Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 19 Hætti samstarfi við Whitney Söngkonan Whitney Houston átti að verða baðfatadrottning ársins hjá tískuhúsinu Panos Emporio. En af ótta við aö söng- konan myndi lenda í hneykslis- málum vegna fikniefna hætti for- stjóri tískuhússins við að kaupa þjónustu Whitney. Nú varpar hann öndinni léttar í kjölfar fregna um að 15 grömm af maríjúana hafi fundist í tösku söngkonunnar á Hawaii. „Það hefði ekki veriö gaman að lesa fyrirsagnir um að Panosfyrirsæt- an væri bak við lás og slá,“ segir forstjórinn. Líkur eru þó á að Whitney sleppi við ákæru þar sem yfirvöld á Hawaii leiti ekki upp íbúa meginlandsins vegna smáglæpa. Giftir sig líklega heima í Wales Líklegt þykir að leikkonan Catherine Zeta-Jones og kvikmyndaleikarinn Michael Douglas láti pússa sig saman í Wales á heimaslóðum Catherine, að því er breska vikuritið Now greinir frá. Samkvæmt frásögn blaðsins mun athöfnin fara fram í kirkju nálægt Swansea, heimabæ gráflkjunnar. Catherine hefur áhyggjur af því að amma hennar, sem er 84 ára, komist ekki í brúðkaupið verði það haldið annars staðar. Brúðkaupið á að fara fram á sameiginlegum afmælisdegi Catherine og Michaels, 25. september. Arnold og Sly saman á tjaldið Vöðvabúntin Amold Schwarzenegger og Sylvester Stallone hafa aldrei verið saman á hvíta tjaldinu en íhuga nú að prófa það. Samkvæmt frásögn Hollywood Reporter hittust leik- aramir nýlega til að ræða mögu- leika á samvinnu. Væntanlega yrði rnn hasarmynd að ræða því báðir hafa þeir ofnæmi fyrir róm- antík. Sviðsljós É náttúrulefea! halsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Barbra Streisand leið á tónleikum Söngkonan Barbra Streisand hefur haldið síðustu tónleika sína. Hún er leið á að skoppa og hoppa um sviðið eins og táningur. Fullt hús var er Streisand söng á tónleikum á gamlárskvöld í Las Vegas. Það voru síðustu tónleikamir hennar. „Mér þykir ekki gaman að koma fram. Þetta er eins og aö vera í fegurðarsamkeppni að þeytast um á sviðinu. Ég er eiginlega mjög feimin," segir söngkonan í viðtali við TV Guide. Stundum hefur hún verið svo taugaóstyrk að henni hefur orðið óglatt. Jackson sameinast bræðrum sínum á ný Jacksonbræður eru nú að búa sig undir að sigra heiminn enn einu sinni með nýjum diskódiski. Og í þetta sinn lítur út fyrir að litli bróðir þeirra, Mich- ael Jackson, taki þátt í ævintýrinu. Samkvæmt frásögn Jam Music hefur Michael áhuga á að vera með á sameiningardiskn- um. Hann á að hafa lýst því yfir við ýmis tækifæri að hann sé tilbúinn að vera með að þessu sinni. Talsmaður plötuútgáfunnar Modem Records segir að dymar standi opnar fyrir Michael Jackson. „Hann er með samning við Sony og þess vegna fáum við hann ekki yfir til okkar. En eftir því sem ég veit hefur hann áhuga á að vera með á plötunni." 120 töfllisr immMom : ■ 0] Electrolux • Ryksuga • 1600W • Inndraganleg snúra • Fylgihlutageymsla • Ofnæmissía • Mjög hljóðlát Guccitískuhúsið: Yves Saint-Laurent sýndi þessa gagnsæju blússu og svarta pils á tískuvikunni í París. Símamynd Reuter vegna Týsons Þegar Kryddpían Mel B, eða Mel G, ætlaði að gera innkaup hjá tisku- húsinu Gucci í London nú i vikunni kom hún að lokuðum dyrum. Ástcéða þess að dyrunum hafði ver- ið lokað var sú að hnefaleikakapp- inn Mike Tyson var innandyra. Eins og margar aðrar verslanir frægra hönnuða í London lokar Gucci einnig dyrunum þegar stór stjama stígur inn fyrir til að skoða vaminginn og versla. Það var auð- vitað einnig gert þegar Mike Tyson fékk löngun til þess að gramsa í vamingnum. Þegar Mel B kom akandi í silfur- gráa Benzinum sínum að tískuhús- inu átti hún ekki von á öðru en góðri stundu því eins og margar aðrar konur veitt hún fátt skemmti- legra en að skoða fallegan fatnað. En Kryddpíunni, sem er fastur við- skiptavinur Gucciverslunarinnar, var alls ekki hleypt inn. Ef marka má frásagnir erlendra blaða vom það öryggisverðir Mikes Tysons sem vísuðu henni á brott. Mel B var ekki sátt við aö vera ekki hleypt inn í Gucciverslunina. Símamynd Reuter Frammi fyrir hópi ljósmyndara, fréttamanna og aðdáenda hnefa- leikakappans varð Mel B að sætta sig við að vera ekki nógu stór stjarna til þess aö komast inn í dýrðina. Samkvæmt frásögn blaðsins The Mirror benti Kryddpían á sjálfa sig og spurði verðina hvort þeir vissu ekki hver hún væri. En verðimir, sem stóðu á bak við luktar dyrnar, ypptu bara öxlum. Sjónarvottar sögðu að Mel B heföi verið öskureið. Hún hafl hins vegar tekið sönsum og yfirgefið svæðið án þess að efna til frekara rifrildis. í fréttatilkynningu harmar Gucci- verslunin atvikið og segir að auðvit- að hefði verslunin opnað dyr sínar fyrir Kryddpíunni hefðu starfsmenn tískuhússins vitað að hún hefði staðið við dymar. Ekki fylgdi sögunni hvort Mel B hefur geð í sér til að gera innkaup þama í framtíðinni. Sé hún sæmilega skapheit má gera ráð fyrir að hún bíði svolítið með það. Michael Fox hættir vegna Parkinsonveiki Michael J. Fox hefur nú til- kynnt að hann ætli að hætta leik í sjónvarpsmyndaflokknum Spin City vegna Parkinsonveikinnar sem hrjáir hann. Michael, sem er 38 ára, fann fyrir veikindunum þegar árið 1991. Það var þó ekki fyrr en í árs- lok 1997 sem hann greindi frá því hvað amaði að honum. „Með þögninni reyndi ég að vinna mig út úr þessu,“ greindi Michael síðan frá. „Stundum eru handleggimir á mér og úlnliðim- ir svo stifir að ég get ekki einu sinni notað fjarstýringuna á sjón- varpið," sagði leikarinn nýlega í viðtali. zsrwa HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is á heima Mel B lokuð úti * 1 Y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.