Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Blaðsíða 13
J-j’V LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
.fréíf/f.
Konráö Alfreðsson: „Ég hef lent í
því aö fara um borö þar sem Steini
var skipstjóri og þá var öll áhöfnin
rekin.“
sköpunar- og þróunarsviðs fyrir-
tækisins frá því um mitt ár 1996 þar
til fyrir ári.
„Þorsteinn er mjög traustur og
öílugur maður og varkár persónu-
leiki,“ segir Björgólfur. Þeir Þor-
steinn fóru eitt sinn saman með fjöl-
skyldur sínar í frí til Flórída. Þar
reyndist Þorsteini erfitt að hemja
veiðieðlið.
„Hann getur verið mikOl grallari
og það er mjög gaman að vera með
honum í frii. Viö gengum mikið í
sjónum og sáum einhverja furðu-
fiska með hala sem helst líktust
skötu. Við ákváðum að það gæti
verið áhugavert að reyna að veiða
þetta, fengum okkur kastnót og fór-
um í veiði," segir Björgólfur. Hann
telur að flestir strandgestir hafl ris-
ið upp við dogg og fylgst með „þess-
um hálfvitum" sem óðu út á sund-
skýlunum, einbeittir í fasi með net
á milli sín.
„Okkur tókst að veiða fisk en það
var erfitt að halda honum. Steini
náði einum og hélt milli læra sér en
þá var skatan með gaddi á halanum
og stakk hann í höndina. En hann
var meiri veiðimaður en svo að
hann sleppti skötunni strax og hélt
á meðan hún var að stinga hann í
þumalinn þó hann væri kvalinn og
horfði á mig með angistarsvip.
Loksins þegar hann sleppti stóð
blóðspýjan upp úr fmgrinum. Viö
fórum síðan upp á herbergi og eydd-
um hálfri vodkaflösku á hendurnar
á honum til að tryggja að hann fengi
ekki eitrun," segir Björgólfur og
hlær að endurminningunni.
Andvaka endurskoðandi
Björgólfúr telur að farsæld Sam-
herjafrænda megi reka til þess hversu
markvissir og óhikandi þeir séu í
starfi sínu. Þeir eru mjög líkir og það
er lýsandi yfir samstarf þeirra yfirhöf-
uð að þeir hafa haft mjög fasta sýn á
það sem þeir ætla sér og eru óhræddir
við að fylgja því eftir,“ segir hann.
Eins og aðrir viðmælendur DV á
Björgólfur erfitt með að nefna galla á
persónu Þorsteins Vilhelmssonar. „Ég
þekki bara einn galla á Steina. Hann
hrýtur. Á ferðalögum gistum við yfir-
leitt í sama herbergi og það var lítt
svefnsamt fyrir honum því hann hrýt-
ur eins og andskotinn sjálfur," segir
hann og hlær enn.
Þorsteinn hefúr mikinn áhuga á
íþróttum og sækir fótbolta- og hand-
boltaleiki. Skíðaiþróttina leggur hann
sérstaka rækt við og fer oft með fjöl-
Bjarni Hafþór Helgason: „Þeir náöu
bara ekki lendingu í þessu máli og
Þorsteinn hætti.“
skyldu sinni á skíði og vílar þá fátt fyr-
ir sér ef marka má Björgólf: „Hann er
óhræddur við að láta vaða. Það var
verið að legga keppnisbraut fyrir
þremur árum og hann smeliti sér í
hana og sleit krossbönd og átti lengi í
því.“
Vei að milljörðunum kominn
Björgólfur telur öruggt að sjávar-
útvegurinn hafi hvorki misst af Þor-
steini né fjármunum hans. Hann
segist þó ekki vita hvað Þorsteinn
sé að hugsa í þeim efnum. „Ég átta
mig ekki alveg á því og vildi að ég
væri fluga á vegg til að vera á und-
an honum að kaupa ef hann fer að
kaupa eitthvað," segir Björgólfur
sposkur.
Björgólfur telur að mönnum, m.a.
alþingismönnum, hafi yfirsést sú
staðreynd að þeim íslenska kvóta
sem Samherji ráði yfir sé ekki ein-
um að þakka það verðmæti sem nú
felist í fyrirtækinu. „Félagið er með
starfsemi í Þýskalandi, á hlutdeild í
fyrirtækjum í Færeyjum, Skotlandi
og víðar. Ég tel að Steini sé vel að
þessum peningum kominn og sé
ekkert að því þó að ég og þú náum
ekki hugsa einu sinni hvað þetta
eru margir þúsundkallar."
Björgólfur segist ekki vita orsak-
ir þess að Þorsteinn yfirgaf Sam-
herja: „Allan þann tima sem ég
vann með þeim fann ég ekki annað
en að þeir væru samhentir í þvi sem
þeir voru að gera. Ég veit ekki um
neitt atvik sem hefur orsakað það
að hann hætti og finnst reyndar of
mikið gert úr því þótt einhver ein-
staklingiu- hætti hjá fyrirtæki sem
hann hefur byggt upp. Það getur
verið hið eðlilegasta mál og ég ætla
ekki að það séu nein heiftarleg
illindi á milli þeirra."
Rak áhöfnina í bræði
Mér líkar Þorsteinn ágætlega,"
segir Konráð Alfreðsson, formaður
Sjómannafélags Eyjafjarðar, sem
var háseti á Akureyrinni fyrstu
fjögur árin.
„Steini er áhugasamur maður og
það var mikil virðing borinn fyrir
honum sem skipstjóra. Það verður
ekki af Steina skafið að hann er
skapstór en það er gott að vera með
honum. Nánast allir sem ég var meö
á skipinu eru enn hjá útgerðinni og
voru allan tímann með Steina og
það segir sitt. Hans skip voru ávallt
með aflahæstu skipum og það var
síður en svo tilviljun," segir Kon-
ráð.
Fyrir utan skapsmuni Þorsteins
segist Konráð enga galla geta nefnt
á manninum. „Hann var oft helst til
fljótur að rjúka upp en það fór úr
honum. Við höfum aldrei orðið vin-
ir þó við séum ágætis kunningjar en
ég veit að hann er góður félagi og
Akureyrlnn EA-frystitogari
Baldvin Þoreteinsson EA-frystltogari
Hríseyjan EA-ísflsktogari
Margrét EA-frystltogari
Oddeyrin EA-nótasklp
Seley SU-nótasklp
Víölr EA-frystltogari
Þorstelnn EA-nótasklp
(FJölvelóisklp I smíðum)
Þetta seldi Þorsteinn
Skipastóll
fyrir sölu 13,9 milljarðar
í dag 14,6 milljarðar
49% f Rlfi sem gerlr út
rækjutogara
ísafjöröur
Keyptu Hrönn
og Guöbjörgu ÍS
og fóru
}
Skagaströnd
Hl
Keyptu 40% Akureyri
..í '
í Skagstrendlng
og seldu
Aöalstöövar. Rækju- og\
lagmetisverksmiðjan
Strýta, pökkunarstöö og j
vöruþróun
Aflaheimildir skipa 40.618 þorskíg. tonn
16.003 norsk-ísl. síld
Hagnaður sl. 12 mán. 400.614.000 kr.
Þórshöfn
Hrisey
Dalvík
33% f
Hraöfrystlstöð
Þórshafnar
0
Hlutur f Snæfelli í
gegnum Kaldbak sem
^ SamherJI á með KEA^
Síldarsöltun og sildar-
og loðnufrystlng
Eskifjörðu
Fisklmjölsverksmlðja
og loðnufrysting
Reyðarfjóröur
Hlutur i Skipaklettl.
Togarinn Snæfugl í
lelgu erlendis
: Grindavík
Bandaríkin
Ocean Seafoods USA
Útgerð
Starfsemi
Færeyjar
Framherji SP/f
33% hlutur
vc-iðar við Færeyjar,
■ Barendshafi og á
Reykjaneshrygg.
Skotland
OFCLtd.
Gerir út þrjá togara, þ jjn.
gömlu Hjaiteyrina og Snæfugl.
kvóti við Skotland, Noreg,
H Svaibarða og í Norðursjó
England
Seagold Ltd.
Frsksö lufyrirtæki
Þýskaland
Samherji GmbH
99% hlutur í DFFU gerir út
fimm sliip þ.á.m. Hannover,
_____ áður Guðbjörg ÍS kvóti við
Cranbnd, Sva&arSa, Island,
í Norðursjó og vfðar. Rekur
þar einnig vélsmiðju.
Þorsteinn Viihelmsson:
Með salt
í blóðinu
VtjálmurTr)ggÁi
KristjánV.Vilhelmsson,
véis^óriogeinn
jósmóöirí Hrfsey
ogáAkureyri.
Þorsteinn Már
Baldvinsson,
forstjóri Samherja.
Baldvin Þorsteinsson,
skipstjóriíHriseyog
áAkureyri.
Rnnbogi Baldvinsson,
framkvæmdastjóri
DFFU í Þýskalandi.
Srýálaug Þorsteinsdótlir,
húsfre^aá
Hámmdarstööixn.
Baldvin Þorsteinsson,
skipstjóri á Árbakka.
BjömBaldurBaldvinsson
skipstjóriog
hafnarvxöur. á Akureyri.
Hámundarstaðir í Hrisey.
Ir BakMn Þorvafcfeson, útvegsb. á HámndarstDÖuru
raút BalcMnsdóttir, I
góður vinur vina sinna.“
Þeir Konráð og Þorsteinn hafa
nokkra hildina háð frá því Konráð
fór að starfa fyrir Sjómannafélag
Eyjafjarðar. „Ég hef lent í því að
fara um þorð þar sem Steini
var skipstjóri og þá var öll
áhöfnin rekin. Steina lík-
aði ekki að ég skyldi
koma um borð til þess að
reyna að leiðrétta það
sem miður var. Þetta
voru mikil læti en það
fór allt vel fyrir rest,“
rigar Konráð upp.
Að sögn Konráðs hafa
Samherjafrændur
ekki borist
mikið á
á
Akureyri og segir að það hafi ekki
verið fyrr en á síðustu misserum,
þegar þeir tóku að fjárfesta persónu-
lega í ýmsu utan sjávarútvegsins,
að ríkidæmi þeirra varð áber-
andi. Hann segir bæjar-
búa bera mikla virðingu
fyrir frændunum og
uppbyggingarstarfi
þeirra. „Á sama tíma
og hér er engin fólks-
fjölgun er þetta fyrir-
tæki, og ÚA sömuleið-
is, að stækka og
stækka. Okkur veitir
ekki af þeim sprautum
sem þeir hafa komið
með inn í atvinnulífið
hér,“ segir Kon-
ráð. -GAR
Björgólfur Jóhannsson: „Við eyddum hálfri vodkaflösku á hendurnar á hon-
um til aö tryggja aö hann fengi ekki eitrun."