Doodle, en engum dettur slík samlíking í hug i dag, enda er níunda sinfónían eitt merkasta og stór- brotnasta verk tónbók- menntanna. Á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands í gærkvöldi mátti heyra þessa miklu tón- smíð ásamt fyrstu sinfón- íu Beethovens, en hún er ópus 21 og er í C dúr. Stjómandi hljómsveitar- innar var Rico Saccani. Fyrsta sinfónían er eins ólik þeirri níundu og hugsast getur. Hún er undir miklum áhrifum frá Haydn og er formfost og stílhrein í alla staði, þó krafturinn sé ávallt til staðar. Þetta er svipmikið verk sem einkennist af lífsgleði og lýrískri heiðríkju en heppnaðist ekki sem skyldi í flutningi hljómsveitarinnar. Bæði var að fiðlurnar voru ekki alltaf hreinar og svo var hljómsveitin hér og þar ekki samtaka. Túlk- un Ricos Saccanis var þó vel mótuð en dálítið einhæf. Of mikil áhersla var lögð á að hafa tón- listina kraftmikla á kostnað mýkri hliðanna og því komu andstæður verksins ekki nægilega vel fram. í níundu sinfóniunni eru fjórir einsöngvarar og kór. Söngvaramir koma ekki fram fyrr en í fjórða og síðasta þættinum en hinir þrír kaflarn- ir eru þrungnir dramatískum andstæðum þar Tónlist Jónas Sen sem átökin eru stundum gífurleg. Fjórði kaflinn er hins vegar hamslaus gleði og er þá sunginn Óðurinn til gleðinnar eftir Friedrich Schiller. Það var Kór íslensku óperunnar sem söng með hljómsveitinni en einsöngvarar voru Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Finnur Bjarna- son og Guðjón Óskarsson. Líkt og í fyrstu sinfóníunni var of- uráhersla lögð á kraftinn og snerpuna en lýríkin, sem er aldrei langt undan og nær há- punktinum í hinum hæga þriðja kafla, var hins vegar flöt og vantaði innileika. Sömuleið- is skorti dulúðina í veikustu hlutum verksins, trúlega vegna þess að þar var of sterkt leikið. Heildaráhrifin vora þvi dálítið einhæf og ristu ekki djúpt. Tæknilega lék þó hljómsveitin vel, hún var fullkomlega sam- taka og spilaöi hreint og örugg- lega allan tímann. Einsöngvararnir áttu sumir góða spretti, Ólöf Kolbrún Harðardóttir gerði margt fal- lega og sama má segja um Ing- veldi Ýr, þó ekki hafi mikið heyrst í henni. Guðjón Óskars- son bassi stóð sig einnig með miklum ágætum þó örlitill taugaóstyrkur gerði vart við sig. En Finnur Bjamason olli vonbrigðum. Eins og kunnugt er var hann baríton lengi vel en var hækkaður í tign nýverið og syngur nú tenór. Sólóið hans í sinfóníunni er áhrifamesta augnablik verksins og á að vera kraftmikið, upptendrað og hetjulegt. Þannig var það ekki á tónleikunum í gærkvöldi heldur þvert á móti loðið og flatneskjulegt og náði ekki yfir hljómsveitina. Finnur er óneitan- lega bæði músíkalskur og hæfileikaríkur og hef- ur oft sungið undravel en þama var hann ein- faldlega ekki á réttri hillu. Kór íslensku óper- unnar var hins vegar þéttur og kraftmikill og sleppti sér gersamlega í algleymiskenndum loka- hnykknum. Það dugði þó ekki til að lyfta þessari túlkun á sinfóníu Beethovens upp úr meðal- mennskunni. Óperustjörnurnar ungu meö leikstjóra sínum og undirleikaranum og kraftaverkamanninum Claudio Rizzi. DV-mynd JAK Stjörnur framtíðarinnar Tónlistarhús og Ríkisútvarp Á aðalfundi Bandalags íslenskra lista- manna, sem var haldinn 8. janúar, voru samþykktar þrjár ályktanir um menningar- leg þjóðþrifamál. Varðar ein þeirra tónlist- arhúsiö stóra sem BÍL telur knýjandi þörf á að rísi sem fyrst. Skorar Bandalagið á alla ráðamenn þjóðarinnar að standa saman um að hraða framkvæmdum. Aðalfundurinn biður einnig mennta- málaráðherra og sveitarstjórnir að veita verkefninu „Tónlist fyrir alla“ nauðsynlegt fjármagn til að geta staðið undir nafni og náð til allra kjördæma landsins. Til verk- efnisins var stofnað fyrir þjóðargjöf Norð- manna til að veita fræðslu og menningu til allra skólabarna landsins en enn eru þeir sem íjærst búa höfuðborginni á biðlista. Loks telur aðalfundurinn brýnt að hrað- að verði afgreiðslu nýrra útvarpslaga sem tryggi framtíö hljóðvarps og sjónvarps í eigu allra landsmanna. Helsta hlutverk Ríkisútvarpsins er að efla menningarlífið í landinu og um leið íslenska tungu. Vill BÍL minna á nauðsyn þess að auka vægi inn- lendrar dagskrárgeröar og að listrænt efni skipi þar miklu meiri og verðugri sess en nú er. Tvö ný félög atvinnulistamanna voru tekin inn í BlL á fundinum, Félag tón- skálda og textahöfunda og Félag leikmynda- og búningahöfunda. Þá em aðildarfélög BÍL orðin 13 talsins. Ný lög félagsins vora samþykkt og meðal helstu breytinga er að nú er skipuð fimm manna starfsstjóm í stað þess að áður áttu fulltrúar allra aðildarfélaga fulltrúa í stjórn. Em svo stórar stjórnir einfaldlega óstarf- hæfar að mati formanns, Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu. Félagið hefur aðsetur sitt á Laugavegi 24 í húsnæði sem félagið er nú lögformlegur eigandi að eftir áralanga tog- streitu um eignarhald, en söguna af þeirri togstreitu sagði Tinna í skemmtilegri ræðu á fundinum. Föngulegi hópurinn á myndinni tók þátt í sýningu Nemendaóperu Söngskólans í Reykjavík um síðustu helgi undir stjóm Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Þau kölluðu hana Rauða tjaldið - óperuslettur úr ýmsum áttum - og fluttu atriði um ást og afbrýði úr mörgum þekktum og lítt þekktum óperum með knallrautt tjald í bakgrunni. Sýningin virtist kaótísk en var reyndar þrælskipu- lögð flétta af atriðum sem fyrst voru leikin í íslenskri þýðingu og síðan - oft nokkrum atriðum seinna - sungin á frummálinu, itölsku eða þýsku. Áhorfendur fengu því að heyra hvert atriði tvisvar sem var prýði- legt til skilnings. Þó var eitt atriði, úr Kátu konunum frá Windsor eftir Karl Otto Ehrenfried Nicolai, aðeins sungið. Þegar kátu konurnar tvær, prýðilega sungnar á þýsku af Kristveigu Sigurðardóttur og Nönnu Mar- íu Cortes, ætluðu að leika atriðið sitt á íslensku seint í sýningunni var þeim vinsamlegast sagt að pilla sig af sviðinu, það væri enginn tími til að endurtaka at- riðið þeirra. Þetta fannst þeim að vonum hart; eink- um þótti Nönnu Maríu illa með sig farið, sjálfa dótt- ur skólastjórans, eins og hún tilkynnti hástöfum og hótaði að segja sig úr þessum ömurlega skóla undir eins! Þetta er gott dæmi um dillandi stemninguna á sýn- ingunni sem var öll ótrúlega frísk, fjörug og fagmann- leg, því meðal þessa unga fólks em fantagóð söngv- araefni. Var helst til baga aö svo lágt er til lofts í tón- leikasal Söngskólans að raddimar nutu sín illa þegar hæst lét. Þau sem snurtu mig dýpst þetta sunnudags- kvöld voru Kristín R. Sigurðardóttir sem söng Mímí í La Bohéme Puccinis af næmri tilfinningu, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sem sópaði að í hlutverki greifynj- unnar í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Hafsteinn Þórólfsson sem söng Colas galdramann í æskuverki Mozarts, Bastiano e Bastiana með töfrandi húmor (meðan hann klóraði kisunum sínum undir kverk- inni!) og Sigurlaug Jóna Hannesdóttir og Þóra S. Guð- mannsdóttir sem vom æðislegar í hlutverkum systr- anna Karólínu og Elisettu í Leynibrúðkaupinu eftir Domenico Cimarosa. Það er mikill keppnisandi milli þeirra systra og til að ítreka það frekar voru þær dubbaðar upp í hnefaleikahanska, handklæði hengt um hálsinn á þeim og svo slógust þær undir aríunni! Þetta var yndislegt kvöld og þakkarvert að gefa áheyrendum tækifæri til að fylgjast með þegar stjörn- urnar kvikna. -SA JL Tinna Gunn- laugsdóttir. Myndlistarsýning á Stóra sviði Borgarleik- hússins Djöflamir eftir Dostojevskí, í leikgerð Alexei Borodín, verða frumsýndir hjá Leikfélagi Reykja- víkur í kvöld, og á sunnudaginn milli klukkan 14 og 16 verður hald- in myndlistarsýning inni í leik- myndinni á Stóra sviði Borgarleik- hússins. Þar ætlar Stanislav Bene- diktov, leikmynda- og búninga- hönnuður Djöflanna, að sýna teikningar sínar að leikmyndinni og tala um vinnu sína, og verður gestum boðið að stíga á sviðið og skoða leikmyndina og önnur verk Benediktovs í návígi. Húsið verður opnað kl. 14 og listamaðurinn heldur tölu sína kl. 15. Öllum er heimill ókeypis að- ; gangur. Óður steinsins Á mánudagskvöldið kl 20.30 verða óvenjulegir tónleikar í Saln- um í Tónlistarhúsi Kópavogs und- ir heitinu Óður steinsins. Fyrir all- mörgum árum kom út bók með litríkum sneiðmyndum af ís- lenskum steinum eftir Ágúst Jónsson. Skáldið * Kristján Einarsson frá Djúpa- læk hafði ort kvæði fyrir áhrif þessara mynda sem hann nefndi „Óð steinsins" og var birt með myndunum. Myndimar eru þrjátíu talsins og kvæðið þrjá- tíu erindi. Fyrir nokkrum árum samdi Atli Heimir Sveinsson tón- skáld jafnmörg píanóstykki og er verkið þrefalt eða þríeitt sem flutt verður á mánudagskvöldið. Arnar Jónsson leikari les Ijóð Kristjáns og Jónas Ingimundarson leikur tónamyndir Atla Heimis um leið og myndir Ágústar Jónssonar eru sýndar á stóru sýningartjaldi. í tengslum við tónleikana stend- ur Náttúrufræðistofa Kópavogs fyrir sýningu í anddyri Salarins á völdum steinum úr safni Náttúru- fræðistofu, til dæmis draugastein- um, bergkristöllum og japisum. Frumskógadýrið Hugo Sýningar á norrænum kvik- myndum fyrir böm hefjast aftur í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 14 með sýningu á stórskemmti- legu dönsku teiknimyndinni um frumskógadýrið Hugo. Hugo er lítið og elskulegt frum- skógadýr, sem lendir í klóm vondu leikkonunnar Izabellu. Hún ætlar að nota hann í næstu stórmynd sinni „Fegurðardísin og gæludýr- ið“. Hugo tekst að sleppa - en þá byrjar ævintýrið!! Myndin er með dönsku tali og sýningartíminn er 71 mín. Að- gangur er ókeypis. Takið með ykk- ur heim bækling með upplýsing- um um kvikmyndasýningarnar sem fæst líka ókeypis í Norræna húsinu. Kaffi á rás 1 Við minnum á að leikritið Kaffi eftir Bjarna Jónsson, sem tilnefnt er til Leikskáldaverðiauna Norð- urlanda verður flutt á rás 1 á morgun kl. 14.30. Þetta er ekki upptaka á sýningu Þjóðleikhússins heldur hefur Kristín Jóhannesdóttir búið leikritiö sérstaklega til flutnings í útvarp og hún leikstýrir því líka. Leikendur eru Steindór Hjör- leifsson, Baldur Trausti Hreins- son, Hjalti Rögnvaldsson, Hanna María Karlsdóttir, Marta Nordal, Þorsteinn Bachmann og Egill Ólafsson. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.