Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 Fréttir Nemendur Sjávarútvegsháskólans í Tromse 1 kurteisisheimsókn: Akureyringar móðga námsmenn frá Noregi - en gáfu pitsu, segir nemandi. Fyrirvaralítil heimsókn, segir deildarstjóri 27 nemendur Sjávarútvegsháskólans í Tromsö hafa átt góða daga á íslandi. Þeim hefur víðast verið tekið með kost- um og kynjum. Hér eru nemarnir ásamt prófessor sínum að skoða Faxamarkað. DV-mynd Hilmar Þór „Okkur hefur verið tekið með kostum og kynjum í heimsókninni en þó með einni undantekningu. Deildarstjóri sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri sagði í ávarpi að hann vildi ekkert samstarf við skólann. Fólki brá vegna þessa“ seg- ir Guðmundur Ragnarsson, einn 27 nemenda við Sjávarútvegsháskól- ann í Tromso sem dvalið hafa ásamt prófessor sinum, Ragnari Olsen, hér á landi undanfarna daga. Nemend- urnir er útskriftarhópur skólans og ferðin til íslands er farin til að kynnast íslenskum sjávarútvegi. Guðmundur, sem er einn fjögurra íslenskra nemenda, segir félaga sína vonsvikna vegna þessa og undrandi. Yfirlýsing deildarstjórans hafi verið móðgandi. „Skilaboöin frá deildarstjóranum voru þau að skólinn okkar stæði skólanum á Akureyri að baki. Það er auðvitað skrýtið þar sem okkar skóli hefur gríðarlega gott orð á sér hér á landi sem víða um heim,“ seg- ir Guðmundur og segir skólann í Tromso hafa svo gott orð á sér aö grípa hafi þurft til fjöldatakmark- ana. Hann segist undrandi á höfnun deildarstjórans þar sem vaninn væri í vináttuheimsóknum á borð við þessa að menn undirrituðu plagg sem væri eins konar viljayfír- lýsing um vináttusamband. Ekkert byggi að baki nema kurteisin ein. „Útskriftamemendur fóru til Kína í fyrra þar sem gerðar voru slíkar viljayfirlýsingar við fjóra skóla. Mönnum er brugðið og fólk veit ekki alveg hvaðan á það stend- ur veðrið. Það verður þó að segjast eins og er að Akureyringar tóku að ööm leyti vel á móti hópnum og buðu m.a. upp á pitsu,“ segir Guö- mundur. Aufúsugestir Hann segir að burtséð frá Akur- eyraruppákomunni hafi heimsókn- in tekist frábærlega vel þá 10 daga sem hún stóð. „Við vorum alls staðar aufúsu- gestir. Heimsótt voru fjölmörg fyrir- tæki og fólk er á einu máli um að ferðin hafi verið lærdómsrík," segir Guðmundur sem hélt ásamt félög- um sínum af landi brott í morgun. Jón Þórðarson, deildarstjóri sjáv- arútvegsdeildar Háskólans á Akur- eyri, sem sjálfur er útskrifaður frá Tromso, sagði að hópurinn hefði birst fyrirvaralítið. „Ég sagði þeim að það væri engin samvinna milli skólanna. Þeir voru ekki einu sinni búnir að boða komu sína hingað og ég vissi ekki af þeim fyrr en tveimur tímum áður en þeir birtust. Mér fannst við bara taka nokkuö vel á móti þeim. Hópurinn var búinn að vera hér á landi í viku en hafði ekkert samband hingað," segir Jón sem segist hafa sagt þeim muninn á deildunum 1 Noregi og á íslandi án þess að leggja mat á hann. Hann sagðist ekkert hafa heyrt minnst á ósk um samstarfsyfirlýs- ingu. „Við höfum verið að senda nem- endur til Noregs og fá þá aftur. Það hefur ekki fyrr né síðar komið beiðni til okkar um að taka við nemendur þeirra; hvorki fyrr né síðar. Ég hef aldrei fengið bréf frá þeim um eitt eða neitt,“ segir Jón. Aðspurður um það hvort hann. hafi ekki áhyggjur af því að móðga frændur vora Norðmenn sagði hann málið vera kostulegt og hafi þeir móðgast sé það þeirra mál. „Það er ágætt,“ sagði Jón. -rt DV-mynd ÞÖK Stal heitum potti meö öllu: Þjófurinn er smekkmaður - segir eigandinn Heitum potti með öllu nema vatni var stolið í Hafnarfirði í fyrrinótt. Brotist var inn í fyrir- tækið Trefjar hf., sem framleiðir pottana, sendibíl bakkað inn í verksmiðjusal og hann lestaður með öllu sem þarf í heitan pott: pottinum sjálfum, dælum og þrýstibúnaði fyrir nudd, smíðaefni og handverkfærum til smíðanna. „Þjófurinn hlýtur aö vera smekkmaður vegna þess að hann valdi dýrasta og fallegasta pottinn, nýja útgáfu af skeifulaga potti með hornbaðkari. Það eru fáir slíkir til hér á landi,“ sagði Auðunn Ósk- Drukkna Flugleiðafólkið: arsson, framkvæmdastjóri Trefja hf. „Þetta er tjón upp á 700 þúsund krónur og alveg ljóst að þjófurinn hefur þekkt hér til og vitað hvað hann þurfti til að fá góðan pott í garðinn. Skeifupottarnir eru sjald- gæfir og aðeins örfáir til í landinu. Ég vara fólk því við þjófum á sendibíl sem segjast eiga einstak- lega fallegan, skeifulaga pott með öllu tilheyrandi til sölu á hag- stæðu verði,“ sagði Auðunn Ósk- arsson. -EIR Auöunn Óskarsson á innbrotsstaö. Bílaleiga AVIS mælir með Opel S:568-8888 ^ DugguvogurlO - 104Reykjavik Ekki rekið af barnum „Starfsfólkinu var ekki sagt upp. Við fórum gaumgæfilega ofan í málið og þegar allt lá ljóst fyrir var tekin ákvörðun um að aðhafast ekki frekar. Fólkið er enn við störf hér í veitingadeildinni," sagði Jón Sigurðsson, forstöðumaður veit- ingadeildar Flugleiða í Leifsstöð, um málefni nokkurra starfsmanna defidarinnar sem hleyptu öllu í loft upp með drykkjulátum í Baltimor- eflugi félagsins skömmu fyrir jól. Þótti atvikið óþægilegt með tilliti til þess að meðal farþega var hóp- ur bandarískra ferðamálafrömuða sem voru á heimleið eftir heim- sókn hjá Flugleiðum hér á landi. ' Drukkna Flugleiðafólkið: M Enn á barnum Drukknu FlugleiðastarfMnmn- imir sem hleyptu ðliu í loft upp með drykkjuUtum 1 BaMmoro- ílugi félagslns á dögunum eru enn \1ö stðrf i bamum l Hugstbð Lelfs Eírikssonar. „Þetto var starfsflMk veltlnga- deiidar nugleiöa hér l Uiftstöð og fólkiö «• viö störf þar til annað veröur ákveölö, “ sagöl Gunnar Ól »en, stöóvamjórl Flugieiöa I Koflavflc. Starfkmenn veMngadeUdarinn ar flugu tU BaMmore á afsláttar-I miðum vinnuvcitanda sins enl mbwtu stiórn á drykkiu slnni ál miörl leið yfir hafiö. Atvikiö varl sérlega óheppiíegt fyrir Fluglelðlrl þvl i satna flugi voru bandflriskir 1 Iterðflmálafrömuðir i heimlelð eft- ' Ir vel heppnaöa kynnlsferö i.___ hftfuöstóðvar Fluglelða I Heykja-I vUt. Uröu þelr ekki hvaö slst lyrir ] barðbm á drykkíuUtum nugleiöa- starfsmannanna. eirJ Frétt DV frá því um miöjan desember. „Hávaðinn sem aðrir farþeg- ar kvörtuðu yfir átti ekki upptök sín hjá starfsfólki okkar, eftir því sem best verður séð. Þama komu aðr- ir að,“ sagöi Jón Sigurðsson. Farþegar í umræddu Baltimoreflugi, sem kvört- uðu yfir drykkjulátunum, hafa samkvæmt heimildum DV fengið sent afsökunar- bréf frá Flugleiðum þar sem umrætt atvik er harmað. Starfsmennimir eru hins vegar enn á bamum - að vinna. -EIR Myndarlegur Terrano II árg. 2000 á 38 tommu dekkjum - til sýnis um helgina meö ýmsum fleiri geröum Terrano II. Terrano-sýn- ing hjá IH um helgina Nú um helgina frumsýnir. Ingvar Helgason hf. nýjan og glæsilegan Nissan Terrano II. Bíllinn verður sýndur bæði breyttur og óbreyttur. Nissan verksmiðjurnar hafa lagt mikla áherslu á kynningu á þessum nýja bil og buðu m.a. 60 blaða- mönnum víðvegar frá Evrópu hingað til lands s.l. haust til að reynsluaka honum við hinar erfiðustu og fjölbreyttustu að- stæður. Breytingarnar eru einkum fólgnar í nýjum framenda, nýju grilli og margspegla framljós- um. Þá eru allar gerðir nú með ABS-hemlakerfi og loftpúða fyr- ir ökumann og farþega. Mæla- borð og innréttingin bílsins hefur fengið nýtt og léttara yfir- bragð. Á s.l. ári bauðst Terrano II fyrst með sjáifskiptingu og hlaut það góöar viðtökur. Þrátt fyrir endurbætur á bílnum og meiri staöalbúnað er verðið nánast óbreytt frá fyrri árgerð. Terrano II jeppinn er boðinn 3ja eða 5 dyra, með 2,41 bensín- vél eöa 2,7 1 TDI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.