Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 Frjálst, óháð dagblað Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoóarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Vonlaus peningabrennsla í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem greint var frá endurskoðun laga um Stjórnarráð íslands, skipan ráðuneyta og verkefna þeirra var ákveðið að fyrsta verk- efnið yrði að færa Byggðastofnun frá forsætisráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. Þar yrði hliðsjón höfð af breyttum að- stæðum í þjóðfélaginu og atvinnuþróunarstarfsemi sam- einuð á vegum iðnaðarráðuneytisins. Breytingin er um garð gengin og í vikunni skipaði Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra flokksbróður sinn, Kristin H. Gunnarsson, formann nýrrar stjómar Byggða- stofhunar. Þótt formaðurinn sé ekki gamaU í starfi boðar hann dýra byggðastefnu þótt með breyttum formerkjum sé. Landsmenn miða við þá þjónustu sem veitt er á höfuð- borgarsvæðinu. Byggðastofnunarformaðurinn áttar sig á því að sú þjónusta verður ekki veitt um allt land. Ársverk- um fækkar í landbúnaði og hrein fátækt virðist víða fylgja sauðQárbúskapnum. Þar eru breytingar því óhjákvæmi- legar. Sjávarþorpin víða um land em í vöm og þar fækk- ar fólki. Atvinnulífið er einhæft og unga fólkið þar leitar annarra starfa. Kristinn H. Gunnarsson sér þá leið vænsta að velja úr ákveðin svæði landsins og reyna að gera þau samkeppn- ishæf við höfuðborgarsvæðið. Hann nefnir norðanverða Vestfirði, í kringum Eyjafjörð og á Héraði ásamt nærliggj- andi fjörðum á Mið-Austurlandi. Svo þetta megi verða vill hinn nýi stjómarformaður Byggðastofnunar dæla pening- um ríkissjóðs í þessi svæði og sér fyrir sér jarðgöng á þeim öllum, milljarðaframkvæmdir á hverjum stað. Hætt er við að þessar hugmyndir stjómarformannsins dugi ekki til, þótt dýrar séu. Um það vitna dæmin. Jarð- göng em að sönnu mikil samgöngubót en þau skipta ekki sköpum um byggð í dreifbýli. Fólki fækkar ört á Vestfjörð- um þrátt fýrir Vestfjarðagöngin. Göng til að tengja norð- anverða Vestfirði við sunnanverða firðina, miUi Dýra- Qarðar og Amarfjarðar, halda fólki ekki í fjórðungnum. Vissulega er hægt að halda fólki um hríð á afskekktum stöðum með stj órnvaldsaðgerðum og innspýtingu skatt- peninga. Af reynslunni vitum við þó að þær aðgerðir halda ekki til lengdar. Kristinn H. Gunnarsson gefur sér enda ekki nema tvo áratugi fram í tímann. Með beitingu stífrar byggðastefnu má ná árangri, sé litið til þess tíma, segir hann. Sá árangur næst aðeins með miklum fjár- austri, peningum sem betur væri varið til annars. Aðgerðir stjórnvalda eiga í meginatriðum að vera al- mennar en ekki sértækar. Fólk verður ekki neytt til þess að búa til nýja borgarkjama. Þótt hinn nýi formaður Byggðastofnunar neiti því liggur víglína byggðar í land- inu, sé litið til framtíðar, í raun um mörk höfuðborgar- svæðisins. Það er meiri hætta fólgin í því að unga fólkið fLytji til annarra landa en að það færi sig til miHi lands- hluta. Landsmenn vilja fjölbreytni í atvinnulífi, sem byggist á nýtingu hugvits og auðlinda landsins. Þeir sækjast eftir góðri menntun til þess að geta stundað þessi störf. Pening- um hins opinbera er því betur varið í öflugra mennta- kerfi, heilbrigðiskerfi og samgöngubætur þar sem þörfm er brýn fremur en bora til bráðabirgða gegnum fjöll í strjálbýli. Þróun undanfarinna ára og áratuga segir okkur að það sé vilji meirihluta landsmanna að þjappa sér saman á suð- vesturhom landsins. Peningabrennsla Byggðastofmmar stöðvar hvorki né snýr þeirri þróun við. Jónas Haraldsson „Sagan endurtekur sig nú með margfait stærri verksmiðjuhugmynd á Reyöarfiröi og Eyfiröingar eru byrjaöir aö minna á sig á ný.“ - Frá Reyðarfirði. Byggðastefna úr takt við tímann Þorri ráöamanna þjóðarinncir er á villigötum í málum sem varða framtíð byggðar i landinu. 1 staö þess að hlúa að fjölþættum að- gerðum til að treysta byggðina rembist ríkisstjóm- in, studd af skammsýnum sveitarstjómar- mönnum, við að knýja fram úreltar hugmyndir í kraftaverkastíl. Þetta á bæði við um stjómsýslu og atvinnumál. Skýr- ustu dæmin um þetta em risaál- verksmiðja á Aust- urlandi og kjör- dæmabreytingin. Allt skal það vera stórt á sama tima og menn gleyma hinu smáa sem samanlagt skapar sjálfar undirstöð- umar. Vanrækt grund- vallarmál Kjallatinn Hjörleifur Guttormsson fyrrv. alþingismaöur höndin virðist ekki vita hvað sú hægri gjörir. Samþykktar eru fagur- lega orðaðar byggðaá- ætlanir sem forsætis- ráðherra og nú iðnaðar- ráðherra er ætlað að halda utan um. Gallinn er sá að lítið sem ekkert er með þær gert i stjóm- arráðinu og á meðan svo heldur fram eru þær pappírsgagn og tál- beita og af þeim sökum verra en ekkert. Fáránleiki álstefnunnar Stóriðjuupphlaup hafa riðið húsum með nokkrum hléum undan- „Þingmenn landsbyggðarkjör- dæmanna verða settir yfír lendur sem þeir sjá ekki út yfír og fá auk þess fjarvistarsönnun gagn- vart umbjóðendum sínum. Frek- ar en að setja á þennan óskapn- að átti að gera ísland að einu kjördæmi.u Ætli menn að tryggja áfram- haldandi byggð úti um landið verður að næra undirstöðumar sem skipta sköpum þegar fólk hyggur að framtíö sinni og barna sinna. Meðal þeirra mikilvægustu eru góð og örugg heilsugæsla, menntunarmöguleikar á öllum skólastigum, fjölþætt atvinna og svipaður framfærslukostnaður og á höfuðborgarsvæðinu. Á öllum þessum sviðum skortir mikið á að beitt sé ráðum sem duga. Aðgerðir stjómvalda hafa um langt skeið einkennst af við- horfinu „of lítið, of seint“. Vinstri fama áratugi. Fyrir 10 árum var það álverksmiðja sem Jón Sigurðs- son iðnaðarráðherra ætlaði að koma niður í kjördæmi sínu, kennd við Atlantal-samsteypuna. Eyfirðingar voru látnir kepþa um hnossið og líka Reyðflrðingar til málamynda. Allt gufaði það upp en olli ómældu hugarfarslegu tjóni auk mikilla fjárútláta. Sagan endurtekur sig nú með margfalt stærri verksmiðjuhug- mynd á Reyðaríirði og Eyfirðingar eru byrjaðir að minna á sig á ný. Stóriðjuumræðan á Austurlandi hefur nú um árabil dregið máttinn úr ahnarri atvinnuþróun. Yrði verksmiðjan að veruleika væri það mesta ógæfa sem yfir fjórð- unginn hefur dunið i manna minnum. Ekki aðeins væru menn að beisla mestallt vatnið norðan Vatnajökuls fyrir þessa einu hít heldur yrði sá atvinnurekstur sem fyrir er á Mið-Austurlandi settur í stórfelldan vanda. Nettó-útkoman yrði hörmuleg, fyrir utan öll um- hverfisspjöllin. Það er dapurlegt að horfa á Samfylkingarliðið engj- ast í þessari snöru með ríkis- stjómarforkólfunum. Öfugsnúin kjördæmabreyting Á síðasta kjörtímabUi breytti meirihluti á Alþingi stjómarskrá lýðveldisins tU að koma á nýrri kjördæmaskipan í landinu. Stjómarskrárbreytingin var inn- sigluð á stuttu sumarþingi eftir kosningar. Henni fylgir módel að kjördæmabreytingu sem er ein- hver vitlausasta hugmynd sem hægt er að hugsa sér. Höfuðborg- arsvæöinu á að skipta upp í þrjú kjördæmi, meðal annars kljúfa Reykjavík sundur langs eða þvers. Jafnframt á að skipta landsbyggðinni upp í þrjú risa- kjördæmi þvert á aUar félagslegar hefðir fyrr og síðar. Norðurland á að kljúfa sundur um TröUaskaga og láta eystri hlutann með Akur- eyri gleypa Austurland. Það er von að Homfírðingar hugsi sitt ráð og það ættu fleiri að gera. Þessi kjördæmabreyting verður eins konar náðarhögg fyrir lands- byggðina, auk þess að búin verða tU ný vandamál á höfuðborgar- svæðinu. Þingmenn landsbyggðar- kjördæmanna verða settir yfir lendur sem þeir sjá ekki út yfír og fá auk þess fjarvistarsönnun gagn- vart umbjóðendum sínum. Frekar en að setja á þennan óskapnað átti að gera ísland að einu kjördæmi. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Verkefni nýrrar aldar „Staðreyndin er sú að fólk hefur mjög takmarkað- an áhuga á stjómmálum - nema þegar eitthvað fer úrskeiðis og þá tryggir fuUtrúarlýðræðið að fólk geti beitt sér. Sérstaklega er það áberandi á sveitar- stjómarstiginu hversu lítinn áhuga fólk hefur raun- verulega á að taka þátt í ákvörðunum sem halda mætti að varðaði þaö miklu ... Verkefni nýrrar ald- ar er að gera okkur sem minnst háð stjómmála- þjarki, draga úr möguleikum stjómmálamanna tU að hafa áhrif á líf okkar og búa svo um hnútana að við getum ræktað garðinn okkar í friði - án þess að eiga á hættu að afskiptasamur stjómmálamaður setji líf okkar úr skoröum." Ásgeir F. Jakobsson í Mbl. 20. janúar. Ástandið róast á árinu „Ég hef það á tilfinningunni að þegar líður fram á þetta ár verði ástandiö aUt orðiö miklu rólegra en það hefur verið. Ég á ekki von á að kjarasamningar raski þessu. Ég held að aUir séu sammála því að klúðra ekki þeim ávinningi sem náðst hefur og skapa forsendur fyrir því að hægt sé að halda áfram á sömu braut. Ég viðurkenni að ég er órólegur yfir verðbólgunni en það er verið að gera réttu hlutina og það er gott. Ef tU viU kemur í ljós að það þurfi að gera meira og þá gera menn það.“ Vilhjálmur Egilsson í Degi 21. janúar. Góðærið á fallanda fæti? „Vatneyrardómurinn vestfirski mun vafalítið hafa langvinn áhrif og kerfi stjómarflokkanna riðar tU faUs líkt og Samfylkingin benti á í kosningabaráttu vorsins að gerast myndi... Samfylkingin viU ná sátt um breytt stjórnkerfi fiskveiða og markmið slíkrar sáttar eiga að vera vemdun nytjastofna, hagkvæm nýting þeirra, traust atvinna og öflug byggð í landinu. Jafnframt að gætt sé jafnræðis þegnanna tU nýtingar á auölindinni enda kemur á daginn með Vatneyrar- dóminum að kvótakerfið brýtur í bága við stjómar- skrá þar sem jafhræði þegna landsins tU atvinnufrels- is er ekki tU staðar í kvótakerfi í sjávarútvegi." Björgvin G. Sigurðsson í Mbl. 20. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.