Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 17
16 17 + FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 Sport Sport Bland í noka Falur Harðarson lék sinn fyrsta leik með sínu nýja liði, Honka, i finnsku A-deildinni í körfubolta í fyrrakvöld. Falur fékk rétt að finna smjörþefinn af leik liðsins, lék átta mínútur og klikkaði á báðum þriggja stiga skot- um sinum á þeim tíma. Honka vann, 98-77, heimasigur á Piiloset og tryggði enn frekar stöðu sína á toppi deildarinnnar. Coventry varð sneggra en önnur ensk úrvalsdeildarlið til að næla sér i Belgann unga, Cedric Roussell, frá Gent en taliö er að Roussell hafl skrif- að undir fimm ára samning. Hann kostar Coventry allt upp í 140 milljón- ir króna en helmingur kaupverðsins er háður leikjum Roussell með Coventry. Hið árlega þorrablót KR verður haldið laugardaginn 22. janúar næst- komandi í Frostaskjóli. Veislustjóri er Guðlaugur Þór Þórðarson borg- arfulltrúi og ræðumaður kvöldsins er Lúðvik Bergvinsson alþingis- maóur. Hin fræga KR-hljómsveit leikur fyrir dansi en húsið verður opnað klukkan 19.00. Jón Arnar Magnússon verður á meðal keppenda á meistaramótinu í fjölþraut sem fram fer í Baldurshaga og Laugardalshöll um helgina. Keppni hefst klukkan 10.30 á laugar- daginn og 12 á sunnudaginn. Stórmót SH i sundi verður haldið í Sundhöll Hafnarijarðar um helgina. Að þessu sinni er umgjörð mótsins meö öðru sniði, með meiri áherslu á að likjast stórum alþjóölegum mótum sem haldin eru víðs vegar um heim- inn. Með þessu móti vill SH að sund- menn okkar öðlist reynslu i að keppa í undanrásum og úrslitum í sömu grein sama dag. -ÓÓJ/GH Riðlarnir í deildabikar Eftirtalin lið leika saman i riðlum deildabikarsins i knattspyrnu - A- riðill: Haukar, Leiftur, Léttir, Dal- vík, Viðir, Fylkir. B-riðill: Þróttur R., Sindri, Víkingur R., Huginn/Hött- ur, Grindavík, Afturelding. C-riðill: FH, KS, Njarðvík, TindastóU, KR, Fram. D-riðill: SkaUagrímur, Selfoss, Stjarnan, Fjölnir, ÍA, KÍB. E-riðill: Hamar/Ægir, Þór, Ak., Breiðablik, KA, Valur, HK. F-riðiU: Keflavík, KFS, Leiknir, R., ÍBV, Bruni, ÍR. 1 kvennaflokki: A-riðiU: Þór/KA, ÍBV, Breiöablik, Stjaman, Grindavík. B- riðiU: ÍA, KR, Valur, FH, RKV. -ÓÓJ New Jersey-Detroit .....122-120 Marbury 34, Van Horn 28, Gill 12 - Laettner 28, Stackhouse 28, HiU 23. Chariotte-Philadelphia . .109-100 Coleman 23, Jones 23, Wesley 15 - Iverson 35, HiU 17, Lynch 16. Milwaukee-Seattle........96-104 Robinson 21, CasseU 19, Thomas 14 - Baker 31, Payton 22, Patterson 16. Houston-Denver..........122-115 Anderson 26, Francis 22, Mobley 17 - McDyess 40, Van Exel 31, Mercer 22. Vancouver-Utah............89-94 Harrington 22, Bibby 22, Dickerson 17 - Malone 32, Russel 25, Eisley 9. Sacramento-Orlando . .. .111-103 Stojakovic 17, Divac 17, Funderburke 15 - Maggette 18, Armstrong 16. Keflavík í sjöunda sæti - eftir sigur Grindavíkur í Keflavík, 78-88 Keflavík tapaði sinum þriðja leik í röð þegar Grindvíkingar, með Brenton Birmingham í broddi fylkingar, komu i heimsókn og sigruðu, 78-88. Svo virðist sem Keflavíkurhraðlestin fræga sé farin að ryðga allverulega og þarfn- ist lagfæringar sem allra fyrst. Með þessum sigri styrktu Grindvíkingar stöðu sína í toppbaráttunni en Kefla- vík er komið í 7. sæti sem er eitthvað nýtt á þeim bænum. Brenton Birmingham setti fyrstu körfu leiksins handan 3ja stiga línunn- ar og gaf tóninn um hvað koma skyldi. Brenton og Bjarni Magnússon fóru saman á kostum í fyrri hálfleik og skoruðu 36 stig af 39 stigum gestanna en Jason Smith sá til þess að munur- inn var ekki meiri en 6 stig í hálfleik og vann hann vel. Það var svo Jason sem átti upphafsmínútur seinni hálf- leiks og kom Keflavik yfír með góðum sóknartilburðum en þá var komið aft- ur að Brenton Birmingham sem skor- aði nánast að vild og sýndi hvers vegna hann er kóngurinn í deildinni. Hann kom Grindavík 9 stigum yfir upp á sitt einsdæmi en var farinn að þreyt- ast í lok leiksins og heimamenn náðu að jafna, 78-78. Lengra komust Kefl- víkingar ekki og Grindavík skoraði síðustu 10 stig leiksins. Grindvíkingar fara vel af stað eftir jólafriið og var þetta þriðji sigur þeirra í jafnmörgum leikjum. Brenton Birmingham var í miklu stuði og skor- aði 48 stig og hafði lítið fyrir því. Hann lét varnarmenn Keflavíkur ekki pirra sig, eins og gerðist í Eggjabikarn- um, heldur sýndi ailar sínar sparihlið- ar. Bjami Magnússon var mjög góður í fyrri hálfleik og Ermolinskij kom með mikilvæga hjálp í seinni hluta síð- ari hálfleiks. Hjá Keflavík var Jason Smith góður en athygli vakti hversu lítið hann fékk boltann síðustu 10 mínútur leiksins. Fannar Ólafsson barðist vel að vanda en aðrir leikmenn liðsins verða að setja lóð á vogarskál- arnar ef liðið ætlar sér stóra hluti í vetur. Einhvern neista vantar í liðið og það er eins og menn hafi ekki gam- an af því að spila körfubolta. -BG Stórt tap Stóla - gegn Hamri. Tómas gekk frá Þór Hamarsmenn frá Hvergerði gerðu góða ferð á Krókinn og sigruðu, 68-83. Tindastólsliðið var óþekkjanlegt frá því fyrr í vetur. Ekki bætti úr skák að tveir af bestum mönnum liðsins meiddust i gær, Kristinn Friðriksson i fyrri hálfleiknum og Sene Hendriksen snemma i fyrri hálfleik. Kristinn togn- aði á fingri og Sune á ökkla. Hjá Tindastóli voru Svavar og Shawn bestir en eins og fleiri í Tinda- stólsliðinu hafa þeir báðir verið að leika betur í vetur. Hjá Hamri var Brendan Titon allt í öllu, sérstaklega í fyrri hálfleiknum þegar hann skoraði 26 stig. Tómas Hoiton frábær og innbyrti sigurinn gegn Þór Tómas Holton átti hreint frábæran leik með Skallagrimi sem vann nauman sigur á Þór frá Akureyri, 101-96. Tómas var allt í öllu hjá Skallagrimi, skoraði 35 stig og átti 9 stoðsendingar. Þórsarar náðu að minnka muninn í eitt stig þegar nokkrar sekúndur voru eftir en Tómas innbyrti sigurinn fyir sína menn með 3ja stiga körfu og víti að auki. „Þetta var fjórði sigur okkar í röð og nú verðum við að halda áfram á sömu braut,“ sagði Tómas eftir leikinn. KR-sigur á Skaganum KR-ingar unnu auðveldan sigur á ÍA á Akranesi. Það sérstaka við leik ÍA og KR í gærkvöld var að dómaramir voru afspyrnuslakir og skildu menn oft ekki hvað verið var að dæma á. Bestir í liði heimamanna voru þeir Reid Beckett og Ægir Hrafn Jónsson en hjá KR-ingum bar mest á Ólafi Ormssyni. Keith Wasselk náði sér ekki alveg á strik og var greinilega eitthvað meidd- ur á fæti. ísland berst um þriðja sætið DV, Króatíu: Evrópumótinu í handknattleik voru gerð góð skil í króatíska sjónvarp- inu í gærkvöld en viðtöl voru við þjálfara og fyrirliða liðanna 12 sem leika í keppninni. í A-riðlinum, sem spilaður er í Zabgreb, voru menn sammála um að Króatar og Spánverjar mundu bítast um tvö efstu sætin og slagurinn um þriöja sætið komi til með aö standa á milli Frakka og Þjóðverja. í B-riðlinum, sem leikinn er í Rijeka, voru menn sammála um að Sví- ar og Rússar kæmust örugglega í undanúrslit keppninnar og lentu i tveimur efstu sætunum. Mönnum fannst hins vegar mjög erfitt að spá fyrir um hvaða þjóð næði þriðja sætinu í riðlinum en þeir sögðu að bar- áttan myndi standa á milli Dana, Slóvena og íslendinga. DV, Króatíu: Króatar og Rússar áttust við í æf- ingaleik í fyrrakvöld í Zagreb. Króat- ar sigruðu í leiknum, 27-22, eftir að hafa leitt hann allan tímann. Rússar hafa því átt við erfiðleika að stríða i undirbúningnum og hafa meiðsli leikmanna átt þar stóran þátt. Max- imov, þjálfari liösins, hefur haft af þessu töluverðar áhyggjur en segist vona að liöið verði tilbúið í slaginn þegar flautað verður til leiks í dag en þá mæta Rússar liði Dana. Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður: Það styttist í sigur okkar Guðmundur Hrafnkelsson. Fram er komin hugmynd þess efnis að fækka keppnisliðum meistaraflokka innan Reykjavíkurfélaganna úr ellefu í fjögur. Hugmyndin er komin frá Snorra Hjaltasyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, og í beinu framhaldi af um- ræðum um sívaxandi kostnað við iþróttasvæði félaganna í Reykjavík sem að margra mati er orðinn alltof hár. „Ég tel mun skynsamlegra að byggja upp mjög góða framtíðaraðstöðu á fjór- um félagssvæðum í Reykjavík en að gera þetta á mjög löngum tíma á mun fleiri svæðum. Þetta myndi spara Reykjavíkurborg gríðarlega mikla pen- inga og einnig ætti þetta að auka til muna möguleika íþróttafélaga í Reykja- vik á að ná í allra fremstu röð í sem flestum íþróttagreinum," sagði Snorri í samtali við DV. Hugmynd Snorra er róttæk en nær einungis til meistaraflokksliöa félag- anna. „Ég hef til dæmis bent á þann möguleika að Valur myndi flytja starf- semi sína upp í Grafarvog, KR og Grótta yrðu áfram í samstarfi á Sel- tjamamesi, Fram myndi flytja sig í Laugardalinn og sameinast þar Þrótti og Ármanni og í Breiðholtinu myndu Víkingur, ÍR og Leiknir sameina krafta sína og jafnvel Fylkir. Þetta er einungis hugmynd en ég tel afar nauðsynlegt að menn fari að ræða þessi mál af mikilli alvöru og það sem ailra fyrst. Rétt er að ítreka að barna- og unglingastarf yrði áfram í gömlu félögunum og þau myndu þar halda upprunalegum nöfnum sínum,“ sagði Snorri ennfrem- ur. Eins og áður sagði er þessi róttæka hugmynd um sameiningu félaga komin fram í framhaldi af þeirri staðreynd að kostnaður við byggingu íþróttamann- virkja í höfuðborginni er gríðaiTegur í fyrirsjáanlegri framtíð. Á fundi ÍBR á dögunum lagði Snorri fram bókun um samnýtingu íþróttamannvirkja og fékk hún góðar viðtökur. Samkvæmt heimildum DV eru menn í hinum ýmsu félögum mjög fylgjandi sameiningu félaga. Það er mat margra að íþróttafélögin í Reykjavík séu alltof mörg miðað við fjölda íbúa og kostnaður borgarinnar því mun meiri en hann þyrfti að vera. „Félögin í Reykjavík eiga alls staðar að vera í fremstu röð og sameining er leið- in til að ná því markmiöi," sagði Snorri. -SK Staffan Olson hefur oft fengið það óþvegið í landsleikjum Svía enda einn skæðasti leikmaður heimsmeistaranna. íslensku leikmennirnir verða að taka hart á „Faxa“ í dag ef möguleiki á að vera á sigri gegn Svíum. Reuter Snorri Hjaltason hefur lagt fram athyglisverðar hugmyndir um samein- ingu fþróttafélaga. Bland í noka Flögur félög í Reykjavík? Eg hef alltaf borið mikla virðingu fyrir íslendingum - segir Staffan „Faxi“ Olsson. ísland gegn Svíum í dag DV, Króatíu: Svíarnir eru mættir til Evrópumótsins í handknattleik með sitt allra besta lið og markmið þeirra er að verja Evr- óputitilinn sem þeir unnu á síðasta móti á Ítalíu fyrir tveim- ur árum. í sænska liðinu er valinn maður i hverju rúmu og langstærsti hluti liðsins hefur leikið saman í hátt í tíu ár. Einn í þessum hópi er Staffan Olsson sem oft hefur reynst okkur íslendingum óþægur ljár í þúfu. „Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir íslenska landslið- inu í handknattleik. Liðsmenn þess hafa leikið lengi saman og það er til alls líklegt á góðum degi. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að leikurinn við íslendinga verður mjög erf- iður og við verðum að halda vöku okkar allan tímann," sagði Steffan Olsson við DV. - Minnist þú þess að hafa tapað einhvern timann fyrir íslendingum? „Já, það man ég, en það eru nokkur ár síðan. Ég veit að það er markmið hjá íslendingum að binda enda á þessa sögu. íslendingar eru með gott lið í dag og þeir munu eflaust berj- ast til síðasta blóðdropa gegn okkur.“ - Nú hafa litlar breytingar orðið á sœnska liðinu á síó- ustu árum. Er engin þreyta komin i mannskapinn? „Ég ætla rétt að vona að svo sé ekki. Sænskir fjölmiðlar eru oft að kyrja á þessu en þegar kemur á daginn stendm lið- ið sig yfirleitt vel þegar á hólminn er komið. Fjölmiðlar benda á að við séum orðnir gamlir en við stöndum okkur í stykkinu ennþá.“ - Telur þú það kost að mœta íslandi í fyrsta leik móts- ins? „Það skiptir miklu máli að byrja mót af þessu tagi vel. Ég tel það engu máli skipta hvort við mætum Islendingum i fyrsta leik eða á síðari stigum þess. Allir byrjunarleikir eru erfiðir. Við erum hingað komnir til að verja titilinn,“ sagði Staffan Olsson. -JKS Maximov kallaði á dögunum inn í landsliöið Eduard Moskalenko sem leikur meö Stjömunni i Garðabæ. Hann segir þaö betri kost að fá leik- mann úr íslensku deildinni heldur en úr neöri deildum i Þýskalandi. Danir hafa sterku liói á aö skipa í dag og ríkir bjartsýni um gott gengi liðsins hér á Evrópumótinu. Þeir hafa verið að yngja upp liðið á síö- ustu misserum með ágætum árangri. Leif Mikkelsen, sem verið hefur með liðið í þrjú ár, segir aö það geti bragö- ið til beggja vona en telur sína menn þó tilbúna í slaginn. Rússaleikurinn verði hins vegar mjög erfiður. Verslunarkeðjan 10-11 auglýsir starfsemi sína á gólfi íþróttahallar- innar hér í Rijeka ásamt nokkrum öðrum aöilum, innlendum sem erlendum. Þetta vakti óneitan- lega athygli islendinganna þegar þeir komu til hallarinnar í gær þegar ver- ið var aö leggja auglýsingamar á gólf- ið. í borginni Rijeka, þar sem fyrstu þrír leikir islenska liðsins verða, búa um 350 þúsund manns. Þetta er hafn- arborg og um höfnina fara mestallir futningar til landsins. Hér er íþrótta- áhugi mikill og borgin státar af fé- lagsliðum í efstu deildum í flestum flokkaíþróttum. -JKS DV, Króatía: Guðmundur Hrafnkels- son mun eflaust byrja að verja íslenska markið sem mætir Evrópu- og heims- meisturum Svia i borginni Rijeka í Króatíu í dag. Guðmundur sagðist eftir æflngu liðsins í gær eiga von á erfiðum leik en það væri góður hugur í hópn- um og allir staðráðnir í því að gera sitt besta. „Við erum ekki komnir að endanlegri niðurstöðu hvernig við stillum þess- um leik upp en Þorbjörn Jensson mun eflaust gefa okkur línurnar á fundi sem haldinn verður um hádegið í dag,“ sagði Guð- mundur Hrafnkelsson við DV. - Nú hafa Svíarnir reynst okkur mjög erfiðir í gegnum tiðina heldur þú að það hvíli á mönn- um? „Já, auðvitað hugsa menn til þess að það er langt síðan að við unnum Svía. Við megum hins veg- ar ekki hugsa þannig, eins og margir segja: eftir því sem ósigarnir verða tleiri styttist í sigur. Við vona að það sé komið að þeirri stund í dag. Ef við náum að stilla saman liðið og ná okkar besta leik eru alveg örugg- lega möguleikar til þess að leggja Svía að velli. í síð- ustu leikjum höfum við staðið uppi í hárinu á þeim en alltaf gefið eftir þegar liðið hefur á leikinn. Núna er bara spuming að halda út einn leik á móti þeim.“ - Stendur þetta ekki og fellur með markvörsl- unni og vörninni? „Það gerir það alltaf eins og dæmin sanna. Varnarleikurinn hefur verið sterkasti hlekkur liðsins og þá fylgir mark- varslan með. Við eigum á að skipa fullt af góðum ein- staklingum í þessu liði. Við verðum bara að þjappa okkur saman og stefna að þvi að gera okkar besta. Mér líst vel á þetta því væntingarnar eru ekki miklar og ég held að það sé bara ágætt. -JKS Tobbi neitaði æfingunni DV, Króatíu: Eins og komið hefur fram í fréttum fékk íslenska liðið ekki að æfa í keppnishöllinni fyrir fyrsta leikinn gegn Svíum i dag og eru forsvarsmenn islenska liðsins allt annaö en ánægðir með það. Svíamir fengu að æfa í höllinni. „Okkur var boðið upp á að æfa í fyrramálið (í morgun) í höllinni en það gekk engan veginn upp og ég afþakkaði boðið. Það er löng rútuferð frá hótelinu okkar í keppnishöllina og ég taldi því betra að við stilltum saman strengina og færum saman í góðan göngutúr í fyrramálið (í morgun),“ sagði Þorbjöm Jensson landsliðsþjáifari. -SK/-JKS Styrktarleikur fyrir Herdísi á sunnudag í Ásgarði: Hátíð fyrir Herdísi Herdís Sigurbergsdóttir, handknattleikskona úr Stjörnunni, varð fyrir alvarlegum og langvinnum meiðslum á hásin í landsleik fyrir rúmu einu ári og hefur enn ekki náð sér. Á sunnudaginn hefur verið skipulögð fjölskylduhátíð í Garðabæ henni til styrktar. Herdís fékk engar tryggingarbætur og nú bíður hennar dýr aðgerð í Þýskalandi og er þessi leikur hugsaður sem ijáröflun fyrir hana. Það er líka hægt að styrkja Herdísi með því að leggja inn á reikning 140-26-250 í nafni hennar í Landsbankanum í Hafnarfirði. Á sunnudaginn leikur íslenska kvennalandsliðið við úrvalslið valið af Herdísi þar sem bestu handknattleikskonur etja kappi saman en auk þess eru skemmtiatriði fyrir leik og í hálfleik og boðið verður upp á kaffi og súkkulaði. Miðinn kostar 1000 krónur og gildir einnig sem happdrættismiði. -ÓÓJ Herdís Sigur- bergsdóttir Keflavík (33) 78 - Grindavík (39) 88 4-3, 10-10, 13-12, 13-25, 23-27, 31-34, (33-39), 42^1, 49-46, 51-52, 58-58, 63-62, 65-72, 70-76, 71 (0 Jason Smith 31 Fannar Ólafsson 12 Hjörtur Harðarson 10 Gunnar Einarsson 9 Magnús Gunnarsson 8 Halldór Karlsson 4 Elentinus Margeirss. 4 78, 78-88. Fráköst: Kefiavík 28, Grindavik 31. 3ja stiga: Keflavík 5/14, Grindavík 10/21. Dómarar (1-10): Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson, 8. Gæði leiks (1-10): 6. Brenton Birmham 48 Bjami Magnússon 18 A. Ermolinskij 10 Guölaugur Eyjólfsson 7 Dagur Þórisson 3 Pétur Guðmundsson 2 Víti: Keflavík 4/8, Grindavík 8/11. Áhorfendur: Um 300. Tindastóli (42) 69 - Hamar (51) 83 w Svavar Birgisson 22 Shawn Mayers 16 FTiðrik Hreinsson 9 ísak Einarsson 6 Flemming Stie 5 Sune Hendriksen 3 Lárus Dagur Pálsson 3 Gunnl. Erlendsson 3 Kristinn Friðriksson 2 Fráköst: Tindastóll 27, Hamar 28. 3ja stiga: Tindastóll 4/18, Hamar 12/15. Dómarar (1-10): Sigmundur Herbertsson og Eggert Aðalsteinsson, 8. Gœói leiks (1-10): 7. Víti: Tindastóil 19/29, Hamar 6/12. Áhorfendur:280. Brendan Titon 37 Hjalti Pálsson 16 Pétur Ingvarsson 12 Skarphéðinn Ingason 9 Ómar Sigmarsson 6 Óli Barðdal 3 Skallagrímur (51) 101 - Þór, Ak. (53) 96 7-6, 16-19, 25-27, 31-33, 38-39, (51-53), 57-58, 69-66, 77-72, 86-86, 97-96, 101-96. Tómas Holton 35 Torrey John 16 Hlynur Bæringsson 15 Birgir Mikaelsson 10 Ari Gunnarsson 9 Sigmar Egilsson 9 Haiþór Gunnarsson 5 Finnur Jónsson 2 Fráköst: Skallagrímur 20, Þór 32. 3ja stiga: Skallagrímur 8/21, Þór 8/23. Dómarar (1-10): Helgi Bragason og Einar Einarsson, 8. Gœói leiks (1-10): 9. Viti: Skallagrímur 23/28, Þór 16/23. Áhorfendur: 280. Maurice Spillers 26 Hafsteinn Lúðviksson 18 Konráö Óskarsson 16 Óðinn Ásgeirsson 12 Sigurður Sigurðsson 10 Einar Aðalsteinsson 7 Magnús Helgason 5 Hermann Hermannsson ÍA (31) 59 - KR (37) 71 1-10, 16-14, 29-28, (31-37), 33-44, 38-53, 47-65, 56-69, 59-71. Reid Beekett 16 Ægir H. Jónsson 14 Brynjar K. Sigurðsson 12 Brynjar Sigurðsson 11 Chris Horrocks 4 Erlendur Ottesen 2 Fráköst: ÍA 29, KR 38. 3ja stiga: ÍA 7/20, KR 6/17. Dómarar (1-10): Rúnar Gíslason og Kristján Möller, 4. Gœði leiks (1-10): 6. Víti: ÍA 8/15, KR 16/21. Áhorfendur: 90.. Ólafur Ormsson 23 Keith Wassel 18 Jesper Sörensen 8 Steinar Kaldal 6 Hjalti Kristinsson 5 Guðm. Magnússon 5 Snorri Jónsson 2 Jakob Sigurðarson 2 Ólafur Ægisson 2 Maður leiksins: Brenton Birmingham, Grindavík. 1 B ■ Maður leiksins: Brendan Titon, Hamri. Maður leiksins: Tómas Holton, Skallagrími. ■ B ■ Maður leiksins: Ólafur Jón Ormsson, KR. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.