Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 9 DV Útlönd Hillary ætlar að skilja við Hillary Rodham Clinton, forseta- frú Bandaríkjanna, hefur gert kunn- ugt að hún ætli að vera við hlið eig- inmanns sins, Bills Clintons; eftir að kjörtímabili hans lýkur. Það virðist því ekki ætla að verða af skilnaðinum sem margir höfðu gert ráð fyrir. í viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina WKBW ræddi Hiilary um ást sína á eiginmanninum. „Við höfum varið löngum tima saman og upplifað margt saman samtímis því sem okkur er báðum annt um fjölskylduna," sagði for- setafrúin. Hillary stóð viö hlið eiginmanns síns eins og klettur þegar upp komst að hann hafði átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu. í kjölfar uppljóstrananna og hneykslisins sem fylgdi velti allur heimurinn því fyrir sér hvort for- setafrú Bandaríkjanna myndi yfir- Hillary var hjá Bill í Washington í gær og horföi á hann ástaraugum. gefa eiginmann sinn eða ekki. Hún þykir hafa staðist álagið með mikl- um sóma og hlotið fyrir samúð og virðingu um allan heim. Hillary og Bill keyptu sér nýlega hús í úthverfi New York-borgar. Forsetafrúin keppir að því að hljóta sæti öldungadeildarþingmanns fyr- ir New York og hefur hún þegar haf- ið kosningabaráttu sína. Hillary er þegar flutt inn í húsið en Bill verð- ur áfram í Hvíta húsinu í Was- hington þar til kjörtímabilinu lýk- ur. Þau verða því fjarbýlisfólk um skeið en forsetinn kveðst þó líta á húsið í New York sem nýtt heimili þeirra hjóna. Bandaríkjaforseti hef- ur þegar gist i húsinu hjá eiginkonu sinni. Þegar það fréttist að Hillary ætlaði að dvelja löngum stundum í New York var talið fullvíst að hún væri að undirbúa skilnað við eiginmanninn en nú hefur hún sem sé vísað slíkum orðrómi á bug. Pútín reynir að verja stríðsbrölt Vladímír Pútín, starfandi for- seti Rússlands, hittir Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, að máli í dag austur í Moskvu. Á þeim fundi ætlar Pútín að reyna að verja stríðs- rekstur Rússa í Tsjetsjeníu þar sem andstaða uppreisnarmanna múslíma fer sífellt harðnandi. Rússneskir íjölmiðlar eru farn- ir að gagnrýna stríðsreksturinn, rétt eins og vestrænir fjölmiðlar. Til þessa hafa þeir stutt dyggilega við bakið á Pútín sem er aðal- hvatamaður árásarstefnu Rússa og hefur fyrir vikið notiö mikilla vinsælda almennings. Hart var barist í Grozni, höfuð- borg Tsjetsjeníu, í gær og boðar ekki gott um framhaldið. ísraelsforseti í vanda: Ólöglegar peninga- gjafir rannsakaðar Dómsmálayfirvöld í ísrael hafa fyrirskipað lögreglurannsókn á staðhæfingum um að Ezer Weizm- an, forseti ísraels, hafi þegið ólög- legar háar peningagjafir frá frönsk- um auðkýfingi og góðkunningja sín- um. „Enginn vafi leikur á að forsetinn er saklaus, flekklaus," sagði lögmað- urinn Yaacov Weinroth á fjörugum blaðamannafundi sem sýndur var í beinni útsendingu í ísraelska sjón- varpinu. „Forsetinn hefur ekki í hyggju að segja af sér.“ Weizman hefur viðurkennt aö hafa þegið sem svarar rúmum fjórt- án milljónum króna að gjöf frá þess- um vini sínum, Edouard Saroussi, á meðan hann var þingmaður og ráð- herra á árabilinu 1988 til 1993. Forsetinn, sem er gamall orr- ustuflugmaður, segist ekki hafa bor- ið nein skylda til að gera grein fyr- ir peningunum. Hann ætlar að verja sig með kjafti og klóm og hreinsa nafn sitt. Barak forsætisráðherra sagði í yf- irlýsingu að þetta væri erfitt fyrir alla, einkum þó þá sem þekktu for- setann og mætu störf hans. Jacques Chirac Frakklandsforseti gefur sjófuglum, sem bjargað var af olíumenguðum ströndum á Bretagneskaga, fisk. Frakklandsforseti hefur heitið þvf að hvetja til að sett verði alþjóðleg lög sem neyöa þá er valda skaöa vegna olíuleka, eins og varð þegar skipiö Erika sökk í desember síðastliðnum, til að greiöa hærri bætur. Sfmamynd Reuter Tæknifræðingar framtiðarinnar finna heildarlausnir... T ^ Y f* '' ptm fr rSs * wm En fyrst hittast þeir á kynningarfundi á Islandi Hugsaðu um sjálfa(n) þig og framtíðina og fáðu upplysingar um tæknifræðinám í Syddansk Universitet í Sonderborg 1 Islenskur tæknifræðinemi við skólann veitir þér upplýsingar um námið. 1 Komdu og ræddu við íslending sem lærði í Sonderborg og vinnur nú á íslandi. Allir velkomnir. Nánari tíma- setning fyrir fúndina í skólunum fast í viðkomandi skóla. Mánudag 24. janúar Borgarholtsskóla Iðnskólinn i Rcykjavík I’riðjildag 25. janúar Vélskóli Islands Fjölbrautarskólinn Brciðholti Miðvikudag 26. janúar Menntaskólinn við Hamrahlíð Tækniskóli Islands Miðvikud. 26. janúar kl. 20: Hótel Sögu, Reykjavík Syddansk Universitet Ingenioruddannelserne Grundtvigs Allé 150 DK-6400 Sonderborg Tlf. +45 65 50 16 34 e-mail: ba@ingsdb.sdu.dk www.sdu.dk Tæknifræði útflutningur - Sameinar tungumál, vidskipta/ markaðsfræði og tækni Tæknifræði rekstur - Sameinar viðskiptafræði, stjórnun og tækni Tæknifræði hönnun/þróun - Rafmagnstæknifræði (veikstraumur) - Rafmagnstæknifræði (hugbúnadur) - Véltæknifræði ("Mekatrónik”) Tæknifræði mastersnám - Samhæfð tölvutækni rafeinda og eðlisfræði, kallast á dönsku "Mekatrónik” Syddansk Námsbærinn Sonderborg býður upp á fjölbreytta mögu- leika á menningu og annarri afþreyingu Kollegiernes Kontor (Skrifstofa Stúdentagarðanna) aðstoðar við öflun húsnæðis í Sonderborg eru búsettir Is- lendingar, sem eru við nám og störf og á þeirra vegum er starf- rækt íslendingafélag Þér er velkomið að hringja í Nönnu Pétursdóttir formann íslendingafélagsins í síma +45 74 43 33 75 e-mail: nannapet@postl.tele.dk Lídð á heimasíðu íslendingafélag- sins: www. sb. sdu .dk/'isfor/ Uníversitet

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.