Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 2000 Fréttir Línur að skýrast varðandi fulltrúaval á landsfund Samfylkingar: Jóhanna utangarðs - fulltrúar fara með atkvæði í hlutfalli við fjölda félaga Laganefnd þeirra flokka sem standa að Samfylkingunni er sam- kvæmt heimildum DV búin að ná sátt um með hvaða hætti fuiltrúar verða valdir á landsfund Samfylk- ingar sem haldinn verður í Reykja- vík, um mánaðamótin mars apríl. Ekki er formlega búið að sam- þykkja fyrirkomuiagið en einhug- ur rikir um það. Meðal þeirra sem eiga sæti í laganefndinni eru þau Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, og Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðu- flokksins. Félög Alþýðubandalagsins, Al- þýðuflokksins, Kvennalistans og Samfylkingar munu kjósa fulltrúa á landsfundinn. Þeir fulltrúar sem þannig verða kjömir fara með at- T' Jóhanna Sig- Margrét Frí- uröardóttir. mannsdóttir. kvæði i hlutfalli við félagaijölda. Þannig mun fulltrúi sem mætir einn fyrir hönd 100 félagsmanna fara með 100 atkvæði. Landsfund- urinn verður opinn öllum sem vilja ganga I hinn nýja flokk en einstaklingur sem kemur inn af götunni fer að- eins með eitt at- kvæði. Allar fé- lagaskrár verða samkeyrðar til að útiloka að ein- staklingar, sem eiga aðild að fleiri en einu fé- lagi, geti nýtt Sighvatur sinn atkvæðisrétt Björgvinsson. oftar en einu. Það sjónarmið er ráð- andi að landsbyggðin hafi sama vægi og höfuðborgarsvæöið og ekki verði hægt að smala inn á landsfundinn. í þessu felst að möguleikar Jó- hönnu Sigurðardóttur til að ná for- mannsembætti verða litlir sem engir. Hún hefur stuðning fólks sem er á jaðri flokkanna og talið er útilokað að það fólk þyrpist á landsfund. Jóhanna sagði við DV á dögunum að hún spyrði um leik- reglur. í þvi fólst að hún vildi að fulltrúalýðræði réði og hver einn færi með eitt atkvæði. Hún hefur barist fyrir þessu máli af þeim ástæðum að hún hefur ekkert bak- land innan flokkanna og Þjóðvaki ræður engu félagi. Samkvæmt þessu fyrirkomulagi er Jóhanna utangarðs i formannsslagnum. Bú- ist er við að Guðmundur Ámi Stef- ánsson og össur Skarphéðinsson berjist um formannsstólinn. Hvor- ugur þeirra hefur þó gefið út opin- berlega að þeir sækist eftir for- mannsembættinu. -rt 250 manna stórfrumsýningarveisla um borð í elsta varðskipi okkar í kvöld: Byggt yfir Þor, 49 ara, á síöustu 2 vikum - angandi þilfarstimbur á öllu framskipinu skyndilega komið undir þak Arnar Sigurðsson, eigandi fyrmm varðskipsins Þórs, sem nú heitir Thor og liggur í Hafnarfjarðarhöfn, hefur látið byggja snarlega yfir nán- ast allt framskipið - á aðeins tveimur vikum - alveg frá svokölluðum for- kanti og fram í stafn. í rauninni allt út af einni veislu, eða hvað? „Jú, Stöð 2 ætlar að frumsýna Síð- asti valsinn um landhelgisstríðið einmitt hér um borð,“ sagði Amar. Fyrst sögðu þeir mér að gestalistinn væri 80 manns sem var í góðu lagi. En þegar þeir sögðu mér að gestunum hefði fjölgað upp í 250 manns ákvað ég að byggja yfir héma,“ sagði Amar svefnlítill í gær, rétt um sólarhring áður en allt átti að vera tilbúið fyrir frumsýningarveisl- una í kvöld. Þegar komið er um borð í skipið riQast gamlir tímar upp - angan af gömlum þilfarsborðum, landhelgis- klippur, margar ljósmyndir á veggj- Ofurölvi þjóf- ur í ham DV, Akureyri: Maður um tvitugt, sem braust inn í veitingastaðinn Kaffi Akureyri að- faranótt mánudags, lét ekki þar við sitja þegar að honum var komið. Maðurinn braust inn um glugga á bakhlið hússins og var búinn að bera út á annan tug bjórkassa og annað eins af áfengisflöskum þegar styggð kom að honum og hann lagði á flótta. Hann lagði leið sína niður á Gler- áreyri þar sem hann fann bil meö lykli í og stal honum. Því næst hafði hann samband við kunningja sinn og að lokum fóru þeir á stolna bílnum upp í Hlíöarfjall þar sem bílnum var ekið inn í skafl. Áður en bíllinn var yfirgefmn var eldur kveiktur í pappír og hann settur logandi í sæti bílsins, greinilega í þeim tilgangi að kveikja í bílnum en það tókst þó ekki. Rannsóknarlögreglan handtók 8 manns vegna þessa máls á mánudeg- inum og játaði maðurinn eftir yfir- heyrslur á þriðjudag og bar við mik- illi ölvun. í tengslum við málið komu upp fjögur tilfelli þar sem um ölvun- arakstur var að ræða og flkniefna- neyslu. -gk myndinni ásamt starfsmönnum, hefur látiö byggja snarlega yfir nánast allt fram- DV-mynd Hilmar Þór Arnar Sigurösson, lengst til hægri á skipiö - á aöeins tveimur vikum. um af viðureignum „okkar manna" við sjómenn á breskum herskipum og margt fleira. Þó að skipið sé mjög komið til ára sinna - smíðað árið 1951 í Álaborg í Danmörku og því hálfrar aldar gamalt á næsta ári - er ekki hægt að segja annað en að snyrtilegt sé um borð, enda rak Landhelgisgæsl- an skipið ávallt með þeim hætti og vel var gengið um þegar Slysavarna- skóli sjómanna tók við áður en einka- aðilar tóku við því. Amar segir að gamlir Gæslumenn, s.s. Hermann Sigurðsson, fyrrum varðskipsmaður og þyrluflugmaður, og Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður á Óðni, og fleiri hafi nýlega gefið skip- inu ómetanlegt myndefni. „Við ætlum að varðveita sögu skipsins," sagði Amar Sigurðsson. -Ótt Kampavínsbörnin tengd smáglæpum: „Mafíósar" til barna- verndarnefndar - misnotuðu sér yngri börn „Þetta mál er til rannsóknar ásamt öðrum málum sem því tengjast í Mos- fellsbæ en það er ekki tímabært að tjá sig neitt um það,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um mál barnanna í Mosfellsbæ sem drukku kampavín i limósínu á Þor- láksmessu. Lögreglunni hefur ekki borist form- leg kæra vegna kampavínsbarnanna. „Mál þeirra tengist í raun aðeins þeim málum sem hafa verið til skoð- unar í Mosfellsbæ síðan í desember," segir Karl Steinar. Þau mál tengjast öll ýmsum smáafbrotuni og óknyttum bama og unglinga í bænum. For- sprökkum unglinganna hefur verið lýst sem mafíósum með misnota sér yngri böm í auðgunarskyni. „Þetta eru nær allt saman ósakhæf- ir einstaklingar og því em málin leyst í samvinnu við bamavemdaryfirvöld á staðnum," segir Karl Steinar. Gert er ráð fyrir að rannsókn lög- reglunnar ljúki á næstu dögum. -GAR Karl Steinar Valsson: „Þetta eru nær allt saman ósakhæfir einstaklingar." sandkorn í fótspor Bítlanna Umhverflsvinir hafa verið hálf- umkomulausir og raddlitlir und- anfarnar vikur. Ástæðan er sú að talsmaður og framkvæmdastjóri landssöfnunar þeirra, Jakob Frí- mann Magnússon, hélt vígreifur af landi brott í byrjun janúar. Hann hélt alla leið til Ind- lands þar sem hann hefur haldið til síðan. Mikil leynd hvílir yfir þessu ferðalagi Kobba. Þó er vit- að að með honum í ferð era breskir aðilar og mun tilgangur- inn vera að skoða indverskan markað í óþekktum tilgangi. Þá þykir ekki ósennilegt að Jakob sé að feta í fótspor Bítlanna og iðka slökun eftir harðvítuga baráttu við eyðileggingaröfl hér á landi. Til þess ku ekkert betur fallið en indverskt jóga ... Bryndís eftirsótt Mikil gerjun er nú meðal sam- fylkingarfólks sem þráir áhrif og völd. Alþingismaðurinn Lúðvík Bergvinsson hefur gefið undir fótinn með það í sjónvarpi að mikill þrýstingur sé á hann að verða formaður með Bryndísi Hlöðversdóttur sér við hlið sem varaformann. Stuðningur við Lúðvík stendur þó djúpt og fáir vilja vera stimpl- aðir opinberlega í raðir hans. Svo sem lýst var í Sandkorni er Ein- ar Karl Haraldsson stuðnings- maður Bryndísar Hlöðversdótt- ur og hann mun gjarnan vilja sjá hana í forystuhlutverki á vegum hennar. Skoðun Einars Karls mun þó vera sú að Össur Skarp- héðinsson sé öflugasti talsmaður Samfylkingarinnar um þessar mundir og Bryndís ætti að gefa sjálfri sér það tækfæri að láta hann leiða sig inn í nýja öld ... Grasrótarmaður Þeir eru margir sem láta sér annt um umhverfið. Sigurður G. Tómasson var mikill grasrótar- maður meöan hann hlustaði á társtokkna alþýöu landsins í Þjóðarsálinni á Rás 2. Þegar rætur Sig- urðar í Efstaleiti slitnuðu og hann flosnaði upp flutti hann sig neðar í Fossvoginn í betra skjól en hann er nú fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þannig má segja að Sigurður sé aldrei langt frá gras- rótinni enda jarðfræðingur og íslenskufræðingur að mennt... Þráðbeint niður Stuðningsmönnum Samfylking- arinnar er síður en svo hlátur í huga þegar niðurstöður skoðana- kannana eru birtar, enda um mik- ið fýlgishrun að ræða. Andstæð- ingarnir kætast mjög__jrfir mislukkaðri samfylk^ ingu sem þeir vilj: meina að ætti að/ nefnast sundrung. Pálmi Jónssonl á Sauðárkróki bjól til eftirfarandi vísu eftir síðustu skoð- anakönnun um fylgi stjómmálaflokkanna. Aldrei rœtist allra trú ýmsum þykir midur að Samfylkingin sœkir nú svona þráðbeint niður. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.