Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Síða 16
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 I 'lV
i6 Qiygarðshornið
** -
Eiga natturuverndarsinnar erindi
í Náttúruverndarráð?
Umhverfisráðherra landsins
virðist telja að náttúruverndar-
sinnar eigi ekki heima í Náttúru-
vemdarráði. Hún hefur látið i ljós
þá skoðun að það geri menn alveg
sérstaklega vanhæfa til setu í Nátt-
úruvemdarráði að hafa starfað að
náttúmvemd. Ööruvísi er vart
hægt að skilja ummæli hennar á
rás tvö í útvarpinu um „hann
þarna með fánana“ og aðra menn í
Náttúruverndarráði sem starfað
hafa með Náttúruvemdarsamtök-
um íslands. Hún taldi þetta tvennt
ekki samrýmast. Þama væri hags-
munaárekstur.
Þegar henni var kurteislega bent
á að hennar eigin ráðuneytisstjóri
situr i stjóm Skógræktarinnar - sem
vissulega býður heim hagsmunaá-
rekstrum - svaraði hún því engu.
Fari svo ólíklega að einhverjir íjöl-
miölamenn bendi henni á þetta í við-
tali mun hún bara þræta, rétt eins
og hún gerði þegar bent var á mis-
ræmi í afstöðu hennar til umhverfis-
mats á Eyjabökkum fyrir og eftir
ráðherradóm; fara í þessa sér-ís-
lensku „nehei-júvíst“-umræðu sem
hún hefur tamið sér umfram aðra
ráðherra.
Eini hagsmunaáreksturinn í mál-
inu er sá að hagsmunir náttúrunnar
fara ekki saman við hagsmuni
stjómvalda.
***
Deilan snýst um hlutverk Nátt-
úruvemdarráðs. Má ráðið gagn-
rýna stjórnvöld þegar vistkerfi
landsins virðist ógnað eða á það að
útvega ráðherranum bréf upp á að
í lagi sé að sniðganga alþjóðlegar
skuldbindingar sem hún geti veif-
að þegar „öfgamennirnir" taka til
máls, en stunda þess utan almennt
hjal? Era meðlimir ráðsins um-
fram alit undirmenn ráðherrans
sem hafi það hlutverk að veita álit
henni að skapi? Á Náttúruvemdar-
ráð fyrst og fremst að vemda ráö-
herra fyrir náttúruvemdarsinn-
um?
Spumingin virðist þannig snú-
ast um þaö hvort Náttúruvemdar-
ráð hafi skyldum að gegna gagn-
vart náttúrunni ellegar stjómvöld-
um, en þetta tvennt virðist fara
sérlega illa saman í tíð núverandi
ríkisstjómar. Reyndar segir skýrt
í lögunum um þetta ráð að það
skuli „stuðla að náttúruvemd“ en
það er nú eins og það er með virð-
ingu íslenskra stjómvalda fyrir
lögum og skuldbindingum þegar
kemur að náttúmnni. Með upp-
hlaupi sínu tókst Siv Friðleifsdótt-
ur reyndar að draga athyglina frá
frammistöðu islenskra stjórnvalda
í þeim efnum: umræðan á náttúm-
vemdarþingi snerist, ef marka má
fjölmiðla, sem sé ekki um það
hvemig gangi að framfylgja nátt-
úruvemd á íslandi og hvar pottur
sé brotinn og hvemig staðið hafi
verið við alþjóðlegar skuldbinding-
ar - sem hefði litið illa út fyrir ráð-
herrann - í fjölmiðlum snerist um-
ræðan um það hvort Náttúru-
vemdarráð eigi að vera til. Hvort
það fái að vera stjómvöldum sá
vinur er til vamms segir.
Sem ætti ekki einu sinni að
þurfa að ræða.
***
„Náttúrufræöin er allra vís-
inda indælust,“ skrifaði Jónas
Hallgrímsson þegar hann var að
reyna að útskýra fyrir íslending-
um gildi þessara fræöa. Hvernig
þeirri viðleitni lauk getum við
meðal annars séð i Hulduljóðum
þar sem hann andvarpar: „Að
fræða! hvur mun hirða hér um
fræði?“ Einhvem veginn virðist
manni eins og það viðhorf sé
býsna rótgróið hér að náttúru-
fræðingar hafi ekkert það til mál-
anna að leggja um náttúrfar og
vistkerfi sem hver sæmilega
skynugur maður geti ekki sagt
sér sjálfur. Það er að minnsta
kosti naumast ----------------
einleikið
hversu mjög
náttúrufræðin
hefur verið
sniðgengin og
rannsóknir for-
smáðar áður
en anað hefúr
verið út í hvers
kyns fram-
kvæmdir og
rask á lífríki
landsins.
Minkurinn er
bara eitt dæm-
ið af mörgum _________________
um slys sem
hafa hlotist af þekkingarleysi á
áhrifum þess að flytja inn lífver-
ur að órannsökuðu máli. Enn vit-
um við ekkert hvað til að mynda
lúpínan á eftir að gera í íslensku
lífríki, nema fátt bendir til að
Hún hefur látiö í Ijós þá
skoóun aö þaö geri menn al-
veg sérstaklega vanhœfa til
setu í Náttúruverndarráöi
aö hafa starfaö aö náttúru-
vernd. Ööruvísi er vart hægt
aö skilja ummœli hennar á
rás tvö í útvarpinu um
„hann þarna meö fánana“
og aðra menn í Náttúru-
verndarráöi sem starfaö
hafa meö Náttúruverndar-
samtökum íslands.
Guðmundur Andri Thorsson
hún hegði sér eins og hún gerir í
Alaska. „Krafla skal rísa!“ æptu á
sínum tíma stór-
huga stjóm-
málamenn sem
„höfðu skilning
á byggðasjónar-
miðum“ eins og
umhverfisráð-
herra virðist
umfram allt
vilja að Náttúru-
verndarráð
sýni. Allt bendir
til að við búum
enn við sömu fá-
fróðu stjórn-
málamennina
_______________ sem líta á allar
aðvaranir sem
sérstaka atlögu að eigin frama:
einkum er hörmulegt að búa við
umhverfísráðherra sem lítur á
náttúruvernd sem einhverja út-
lenska öfgastefnu.
dagur i lífí
r
Allrahandamaður undir stýri
Marías Sveinsson, talsmaður vagnstjóra SVR, lýsir degi í lífi sínu
Laugardagur. Venjulega keyri ég
dóttur mína i skólann, þ.e.a.s. þá
daga sem ég er ekki á morgunvakt
hjá SVR. I dag var hins vegar ekki
þörf á því og ég vaknaði klukkan
átta. í rúminu auk mín sváfú Gyð-
umar tvær, þ.e. Gyða konan mín og
Gyða dótturdóttir mín sem skírð er í
höfuðið á henni en ég á alls þijár
dætur og fjögur bamabörn. Elsta
dóttir mín er einmitt þrítug um
þessar mundir og fór ásamt eigin-
manninum til Amsterdam af því til-
efni. Gyða litla var þess vegna í
pössun hjá okkur ásamt Elísabetu,
systur sinni.
Ég ákvað að leyfa þeim að sofa og
fór hljóðlega fram úr til að vekja
þær ekki. Ég fór í sturtu og á eftir
fékk ég mér kaffi og brauð og kveikti
á útvarpinu en ég er mikill kaffi-
maður og hef gaman af að lesa blöð-
in þó minna hafi farið fyrir því að
undanfórnu vegna timaleysis.
Yfirmennirnir í vagn-
stjórastólinn
Fyrirhugaðar vom aðgerðir á
Hlemmi kl. 12 þegar hópur af bíl-
stjómm ætlaði að hjálpa félögum
sínum á vaktaskiptum en sem
kunnugt er höfum við tilkynnt
um yfirvinnustopp og farið fram
á bætt launakjör. Það hefur hins
vegar viljað bregða við að yfir-
menn okkar setjist við stýri og
vinni þar með á móti þeirri
kjarabaráttu. Það er eins og þeir
séu beinlínis að vinna gegn því
að við hækkum í launum og
þannig hefur það afitaf verið.
Þaö fór þvi sem í stefndi að yf-
irmennimir settust margir
hverjir í vagnstjórastólinn og
renndu af stað. Af okkar hálfu
var ekki um það að ræða að sker-
ast í leikinn enda slíkar aðgerðir
alltaf á gráu svæði. Annars var
þetta allt hálfafkáralegt og í stað
þess sem venja er, að vaktir hefj-
ist og þeim ljúki við Hlemm,
þurftu þeir vagnstjórar sem voru
á tvöföldum vöktum að sækja og
skila vögnunum inn á Kirkju-
sand.
Fundur uppi í Mjódd
Að þessum aðgerðum loknum,
sem stóðu i um klukkustund, var
mál til komið að halda upp í
Mjódd á starfsfund og spá i spil-
in. Félagar mínir fóm flestir með
leið 11 en sjálfur fór ég á bíl þar
sem ég þurfti aö koma við á ein-
um stað áður. Ég hefði þó gjam-
an viljað koma með þeim og sýna
þar með samstöðu í verki.
Fundurinn var boðaður og
sóttur af svokölluðum átakshópi
en í honum eru 30 vagnstjórar og
að auki 5 trúnaðarmenn en ég er
einn þeirra. Ágreiningur kom
upp milli trúnaðarmanna um
áherslur, þ.e. um hvort ræða
skyldi vaktakerfisbreytingar
samhliða launabótum eins og
viðsemjendur okkar krefjast.
Fundurinn var einróma á því aö
ræða eingöngu launabætumar.
Ákveðið var að halda fund með
öllum vagnstjóranum daginn eft-
ir til að heyra í þeim hljóðið og
var okkar vel skipulagða út-
hringingarkerfi tekið upp þar
sem hver hélt til sins heima að
hringja.
Allrahandamaður
Eftir að fundinum lauk kom ég
við á snyrtistofunni í Skipasundi
sem Svanhildur dóttir min rekur
en stofan er í eigu fiölskyldunnar
og var opnuð í desember síðast-
liðnum. Þetta er útlitsstofa þar
sem bæði er fengist við neglur,
foröun og hárgreiðslu. Það var
verið að gera smábreytingar sem
ég þurfti að skipuleggja með
þeim. Ég er svona allrahanda-
maður sem fæst við allt, frá því
að skúra upp í það að gera við
bíla.
Þegar því var lokið var ekkert
annað fyrir mig að gera en fara
heim enda komið fram að kvöld-
mat. Heima biðu min, auk kon-
unnar, yngsta dóttir mín sem er
átta ára og barnabörnin mín.
Þegar ég hafði faðmað þau öll
rækilega að mér, spjallað við þau
og kysst var farið að huga að
matargerð. Reyndar var það ekki
i mínum verkahring enda er ég
lítið gefinn fyrir matseld. Á
boðstólum var buff og spælegg.
Sé um bókhaldið
Um kvöldið var lítill friður fyr-
ir símanum og fór mestur tíminn
í að spjalla við samstarfsmenn
mína. Áður en ég hélt í háttinn
gaf ég mér samt tíma í að líta yfir
bókhaldið varðandi fasteign á
Grensásvegi sem ég á ásamt fiór-
um öðrum og leigi út sem skrif-
stofuhúsnæði. Það er nú reyndar
svo að ég er vanur bókhaldsstörf-
um og sé því einnig um bókhald-
ið fyrir snyrtistofuna og heimilis-
bókhaldið. Þetta á allt rætur sín-
ar að rekja til þess tíma er ég
starfaði sem kaupmaður og versl-
unarstjóri. Ég vann svolítið við
hókhaldið og áður en ég vissi af
var klukkan orðin eitt. Ég slökkti
á tölvunni og dreif mig í háttinn
enda mikilvægt aö safna kröftum
fyrir komandi átök.