Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Síða 28
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 -13"V 2« %Wgarviðtalið r g veit ekki af hverju en mér finnst eins og fólk sé hrætt við mig. Ég er opinskár og tjái mig oft með ofsafengnum hætti. Fólk fer í baklás og virðist forðast mig og held- ur að ég sé að reyna að plata það fyrst ég tala svona frjálslega. En ég er ekki kominn hingað til að leita að ham- ingju heldur til að læra. Mér þykir vænt um fólk og vil skilja það en mér gengur illa að elska það eins mikið og ég vildi.“ Þannig lýsir Peter Michael Micari, biskup, bóndi og einsetumaður á Kvennahóli á Fellsströnd í Dalasýslu, afstöðu sinni og samskiptum við Is- lendinga. Micari hefur verið búsettur á íslandi frá 1994, fyrst á Akureyri, þar sem hann dvaldi í rúmt ár, en haustið 1995 festi hann kaup á Kvennahóli og flutti þangað. Kvennahóll stendur undir brattri fjaflsbrún á Fellsströnd, um það bil 20 kílómetra vestan við Staðarfefl í Döl- um þar sem fólki er bjargað úr klóm áfengisdemónsins. Micari segist vera biskup og hann ætlaði upphaflega að bjarga fólki úr klóm efnishyggju og hraða nútímans og beina því inn á andlegar brautir og kenna því að finna haldreipi í trúnni. Á Kvenna- hóli áttu menn að dvelja 1 einhvers konar athvarfl, ná sambandi við nátt- úruna, dýrin og sinn innri mann, hug- leiða og finna frið. Fálagslyndur einsetumaður Það hefur aldrei neinn læri- sveinn dvalið á Kvennahóli, stöku gestir hafa komið fyrir forvitni sakir, sumir hafa lofað að koma aftur seinna til að tala við bisk- upinn um trúmál en enginn þeirra hefur komið aftur. „Ég skil þetta ekki alveg. Ég er far- inn að halda að íslendingar meini ekki alltaf það sem þeir segja. Þeir eru hræddir við þessa háværu amerísku ímynd sem ég hef yfir mér. En ég uni mér vel hér á Kvennahóli og hef nóg fyrir stafni við umsýslu, bænahald, íhugun og listsköpun. Ég er einsetu- maður en hef samt gaman af fólki.“ Nú kynni einhverjum að finnast það þversögn að vera félagslyndur einsetumaður en Micari segir að það sé auðvelt að skilja. „Það eru tvær tegundir af einsetu- mönnum. Önnur er þögul og innhverf og sækir i einsemd og frið og líður best með sjálfri sér og Guði. Hin teg- undin eru einsetumenn sem sækja styrk í trúna og hafa gefist upp á fólki og þeim leikjum sem það leikur og vilja því vera einir en finnst gott að geta haft samskipti við fólk á vits- munalegum grundvelli annað slagið.“ Samband við umheiminn Við erum gestir Micaris á Kvenna- hóli hluta úr degi og erum fyrstu gest- imir sem þar stíga inn fyrir dyr í rúmlega sex mánuði. Micari segist hafa haft talsvert samband við ná- granna sína fyrst í stað en þau sam- skipti hafi spillst vegna árekstra og nú hitti hann ekki fólk nema þegar hann bregður sér í kaupstað í Búðar- dal eftir vistum og þess háttar. „En mér leiðist aldrei,“ segir hann og bendir máli sínu til staðfestingar á risastórt sjónvarp sem er tengt gervi- hnattadiski í garðinum bak við húsið. Gegnum diskinn streymir heimurinn inn á gafl til Micaris á 26 sjónvarps- rásum. „Ég skapa list, hlusta á tónlist og auk þess skynja ég verur af öðmm til- verusviðum. Sex indverskir jógar hafa reglulega samband við mig gegn- um drauma eða í vöku.“ Biskup er ekki með tölvu í húsinu og segir að Intemetið sé í raun birt- ingarform hins illa i veröldinni og því komi það ekki inn í sín hús. Micari hefur innréttað húsið á Kvennahóli eftir sínu höfði. Þar er aflt hreint og snyrtilegt en hvarvetna hanga myndir sem hann hefur gert, bænaveifur, bænahjól, talnabönd, kuflar sem tilheyra biskupsembætti hans í tugatali í ýmsum litum og heildaráhrifin eru snyrtileg óreiða. Myndir Micaris eru næstum allar eins því þær eru tilbrigði eða eftir- prentanir af stórri nokkurs konar Kristsmynd sem hann gerði skömmu eftir komuna til íslands og er sérstæð, framstæð mósaíkmynd úr frímerkj- um. Merin verður maður næst Búskapurinn á Kvennahóli er sér- stök saga. Micari hefur komið sér upp litlu stóði sem sem er alls 14 höfuð. Þetta era hross á ýmsum aldri, allt frá ungum trippum og upp í 24 vetra meri. í stóðinu eru tveir graðfolar, annar þriggja vetra, hinn fjögurra. Micari er afar stoltur af folunum tveimur og gengur með okkur út í stóðið og kallar þá til sín. Hann bendir okkur á elsta gripinn í stóðinu, jarpsokkótta meri sem stend- ur lotleg við sundurtætta heyrúllu og japlar á tuggu. Peter Michael Micari eða Satchakrananda er biskup, bóndi og einsetumaður á Kvennahóli í Dölum. „Hún er með folaldi. Þetta er óskap- lega næm og gáfuð skepna sem ég er viss um að mun endurfæðast sem maður á næsta tilverustigi. Ég ætla með hana í sláturhús í haust.“ Hross Micaris eru að hluta til orsök ósættis hans við nágrannana. Þar að baki liggur löng saga þar sem ýmiss konar viðskipti með hross, deilur um beitiland og afnot af landi koma við sögu - rétt eins og i hefðbundinni ís- lenskri sveit. Micari segist hafa áhuga á hrossarækt en aldrei fara sjálfur á bak. Það verður ekki séð að nein hest- held girðing sé á Kvennahóli svo bisk- upinn á eflaust eftir að lenda í vand- ræðum með sína graðfola þegar vorar. Auk hrossanna á biskup tvo ketti sem láta ekki sjá sig þegar gestir koma og hann segir að forðist einnig eiganda sinn. „Þeir eru skrýtnir, þessir íslensku kettir.“ En á hvað trúir biskupinn? Við þessari spumingu er ekkert einfalt svar. Micari segist vera biskup og kirkjan sem vígði hann til íslands, Jan Mayen og Bjamareyja heitir Cat- holic Apostolic Church of Antioch Malabar Rite. Samkvæmt æviágripi sem Micari setur sjálfur saman varð hann fyrir trúarvakningu þegar hann starfaði fyrir Sears í Washington 1967. Þaðan lá leið hans um nokkrar gerðir af söfnuðum sem flestar hneigjast til austrænna trúarbragða, og má nefna Ananda Marga sem dæmi, en einnig stundaði hann trúarlegt nám undir handleiðslu ýmissa gúrúa, rak athvörf og námskeið fyrir leitandi ungt fólk, stofnaði slíkt athvarf tvisvar sinnum, tók vígslu sem prestur hjá áðumefnd- um Malabar-söfnuði 1977 og varð síð- ar biskup þar. I þessu æviágripi segist Micari hafa leiðbeint tíbetskum munkum, Trappistamunkum og mörgum fleiram, ásamt því að halda svokölluð Gestalt-námskeið sem leysa framöfl mannssálarinnar úr læðingi. Rómar slðastliðið sumar og gengið á fund manna í Vatíkaninu og boðið' fram þjónustu sína við að sætta kirkjudeildir í austri og vestri. Hann verður mjög æstur þegar hann riijar upp þessa ferð og þær slæmu viðtökur sem hann fékk. „Ég veit að mín bíður hlutverk þarna,“ segir hann. „Ég get vel beðið þó menn vilji ekki hlusta á mig núna.“ Fæddur fjórða júlí Fortíð hans er í stuttu máli sú að hann fæddist 4. júlí 1943 og ólst upp í New York, einkasonur endurskoð- anda og kjólasaumakonu. Hann ólst ekki upp við trú en segir að faðir hans hafi verið bæði nískur og strangur maður. Á fullorðinsárum segist hann hafa stundað ýmis störf, bæði verið 1 hernum og fengist við verslunarstörf en einnig lært sálfræði og sálfræði- meðferð 1 háskóla og starfað við það áram saman. Þessi frásögn er reyndar í nokkrum atriðiun ósamhljóða æviá- gripi hans sjálfs og því sem hann tjáði Morgunblaðinu í viðtali haustið 1995. „Ég er settur saman úr svo mörgum þáttum,“ segir Micari og skríkir af fógnuði yfir gestakomunni. „Sá biskup sem þú sérð núna er ekki sá biskup sem þú sæir ef þú kæmir á morgun. Ég á mörg áhuga- mál og bý yfir geysflegri þekkingu á mjög mörgum sviðum.“ Engir lærisveinar En er Micari sáttur við vera sína á Kvennahóli? Vill hann ekki fá til sin lærisveina? „Ég hef ekki verið að sækjast sér- staklega eftir því. Ég er í biðstöðu og ef mín er þörf í Vatíkaninu þá fer ég.“ Hann gengur með okkur að lágreistu jarðhýsi með bárajárns- hvolfþaki sem hann hefur reist í tún- fætinum. Þar inni er stór frímerkja- mynd af Jesú sem horfir til suðurs ve t ekki af Um sex ára skeið rak hann sinn eigin söfnuð og bjó með sex lærisveinum en leysti þann söfnuð upp og gaf kirkj- unni athvarfið þegar hann flutti til Is- lands. Lauslegar viðræður við Micari leiddu í ljós að hann virðist trúa á flestar þekktar kennisetningar í nú- tíma trúarbrögðum. Hann hefúr stofn- að sína eigin kirkjudeild sem reyndar fæst ekki skráð sem trúfélag á íslandi og virðist telja hana tilheyra grísku rétttrúnaðarkirkjunni eða hinum austrænu kirkjudeildum. Hann trúir á Jesúm Krist, hann trúir á endur- holdgun, hann stundar íhugun, hann biðst fyrir að hætti búddamunka og trúir á þá orku sem hann telur að felist 1 hreinni og óspifltri náttúra ís- lands og trúir á geimverur. Hann trú- ir einnig á kenningar sem kenndar era við „Hollow Earth Theory“ og snúast í stuttu máli um að jörðin sé hol að innan og aldingarðurinn Eden sé inni i jörðinni og þeim sem trúa verði gert kleift að snúa þangað aftur að lokum, ef ekki ferðast milli Eden og þess heims sem við þekkjum. Það er reyndar hluti þessarar kenningar að helvíti sé á yfirborði jarðar. Hlutverk íVatíkaninu En hann segist einnig fylgjast vel með því sem er að gerast í Vatíkaninu og telur að senn ljúki valdatíma nú- verandi páfa og að því loknu muni kirkjan komast í hendur guðlegra manna þvi það sé það eina sem geti bjargað heiminum frá glötun. Hér mætti einnig tina til hluti eins og spá- dóma Nostradamusar og sitthvað fleira sem flýtur hvað innan um ann- að í flóði kennisetninga sem bisk- upinn trúir á. Hann segist hafa ekið suður til - DV yfir til Ljósuíjalla. I hálfhring standa upp úr snjónum heimasmíðaðir áhorf- endabekkir þar sem lærisveinamir skyldu sitja. Við hlið skýlisins er stóll biskups og næst honum bekkir altar- isdrengja. „Ég smíðaði þetta þegar ég ætlaði að halda námskeið en svo fann ég að það var ekki rétt og hingað hefur aldrei neinn komið.“ segir Micari og burstar snjóinn af biskupsstólnum og mæöist yfir því hvemig sólin hefur upplitað myndina af Jesú. Hann segist ekki vilja lærisveina en i öflum bæk- lingum sem hann dreifir og auglýsa Kvennahól er fólki boðið að koma og dvelja við fótskör biskups og læra af honum. Hann vill samt koma þvl sérstak- lega á framfæri að hann vildi gjaman komast í samband við aðila sem hefðu áhuga á að styrkja hann fjárhagslega til að koma á fót nokkurs konar ráð- stefnumiðstöð í andlegum fræðum á Kvennahóli. Sllka menn vill biskup gjaman þekkja. Lifað á haugunum Á Akureyri vakti vera biskups mikla athygli, sérstaklega eftir að heyrinkunnugt varð að hann lifði að mestu á raslagámum Akureyringa en þaðan hirti hann fæði og klæði sér til lífsviðurværis og vakti oft hroll gesta þegar hann bar fram upphitaðar sam- lokur af haugunum. Þetta og það sem hann sagði i blaðaviðtölum um ógest- risni og skilningsleysi Akureyringa varð til þess að hann fór þaðan. „Ég hefi aldrei séð annað eins,“ seg- ir Micari þegar nýtni hans og hauga- ferðir berast í tal. „Það lítur út fyrir að fjórðungur Akureyringa hendi öllum eigum sín- um á hverju einasta ári.“ Að svo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.