Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 15 Ég hef stundum verið að spyija mig hvar sé meiri hagræðing en á stóru sjúkrahúsunum. Skyldu nokkrar rikis- stofnanir geta státað af slíkum árangri við hag- ræðingaraðgerðir sem t.d. Landspítalinn? Ætli mörg einkafyrirtæki væru ekki ánægð með þann árangur sem þama hefur náðst? Lyfjakostnaöur eykst Reiknað á verðlagi ársins 1999, þriðja árs- fjórðungs, hefur rekstrar- kostnaður aukist á fimm árrnn, þ.e. frá 1995-1999, .— um 11%, það er að segja kostnaður hefur aukist úr 9006 m.kr. í 10.858 m.kr., eða um 2% á ári að meðaltali. Á þeim tima hefur sjúk- lingum fjölgað um 8100, eða 19%. Hafa ber í huga að lyfjakostnaður eykst mikið ár frá ári. Ný lyf koma á Hvar er meiri hagræðing? Kjallarinn Guömundur G. Þórarinsson verkfræðingur „Tölur sýna stööugt vaxandi mik- ilvægi Landspítalans. Fólksfjölg- unin á höfuðborgarsvæðinu eyk- ur stöðugt álagið á spítalann. Gera menn sér grein fyrir því að 1-2 fjölskyldur flytja utan af landi til höfuðborgarsvæðisins á hverjum degi, þ.e. 10-12 fjöl- skyldur á viku hverri?u markaðinn og þróunar- og fram- leiðslukostnaður þeirra er mikill. Al- gengt er að lyfjakostnaður aukist um 12-13% á milli ára á sjúkrahúsum í nærliggjandi löndum. Á Landspitala hefúr lyfjakostnað- ur aukist um ca 6% milli ára und- anfarin ár. Sá árangur hefur náðst með auknum útboðum og aukinni samvinnu við hin norrænu löndin um lyfjainnkaup. Hafa ber og i huga að launakostnaður, sem er um 70% af rekstrarkostnaði, hefur aukist mikið hin síðari ár. En heilbrigðisgeirinn hefur verið lág- launasvæði að mestu leyti þótt vissulega sé launa- munur mikill innan spítalanna. Kostnaður á sjúk- ling fer lækkandi. „Þyngri" sjúklingar Þrátt fyrir hækk- andi verðlag hefur kostnaður á sjúkling lækkað um 7% á þessu 5 ára tímabili. Þrátt fyrir fjölgun sjúklinga á fimm árum um 8100 hefur á þessu tímabili starfsfólki fækkað um 3% sem er fækkun um ------------! 80 manns. Þannig hefur fjöldi sjúklinga á starfsmann vaxið um 23%^ á tíma- bilinu. Árið 1995 voru sjúklingar 16 á starfsmann en 1999 voru þeir 20. Nú þarf að hafa í huga að um 70% sjúklinga koma á sjúkra- húsið um bráða- móttöku og legu- tími hefur styst mikið á þessu 5 ára tímabili. Þessar staðreyndir leiða aftur til þess að sjúklingar eru „þyngri" en áður var og því hefur álag á starfsmenn farið vax- andi - hjúkrunarþyngd hefur vax- ið. Á bráðamóttöku komu á árinu 1999 15.040 sjúklingar og alls kom á Landspítalann 50.321 sjúklingur „Heilbrigðisgeirinn hefur verið láglaunasvæði að mestu leyti þótt vissu- lega sé launamunur mikill innan spítalanna," segir Guðmundur m.a. í grein sinni. það ár. Þetta þýðir að um 140 sjúk- lingar koma á Landspítalann á hverjum degi. Vaxandi fjöldi, vaxandi mikilvægi Tölur sýna stöðugt vaxandi mik- Ovægi Landspítalans. Fólksfiölgun- in á höfuðborgarsvæðinu eykur stöðugt álagið á spítalann. Gera menn sér grein fyrir því að 1-2 fiöl- skyldur flytja utan af landi til höf- uðborgarsvæðisins á hverjum degi, þ.e. 10-12 fiölskyldur á viku hverri? Á sama tíma fiölgar öldruðum sem hlutfalli af ibúum landsins og eðli málsins samkvæmt þurfa þeir meira á þjónustu spítalans að halda en hinir yngri. Talning sýnir að á Landspítala- lóð koma um 4000 bílar á degi hverjum og um 6000 manns ef all- ir eru taldir, sjúklingar, starfs- menn, nemendur o.s.frv. Þetta stóra og mikilvæga fyrirtæki hef- ur á undanfórnum árum náð at- hyglisverðum árangri við hagræð- ingu. í fljótu bragði er ekki auð- velt að benda á aðra ríkisstofnun sem hefur skilað viðlíka afkasta- aukningu. Guðmundur G. Þórarinsson Fiskveiðistefnan endurskoöuð Eftir að Héraðsdómur Vest- fiarða á Patreksfirði dæmdi að kvótakerfið hefði verið í andstöðu við ákvæði stjómarskrárinnar alla tíð siðan það var sett með lög- um frá 1983 er augljóst, að það verður að breyta lögum um stjóm- un fiskveiðanna. Höfundurinn, Halldór Ásgrímsson, hefir fyrir löngu sagt sitt álit það að ef núver- andi kvótakerfi standist ekki ákvæði stjómarskrárinnar verði að breyta stjómarskránni. Sagt er að fiölskylda hans „eigi“ nú um umfram aðra landsmenn. Verndun sérhagsmunanna hefir allt frá stofnun Framsóknar verið kjarn- inn í stefnumörkun þess flokks og dæmin sýna að hann hefur lengst af náð miklum árangri í þeim rangindum. Augljóst er að stjómvöld verða nú að hafa hraðar hendur. Alþingi kemur nú saman á ný 1. febrúar eftir þinghlé og þá verður að liggja fyrir fmmvarp að nýjum lögum um stjómun fiskveiða sem sé í samræmi við ákvæði núgild- ------------l andi stjómar- „Enginn veit hver verður niður- staða Hæstaréttar en þar á bæ eru flestir démarar eyrnamerktir flokkunum og þá fyrst og fremst núverandi stjórnarflokkum, enda skipaðir af umboðsmönnum stjórnmálaflokkanna til embætt- isins.“ 10.000 tonna kvóta en á sama tíma er Byggðastofnun að úthluta heilu byggðarlagi 68 tonna kvóta. Opinbert ranglæti Þetta er mynd af þvi opinbera ranglæti sem gildir í þessu landi. Það era ekki allir jafnir fyrir lög- unum, enda var Framsókn stofnuð af Jónasi frá Hriflu til að sjá um að flokksmenn hefðu sérréttindi skrár. Hvorki bráðabirgðalög né breyting á ákvæðum stjóm- arskrár kemur til greina. Stað- festing Hæsta- réttar á héraðs- dómnum þýðir að engar reglur eru 1 gildi um stjómun fisk- veiöa og að glundroði ríkir um framkvæmd i fiskveiðum landsmanna. Eyrnamerktir dómarar Stjómvöld hafa nú ákveðið að áfrýja héraðsdómnum til Hæsta- réttar og vilja vefengja niðurstöð- una sem í raun þýðir að stjórnvöld vilja áfram viðhalda misréttinu - jafnvel gegn betri vitund þeirra sjálfra og vilja mikils hluta þjóðar- innar. Enginn veit hver verður niður- staða Hæstaréttar en þar á bæ eru flestir dómarar eyma- merktir flokkunum og þá fyrst og fremst núverandi stjómar- flokkum, enda skip- aðir af umboðsmönn- um stjómmálaflokk- anna til embættisins. Forsætisráðherra tók fram að hann myndi ekki hafa áhrif á dómarana, svo sem honum ber, því að dómstólar eiga að vera óháðir og hlut- lausir þannig að al- menningur geti treyst þeim. Áður en kvótadómurinn gekk hafði forset- inn þó í nýársávarpi sínu til þjóðar- innar varað við hefndaraðgerðum stjómvalda og er það eflaust mælt af þekkingu og nokkurri reynslu. Útgeröarstaöir á lokastigi Lengi hefir legið í loftinu að þeir sem ekki fallast á stefnu stjómvalda eru settir utan garðs og taldir óalandi og óferjandi til allra hluta. Eftir sextán ár hefir kvótakerfið gjöreytt möguleikum fiölda fiskibyggða til áframhald- andi útgerðar og vinnslu á fiski og hefir kvótunum verið safnað á ör- fáar hendur stórútgerðarmanna sem höfðu aðgang að bönkum eða Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís sjóðum landsmanna. Öflugir útgerðarstaðir við bestu fiskimiðin, svo sem ísafiörður, eru komnir á lokastig og kvótamir ýmist famir eða á förum. Aðrir útgerðarstaðir sem nýlega eru komn ir í útrýmingarhættu eru td. Skagaströnd Raufarhöfn og Súða- vlk. Hvenær skyldum við læra af reynslunni ef ekki nú? í sjónvarpsfréttum sjáum við stundum þegar hvolft er úr trollunum að mikill hluti aflans er síli eða kóð, sem auðvitað er mokað strax beint í hafið aftur. Þetta eru sönnustu upplýsingarnar sem við höfum um meðferðina á fiskistofnunum. Það var Hafró sem bjargaði þorskstofn- inum með því að taka upp lokanir á uppeldisstöðvum þorsksins og eru stundum margar slíkar lokan- ir í gangi samtímis - og full nauð- syn á að þetta sé gert. Ný fiskveiði- löggjöf ætti að loka fyrir allar tog- veiðar á landgrunninu út að 50 mílna línunni, sem fylgir land- grunninu nokkuð nákvæmlega, og áskilja að allur afli sem veiddur er innan þeirrar línu sé tekinn á land til vinnslu. Við biðum og sjáum hvað setur. Önundur Ásgeirsson Með og á móti Mislæg gatnamót Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar Umferð um götur Reykjavíkur hefur þyngst ár frá ári. Pau gatnamót sem mest umferð er um á landinu eru gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýrarbraut- ar. D-listinn í borginni telur að nú verði ekki beöið lengur með aðgerðir við þessi fjölförnu gatnamót og hefur nú lagt fram tillögu í borgarstjórn um að gera mislæg gatnamót á þessum stað. lnga Jóna Þóröar- dóttlr, oddviti D-listans í Reykjavík. Brýnt að fram- kvæma strax „Brýnt er að tryggja eins og kost- ur er umferðaröryggi vegfarenda og að láta umferðina ganga eins greið- lega fyrir sig og mögulegt er. Á und- anförnum árum hefur umferð um þessi fiölfömu gatnamót aukist tals- vert. Slysum hef- ur því miður líka fiölgað og kostn- aður vegna tjóna nemur háum fiár- hæðum. Engar vísbend- ingar eru um ann- að en að umferðin haldi áfram að aukast. Nú er gert ráð fyrir að bæta við einum fasa við umferðarljósin þannig að þeir verði fiórir. Það þýðir lengri bið- tíma, meiri umferðartafir, meiri mengun fyrir umhverfið og hættu á að umferð finni sér leið í gegnum íbúðahverfi með þeim anmörkum sem slíku fylgir. Sú lausn tryggir ekki nógu greiða leið um þessi gatnamót. Með mislægum gatnamót- um er hægt að anna mun meiri um- ferð og tryggja um leið meira öryggi vegfarenda en ella væri. Brýnt er að breyta þessu skipulagi nú, svo að hægt verði að koma mislægum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar inn á vegaáætlun, þar sem nú er verið að raða niður framkvæmdum næstu ára. Sú ósk- hyggja um minnkandi urnferð sem virðist hafa verið ástæða fyrir þvi að R-listinn hætti á sínum tima við mis- læg gatnamót á þessum stað er ekki í takt við raunveruleikann. Við búum á íslandi, flestir þurfa að kom- ast leiðar sinnar á bílum og yfirvöld verða að skipuleggja umferðarmann- virki með tilliti til þess.“ Bíðum með ákvörðun „Nú er í gangi vinna við svæðis- skipulag höfuðborgarsvæðins alls og tillögur ráðgjafa okkar um skipu- lagsmál munu liggja fyrir 1. maí nk. Þess vegna tel ég langskynsamlegast að bíða með ákvörðun af þessu tagi þangað til svæðis- skipulagið liggur fyrir. Þá geta menn tekið ákvarðanir um breytingar á um- ferðarmannvirkj- um og á því hvaða stofnbrautir verða lagðar á höfuðborgarsvæð- inu í framtíðinni. Endurskoðun á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins mun ljúka um áramót og þangað til að niðurstöður liggja fyrir er ábyrgðarlaust að ráð- ast í milljarðaframkvæmdir sem kunna að stangast á við skipulagið á svæðinu. Þessi gatnamót eru fyrst og fremst þung snemma á morgnana og síðdegis þegar fólk er að fara til og frá vinnu. Auk þess tel ég ekki sjálf- gefið að það eigi að byggja mislæg gatnamót á mótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar. Ákvörðun um þetta þarf að taka með hliðsjón af mjög mörgum þáttum sem tengj- ast umferðarmálum í borginni og því tel ég langskynsamlegast að bíða í fáeina mánuði þangað til linur skýrast og taka síðan ákvörðun. Ég er ekki fylgjandi tiRögu sjálfstæðis- manna en hún er innlegg í þá um- ræðu um skipulagsmál á höfuðborg- arsvæðinu sem fram undan er.“-HG Árni Þór Sigurós- son, formaður skipulags- og um- ferdarnefndar Reykjavíkurborgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.