Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 JjV stuttar fréttir Áfram ölverkfall Eitt hundrað og fimmtíu starfs- menn á bjórlager Carlsberg- bruggverksmiðjanna í Tástrup ákváðu í gær að halda áfram verkfalli sínu sem þeir hófu á mánudag eftir aö fimmtán lager- mönnum var sagt upp. Kratar enn á niðurleið Jafnaðarmannaflokkur Pouls Nyrups Rasmussens, forsætisráð- herra Dan- merkur, er ekki í náðinni hjá dönskum kjós- endum um þessar mundir, ef marka má nýja skoðana- könnun sem birtist i blaöinu Borsen. Fylgi jafnaðarmanna dalar enn, mælist nú 22,5 prósent en var 23,3 pró- sent fyrir mánuði. Flokkurinn fékk um 36 prósent atkvæða í síð- ustu kosningum. Svínin daglega í bað Frank Jensen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, hefur lagt fram frumvarp um velferð svína þar sem kveðið er á um að dönsk svín verði að fara í bað á hverj- um degi. Kostnaðarauki svína- bænda yrði þá um 100 íslenskar krónur á svín. Blaöamenn í vanda Jan Petter Helgesen, blaðamað- ur við norska blaðið Stavanger Aftenblad, kom sér í vandræði þegar hann viðurkenndi að hafa sýnt starfsbróöur sínum, Stein Viksveen, sem er grunaður um njósnir, leyniskjöl frá NATO. Chirac í baráttuna Jacques Chirac Frakklandsfor- seti og meira en eitt hundrað krabbameinssér- fræðingar, emb- ættismenn, sjúk- lingar og hags- munahópar víðs vegar að úr heiminum undir- rituðu í gær tímamótasam- komulag um samvinnu í baráttunni gegn krabbameini. Chirac sagði að bar- áttan við krabbamein væri eitt brýnasta verkefhi aldarinnar. 105 ára á leikskóla Eitt hundrað óg fimm ára gam- alli norskri konu hefur verið boð- ið leikskólapláss. Tvöþúsund- vandanum er kennt um. Gæsluliðar slást Friðargæsluliðar NATO í Kosovo lentu í átökum við al- banska íbúa bæjarins Mitrovica í gær og þurftu að dreifa mann- fjöldanum með táragasi. Fólkið var reitt yfir dauða fimm Albana í átökum við Serba kvöldiö áður. Archer rekinn Jeffrey Archer lávarður var rekinn úr breska íhaldsflokknum í gær í fimm ár vegna þess að hann bað vin sinn um að bera ljúgvitni fyrir sig fyrir dómi. Játvarður skuldar fé Upplýst var í gær að Játvarður prins, sonur Elísabetar Englands- drottningar, skuldaði um- talsvert fé byggingarfyrir- tæki sem nú er farið á haus- inn. Fyrirtæk- ið hafði tekið að sér að gera upp herrasetur prinsins. Kostn- aðaráætlanir stóðust ekki og rúll- aði fyrirtækið þegar prinsinn neitaði aö greiða 70 miUjóna um- framreikning. Staöfestu leynisjóði Leiðtogar kristilegra demó- krata í Þýskalandi staðfestu í gær að flokkurinn hefði átt leyni- reikninga í Sviss en margt er enn á huldu um fjármálasukkið. Jörg Haider boðiö að skoða dauðabúðir nasista: Fimbulkuldi í Austurríki ískaldir vindar pólitískrar ein- angrunar blésu í Austurríki í gær þegar ný ríkisstjóm, sem í eiga sæti ráðherrar úr Frelsisflokki hægri- öfgamannsins Jörgs Haiders, sór embættiseið sinn. Evrópusambandslöndin frystu öll tvíhliða samskipti á vettvangi stjómmálanna, ísraelsstjóm kallaði heim sendiherrann sinn í Vínar- borg og belgíska landvamaráðu- neytið afpantaði brynvarða sjúkra- flutningabíla fyrir sjötíu milljónir króna. „Við höfum samþykkt að beita Austurríki ákveðnum refsiaðgerð- um,“ sagði Niels Helveg Petersen, utanrikisráðherra Danmerkur, í viðtali við danska útvarpið. „Við munum neita að hitta austurríska ráðherra. Hin fjórtán aðildarríki Evrópusambandsins eru sammála um að beita þessum refsiaðgerð- um.“ Guy Verhofstadt, forsætisráð- herra Belgíu, lét að því liggja að harðari aðgerðir væm hugsanlegar en sagði ekki hvort hann hefði tryggt stuðning annarra leiðtoga ESB þar um. Bandarísk stjómvöld hafa ákveð- ið að kalla heim sendiherra sinn í Vínarborg til skrafs og ráðagerða. William Cohen landvamaráðherra sagði menn hafa áhyggjur af að með myndun nýju stjórnarinnar væri veriö að hverfa aftur til „dimmrar fortíöar." Lögregla réðst með kylfum að þúsundum manna sem komu saman fyrir utan forsetahöllina til að mót- mæla nýju sfjórninni. Jörg Haider hefur skotið Evrópu- búum og fleirum skelk í bringu með vinsamlegum ummælum sínum um Þýskaland Hitlers. Hann hefur þó tekið þau til baka síðan. Haider á ekki sæti í ríkisstjóm Wolfgangs Schússels, formanns Þjóðarflokks- ins, en Frelsisflokkurinn fékk sex ráðherraembætti, þar á meðal emb- ætti varakanslara. Haider varð í gær við áskorun ítalska rabbínans Umbertos Pipemos um að heimsækja fyrmm dauðabúðir nasista í Trieste. Roberto Antonione, forseti hér- aðsstjórnarinnar í Friuli í norð- austurhluta Ítalíu, sagði að Haider myndi heimsækja San Sabba-búð- imar einhvern tíma á næstu vik- um. Um eitt hundrað gyðingar vom meðal fimm þúsund manna sem voru drepin í búðunum þegar nas- istar réöu yfir Trieste. Þúsundir Austurríkismanna komu saman á Ballhausplatz í miöborg Vfnar í gær til að mótmæla setu hægri öfga- manna í Frelsisflokknum í nýrri ríkisstjórn landsins. Stjórnin sór embættiseið sinn í forsetahöllinni sem er við Ball- hausplatz. Þátttaka hægri öfgamanna í stjórninni hefur vakiö mikla reiði um allan heim. Spennandi forsetakosningar í Finnlandi á morgun: Elisabeth Rehn svíkur lit og styður Esko Aho Bakslag kom í segl Törju Halonen, utanríkisráðherra Finn- lands og frambjóðanda í forseta- kosningunum á morgun, þegar Elisabeth Rehn, fyrrum sendimaður Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sveik lit í gær og lýsti yfir stuðningi sínum við Esko Aho, leiðtoga mið- flokksins, keppinaut Halonen. Rehn hvatti stuðningsmenn sína til að greiða Aho atkvæöi. „Ég ber virðingu fyrir skoðunum Törju Halonen en ég tel Esko Aho hæfari til að fara fyrir landinu," sagði hin frjálslynda Rehn sem til- heyrir sænskumælandi minnihlut- anum. Sjálf var Rehn í framboði í fyrri umferð forsetakosninganna fyrir þremur vikum. Tarja Halonen á áreiðanlega eftir að finna fyrir þessu þar sem hún hefur treyst á að samtakamáttur Esko Aho faðmar Törju Halonen að sér þegar atkvæöi voru talin í fyrri umferö finnsku forsetakosninganna fyrir þremur vikum. kvenna myndi fleyta henni inn í for- setaembættið. Elisabeth Rehn tapaði sjálf fyrir karli, núverandi Finnlandsforseta, Martti Ahtisaari, i kosningunum 1994. Þá hafði hún ætlaö sér að verða fyrsta konan til að ná kjöri sem forseti Finnlands. Halonen hefur hvatt konur um allt land til að klúðra ekki aftur tækifærinu til að fá kvenforseta. Henni urðu hins vegar á þau mistök að viðurkenna að hafa ekki greitt Elisabeth Rehn atkvæði sitt 1994. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Aho hefur saxað á forskot Halonen. Núna munar tveimur til fjórum prósentustigum á þeim en munurinn var 14 prósentustig fyrir tveimur vikum. Ef átta prósentin sem kusu Rehn snúast á sveif með Aho gæti það riðið baggamuninn. Hagen vill láta banna bænakall Iúr hátölurunum Carl I. Hagen, formaður norska Framfaraflokksins, vUl að bannað verði að útvarpa bæna- kalli úr mosk- um múslima um hátalara- kerfi. Formað- urinn segir að slíkt sé ekki viðeigandi í Noregi og hefur lagt fram frumvarp til laga um að stöðva þetta. Eftir lok ramadans, föstumán- aðar múslima, veitti borgar- hverfi í Ósló leyfi fyrir slíku bænakalli í eitt skipti. Síðar í mánuðinum verður tekin fyrir | umsókn um föst bænaköll um há- talarakerfi. Framfaraflokkurinn vill að l: innflytjendur sýni virðingu í garð samfélags sem byggist upp á kristnum gildum. Prlmakov fer ekki fram í for- setakosningum Jevgeni Prímakov, fyrrum for- sætisráðherra Rússlands, til- kynnti í gær að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram gegn Vladímír Pútín, starfandi forseta, í forseta- kosningunum í marslok. Því er | ljóst að fátt getur komið í veg fýr- i ir að Pútín verði nýr húsbóndi í Kreml. Prímakov hafði verið talinn : eini maðurinn sem hugsanlega gæti veitt Pútín einhverja keppni. Hann sagðist hins vegar ekki vilja taka þátt í forsetaslagn- um í landi sem heföi fjarlægst lýðræðið jafnmikið og raun bæri vitni. Þar var hann að vísa í f ófrægingarherferð fjölmiðla und- ir stjórn Kremlarbænda gegn flokki hans fyrir þingkosningam- ar í desember. Rússar leiða uppreisnar- menn I gildru Rússnesk yfirvöld sögðu í gær að hermenn þeirra hefðu um- kringt um það bil eitt þúsund upp- :í reisnarmenn múslíma þegar þeir i reyndu að flýja burt frá Grozní, j héraðshöfuðborg Tsjetsjeníu, sem J Rússar hafa náð á vald sitt. Núna ætla Rússar að beina kröftum sín- um að uppreisnarmönnum sem * hafast við í íjalllendi í suðurhluta i lýðveldisins. Hubert Védrine, utanríkisráð- herra Frakklands, var í Moskvu í gær og hvatti ráðamenn til að íhuga hvaða stöðu Tsjetsjenía ; gæti haft innan rússneska sam- bandsríkisins þegar átökunum þar lýkur. Heimildarmenn herma að við- ræður Védrines við Vladímír Pútín, starfandi Rússlandsfor- seta, hafi verið erfiðar. IRA fær einnar viku frest til að afhenda vopnin Peter Mandelson, Norður-ír- landsmálaráðherra Bretlands, lagði í gær fram frumvarp til | laga um að leysa upp heimastjóm kaþólikka og mótmælenda í héraöinu. írski iýðveldisherinn (IRA) fær því j eina viku til að hefja afhendingu vopna sinna, eða þann tíma sem það tekur frumvarpið að fara gegnum þing- ið. IRA hefur ekki í hyggju að af- henda vopnin á næstunni, að sögn talsmanna Sinn Fein, póli- tísks arms hreyfingarinnar. Leiðtogar mótmælenda funduðu um stöðuna í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.