Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 13 Viðskipti DV Þetta helst: Viðskipti á VÞÍ 1.452 m.kr. ... Þar af 567 m.kr með hlutabréf ... Mest með bréf í Eimskip, 73 m.kr. og Baugs, 68 m.kr. ... Stálsmiðjan hækkaði um 13% ... Opin kerfi hækkuðu um 10,1% ... Fiskiðjusamlag Húsavíkur lækkaði um 7,7% ... KEA lækkaði um 6% ... Landsbankinn um 2,3% ... Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% og er nú 1.663 stig ... Hlutabréfaeign ÍS-15 um 7,4 milljarðar 15 verðmætustu eignarhlutar ÍS-15 Félag Eignarblutur Virdi Félag Eignaitilutur Virði DeCode genetics 2,1% 2.100 SÍF 5,5% 326 ÚA 12,4% 871 Samherji 2,1% 253 Flugleiðir 6,9% 732 Skeljungur 5,4% 302 Olíufélagið 6,4% 618 Þormóður rammi/Sæberg 2,1% 164 Marel 6,2% 643 Baugur 0,6% 81 Tryggingamiðstöðin 4,2% 401 Pharmaco 2,1% 66 Sjóvá-Almennar 2,2% 369 Opin kerfi 0,8% 42 Atlanta 14,2% 351 Samtals 15 stærstu 7.319 Verðmæti hlutabréfa i eigu Fjár- festmgarsjóðs Búnaðarbankans hf., ÍS-15, hefur aukist um rúman miilj- arð króna frá septemberlokum. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu á miðvikudaginn. Þar munar lang- mest um hækkun gengis bréfa DeCode genetics i lok síðasta árs. Hlutdeildarskírteini í ÍS-15 hafa ver- ið skráð á Verðbréfaþing íslands undir nafni sjóðdeildarinnar Búnað- arbankinn - íslensk hlutabréf (ÍS- 15). Það að ÍS-15 skuli ekki vera skráður hefur hingað til takmarkað möguleika einstakra fagfjárfesta á að kaupa hlut í sjóðnum. ÍS-15 hefur sérhæft sig í að eign- ast hlut í fáum en stórum félögum og hefur náð góðri ávöxtun. Heildar- verðmæti hlutabréfa í eigu sjóðsins er nú um 7,4 milljarðar króna en hann er stærsti hlutabréfasjóður hérlendis sem öllum er heimilt að fjárfesta í. Sökum stærðar sinnar og áherslu á félög hefur ÍS-15 iðulega eignast stóran hlut í þeim félögum sem sjóðurinn fjárfestir i. Þannig hef- ur sjóðnum stundum verið, af keppi- nautum, líkt við skuttogara í baðkari þar sem fátt sé um fjárfestingarkosti fyrir sjóð af þessari stærð hér á landi. Meðal athyglisverðra eignarhluta sjóðsins má nefna 2,1% hiut í DeCode, 14,2% hlut í Flugfélaginu Atlanta og 12,4% hlut í Útgerðarfélagi Akureyr- inga ef tekið er mið af eignarhlut sjóðsins í lok september. Komiö til móts við lífeyris- sjóði Valgeir Geirsson, hjá Búnaðar- bankanum Verðbréf, sagði í sam- tali við Viðskiptablaðið að engin breyting yrði gerð á fjárfestingar- stefnu sjóðsins með skráningu hlutdeildarskírteina og áfram mundi hann höfða til stærri fjár- festa. Þannig er að lágmarki hægt að kaupa hlut fyrir tvær milljónir króna í lS-15 og á því verður engin breyting. Hjá Valgeiri kom fram að með skráningu hlutdeildarskír- teina á Verðbréfaþing getur ÍS-15 hins vegar komið til móts við þær reglur sem gilda um fjárfestingar lífeyrissjóða og segist hann búast við auknum áhuga þeirra í kjölfar- ið. Atlanta metið á 2,5 milljarða Heildarverðmæti hlutabréfa í flugfélaginu Atlanta hf. er tæplega 2,5 milljarðar króna, sé tekið mið af bókfærðum eignarhlut Fjárfesting- arsjóðs Búnaðarbankans ÍS-15 í lok september síðastliðins. Þetta kom fram í Viðskiptablaðinu sem kom út í gærmorgun. Verðmæti Atlanta er því um fjórðungur af markaðsverð- mæti Flugleiða hf. á Verðbréfa- þingi. ÍS-15 á 14,2% hlut og er hann færður til bókar á 351 milljón króna. Atlanta er hvorki skráð á Verðbréfaþing íslands né hefur fyr- irtækið auðkenni á Opna tilboðs- markaðnum. Stefnt er að skráningu Atlanta á Verðbréfaþing íslands á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Nasdaq setur met Bandariska Nasdaq-hlutabréfa- vísitalan hækkaði um 0,5% í fyrradag og setti þar með enn eitt metið með hæsta lokagildi sem vísitalan hefur tekið ,eða 4.151,40 stig. Dow Jones-hlutabréfavísital- an lækkaði aftur á móti um 0,6% og var lokagildið 11.489,36 stig. Þegar DV fór í prentun í gær höfðu ekki borist tölur fyrir gær- daginn. ístel og Símvirkinn sameinast - stærsta einkarekna símkerfa- og símstöövafyrirtæki landsins Símafyrirtækin ístel hf. og Sím- virkinn - Símtæki ehf. hafa samein- ast. Nýja fyrirtækinu hefur verið val- ið nafnið Svar hf. Það verður stærsta einkarekna símkerfa- og sim- stöðvafyrirtæki landsins. Auk núver- andi hluthafa í ístel og Símvirkjanum eru hluthafar í Svari hf. Tæknival hf., Rúnar Sigurðsson og Fjárfestingar- banki atvinnulífsins hf. Fram kemur í tilkynningu frá fé- lögunum að ör tækniþróun á sviði upplýsinga-, síma- og samskiptatækni var hvatinn að sameiningu fyrirtækj- anna, auk hagkvæmnissjónarmiða. „Skilin milli stafrænnar símatækni og tölvusamskiptatækni verða sífellt óskýrari því tölvan og síminn eru að renna saman. Þetta mætti kalla eins konar samruna hljóðs- og gagnaflutn- inga. Drifkrafturinn í þessari þróun er Internetið og hinn svokallaði IP- samskiptastaðall. Fyrirséð er að ný tölvuvædd símtækni tekur við af hin- um hefðbundna sima og því hyggst Svar hf. bjóða viðskiptavinum upp á nýjustu samskiptakerfm á markaðn- um hverju sinni. Nýja tæknin býður upp á margfaldan hraða og fleiri möguleika," segir í fréttatilkynningu frá Svari hf. Svar hf. sérhæfir sig í innflutningi, ráðgjöf, sölu og þjónustu á ISDN-sam- skiptabúnaði fyrir fyrirtæki, stofnan- ir og heimili. Fyrirtækið hefur um- boð fyrir leiðandi framleiðendur á þessu sviði, s.s. bandaríska framleið- andann Harris, LG í Suður-Kóreu (GoldStar) og japönsku fyrirtækin Nitsuko og Panasonic. Markaðshlutdeild fyrirtækjanna tveggja var áætluð í lok síðasta árs um 35% á höfuðborgarsvæðinu og um 25% á landsvísu. Samanlögð velta fyr- irtækjanna var um 250 milljónir króna. Starfsmenn eru 25. Höfuðstöðvar Svars hf. verða í nýju húsnæði að Bæjarlind 14-16 í Kópa- vogi og stefnt er að flutningi í byrjun í mars. Innan skamms verður opnað á Akureyri fyrsta landsbyggðarútibú- ið. Þar verður verslun, verkstæði og þjónustudeild. Svar hf. á Akureyri mun annast sölu, uppsetningu og þjónustu fyrir símbúnað. Stefnt er að opnun fleiri útibúa Svars hf. Framkvæmdastjóri Svars hf. er Stefán A. Stefánsson, Haukur Hauks- son er framkvæmdastjóri söludeildar og Sigvaldi Kaldalóns framkvæmda- stjóri þjónustudeildar. Framkvæmda- stjóri Svars hf. á Akureyri er Jónas Sigþór Sigfússon. Formaður stjómar Svars hf. er Rúnar Sigurðsson og meðstjórnendur þeir Reynir Guðjóns- son og Haukur Hauksson. Takmarkaðri afhendingu á afgangsorku til stóriðju hætt Landsvirkjun tilkynnti í gær við- skiptavinum sínum að frá og með nk. mánudegi yrði takmörkun á af- hendingu afgangsorku til stóriðju aflétt. Verðþrepshækkun á ótryggðu rafmagni til almenningsveitna verð- ur afnumin frá sama tíma. Takmörkun á afhendingu af- gangsorku í vetur nam einungis um fjórðungi skerðinganna í fyrravet- ur, að því er fram kemur í frétt frá Landsvirkjun. Engar skerðingar voru á ótryggðu rafmagni til al- menningsveitna og viðskiptavina þeirra nú í vetur. Takmörkuð af- hending á afgangsorku og ótryggðu Starfsmenn Landsvirkjunar að verki. rafmagni undanfama vetur hefur verið innan þeirra marka sem sölu- skilmálar kveöa á um. I frétt Landsvirkjunar kemur fram að milt veður undanfarið og gott rennsli í ám hefur leitt til þess að vatnsbúskapur raf- orkukerfisins er nú orðinn betri en ver- ið hefur undanfarin misseri. Þess má einnig geta að seinni vél Sultar- tangavirkjunar verður komin í rekstur í lok janúar eins og stefnt var að en það eykur verulega framleiðslugetu raforku- kerfisins. WAP-símar á Netiö íslandsbanki tók í fyrradag fyrsta skrefið i nýrri vídd á Netinu með því að opna aðgang WAP-síma að Netbankanum. WAP-símar era nýjasta tegund GSM-sima sem hafa aðgang að þessari nýju vídd. Þessi nýja tækni byggist á svokölluðum WAP-staðli en hann gerir notend- um kleift að nálgast gögn og þjón- ustu á Netinu. WAP-tæknin er tæknibylting sem mim gjörbreyta notkun Netsins að margra mati á næstu mánuðum og árum og er án efa sú tækni sem notuð verður. Víst er að landslag og notkunar- gildi Netsins hefur breyst og tekið miklum framfórum með þessari tæknibyltingu. Aösóknarmet á Englana? Mikil að- sókn hefur verið á nýj- ustu kvik- mynd Frið- riks Þórs Friðriksson- ar, Engla al- heimsins, og frá því hún var frumsýnd á nýárs- dag hafa meira en 40.000 kvik- myndahúsagestir barið hana aug- um. Viðskiptablaðið greindi frá því að kvikmyndasamsteypan væri nú með 40 myndir í framleiðslu Byggingarvísitalan hækkar um 0,8% Vísitala byggingarkostnaðar, miðað við miðjan janúar, hækkaði um 0,8% frá fyrra mánuði og er nú 238,6 stig. Fram kemur i frétt frá Hagstofúnni að hækkun vísitöl- unnar síðastliðna þrjá mánuði samsvari 2,9% hækkun á ári. Síð- astliðna tólf mánuði hækkaði bygg- ingarvísitalan um 1,5%. Skjalaskópar í miklu úrvttli Bresk hágæðavara Verð frá kr. 16.808 H. Ólafsson og Bernhöft ehf. Kaplahrauni 1,220 HafnarfirSi Sími 555 6600, fax 555 6606, netfang hob@hob.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.