Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 32
1* FRETTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 Slökkvilið kallað til: llla lyktandi selsmagaleki frá Hafró Forstjóri Rannsóknastofnunar flskiðnaðarins hefur óskað eftir að fá i hendur skýrslu um leka sem átti sér stað i fyrra- kvöld þegar illa lyktandi vatn rann frá Hafró niður í hús- næði RF. Ástæða lekans var sú að starfs- maður Hafró var að skola innan úr selsmögum og sjóða kjamma (svo hægt sé að ná tönnum úr fyrir aldursgreiningu) þegar nið- urfallslögn stíflaðist. Flóði vatnið upp i gegnum svokallaða stingskápsvaska á þriðju hæðinni. (Þar eru m.a. mötuneyti og rann- sóknarstofur. Óskað var eftir aðstoð slökkviliðs til að soga upp vatnið og illa lyktandi gumsið sem fylgdi inn- an úr selunum. Starfsmenn í húsinu voru fram á nótt að ganga frá þannig að fólk gat mætt til vinnu i gærmorgun. -Ótt Hver vill verða leikhússtjóri? í Helgarblaði DV á morgun verður fjallað um þá valdabaráttu sem nú á sér stað bak við tjöldin í Borgarleik- húsinu. Staða leikhússtjóra hefúr ver- ið auglýst og níu umsóknir liggja fýrir. Er staða Þórhildar Þorleifsdóttur, nú- verandi leikhússtjóra, nægilega styrk? Hveijir sækja um starflð á móti henni og er búið að semja um málið bak við tjöldin? Allt þetta kemur í ljós í Helg- arblaði DV á morgun. Einnig er fjallað um The Mile High Club sem margir þekkja af afspum og sumir eru félagar í, rætt við Svanhildi Konráðsdóttur og Pál Jónsson og horft á Djöflana eftir Dostojevskí skömmu fýrir frumsýningu. í LÉK UM HANN V^ÁSTARELPUR? Á jólanótt áriö 1986 stóö Jón Snæbjörnsson, til vinstri á myndinni, í sparifötunum einum í 13 klukkustundir, í sjó upp í hné, í lekum gúmbáti fyrir noröan heimskautsbaug. Hann var þá yfirstýrimaður á Suöurlandinu sem sökk snögg- lega þessa nótt. Skipsfélagar Jóns voru sumir látnir úr vosbúö viö hliöina á honum í gúmbátnum. 5 komust af úr slysinu en talið er aö flotgailar heföu komiö í veg fyrir aö 6 félagar þeirra færust. Jón, sem rekur nú fyrirtækiö Geiri hf., ákvaö aö gefa Slysavarnaskóla sjómanna nýjan flotgalla í gær sem hann afhenti um borö í Sæbjörgu. Meö Jóni heldur Hilmar Snorrason skólastjóri á Eiríki Aöalsteinssyni vélstjóra sem klæðist nýja gallanum.“Þetta mun koma að góöum notum fyrir skólann," sagöi Hilmar. DV-mynd Hilmar Þór Mörg hundruð Durex-Gold-smokkar innkallaðir: Durex-smokkur brennir mann - til rannsóknar á óháðri rannsóknarstofu í Englandi „Okkur barst kvörtun í nóvem- ber og tveim dögum síðar var yfir- maður gæðaeftirlits Durex- smokkafyrirtækisins kominn hing- að til lands. Við höfum reynt allt sem við getum til að fá botn í mál- ið og unnið það i fullu samráði við Hollustuvernd ríksins," sagði Gunnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri innflutningsfyrir- tækisins Hermes sem flytur inn Durex-smokkana. „Smokkurinn sem kvartað var yfir var sendur til óháðrar rannsóknarstofu í Englandi í desember og þar hafa menn enn sem komið er ekki ftmd- ið nein þau efni sem skýrt geta kvörtun mannsins sem notaði smokkinn,“ sagði Gunnar Kjart- ansson sem vildi ekki að öðru leyti tjá sig um hvemig smokkurinn skaðaði þann sem kvartaði. Sam- kvæmt heimildum DV mun maður- inn hafa brennst á kynfærum og í klofi eftir notkun smokksins og hefur rannsóknin ytra meðal ann- ars beinst að því að finna þau að- skotaefni sem slíku gætu valdið. Er sá möguleiki einnig til skoðun- ar að um skemmdarverk gagnvart Durex-verksmiðjunum geti verið að ræða. Smokkurinn sem hér um ræðir er af gerðinni Durex-Gold og er ný lína hjá fyrirtækinu. Strax og kvörtunin harst var öll sendingin sem komin var i dreifingu innköll- uð að kröfu Hollustuvemdar ríkis- ins og skipt fyrir aðra og nýrri. „Hér var ekki-um mjög mikið magn að ræða; innan við þúsund smokka. Yfirmaður gæðaeftirlits- ins hjá Durex skoðaði stóran hluta sendingarinnar og heimsótti út- sölustaði þar sem hann grandskoð- aði smokkana án þess að finna nokkuð athugavert. Þetta er i fyrsta skipti í 40 ár sem eitthvað kemur upp á hjá okkur varðandi Durex-smokkana. Enginn veit hvað hefur gerst,“ sagði Gunnar Kjartansson. „Þetta mál var og er í skoðun hjá okkur en niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði Sigurbjörg Gísladótt- ir, forstöðumaður eiturefnasviðs Hollustuvemdar ríksins. „í svona tilvikum grípum við til aðgerða í öryggisskyni og það var gert.“ -EIR Skotárás í Keflavík: Skotið á strætisvagn Fimmtán ára drengur er grunaður um að hafa skotið af loftbyssu á stræt- isvagn í Miðgarði í Keflavík í fýrradag. Skotið kom í rúðu á annarri framhurð vagnsins og kurlaði hana, en engan í vagninum sakaði. Þó hefði getað farið verr, því skólakrakkar sátu í vagninum rétt þar fýrir aftan sem kúlan kom í rúðuna og skildi eftir sig gat í henni. Að sögn lög- reglu í Keflavík em kúlur úr loftbyss- um hættulegar, en þegar umrætt atvik átti sér stað hafði hópur ungra drengja verið að leika sér með loftbyssu og skotið á strætisvagninn var eitt þeirra sem þeir hleyptu af. -gk Kópavogur: Stefnuljós ekki notuð „þetta er vítavert athæfi og auk þess sýnir það tillitsleysi og tefúr alla aðra umferð," segir varðstjóri hjá Kópa- vogslögreglunni en þar var í gær kann- að hvemig stefhuljósanotkun öku- manna í hringtorgi var háttað. Alls var fylgst með 104 bifreiðum sem fóm um hringtorg og ökumenn 73 þeirra gáfu ekki til kynna með stefnu- ljósum hvenær þeir hygðust yfirgefa hringtorgið. Þá vom 185 bifreiðar stöðvaðar í sérstöku umferðarátaki og búnaður þeirra skoðaður. Reyndist allt í lagi hjá 173 þeirra sem verður að telj- ast þokkalegur árangur. -gk Óvissa um stækkun álvers Frestun hefur þegar orðið á fyrir- hugaðri stækkun álvers Norðuráls í Hvalfirði vegna þess að fjármögnun er enn ekki í höfn. Áformað var að fjármögnun lyki um síðustu áramót en það tókst ekki. Stækkun álvers- ins úr 60 þúsund tonna ársfram- leiðslu í 90 þúsund tonn átti að ljúka á fyrrihluta næsta árs en nú er ljóst að einhver frestun verður. Takist fjármögnun verður frestunin samt einhverjir mánuðir, sam- kvæmt heimildum DV. -rt Þorri byrjaður Þorrinn er gengmn í garð og hon- um fylgja kræsingar sem verka eins og ljós í myrk- um janúar- mánuði. Þjóðleg- m- siður i mat og mannfagnaði, sem á sér ekki hliðstæðu um víða veröld, lyftir geði guma á meðan sól hækkar lítillega á lofti þann tíma er þorrinn varir. -EIR brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.ls/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.