Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 Útlönd Ömmur Elians ætla ekki til Bandaríkjanna ömmur kúbska drengsins Elians Gonzalez, sem bjargaöist í nóvember undan strönd Bandaríkjanna er bátur með móöur hans og ööru ílóttafólki frá Kúbu sökk, sögðu í morgun aö þær myndu ekki fara til Bandaríkjanna að sinni þrátt fyrir að þeim hefði verið veitt vegabréfsáritun. Ömmumar, Raquel Rodriguez og Mariela Quintana, áttu í gær fund með Joan Brown Campbell sem er aðalritari þjóðarkirkju- ráðsins í Bandaríkjunum. Campbell flaug til Kúbu í gær til að reyna að fá ömmur Elians með sér til Bandaríkjanna. Ömmurnar ætla ekki að fara fyrr en þær hafa fengið vissu fyrir því að Elian snúi með þeim heim. Spænsk yfirvöld áfrýja ekki í máli Pinochets Spænska stjómin tilkynnti í gær að hún hygðist ekki taka þátt í að áfrýja ákvörðun breskra yfir- valda um að veita Augusto Pin- ochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, frelsi. Abul Matutes, utanríkisráð- herra Spánar, sagði að stjóm sín hefði náð samkomulagi við yfir- völd í Chile um að ekkert yrði gert sem skaöað gæti samskipti ríkjanna. Tiikynningin kom degi eftir að spænski dómarinn Baltasar Garzon hafði farið fram á að stjórnin í Madrid áfrýjaöi strax yrði ákvörðun tekin um að sleppa Pinochet. Breska læknafélagið sagði í morgun að í raun væri hægt að gera skýrsluna um heilsufar Pin- ochets, sem yfirvöld í Bretlandi hafa neitað aö birta, opinbera. í bréfi til breska blaðsins Times sagði formaður læknafélagsins að að trúnaður milli sjúklinga og læknis væri ekki alger. Hægt væri aö rjúfa hann fyrir rétti. Kristilegir íhuga málshöfðun á hendur Kohl: Fjármálastjóri CDU hengdi sig Flokkur kristilegra demókrata (CDU) i Þýskalandi íhugar að höfða mál á hendur Helmut Kohl, fyrrum kanslara, tO að þvinga hann til að greina frá hverjir lögðu fé í leyni- sjóðina sem eru á góðri leið með að eyðileggja flokkinn. Vandi kristilegra jókst enn í gær þegar fregnir bárust af því að Wolf- gang Húllen, 49 ára gamall fjár- málastjóri þingflokks CDU, hefði hengt sig á heimili sínu í Berlín. Lögreglan sagði að sjálfsmorðsbréf sem hann skildi eftir hefði leitt til þess að hafin væri rannsókn á fjársvikum. Húllen var kvæntur og tveggja barna faðir. Þungamiðja hneykslisins innan Kristilega demókrataflokksins er játning Kohls í síðasta mánuði að hann hefði veitt viðtöku um sjötíu milljónum króna, í trássi við lög Lögregla stendur vörö í blokkinni þar sem starfsmaöur CDU bjó. um fjármögnun stjómmálaflokka, sem settar voru á leynireikninga. Kohl hefur neitað að greina frá því hverjir gáfu féð. Leiðtogar CDU sögðu að sjálfs- morð Húllens heföi verið af per- sónulegum ástæðum og kæmi hneykslismálinu ekkert við. Sjón- varpsstöðin ZDF sagði hins vegar að í sjálfsmorðsbréflnu væru orð sem skilja mætti sem svo að Húl- len tengdist misnotkim á flokks- sjóðum. Fréttaskýrendur sögðu að sjálfs- morð Húllens væri aðeins til að auka á vanda flokksins þótt það tengdist ekki fjármálahneykslinu. Wolfgang Scháuble, formaður CDU, sem sjálfur hefur viðurkennt að hafa tekið við fé, bað þýska þingið afsökunar á fjármála- sukkinu. Indónesískt barn leitar aö brotamálmi í húsagaröi á eyjunni Lombok. í bak- sýn má sjá bíl sem var brenndur í óeiröunum sem hafa geisaö á eyjunni síö- ustu daga. Heldur var þó farið aö róast þar í morgun. Clinton hvetur Arafat og Barak til málamiðlana Bill Clinton Bandaríkjaforseti hitti Yasser Arafat, forseta Palest- ínumanna, í Hvíta húsinu í gær og hvatti við það tækifæri bæði Palest- ínumenn og ísraela til að sýna sveigjanleika í friðarsamningunum. „í ferli sem þessu eru erfiðar málamiðlanir óhjákvæmilegar," sagði Clinton við upphaf fundarins með Arafat á forsetaskrifstofunni. Og bætti við að enginn gæti fengið allt sem hann vildi. Arafat, sem hefur látið í ljós gremju sína yfir hversu hægt geng- ur í lokaviðræðunum viö Israel, sagðist gera sér grein fyrir að ekki yrði auðvelt að semja um frið. Kona fæddi óvænt barn úti á götu í Grikklandi Fjörutíu og átta ára gömul kona vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fæddi allt í einu barn úti á miðri götu í bænum Volos í Grikklandi á þriðjudagskvöld. Kon- an hafði fengið magaverk skömmu áður en bamiö kom í heiminn. Hún hafði ekki hugmynd um að hún væri ófrísk. Sjónarvottar sögðu að ekki hefði heyrst múkk í barninu eitt augna- blik en síöan hefði það farið að gráta. Bamið var vafið inn í dag- blöð og peysu og flutt á spítala. Stuttar fréttir i>v Fjöldamorð í Istanbul Tyrkneska lögreglan leitaði í gær fjöldamorðingja í bæði Ankara og Istanbul eftir að 10 lík fundust í Istanbul á miövikudag- inn. Talið er að heittrúaðir múslímar beri ábyrgð á morðun- um. Arkan jarðsettur Þúsundir voru viöstaddar útfor serbneska stríðsherrans Arkans í gær. Arkan var skotinn til bana á laugardaginn í anddyri hót- els í Belgrad. Stjómarand- stæðingar full- yrða að einhver opinber emb- ættismaður hafi fyrirskipað morðið þar sem Arkan hafi verið of valdamikill og vitað of mikið. Washington á kafi í snjó Loka varð skólum í Was- hington í gær vegna mikillar snjó- komu. Röskun varð á flugi og öðr- um samgöngum. Sprengt í Madríd Tvær sprengjur sprungu í Madríd, höfuðborg Spánar, í morgun. Einn maður lést í fyrri sprengingunni. Talið er að aðskilnaöarsamtök Baska beri ábyrgðina. Blair ræðst á fjölmiðla Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun í ræðu í dag gagn- rýna fjölmiðla sem undanfarnar tvær vikur hafa ráöist á stjórn hans. Mun Blair halda því fram að stjómin standi við öll loforð sín. 12 ára moröingi 12 ára drengur í suðvesturhluta Englands var í gær ákærður fyrir morð á 6 mánaða bróður sínum. Engin merki bilunar Sérfræðingar, sem rannsakað hafa brakið úr Boeing 767 flugvél- inni sem hrapaði í Atlantshaf í október síðastliðnum, hafa ekki séð nein merki bilunar í vélinni. Fékk aftur fyrir hjartað Bill Bradley, sem varð að taka sér hlé í desember frá baráttu sinni fyrir því að verða forseta- efni demókrata vegna hjartslátt- artruflana, sagði í gær að hann hefði fjórum sinnum fengið sama kvilla síð- an þá. Bradley ætlar hins vegar ekki að breyta áætlunum um kosningafundi. Konur í valdastöður Nýr forseti Chile, Ricardo Lagos, ætlar að hafa konur við hlið sér við stjórn landsins. Lagos hyggst kynna nýja ráðherra 5. febrúar næstkomandi. Vfeiður þú einnaf 16 heppnum? Tippaðu á enska boltann og þú getur veríð á leiðinni á stórleiki í London Dregið verður úr öllum seldum röðum naestu 3 vikur og fá 16 heppnir tippara ferð til Englands að sjá stórliðin Chelsea - Wimbledon og Arsenal - Liverpool berjast um boltann. 1 X2.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.