Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Qupperneq 20
20
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 IjV
viðtal
Örn Clausen og Guðrí
Örn Clausen er þjóó-
sagnapersóna í lifanda
lífi. Hann er fyrrver-
andi íþróttahetja og
þjóöardýrlingur en er
nú lögfrœðingur sem
þekkir flesta glœpa-
menn landsins eftir aö
hafa starfaö í rúm 42
ár. Örn er fasmikill og
þrekinn á velli, ómyrk-
ur í máli og líflegur
sögumaöur.
Hann hóf lögfræðingsferil
sinn árið 1958, uppi á lofti í
húsi við Ingólfsstræti þar
sem kaffihúsið Prikið er á neðri hæð-
inni og var undir vemdarvæng Ósk-
ars Clausens frænda síns sem rak
fangahjálp í sömu húsakynnum.
Sennilega hefur hann þar fyrst
kynnst fólki sem gengur á svig við
lögin sem átti eftir að verða helsta
viðfangsefni hans á lögfræðiferlinum.
Örn flutti 1967 upp á Barónsstíg þar
sem skrifstofur hans hafa verið síðan.
Það er margt með óbreyttu sniði á
skrifstofunni, gamall peningaskápur,
traustlegt skrifborð og eimur af
vindlareyk fortíðarinnar í loftinu.
Á veggjunum hanga málverk eftir
Arreboe Clausen, fóður Amar, ásamt
teikningum úr réttarsal eftir Áma
Elfar, málverkum eftir Matthías Sig-
fússon og teikningum af frægum tón-
listarmönnum. Það er saga bak við
hveija mynd og Örn kann þær allar.
Arreboe faðir hans var ráðherrabíl-
stjóri að atvinnu og það var í þann tíð
meiri virðingarstaða en það er í dag
þegar þeir em svo margir.
ust á var dæmt ákæmvaldinu í vil.
Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slík
tengsl em milli starfandi lögfræðinga
við dómstóla landsins sem flytja mál
hvor gegn öðrum. Engin lög kveða á
um vensl sækjanda og veijanda í þessu
sambandi en afar strangar reglur em
um vensl og tengsl dómara við lög-
fræðinga. Þannig má Öm alls ekki
flytja mál eða hafa komið að máli á
rannsóknarstigi sitji kona hans í dóm-
arasæti og það sama á við um Guð-
rúnu dóttur þeirra.
Þrigga ára „lakkalingur"
En hvenær ákvað Guðrún Sesselja
að verða lögfræðingur? „Mér er sagt
að þegar ég var spurð að því þriggja
ára gömul þá hafi ég sagt að ég ætlaði
að verða „lakkalingur". Við sama
tækifæri staðhæfði ég að bæði pabbi
og mamma væra „lakkalingar." Eins
og glöggur lesandi hefur áttað sig á er
„lakkalingur" bamamál fyrir lög-
fræðingur.
Guðrún Sesselja gerði eina atrennu
að lögfræðinni strax eftir mennta-
skóla en féll á fyrsta vetrinum. „Þá
tók ég mér hlé frá skólanámi og starf-
aði í lögreglunni um hríð en þar hafði
ég unnið á summm og líkað vel. Síð-
an fór ég einn vetur og lærði frönsku
en settist svo á skólabekk í lögfræð-
inni á ný og hef aldrei séð eftir því.
Ég útskrifaðist 1996 og tók mér einn
vetur í bameignarfrí eftir það.“
Er á hinum endanum í
ráttarkerfinu
Guðrún segist hafa haft mestan
áhuga á refsirétti, réttarheimspeki og
réttarsögu þegar hún var I lögfræð-
inni en framan af hafi henni í raun-
inni þótt námið fremur leiðigjamt en
áhuginn hafi vaxið eftir þvi sem leið
á dvölina í lagadeildinni.
En getur hún hugsað sér að feta í
fótspor fóður síns og hasla sér völl
Örn Clausen lögfræðingur hefur verið sjálfstætt starfandi lögfræðingur í 42
ár. Hann segir aldrei hafa komið til greina að vinna hjá öðrum. Guðrún Sess-
elja Clausen er fulltrúi hjá Ríkissaksóknara. Hún segist hafa ákveðið á unga
aldri að feta í fótspor foreldra sinna og læra lögfræði.
sem sjálfstæður lögfræðingur? „Mér
hefur líkað afar vel hjá Ríkissaksókn-
ara. Þar hef ég þegar lært meira en í
lagadeildinni og samstarfsfólk mitt
býr yfir mikilli reynslu og þekkingu.
Ég er enn óráðin í þessum efiium en
ég gæti vel hugsað mér að setja upp
eigin stofu þegar þar að kemur. Mér
fmnst námið hafa nýst mér vel enn
sem komið er. Það má segja að ég sé
að fást við svipuð verkefhi og pabbi,
bara á hinum endanum i réttarkerf-
inu.“
Get ekki starfað hjá öðmm
En gat Öm aldrei hugsað sér að
starfa hjá öðrum? „Ég útskrifaðist úr
lagadéildinni 1953,“ segir Öm.
„Ég fór ekki strax að starfa sem lög-
maður, því ég fór að vinna sem bíó-
stjóri í Trípólíbíóinu gamla, þar sem
ég tók við af Sveini Bjömssyni, seinna
forseta ÍSl, og greip einnig í að starfa
sem túlkur hjá Vamarliðinu. Ég byij-
aði 1958 að praktisera og það kom
aldrei neitt annað til greina en að ég
ynni sjálfstætt því ég gat ekki hugsað
mér að starfa fyrir aðra.“ „Það hefði
aldrei gengið," segir Guðrún og brosir.
Sumir glæpamenn úivalsfólk
„Ég hefi kynnst alls konar fólki á
mínum ferli sem lögfræðingur," held-
ur Öm áfram. „Margt af þessu hefúr
verið úrvalsfólk þótt það hafi ratað út
af hinum mjóa vegi dyggðarinnar.
Sumir hafa komið til mín einu sinni og
síðan algerlega snúið baki við glæpa-
starfsemi en marga hef ég séð aftur og
aftur. Það verður að segjast eins og er
að í langflestum tilvikum em áfengis-
neysla eða fíkniefni þar með í spilinu
og erfiðar heimilisaðstæður hafa
einnig sitt að segja.“
Eru lögfræðingar leikarar?
Systir Guðrúnar er leikkona og sjálf
er Guðrún nátengd leikhúsinu þar sem
Giftur dámara
Lögfræðin hefur verið viðfangsefni
Arnar í fleiri en einum skilningi.
Hann giftist lögfræðingi, Guðrúnu Er-
lendsdóttur sem nú er hæstaréttar-
dómari. Þau eiga þrjú börn. Eitt er
Ólafur Amarson sem starfar sem ráð-
gjafi hjá Lehman Brothers í London
en dætumar em tvær. Önnur er Jó-
hanna Vigdís leikkona en hin er Guð-
rún Sesselja lögfræðingur sem situr
við gamla tekkborðið á skrifstofu föð-
ur síns og ræðir við DV um starfsval-
ið, lögfræðina og samskiptin við fóð-
ur sinn ásamt honum. Hún er sem
sagt epli sem hefur sannarlega ekki
hrokkið langt frá eikinni.
Guðrún Sesselja, eða Budda, eins
og faðir hennar kallar hana, hefur
starfað sem fulltrúi hjá Ríkissaksókn-
ara frá 1997. Embættið fer yfir mál frá
lögregluyfirvöldum og undirbýr mál-
sókn og ákærur og sækir menn til
saka þegar efni standa til.
Átánum fyrir framan pabba
Guðrún hefúr fjórum sinnum lent í
þvi að sækja mál fyrir hönd ákæm-
valdsins þar sem faðir hennar hefur
verið verjandi. Var það ekkert óþægi-
legt? „Mér fannst það ekki sérstak-
lega,“ segir Guðrún. „Ég þekki hann
vel og vissi að ég yrði að standa mig
vel og var þess vegna alveg sérstaklega
á tánum þegar þetta gerðist í fyrsta
sinn. Hann hefur mikinn sannfæring-
arkraft og maður verður að gæta sín á
honurn."
„Þegar þetta gerist þá vil ég alltaf að
skjólstæðingur minn viti af því og þeir
hafa aldrei hreyft mótmælum," segir
Öm. Þess má reyndar geta að í öllum
tilvikunum þar sem faðir og dóttir tók-
||pSf'
Feðginin hafa fjórum sinnum staðið andspænis hvort öðru í réttarsalnum þar sem dóttirin hefur sótt menn til saka en faðirinn varið þá.