Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Side 11
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
ifciðivon i
Stangaveiðifálag Reykjavíkur:
Árshátíðin um næstu helgi
- Ingibjörg Sólrún veislustjóri
Veitt veröa verðlaun fyrir stærstu
fiskana á veiöisvæöum SVR á árs-
hátíðinni næstu helgi en Ingibjörg
Sóirún Gísladottir verður veislu-
stjóri og á örugglega eftir að segja
eina veiðisögu. DV-mynd JAK
Það er allt á fullu hjá skemmtinefnd
Stangaveiðifélags Reykjavíkur fyrir
næstu helgi en þá verður árshátíð fé-
lagsins haldin á Hótel Sögu, Súlnasal.
En næsta föstudag verður hún haldin
og verður örugglega fjölmenni.
„Við eigum von á miklu fjölmenni
enda árshátíðin stór þáttur í starfl fé-
lagsins og það hefur gengið vel að
selja miða,“ sagði Marinó Marinós-
son, formaður skemmtinefndar, er við
ræddum við hann í vikunni. „Við
veitum verðlaun fyrir stærstu laxana
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri verður veislustjóri hjá okkur
þetta árið. Hún mun örugglega segja
skemmtilegar veiðisögur. Andrea
Gylfadóttir, Sigrún Hjáfmtýsdóttir,
Selma Björnsdóttir og Sigríður Bein-
teinsdóttir verða með söngatriði og
Björgvin Halldórsson og Stjórnin sjá
um danstónlistina langt fram eftir
nóttu,“ sagði Marinó enn fremur.
Veiðieyrað
Við vorum að tala um að veiði-
menn væru að fara til veiða í
Fiskilækjarvatn, en þetta átti auð-
vitað að vera Tangavatn. En þetta
Tangavatn er í Landsveit og þar
veiðist bleikja og urriði. Stærstu
fiskamir eru kringum 4 pund. Og
veiðimenn hafa verið að fá þarna
fína veiði og góða fiska og auðvit-
að hafa þeir allir fengist á flugu. í
Fiskilækjarvatni, sem er rétt und-
ir Hafnarfjalli, er lítið veitt á vet-
urna. En til er góð saga af veiði-
manni sem fór þangað einn vetur-
inn og fékk að renna undir ísinn.
Veiðiskapurinn gekk rólega til að
byrja með og hann varð alls ekki
var. Ætlar hann að taka síðasta
kastið niður um vökina og hann
er rétt búinn að renna færinu nið-
ur þegar kemur boltafiskur og
tekur agnið. Fiskurinn var rétt á
10-15 sekúndur en slítur færið og
lætur sig hverfa. Þessi fiskurinn
hefur ekki sést siðan, en veiði-
maðurinn giskaði á að hann hefði
verið 6-7 pund.
Eins gott að
passa sig á ísnum
Veiðimenn hafa eitthvað verið
að reyna gegnum ís í vetur þar
sem því verður við komið. Tíðar-
farið hefur ekki verið hagstætt
fyrir veiðimenn og af einum frétt-
um við um daginn sem fór að
dorga niður um ís eða hann ætl-
aði allavega að reyna það, bless-
aður. Hann kemur að vatninu og
finnst isinn eitthvað skrýtinn.
Þegar hann stígur á ísinn var
hann þunnur og veiðimaðurinn
datt niður mn hann. En sem bet-
ur fer er ekki djúpt þarna við
landið svo að hann gekk með
landinu og fann sér vök. Þar var
hægt að dorga, en engan fékk
hann fiskinn. Það er eins gott að
passa sig þegar ís á vötnum er
annars vegar.
Þrjár á lausu þessa
dagana
Þær em nokkrar laxveiðiámar
á lausu þessa dagana eins og Búð-
ardalsá á Skógarströnd, Hallá,
skammt frá Skagaströnd og Þverá
i Fljótshlíð. Það ætti að skýrast á
allra næstu dögum hver fær þess-
ar laxveiðiár fyrir sumarið. Þess-
ar laxveiðiár eiga það sameigin-
legt að hafa gefið svipað magn af
fiski á síðasta sumri.
VERÐ FRÁ KR.
1
BEINSKIPTUR
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1280
Hyundai Elantra er með 116 hestafla 16v vél sem þýðir að enginn bíll í sama stærðarflokki
er jafn kraftmikill. Þar að auki er enginn á jafn góðu verði. Staðalbúnaður: ABS hemlalæsivörn,
2 loftpúðar, útvarp/kassettutæki m/4 hátölurum, samlæsingar, vökva- og veltistýri, rafknúnar
rúður, bensínlok opnanlegt innanfrá, litað gler, samlitir stuðarar, stafræn klukka, tvöfaldir
styrktarbitar í hurðum, snúningshraðamælir, haldari fyrir drykkjarmál, krumpusvæði, barnalæsingar,
hæðarstillanleg öryggisbelti og margt fleira.
HYunoni
meira,
afollu