Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Síða 15
I>"V LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 15 Heiðarleikinn sem eign Við fjölmiðlungar höfum undan- farið, eðli máisins samkvæmt, ver- ið nokkuð duglegir við að skrifa og flytja fréttir af viðskiptaháttum sem hafa viðgengist innan nokk- urra fjármálafyrirtækja. Verklags- reglur, sem íjármálafyrirtækin hafa sjálf sett, hafa verið beygðar - undanþágur veittar til einstakra starfsmanna til að stunda við- skipti með hlutabréf fyrirtækja sem ekki eru skráð á opinberum markaði - fyrirtækja sem lúta ekki almennum leikreglum sem nauðsynlegt er að farið sé eftir á opnum hlutabréfamarkaði. Ég hef á undanfömum árum fengið að fylgjast með þróun frá reglunum er það vegna þess að reglurnar sjálfar eru gallaðar en ekki vegna þess að undanþágur frá settum reglum séu eðlilegar. Ekki aðeins fjármála- fyrirtæki Nokkur ár eru síðan flest fjár- málafyrirtæki settu sér og starfs- mönnum sínum sérstakar verk- lagsreglur og þær ásamt lögum og öðrum skráðum og óskráðum regl- um mynda þann ramma sem unn- ið er eftir. Vandinn er auðvitað sá að það fer ekki alltaf saman að fara eingöngu eftir lögum og regl- um og fylgja siðferði heiðarleik- ans. Þær gífurlegu breytingar sem orðið hcifa á íslenskum fjármála- markaði undanfarin ár vekur hins vegar upp þá spurningu hvort aðr- ar starfsstéttir þurfl ekki að setja sér ná- kvæm- ar áhrif á umhverfí heilla atvinnu- greina eða einstakra fyrirtækja. Hér verður þvi ekki haldið fram að þingmenn stundi störf sín með hliðsjón af fjárhagslegum hags- munum. En á meðan þingmenn leggja ekki spilin á borðið, upp- lýsa almennt um fjárhagslega hagsmvmi sína og sinna nánustu og setja sér nokkurskonar verk- lagsreglur, geta grunsemdir af þessu tagi vaknað. Hvað með blaðamenn? En á sama hátt og alþingismenn þurfa fjölmiðlungar að huga vel að sínum málum. Blaðamenn starfa að vísu eftir skráðum og óskráð- um siðareglum og í 5. grein siða- ís- lensks fjár- mála- markaðar sem blaða- maður. í flestu hefur þessi þróun ver- ið ánægjuleg, enda stigin stór skref í frjálsræðisátt. En eins og oft vill verða þegar þróunin er hröð hafa menn misstíg- ið sig nokkrum sinnum en ekki mjög alvarlega. Að minnsta kosti hafa mistök- in ekki haft neikvæðar af- leiðingar í för með sér fyrir íslenskan fjármálamarkað. Nái ljármálafyrirtækin að vinna sig með trúverðugum hætti út úr þeim erflð leikum sem þau glíma við nú vegna vafa- samra viðskipta- hátta getur það haft jákvæð áhrif. Sé rétt á málum haldið eiga fyrir- tækin alla mögu- leika á því að standa sterkari eftir - auka þann trúnað og traust sem þau verða að njóta til að ná hámarksár- angri. Heiðarleiki Ég hef oftar en einu sinni fjallað opinberlega um nauð- syn þess að trúnaður og traust ríki í viðskiptum og þá ekki síst á fjármálamarkaði. Pétur Blön- dal alþingismaður hefur raunar bent á þá einföldu staðréynd að heiðarleiki í viðskiptum sé ekki ósvipuð eign og hver önnur. Með nokkrum rökum má halda fram að helsta eign þess sem stundar verðbréfaviðskipti sé heiðarleikinn. Sé hann dreginn í efa er verið að rýra eignina með svipuðum hætti og ef unnin væru skemmdarverk á fasteign eða vél- um fyrirtækis. Af þessum sökum er það mikilvægt fyrir fjármála- fyrirtæki og þá ekki síður ein- staka starfsmenn þeirra að verja heiðarleikann - eignina - með öll- um tiltækum ráðum. Skýrar verklagsreglur eru ein helsta vörnin og allar undanþágur frá þeim eru til þess fallnar að vekja upp spumingar og þar með rýra heiðarleikann sem eign. Ef nauðsynlegt er talið að veita undanþágur lagsregl- ur - siða- reglur til að vinna eftir. Þeir sem hæst hafa gagnrýnt fjármálafyrirtæk- in síðustu daga og vikur eru einmitt þeir sem helst þurfa á slíkum reglum að halda. Mér sýnist að hægt sé að halda því fram að bæði stjórnmálamenn og blaðamenn hafi í gagnrýni sinni verið að kasta steinum úr glerhúsi. Engar upplýsingar liggja fyrir opinberlega um þátttöku alþingis- manna í atvinnulífinu - um hluta- bréfaeign þeirra í skráðum eða óskráðum hlutafélögum. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur að vísu upplýst að hann eigi ekki hlutabréf, sem þýðir auðvitað að hann hefur engra beinna fjárhags- legra hagsmuna að gæta. (I þessu sambandi ber þess að geta að eig- inkona Davíðs, Ástríður Thorarensen, á nokkurn hlut í fyr- irtæki frá gamalli tíð, en upplýs- ingar um þá eign hafa legið lengi fyrir.) Það er ekkert óeðlilegt að al- þingismenn eigi hlutabréf í hinum og þessum fyrirtækjum, skráðum og óskráðum. Raunar má halda því fram að það sé á margan hátt æskilegt að þeir taki beinan þátt í atvinnulífinu með þeim hætti. . Hitt er svo annað að umsvif þingmanna á þessu sviði geta leitt til hagsmunaárekstra þegar verið er að afgreiða lög sem hafa veruleg reglna Blaða- mannafélags ís- lands segir orðrétt: ‘Blaðamaöur varast að lenda í hagsmunaágrein- ingi, til dœmis með því að flytja fréttir eóafrásagnir affyrirtœkjum eða hagsmunasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild. Hann skal fyrst og síðast gœta hagsmuna les- enda og sóma blaðamannastéttar- innar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni starfs síns. “ Mér er hins vegar til efs að þessi látlausa grein í siðareglum okkar blaðamanna dugi í því flókna um- hverfi viðskiptalífsins sem fjöl- r Laugardagspistill Óli Björn Kárason ritstjóri miðlar lifa i - umhverfi sem á eft- ir að verða flóknara og á margan hátt erfiðara viðfangs á komandi árum. Líklega þurfa fjölmiðlarnir sjálfir að draga upp reglur um þátttöku frétta- og blaðamanna í íslensku atvinnulífi - reglur um kaup og sölu hlutabréfa hvort heldur er í skráðum eða óskráðum hlutafélögum. Það er vandrataður vegur hlutleysis þegar menn eiga beint eða óbeint fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Fréttir af fyrir- tækjum geta ráðið miklu um gengi þeirra á hlutabréfamarkaði, eins og dæmin sanna. Samkeppnin Samkeppni um athygli almenn- ings hefur margfaldast og á eftir að harðna enn frekar samhliða aukinni fjölbreytni í miðlun upp- lýsinga og afþreyingarefnis. Þessi aukna samkeppni hefur kallað á gjörbreytt vinnubrögð þeirra sem standa í atvinnurekstri. Hagsmunimir sem eru í húfi eru gífurlegir og eiga eftir að aukast á næstu ámm. Skiptir engu hvort um er að ræða fyrirtæki, íþróttafélög, stofnanir eöa einstak- linga. Sú ímynd sem dregin er upp í fjölmiðlum getur ráðið miklu um hvemig þessum aðilum vegnar. Leiktjaldasmiðir Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki á fjármálamark- aðinum því þeim er ætlað, líkt og opinberum eftir- litsaðilum, að beita markaðinn og fjár- málafyrirtækin að- haldi með skyn- samlegum hætti. Allir þeir sem þurfa á athygli al- mennings að halda og þá ekki síst fjár- málafyrirtæki og fyrirtæki sem annað hvort eru á hlutabréfa- markaði eða stefna á hlutabréfa- markað, munu nýta sér fjölmiðla til að koma sjónarmiðum sínum og upplýsingum á framfæri. Hætt- an er sú að það verði ekki siðferði heiðarleikans - sannleikans - sem ræður þar ferðinni heldur flókinn vefur hálfsannleika og leiktjalda. Hvemig við sem vinnum á fjöl- miðlum verðum í stakk búnir til að mæta þessari auknu ásókn get- ur haft mikil áhrif á það hvernig hlutabréfa- og annar verðbréfa- markaður þróast og þar með al- mennt siðferði í viðskiptum. Starfsreglur af því tagi sem áður eru nefndar kunna að auðvelda okkur að stunda þá blaðamennsku sem við viljum og eigum að stunda. Því miður höfum við fjölmiðl- ungar á stundum fallið í þá gryfju að verða boðberar hálfsannleikans eða sviðsmenn leiktjalda. Leik- tjöldin voru óvenjuglæsileg þegar „ævintýrafyrirtæki“ í hugbúnað- argerð var hafið upp til skýjanna, hrósað í ritstjórnargreinum og hampað sem dæmi um það hvem- ig íslendingar gætu unnið sig út úr djúpstæðri efnahagskreppu. Svo heillaðir voru fjölmiölar af fyrirtækinu að engum datt í hug að spyrja áleitinna spurninga. Gengi hlutabréfanna rauk uppúr öllu valdi, en síðar kom í ljós að engar efnislegar forsendur voru til slíks. Með hliðsjón af þessari reynslu gæti verið hyggilegt fyrir fjölmiðla að huga vel að fréttaflutningi af nýjum fyrirtækjum ekki síst fyrir- tækjum þar sem hlutabréf ganga kaupum og sölu án þess að nokkr- ar upplýsingar liggi þar til grand- vallar. Um leið verður að tryggja að fjárhagslegir hagsmunir við- komandi blaða- eða fréttamanns liti ekki frásögnina. Við sem vinnum á fjölmiðlum eigum að minnsta kosti eitt sam- eiginlegt með verðbréfamiðlurum; heiðarleikinn er okkar helsta eign.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.