Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 Spurningin Heldur þú aö Guöjóni takist að tryggja Stoke sæti í 1. deild á þessu ári? Áslaug Stefánsdóttir nemi: Nei. Ragnar K. Gunnarsson nemi: Nei, ég held ekki, því miöur. Kristinn Hjartarson sjómaður: Já, já, verum bjartsýn. Guðmundur Pálmason stöðu- mælavörður: Mér er alveg sama. Þórarinn Leifsson vefari: Nei, alls ekki. Heiður Ósk Helgadóttir mynda- tökumaður: Ég hef ekki hugmynd um það. Lesendur Flugstöð Leifs Eiríkssonar - eöa Flugvöllur Leifs Eiríkssonar Bréfritari vill breytingar á starfsemi Keflavíkurflugvallar og breyta nafni flug- vallarins til að leggja áherslu íslenskan Leif Eiríksson. - Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nýlega beindi utanríkisráðuneyt- ið þeim tilmælum til Flugleiða að nota nafnið Kefla- vík i stað Reykja- víkur um alþjóða- flugvöllinn á Mið- nesheiði, en hann er að mestu í landi Miðneshrepps og Njarðvíkur. Ef varnarsvæðið er skoðað á korti bætast við Hafna- hreppur og Miðneshreppur. Kefla- vík á ekkert land að veUinum, enda er Keflavíkurbær eins og hann var aðeins gamli hluti bæjarins. Byggt var á landi í eigu Njarðvíkur sem nær aö Tjarnargötu. Nafnið Reykjavík Airport passar ekki við þennan flugvöll. Dæmi eru erlendis frá um að flugvellir beri nöfn stórborga. Til dæmis er Glas- gow Intemational Airport ekki í landi Glasgowborgar, heldur bæjar- ins Paisley. Mér finnst að nafnið Flugvöllur Leifs Eiríkssonar sé heppilegast fyrir alla þjóðina. Norðmenn vilja eigna sér Leif Ei- ríksson. Með því að skíra völlinn upp á nýtt myndi sú staðreynd að Leifur var íslenskur festast í sessi. Það er furðulegt að flugstöðin skuli ekki bera ekki nafn Leifs heldur nafn smábæjar (en það var Keflavík 1941 er Bandaríkjamenn hófu flug- vallargerð ofan Innri-Njarðvíkur og siðar stærri vallar 1943 á Miðnes- heiði). Þá báru þessir flugvellir nöfn þekktra ameriskra hershöfðingja, sá minni nefndur Patterson Airfield og hinn stærri Meaks Airfield. - Eft- ir stríðið 1946, er íslendingar tóku við vellinum, varð hann svo Kefla- víkurflugvöllur. Nú, árið 2000, er komið nýtt sam- einaö bæjarfélag, Reykjanesbær. Þvi er timabært að breyta um nafn líkt og greinir í fyrirsögn (á ensku: Leif Ericson Airport). Hvað varðar rekstur flugvallarins þá á hann að lúta stjóm samgönguráðuneytisins en ekki utanríkisráðuneytisins líkt og nú er. Einfalda má allan rekstur. Byrja þarf að sameina lögreglu á vellinum og í Gullbringusýslu. Hætta með sérstakan flugvallarstjóra og flug- málastjóm. Til er flugmálastjóri og flugmálastjóm sem sér um alla flug- velli á landinu. Og loks má leggja niöur Vamarmálaskrifstofu utan- rikisráðuneytisins. Þetta ætti ríkisstjómin að taka til athugunar og spara hundruð millj- óna króna. Aö vísu myndu pólitísk- ir gæðingar missa stöður, en ríkið er með ,jötur“ annars staðar sem geta tekið við gullkálfum þessum. Aðalatriðiö er að ná spamaði fyrir íslenska skattgreiðendur. Smygl og háir innflutningstollar Sjonni sendi þennan pistU: f frétt DV um stórfellt smygl og brask með vélsleða og mótorhjól kemur margt fróðleg fram. Þar var rætt við einn umboðsmann á þess- um vinsælu sporttækjum. Hann heldur því fram að það sem hann kallar „okur á innflutningsgjöld- um“ kalli á stórfellt smygl og ólög- legan innflutning á vélsleðum og vélhjólum. Hann vildi meina að rekja mætti vandann til hins opinbera sem beinlínis okraði á aðflutningsgjöld- um af tækjunum. Norðmenn hefðu leyst málið hjá sér með því að gefa út tvo tollflokka og allir sætu við sama borð í innflutningi svona tækja. Eflaust má samsinna þessum umboðsmanni vélsleða og vélhjóla og hræðilegt ef óskráð tæki eru í umferð hér á landi. Málið er hins vegar sífellt hið sama hérlendis; smyglarar og lögbrjótar innflutn- ingsreglna halda ávallt fram sömu rökunum: of háir tollar eða inn- flutningsgjöld gera það að verkum að við verðum að smygla. Hvort sem tollflokkar hér yrðu fleiri eða færri og allir sætu við sama borð myndu alltaf fleiri eða færri íslend- ingar stunda lögbrotin. „Skapleg“ innflutningsgjöld hafa ekkert að segja hér á landi. Ásókn í lögbrot eru í genum okkar. Vatneyrardómur og landsbyggðin Kristjana Sigr. Vagnsdóttir skrifar: Vatneyrardómur gegn landsbyggð- inni. - Þetta var fyrirsögn DV-grein- ar Helga Laxdal fyrir stuttu. - Ég ætla ekki að fara að gagnrýna orð né hugsun þessa merka manns. En mér er spurn: Hvemig er hægt að eyða byggð þessa lands umfrarn það sem kvótakerfið hefur gert? Kvótinn er í sjálfu sér í lagi, en leyfi stjórnvalda til að braska með hann, það varð okkur að falli. Það fmnast kvótakóngar í dag sem í fæð- ingu hópbónuss eða hlutaskipta hvöttu okkur sem vorum neydd til að [UͧHDM®Æ\ þjónusta allan sólarhringinn Lesendur geta sent mynd af tér með bréfum sínum sem bfrt verða á lesendasíðu Kristjana vitnar í hópbónus og hlutaskipti og segir kvótakónga ekki hafa sýnt samhygð með sjómönnum sem lltinn eða engan kvóta eiga. _ í frystihúsi á Þingeyri. vinna eftir því óréttláta kerfl til að sýna samhygð með þeim sem sýndu litil afköst, og vera ekki að öfundast yfir því að þeir sem litiö gætu fengju sama og þær sem meira máttu sín. Ekki hafa þessir kvótagreifar haft samhygð með þeim sjómönnum sem eiga lítinn eða bara engan kvóta. Þeir hafa engu miðlað. Helgi Laxdal bendir á það að taka veiði- heimildir af núver- andi rétthöfum og bjóða þær upp, til þess að allir sitji við sama borð. En ég spyr enn: Hvemig eiga þeir menn sem engan kvóta eiga og hafa aldrei átt, að fara í samkeppnina viö kolkrabbann og kvótagreifana? Hefur hann trú á þvi að þá komi samhygðin fram hjá kvótagreif- unum, eða sjávarút- vegsráöuneytinu? Ég hef enga trú á því. Helgi Laxdal spyr líka: Er hægt að hirða þær af viðkom- andi, án þess að ríkis- sjóður baki sér bótaskyldu? Ég spyr Helga á móti: Hverjar voru bætur til allra þeirra sem misst hafa vinnuna af völdum kvótabraskaranna? Hverjar eru bætumar til heilla byggðarlaga sem bíða þess seint eða aldrei bætur, að fiskveiðistjómunin innleiddi þann glæp sem kvótabraskið er? I>V Lágur sjúkrahús- kostnaður Þórey skrifar: Maður les fréttir um gífurlega háan kostnað sem fólk greiðir fyr- ir sjúkrahúsvist í öðrum löndum. Bandaríkin eru víst ekki eftirbát- ar í þeim efnum. Og í flestum Evr- ópulöndunum er dýrt að veikjast. Hér á landi hefur verið kvartað yfir dýru heilbrigðiskerfi, en hvergi vildi ég þó þurfa að verða sjúklingur Emnars staðar - þótt bara sé litið til kostnaðarins. Voru ekki einmitt þessa dagana ung hjón aö flýja hingað heim frá útlöndum til að fæða fyrsta barn- ið? Og þar var spumingin ekki um að kostnaður væri margfalt minni hér en í útlandinu. Þetta er staðreynd sem fólk gleymir í hita umræðna um dýra sjúkrahúsvist hér. Flugleiðir hafa ekki frumkvæðið Jóhann Ólafsson skrifar: Mér finnst að Flugleiðir hefðu átt að hafa frumkvæðið að hinum lágu fargjöldum sem Samvinnu- ferðir-Landsýn bjóða landsmönn- um til ýmissa borga í Evrópu. En það höfðu Flugleiðir ekki. Eina flugfélggið sem hér stundar fast áætlunarflug til útlanda bryddar ekki upp á nýjungum fyrir ís- lenska neytendur. Öðru máli gegnir fyrir útlendinga beggja vegna hafsins. í gamla daga voru bæði Flugfélag íslands og Loftleið- ir með ýmsar nýjungar og tilboð á báða bóga. Loftleiðir stofnuðu meira að segja fyrirtæki erlendis, fleiri en eitt og fleiri en tvö og flugu til Karlbahafsins með eigin flugvélum, tóku upp lægstu far- gjöld yfir hafið o.fl. o. fl. Flugleið- ir bjóða nú skyndilega ódýra næt- urflutninga til London og Kaup- mannahafnar í sumar, en það má vísast rekja til fréttanna um flug- frelsi SL. - Frumkvæði Flugleiöa vantar hins vegar alveg. Ekki vænkast hag- ur Samfylkingar Sveinn Ámason skrifar: Ekki ætlar hagur Samfylkingar- innar að vænkast hvað varðar for- mannsframboð hins nýja flokks. Með „teyminu" sem svo er kallað og samanstendur af þeim Lúðvik Bergvinssyni og Bryndísi Hlöðversdóttur. Ekki það að þau séu óframbærilegri kandídatar en t.d. Össur, Guðmundur Ámi eða sjálf Margrét Frímannsdóttir, kannski bara frambærilegri og meiri ferskleiki í þeirra fram- göngu og orðræðu, en þetta veldur vanda Samfylkingar á þann hátt að nú eru komnir svo margir í umræðuna um formanns- og vara- formannsefhi að ekki er lengur hægt að skírskota til samheldn- innar í fylkingunni. - Ég held samt að nú verði að taka af skarið og sýna okkur stuðningsmönnum fylkingarinnar hver eða hveijir það verða sem takast á um foryst- una. Sjálfur myndi ég styðja „teymið" Bryndísi og Lúðvik. Fréttastjóri Sjónvarps: Hvatti Þröst til hvíldar Bogi Ágústsson, fréttastjóri Sjónvarps, skrifar: í viðtali við Þröst Emilsson, fyrrverandi fréttamann hjá Ríkis- útvarpinu-Sjónvarpi, sem birtist í DV 15. janúar 2000, fiallar hann um ýmislegt varöandi starf sitt á fréttastofu Sjónvarps og sam- skipti við mig. Vegna þessa vil ég taka fram að það er ekki vani minn að ræða samskipti við ein- staka starfsmenn á opinberum vettvangi. Þar breytir engu þó að Þröstur hafi aflétt þeim trúnaði varðandi veikindi sín sem hann hafði áður lagt mikla áherslu á. Ég get þó staðfest að eitt af því sem Þröstur nefndi varðandi sam- skipti okkar er rétt. Það er stað- hæfingin um að ég hafi hvatt hann til að taka þá hvíld sem hann þyrfti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.