Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 DV nn Ummæli Harðar ráðherrur „Þær viröast staðráðnar í því að sýnast harðir pakkar, ráðherrurn- ar sem fara með fbr- { ræði iðnaðar- og { umhverfismála, nema þær séu í t raun svo linar að þær hafi látið for- sætisráðherra og for- mann Framsóknar pakka sér inn.“ Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur, í DV. Þögn ekki sama og ánægja „Ef forstjóri ÚA heldur að þögn sjómanna sinna um vinnubrögðin í fiskverðssamningum séu sama og ánægja þá þarf hann að gefa sér stund frá hagnaðartölunum og verðbréfaspekúleringunum og skynja veröldina eins og hún er.“ Konráð Alfreðsson, formaður Sjó- mannafélags Eyjafjarðar, í Morg- unblaðinu. Val Byggðastoftiunar „Við eigum aldrei það val að spara okkur pening- ana en þurfúm að velja hvernig þeim \ er varið.“ Kristinn H. Gunnars- son, form. stjórnar Byggðastofnunar, ÍDV. Ekki mjög stuðandi „Jónatan (Garðarsson) nýtur þess raunar að vera ekki mjög stuðandi, á hinn bóginn hafa fundist mammútar í freðmýrum Síberíu sem voru líflegri en hann.“ Katrfn Jakobsdóttir um stjórn- anda Mósaíkur, í Stúdentablað- inu. f Æðafóðrandi matur „Þorramatur er óhollur. Hann er úrgangur. Hann { er næringarlaus og hann inniheldur um leið óþverra. Hann er mjög { hitaeiningahár og L fóðrar æðar mjög vel." i Auður Haralds rít- höfundur, í DV. Lögin frá Brussel „öll íslensk lög koma frá Brussel í dag og eru samin eftir þörfum íbúa á fastalandi álfunnar sem hafa ekki heyrt getið um álfu vorrar yngsta land nema í tengsl- um við sandspymu á Eurosport og Björk á MTV og verða sjóveik- ir þegar talað er um þorskveiðar og bumbult þegar landbúnað ber á góma.“ Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskóla ríkisins: Salt og gróður jarðar DV, Hverageröi: Nýlega var undirritaður samstarfs- samningur á milli Náttúrufræði- stofnunar íslands, Skógræktar ríkis- ins, Mógilsá, og Garðyrkjuskóla rik- isins í Ölfusi. Samningurinn kveður m.a. á um kostun náms eins dokor- snema í garðyrkjufræðum, með sér- stöku tilliti til rannsókna á trjágróðri á seltusvæðum. „Aðdragandinn að samningi þessum er sá að menn hafa verið áhugasamir um að auka rann- sóknir á seltuþoli trjáplantna vegna margra þéttbýlisstaða hérlendis sem búa við seltuákomu, eins og víða við sjávarsíðuna. Með þessum samningi hafa nokkr- ar stofnanir ákveðið að setja metnað sinn og mark hátt. Samningurinn mun efla veg rannsókna og auka þar með sameiginlega þekking- arauð á þessu sviði,“ sagði dr. Sveinn Aðalsteins- son í samtali við DV að lokinni undir- skrift. Sveinn er skólameistari Garðyrkju- skóla ríkis- ins að Reykjum í Ölfusi. Hann lauk doktorsprófi í plöntulífeðlisfræði við háskólann i Lundi og bjó þar og starf- aði í um 13 ár. Sveinn er fæddur og uppalinn í Hveragerði og tók við starfi skóla- meistara Garðyrkjuskólans fyrir rúmu ári. Sveinn segir Garðyrkju- skólann hafa haft vissa forgöngu um aö koma þessu verkefni í þann far- veg sem það er nú í. „Það er nauð- synlegt fyrir Garðyrkjuskól- ann að hlúa að grunnrann- Maður dagsins sóknum þar sem skólinn hyggst bjóða upp á háskóla- kennslu á næst- unni. Garðyrkju- skólinn á t.d. einnig þátt í stofn- un Rannsókna- og fræðaseturs Há- skóla íslands i Hveragerði sem mun einkum starfa á sviði örverufræði og hveralíffræði." Sveinn segir helstu vandamál við seltu vera að lengdarvöxtur sprota minnkar verulega og trén sem við þessi skilyrði búa verða kræklótt eða vaxa ekki. Aðspurður um heppileg- ustu trjátegundir við sjávarsíðuna svaraöi Sveinn að erfitt væri að segja til um á þessu stigi hvaða tré væru heppilegust en markmiðið með þessum rannsóknum væri að finna slík tré. Öspin hefði reynst þokkaleg _______________ en munur virtist vera á milli einstak- linga (klóna). ------------ Sveinn býr í Reykjavik og er kvæntur Helgu Pálmadóttur, M.Ed., sem er sérkenn- ari við Melaskóla. Börn þeirra hjóna eru Bríet, 9 ára, og Kári, 6 ára. Sveinn og fjölskylda hans eru miklir áhugamenn um lífræna ræktun og Sveinn segist gera ýmsar tilraunir heima í garðinum hjá sér. „Við erum ekki eingöngu grænmetisætur en við neytum grænmetis í miklum mæli,“ segir Sveinn. Aðaláhugamál Sveins eru tónlist og ferðalög um landið. „Ég er í Patrolvinafélaginu sem i eru aðdáendur samnefnds jeppa. Við erum a.m.k. tveir í félaginu, ég og Helgi vinur minn, Thorarensen, sem er sérfræðingur í fiskalífeðl- isfræði við Hólaskóla. Auk þess hef ég mjög gaman af því að hlusta á gregorianskan munka- söng - svona í bland við J.J. Cale og aðra ameríska blús- I ara...“ -eh Ballettnámskeið fyrir böm og unglinga Ásdís Magnúsdóttir list- dansari verður á næstu tólf vikum með ballettnámskeið fyrir böm og unglinga. Ánnars vegar er námskeið i húsnæöi Sporthallarinnar í íslandsbankahúsinu við Smiðjuveg alla virka daga---------------------- miiii w. 17 og Námskeið 18 og hms veg-__________________ ar á laugardög- um í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi. Ásdís var dansari ís- Þjóðleikhússins í sjö ár, auk þess að kenna atvinnu- dönsurum. Hún kenndi einnig nemendum Leiklist- arskóla íslands á tveimur námskeiðum. Ásdís á að baki mörg danshlutverk í verkum eins og Tófuskinn- inu, Giselle, Öskubusku og lenska dansflokksins í tutt- ugu ár og var að auki við kennslu hjá Listdansskóla Fröken Júlíu. Mótdansarar- ar hennar hafa meöal ann- ars verið Helgi Tómassson, Per Arthur Segerström, Jean Yves Laurmont og Niklas Ek. Móðurafi Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Miklós Dalmay heldur tónleika í Salnum á sunnudagskvöld. Chopin og Rachmaninoff Á sunnudaginn kemur, 23. janú- ar, kl. 20.30, heldur Mildós Dal- may píanótónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs. Á efnis- skránni eru sex prelúdiur og sónata í b-moll eftir Fryderyk Chopin og tvær prelúdíur i cís- moll og h-moll, auk sónötu i b- moll op. 36 (endurskoðuð útgáfa) eftir Sergei Rachmaninoff. Miklós Dalmay stundaði nám í píanóleik við Bartók Konservator- ium og Franz Liszt Academy of Music í Búdapest. Hann lauk ein- leikaraprófi árið 1987 Tóiileikar Hann hefur_______________ tekið þátt í nokkrum meistara- námskeiðum, m.a. hjá Tamás Vá- sáry, György Sebök og György Cziffra. Hann hóf kennslu i Ung- verjalandi að námi loknu og starf- aöi með einsöngvurum. Miklós hefur hlotið margs kon- ar verðlaun fyrir píanóleik sinn á alþjóðavettvangi, meðal annars: ‘87 Senigallia, Ítalíu, ‘88 Valencia, Spáni, ‘89 Jaen, Spáni, ‘92 Europe- an Piano Competition, Lúxem- borg, Karlsruhe, Strassborg. Hann hefur haldið marga einleikstón- leika í Svíþjóð, Italíu, Frakklandi, Austurríki, Bandaríkjunum og Kanada. Árið 1993 kom út geisla- diskur þar sem hann leikur píanó- verk eftir Beethoven. Bridge Þegar þessar línur eru skrifaðar er 13 umferðum af 19 lokið í Reykja- víkurmótinu í sveitakeppni. Tutt- ugu sveitir taka þátt í þvi en kvóti Reykjavíkur til undankeppni Is- landsmóts er 15 sveitir. Nú þegar eru komnar skýrar línur í stöðu efstu sveita og þrjár stigahæstu sveitir landsins líklegar til að berj- ast um titilinn Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni 2000. Sveit Skeljungs er í forystu með 266 stig, Subaru- sveitin í öðru sætinu með 260 og sveit Samvinnuferða-Landsýnar í þriðja með 243. Sveit Skeljungs náöi góðum 24-6 sigri gegn sveit Subaru i 13. umferð. Líklegt má telja að „dýrasta" spilið hafi þegar litið dagsins ljós í Reykjavíkurmótinu. Sveit Iceclean græddi 21 impa á þessu spili í 13. umferð mótsins. Norður gjafari og NS á hættu: * G3 * 74 * K1043 * ÁKD52 * 52 * G1098652 * Á976 * N ♦ ÁK10976 * - ♦ D2 * G10974 * D84 * ÁKD3 ■f G85 * 863 I opna salnum voru spiluð fjögur hjörtu dobluð í AV sem fór 3 niður - 500 í dálk NS. I lokaða salnum sögðu NS sig af fullmiklum metnaði í 5 lauf sem austur leyfði sér að dobla. Sagnhafi missti gjörsam- lega vald á spil- inu og fór 7 nið- ur á hættunni - 2000 í dálk AV. Þegar sú tala var lögð við 500, var munurinn 21 impi, eða sem samsvarar 5 vinningsstigum í 16 spila leik. Eftir laufopnun norðurs valt árangur AV aðallega á fyrstu sögn austurs. Þeir sem völdu að stökkva beina leið í 4 spaða voru ekki heppnir. Stökk í 3 spaða veldur hins vegar NS miklum vandræðum. Einnig gafst flestum vel að koma ró- lega inn á einum spaða. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.