Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Page 21
f
’ LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
viðtal 21
ín Sesselja Arnardóttir:
ist á í ráttarsalnum
i en faðirinn ver.
Á veggjunum hanga málverk eftlr Arreboe Clausen, föður Arnar, ásamt teikningum úr
hverja mynd og Örn kann þær allar.
réttarsal eftir Árna Elfar, málverkum eftir Matthías Sigfússon og teikningum af frægum tónlistarmönnum. Það er saga bak við
DV-myndir ÞÖK
hún er gift Jóhanni Sigurðarsyni leik-
ara. Eru leiklistin og lögfræðin skyld
fög? Er gott fyrir lögfræðing að vera
gæddur leikhæfileikum? „Það er eng-
inn vafi á því,“ segir Guðrún. „Ég held
að pabbi hefði orðið fínn leikari."
„Ég fékk nú þá umsögn frá einum
skjólstæðinga minna fyrir skömmu að
ég hefði átt að fæðast i Ameríku," seg-
ir Öm glottandi. „Ég held að lögfræð-
ingur sem ekki hefur sannfæringar-
kraft til að fylgja sínu máli eftir sé ekki
góður lögfræðingur. Hann er því leik-
ari í þeim skiiningi og verður að vera
dálítið góður leikari. Hitt er svo annað
mál að sú mynd sem er dregin upp af
lögfræðingum í bandarískum bió-
myndum á lífið skylt við islenskt rétt-
arkerfi. Það getur verið að lögfræðing-
ur sem er góður leikari geti platað
kviðdóm upp úr skónum en þú platar
ekki löglærða dómara sem hlýða á mál
hér á landi. Þú getur í besta falli haft
einhver svolítil áhrif á þá.“
Eiginkona Amar, Guðrún Erlends-
dóttir hæstaréttardómari, starfaði með
honum á stofúnni á árunum 1961 til
1971 þegar hún fór að kenna við Há-
skólann en tók sæti sem dómari 1986.
Sjö ára í heimsókn hjá
morðingja
Það hlýtur að hafa verið mikið talað
um lögfræði í kringum Guðrúnu Sess-
elju þegar hún var að alast upp? „Það
fór auðvitað ekkert hjá því. Ég fór
snemma að fylgja pabba og mömmu í
vinnuna og mér er mjög minnisstætt
þegar ég fór með pabba 6 eða 7 ára
gömul í fangaheimsókn inn í Síðu-
múla. Þetta var kona sem haföi orðið
manni að bana og mér er minnisstætt
hvað var fínt inni hjá henni, útsaums-
myndir og hannyrðir upp um aila
veggi. Sehma notaði ég oft tækifærið
og fékk að fara með honum austur á
Litla-Hraun og æfa mig í að keyra en
þar fór ég aldrei inn.“
Öm rifjar upp að margir hafi
hneykslast á honum að taka bamið
með sér til þessarar voðalegu konu en
þetta hafi ailt saman verið i góðu. En
ef lögfræðingar era góðir leikarar era
þeir þá ekki oft að halda fram sakleysi
manna þótt þeir viti að þeir séu sekir?
Berst fyrír alla
„Það hlýtur að vera fyrsta skylda
allra lögmanna að beijast fyrir hags-
munum skjólstæðinga sinna hvort sem
þeir eru sekir eða saklausir," segir
Öm. „Stundum veit ég ekki hvort
skjólstæðingar mínir eru sekir eða
saklausir en stundum veit ég að þeir
eru annað hvort. En ég berst af jafn-
miklum krafti fyrir báða. Þannig er
lögfræðin og henni verður að lúta. Ef
einhver maður sem er sekur er sýkn-
aður vegna einhverra lagaákvæða þá
má lögfræðingurinn ekki taka það
nærri sér. Ég segi ekki að ég væri ró-
legur ef ég vissi til þess að morðingi
væri sýknaður og sennilega myndi ég
segja mig frá slíku máli. En í flestum
öðrum tilvikum hef ég ekkert sam-
viskubit þótt menn séu sýknaðir þó ég
viti að þeir séu sekir.“
Guðrún segir að hjá Ríkissaksókn-
ara líti lögfræðingar ekki á dómsniður-
stöðu sem sigur eða tap. Þeim sé skylt
að sætta sig við niðurstöður þess rétt-
arkerfis sem þau starfi við og trúi að
sé skilvirkt.
„Ég hefi lent í því að setja ofan í við
unga sækjendur sem mér fimdust vera
of ákafir," segir Öm og slær risastór-
um hnefanum í borðið orðum sínum
til áréttingar. „Það er skylda okkar
sem störfum fyrir ákæruvaldið að leita
sannleikans og upplýsa mál. Það þýðir
ekki að við höfúm ekki samúð með þvi
fólki sem við fáum til umfjöllunar í
sakamálum en lögfræðingar geta ekki
látið tilfinningar stjóma afstöðu sinni.
Lögin bjóða okkur að leita sannleikans
og ákæra ef fyrirliggjandi sönnunar-
gögn em nægileg eða líkleg til sakfeO-
ingar.“
Hvaða áhríf hefur dómstóll
götunnar?
Eitt af þeim hugtökum sem hafa ver-
ið hávær í umræðunni að undanfómu
er, „dómstóll götunnar". í munni
flestra virðist það þýða almenningsá-
lit. Þama er verið að vísa til háværrar
umræðu sem hefur orðið um suma
dóma Hæstaréttar, sérstaklega þá sem
fjalla um viðkvæm mál eins og kyn-
ferðisafbrot.
Er „dómstóll götunnar" áhrifamikið
tæki og hefur hann áhrif i islensku
réttarkerfi? „Það er enginn vafi á því
að hávær umræða hefur oft á tíðum
einhver álirif. Dómstólar eiga hins veg-
ar ekki að láta slíka umræðu hafa
áhrif á sig enda er hún oft byggð á van-
þekkingu á rökum málsins og þeim
forsendum sem dómur byggist á. Al-
menn umræða hefúr hins vegar áhrif á
þingmenn og Alþingi sem á stundum
breyta lögunum til samræmis við það.
Maður heyrir fólk út i bæ heimta
dóma upp á 10-20 ár en það finnst mér
of langt gengið," segir Öm.
„Það verður að gæta þess að lögin
snúist ekki upp í andhverfú þess sem
ætlast er til. Við höfúm dæmi frá
Bandaríkjunum þar sem refsing við
nauðgun er svo þung að árásarmaður-
inn getur allt eins drepið fómarlambið
líka, því það munar ekki svo miklu
varðandi refsinguna," segir Guðrún.
„Þetta er réttarfar sem við viljum ekki
sjá hér á landi.“ En er refsirammi ís-
lenskra laga of vægur miðað við ná-
grannalöndin? „Mér sýnist að í mörg-
um tilvikum sé hann mjög áþekkur,“
segir Guðrún.
„Menn geta haft ólíkar skoðanir á
því gildismati sem felst í lögum og
dómaframkvæmd. Mér finnst t.d. að
refsingar við ofbeldisbrotum ættu að
vera þyngri en refsingar við fjármuna-
brotum. Það byggist á þeirri persónu-
legu skoðun minni að ofbeldi sé alvar-
legra brot en fjármunabrot."
„Mér sýnist að almennt hafi dóm-
stólar refsiramma sem er sæmilega
nothæfúr," segir öm. Þau feðgin em
treg til að ræða einstök mál eins og
góðum lögfræðingum sæmir en era
sammála um að stundum þyrfti að
upplýsa þá betur sem tjá sig um dóms-
niðurstöður á opinberum vettvangi.
Það þarfaðveija Hæstarétt
„Ég má auðvitað aldrei láta neitt í
mér heyra," segir Öm og vísar þar til
tengslcinna við eiginkonuna. „En
stundum blöskrar mér hvemig Hæsti-
réttur er gagnrýndur að ósekju og
menn tína til þau rök sem henta þeirra
málstað hveiju sinni. Mér finnst að
lagaprófessorar við Háskólann ættu oft
að vera duglegri að skrifa um lögfræði-
leg málefni og upplýsa almenning því
dómaramir mega ekki blanda sér í
umræðuna. Mér fyndist þess vegna vel
koma til greina að einhver starfsmað-
ur réttarins hefði leyfi til þess að skýra
ýmis rök af þessu tagi fyrir fólki þegar
vitleysan keyrir alveg um þverbak."
Verðum að trúa á réttarríki og
gott dómskerfi
En er þá dómskerfi okkar nógu gott?
Er ekki hávær umræða um dómsnið-
urstöður vitni um það að svo sé ekki?
„Ég vil benda á að 1992 vom t.d.
ákvæði hegningarlaganna um kynferð-
isafbrot endurskoðuð og margt fært til
betri vegar,“ segir Guðrún. „Það er
einnig nýlega búið að breyta lögum
um meðferð opinberra mála sem
tryggja réttarstöðu brotaþola verulega.
Nú er t.d. brotaþolum í kynferðisbrot-
um og öðrum oföeldisbrotum skipaður
talsmaður strax og fleira gert til að
tryggja réttindi þeirra. Ég hlýt að trúa
því að við búum í góðu réttarríki og er
reyndar sannfærð um að svo sé.“
„Hér áður var það þannig að ef
menn réðu sér ekki sjálfir prívatlög-
fræðing þá fengu þeir enga aðstoð,“
segir Öm. „Ég tel að við búum við
hlutlaust og réttlátt réttarfar. Hér er
spilling nær óþekkt miðað við mörg
önnur lönd og réttarstaða manna
trygg. Við sem störfum í þessu samfé-
lagi við lög og rétt verðum að trúa á
það.“ -PÁÁ