Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR2 Fréttir Stuttar fréti Jórunn Sörensen fékk streptókokka í blóðið og þeir höfðu af henni nýru og tær: Heppin að halda fótum og höndum - lifði með naumindum og bíður eftir nýju nýra „Þetta er nú ekkert merkilegt því fólk er alltaf aö veikjast og slasast," segir Jórunn Sörensen kennari, sem fékk streptókokka- sýkingu í blóðið og fárveiktist þannig að lífi hennar varð aðeins bjargað með heppni, baráttu læknaliðs og vegna hennar eigin hreysti. „Ég var dálítið slöpp einn dag- inn og varö alltaf veikari og veik- ari þar til ég var skyndilega við dauðans dyr. Það var fyrir tilviljun og heppni að það var hringt í lækni og hann sendi mig beint upp á Landsspítala," segir Jónmn en hún veiktist i mars 1998. Jórunn var sett á geysisterkan bakteríudrepandi lyfjakúr og í önd- unarvél þar sem henni var haldið sofandi í hálfan mánuð. Ásamt hjúkrunarfólkinu barðist hún tví- sýnni baráttu fyrir lífi sínu næstu sólarhringana og átökin soguðu úr henni allan mátt. Fjölskyldan fylgdist skelfd með framvindunni. Tveggja sólarhringa maraþonhlaup Álagið á líkama Jórunnar var óg- urlegt. „Ég tók allt út sem ég átti í heilsu- bankanum. Dóttur minni var sagt að fyrstu tvo sólarhringana hefði hjartað í mér hamast eins og ég væri í maraþonhlaupi og næstu sól- arhringana eins og í fjallgöngu. En hjartað þoldi þetta því þó ég sé orð- in miðaldra kona var ég mjög hraust enda geysilega mikil útivist- armanneskja; var alltaf hlaupandi, hjólandi og gangandi á fjöll," segir Jórunn sem er farin að hjóla lítil- lega að nýju. „En hitt er fariö og kemur ekki meir. Það er afgreitt tímabil í lífinu að ganga í óbyggðum með bakpokann,“ segir hún. Miklar skemmdir urðu á líkama Jórunnar vegna blóðskorts á meðan ráðið var niðurlögum bakteríunnar. Lifrin og nýrun hættu að starfa og hún missti framan af átta tám. „Ég var í raun mjög heppin að halda fótum og höndum," segir hún. En þegar mest kreppti að lét hjartað heilann ganga fyrir um blóðstreymi og Jórunn var enn á sínum stað þegar hún var vakin. Jórunn Sörensen. „Þótt maöur þurfi aö gefa sér tíma til aö syrgja þaö sem maöur missir þarf maöur aö halda áfram því nýja lífi sem maður hefur fengiö.“ Ólýsanlega sárt „Ég var mjög heppin að halda vitinu en það vissi engin hvemig ég yrði þegar ég væri vakin; hvaða mamma yrði það sem birtist og hvaða eiginkona? En ég þekkti alla strax og þá voru allir mjög fegnir að sjá að það var eitthvaö eftir af mér,“ segir Jórunn. Jórunn var áfram í hálfan mán- uð í öndunarvélinni eftir að hún var vakin en fór þá á almenna deild þar sem hún var í tvo mán- uði að safna kröftum. „Ég var á morflni í margar vikur því fætum- ir voru svo skemmdir að það var ólýsanlega sárt,“ rifjar hún upp. Eftir þrjá mánuði yfirgaf Jórunn Landspítalann en hún heimsækir nýmadeildina enn reglulega enda em bæði ným hennar ónýt en lifr- in jafnaði sig hins vegar. Hún er því á biðlista eftir nýju nýra. „Ég geng alltaf með boðtæki og bíð eft- ir kallinu," segir hún bjartsýn. Frábært starfslið Jórunn er kennari hjá Náms- flokkunum og víðar og fór að vinna um leið og hún gat staðið í fætuma eftir veikindin. „Ég verö ævinlega þakklát skólastjóra Námsflokkanna að lofa mér að koma strax aftur. Vinnan hjálpar manni mikiö að verða maður sjálf- ur og að halda höfði. Þótt maður þurfi að gefa sér tíma til aö syrgja það sem maður missir þarf maður að halda áfram því nýja lífi sem maður hefur fengið,“ segir hún. Enginn veit hvemig Jórunn fékk streptókokka í blóðrásina en slíkt er mjög sjaldgæft. „Ég var ekki með hálsbólgu þannig að það var ekki vitað hvemig ég smitaðist. Það gæti hafa verið í gegn um rispu á fmgri. Þetta er eins og hvert annað slys, en ég vann í happdrættinu; ég lifði af. Ég er trúlaus og hef verið spurð hvort það hafi ekki breyst en það breyttist auðvitað ekkert. Minn bati er fyrst og fremst að þakka frábæru starfsliöi á Landspítalan- um og þeim vísindum og tækni og mannlegri umhyggju sem það býr yfír,“ segir Jórunn. -GAR Foreldrar barna í Tónlistarskóla Garöabæjar gengu af fundi bæjarstjórnar í gær þegar Ijóst var aö ákvöröun um ráðn- ingu Agnesar Löve stæöi. Foreldrarnir púuöu á bæjarstjórnarmenn þegar þeir luku máli sínu. DV-mynd Pjetur Bæjarstjórn Garðabæjar stendur við ákvörðun um ráðningu Agnesar Löve: Púað á bæjarstjórnarmenn - geymt en ekki gleymt, það koma kosningar eftir tvö ár, segir Kristín S. Kvaran „Þeir líta svo á að málinu sé lokið og sögðust vona að nú fengist friður um þetta. Þetta er hins vegar geymt en ekki gleymt, það koma kosningar eftir tvö ár og ég er viss um að fólk verði ekki búiö að gleyma þessu,“ segir Kristín S. Kvaran, talsmaður hóps for- eldra bama í tónlistarskólanum í Garðabæ sem mótmælt hefur ráðn- ingu Agnesar Löve í starf skólastjóra. Bæjarstjóm Garðabæjar fundaöi um málið í gær og var niðurstaða hennar sú að Agnes gegndi áfram starfmu. Foreldrar fjölmenntu á fundinn og vora ósáttir með málsmeðferðina. M.a. var púað á bæjarstjórnarmenn og þurfti fúndarstjóri að biðja fólk að sýna stillingu, ellegar yrði salurinn rýmdur. Þegar umfjöllun um málið var lokið gengu foreldramir af fúndi. „Það var engin niðurstaða því þeir tóku þetta ekkert fyrir. Þeir ætla sér greinilega algerlega að valta yfir það að þessar undirskriftir bárust og ætla ekki að taka neitt tillit til þess. Þeir fiölluðu um fúndargerðir bæjarstjóm- ar, bæjarráðs og skólanefndar og minntust ekki einu orði á undirskrift- irnar og ekki að foreldrum hefði verið send þessi gamla fréttatilkynning sem svar við undirskriftunum," segir Krist- ín en foreldramir höfðu safnað 190 undirskriftum í Garðabæ tU að mót- mæla ráðningunni. Náöi ekki aö skapa sér rétt orö- spor á 16 ára starfsferli Einar Sveinbjömsson bæjarfuUtrúi tók tU máls og benti á hvort deUur þessar gæfu ekki tUefni tU að íhuga einkavæðingu skólans. Fannst foreldr- um sem Einar hefði gert í því að drepa málinu á dreif. Erling Ásgeirsson, for- seti bæjarstjómar, benti í máli sinu á að skipaður hefði verið viðræðuhópur um mat á umsækjendum i stöðuna. Niðurstaða hópsins var að valið yrði mUli þriggja einstaklinga, þ. á m. Smára Ólasonar yfirkennara og Agnes- ar Löve. Erling sagði að Smári ætti að baki farsælan 16 ára starfsferU hjá skólanum en hefði þó á þeim tima ekki skapað sér það orðspor að hann ætti stöðuna skUda. Smári hefði þó haft for- skot á aðra umsækjendur í að kynna sig. Hann benti á að bæjarstjóm hefði samþykkt ráðnmgu Agnesar sam- hljóða og væri það m.a. vegna þess orð- spors sem hún hefði skapað sér sem skólastjóri tónlistarskólans á Hvols- veUi. Gætum átt eitthvaö uppi í erminni „Það sem meira er og hefur komið fram er að skólinn er byggður fyrir lánsfé og borgaður niður með skóla- gjöldunum. Vissulega greiða þeir kennurunum laun en spumingin er hver á skólann?" segir Kristin S. Kvar- an. „Eiga ekki foreldramir skólann því þeir borga skólagjöldin og borga þar með niður lánin á skólanum. Það er þetta sem fólk er reiöast út af, að það skuli ekki einu sinni vera tekið tUlit tU okkar áskorana." Erling Ásgeirsson, formaður bæjar- ráðs, sagði á fúndinum að nú þegar hefði tekist góð samvinna mUh Agnes- ar Löve og annarra kennara, nemenda og foreldra. Telur þú að þetta sé rétt? „Það hlógu nú allir að þessu. Ég veit ekkert um það en hins vegar fór ég sjálf tU Agnesar, bauð hana velkomna og sagði henni að þetta snerist i raun ekkert um hana persónulega. Þetta snýst um vinnuaðferðir bæjarstjómar. En auðvitað hlýtur að vera erfitt að starfa undir þessum kringumstæðum," Er málinu lokið af ykkar hálfú? „Það er ekki ljóst ennþá því við eigum eftir að funda en við gætum átt eitthvað uppi í erminni," segir Kristín. -hdm Húökic Gríðarleg fiölgun húðkrabbatilfeUum I hann nú algengasta meins meðal beggjs greindi frá. Einar sveit Hreppsnefnd Dalabyggðar hefur ráðið Einar Mathiesen sem nýj- an sveitarstjóra. Einar tekur við starfinu af Stefáni Jónssyni sem sagði upp fyrir áramót. Ei tekið tU starfa. Einelti á vinr í nýlegri könnun, entar gerðu fyrir BA fræði við Háskóla 1 kom fram að á Island takenda sig hafa orð: vinnustað. Stöð 2 sag Dæmdar Hæstiréttur dæm< frystUiúsið hf. á ísai greiða iðnaðarmann vinnuslyss sem han hann hnaut um togvi aranum Bessa Is vc frystUiúsið hf. er dæ stefnanda tæplega vaxta. Dagur greindi Stórfelld sl ToUa- og lögregl saka nú stórfeUd skat ingi bUa frá Þýskalaj bUanna skráði kaup landi og lækkaði þar gjöld bUanna. Vegur um Va Sturla Böövars- son samgönguráð- herra hefur staðfest að nýr vegur yfir SnæfeUsnes verði lagður um Vatna- heiði. Stefnt er að út- boði í mars og að vegurinn verði tUbún Engin skatt; Þjóðin í heUd fék skattalækkun um 4 pi 3 áram því raunlæk marka hefur greitt up ina. Þetta segir hagfr bætir við að þvert á lækkun breytingu á tekjulægri í óhag. Stö Góðaraðs Að mati norsks sí staddur er hér á land við flak E1 GrUlo á bi ar ákjósanlegar og i kostnaður við að losa inu, um 2400 lítra, ' áður var haldið. RÚV Bregða 50 í drögum að nýjui ingi er gott beitUand bændur geti fengið fi Þá er rætt um að b< bændum fyrir að br< með næsta hausti. Stc 70 án ati Nær 70 manns eru < Ólafsfiröi eftir að fisk\ Axels varð gjaldþrota: Forseti bæjarstjómar, asdóttir, segir að ekkei hvað varðar nýja aðiia í Ólafsfirði. Dagur sagi Miklabraut I í samantekt Sjóvár borgarfúUtrúa Sjái kemur fram að Miklat vft er hættulegasti stai Jóhann Páll á ai Eins og fram kom hér í gær hefur Jó- hann PáU Valdi- marsson sagt upp starfi sinu sem út- gáfústjóri Forlagsins hf. og forstöðumað- ur sölu- og markaðs- sviðs Máls og mennim nú tekið við starfi frat Genealogia Islandorui jafnframt útgáfúsfióri gefa mun út bækur markaði. Ranglega va gær aö hann myndi sta vébanda Forlagsins; þ: í eigu Máls og mennin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.