Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Síða 30
» 38
LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000
Ferðamönnum
fækkar
Ferðamenn streyma ekki til
Tyrklands eins og áður. Menn
tala jafnvel um hrun í ferða-
þjónustunni en á síðasta ári
fækkaði ferðamönnum á Tyrk-
land um 24.1%. Helstu ástæð-
umar fyrir minnkandi áhuga á
landinu rekja menn annars veg-
ar til hótana kúrdískra skæru-
liða og hins vegar til hinna
skelfilegu jarðskjáifta sem
skóku landið í fyrra.
Rokk og ról
Nýlega hóf breska ferðaskrif-
stofan Adventures Rock, sem
hefur aðsetur í London, að
bjóða tóniistarferðir um borg-
ina. Hægt er að hafa samband
við ferðaskrifstofuna og fá upp-
lýsingar um tónieika fram í
tímann en auk þess er fólki boð-
ið upp á skoðunarferð á merka
staði í borginni sem tengjast
popptónlist með einum eða öðr-
um hætti. Nú þegar hefur ferða-
skrifstofan efnt til ferða á tón-
leika Eurythmics, Elvis
Costello og Blondie. Fyrir dyr-
um standa tónleikar með Sting
i Royal Albert Hall og má búast
við miklu húllumhæi í kring-
um þá.
Gönguferðir á Spáni
Ferðaskrifstofan IT-ferðir
hyggst bjóöa upp á gönguferðir
á Spáni næsta sumar, nánar til-
tekið pílagrímaleiðina frá
Frakklandi til Santiago de
Compostella í Galisíu.
Öll vegalengdin eru fyrir-
skrifaðar 29 dagleiðir en ferða-
skrifstofan býður upp á fyrstu
átta dagleiðimar frá Ronceaval-
les, sem var fyrsti áfangastaður
pílagrímanna á Spáni. Þar
barði Roldán fyrir Karl mikla
gegn Márum árið 778. Eins og
áður segir verða gengnar átta
dagleiðir og endað í höfuðborg
Rioja-héraðs í Logrono. Píla-
grímaferðimar hófust snemma
á þessari öld og smám saman
þróaðist fastmótuö gönguleið.
Mikil náttúrufegurð er á þess-
um slóðum og sums staðar ligg-
ur leið göngumanna yfir 2000
ára gamlar brýr frá tímum
Rómverja. Gist verður í svefh-
pokum í skálum eða á ódýrum
hótelum, svo sem venja er á
pílagrímaleiðinni. Nánari upp-
lýsingar er að fá á ferðaskrif-
stofunni.
Skíðaganga um
Kjósarskarð
í vetur efnir Ferðafélagið Úti-
vist til skíðagönguferða flesta
sunnudaga meðan snjóalög
leyfa. Á morgun verður boðiö
upp á skiðagöngu um Kjósar-
skarð og eins og kemur fram í
nýrri ferðaáætlun félagsins
verður m.a. fariö hjá Sauðafelli.
Lagt verður upp frá BSÍ klukk-
an 10.30. Þá er vert að minna á
myndakvöld Útivistar á mánu-
dagskvöld þar sem meðal verða
sýndar myndir frá ferð jeppa-
deildar í Fjörður og einnig
verða sýndar myndir af nýju
göriguleiðinni frá Sveinstindi
um Skælinga að Eldgjá.
Grænlendingar taka vetrarsportið með trompi:
Keppt í ísgolfi og erfiðustu skíða-
gönguleið heims
Heimsmeistarakeppni í ísgolfl
var haldin í fyrsta skipti í fyrra við
góðan orðstír. Það var Englending-
urinn Peter Masters sem bar sigur
úr býtum og mun hann verja titil
sinn í næsta mánuði þegar keppnin
verður haldin á ný. Miðdepill
keppninnar er í nágrenni ferða-
mannabæjarins Uummannaq á
Norður-Grænlandi en þeir sem vit
hafa á ísgolfi segja að þar séu
kjöraðstæður. ísgolf er í sjálfu sér
ekki svo mjög frábrugðið hefð-
bundnu golfl; kúlan er reyndar ekki
hvít heldur dökk og flötin hvit en
ekki græn. Eins og gefur að skilja er
ekki hægt að eiga viö lögun vallar-
ins en sökum þess hversu erfitt er
að ganga á ísnum samanborið við
grasi vaxnar flatir eru vegalengdir
mun styttri en almennt tíðkast á
golfvöllum.
Fleiri vetraríþróttir verða í
brennidepli á Grænlandi á næst-
unni því einnig stendur fyrir dyrum
keppni í skíðagöngu um óbyggðir
landsins; alls 160 kílómetra leið.
Lagt verður upp frá bænum Sisimut
á vesturströnd Grænlands þann 7.
apríl næstkomandi og tekur skíða-
gangan þrjá daga. Göngumenn gista
tvær nætur í tjöldum en með í for er
jafncm hópur starfsfólks sem sér um
farangur og matreiðslu. Það þykir
sæta nokkrum tíðindum að Thomas
Alsgaard, einn af bestu skíðamönn-
um Noregs, hefur tilkynnt þátttöku
sína í keppninni. Að sögn aðstand-
enda keppninnar mega allir taka
þátt en betra er að kunna eitthvað
fyrir sér á gönguskíðum en keppnis-
leiðin er talin svo erflð að allir þeir
sem komast í mark eru í sjálfu sér
sigurvegarar.
í tengslum við keppnina verður
ýmis önnur afþreying í boði í bæn-
um Sisimut, svo sem hundasleða-
ferðir og skemmtanir þar sem ferða-
mönnum gefst færi á að kynnast
háttum innfæddra.
Sofið í snjóhúsi
Þá er ótalin enn ein nýjungin á
Grænlandi
en það er
nýtt snjó-
húsahótel í
grennd við
bæinn Kan-
gerlussuaq.
Hótelið
sam-
anstendur
af fimm
snjóhúsum
sem tengd
eru saman
með tveim-
ur stærri
húsum.
Hótelhald-
arar heita
fólki fersku
lofti en líka
nokkrum
kulda. Gera
Snjóhúsið er mikil listasmíö og þar er finna lágmarksþæg-
indi, svo sem hreindýraskinn til aö liggja á. Innandyra má
gera ráö fyrir tæplega 10 gráöa hita aö næturlagi en ut-
andyra fer frost gjarna niöur í 30 gráöur á þessum árstíma.
DV-mynd LIL foto
má ráð fyrir að frost fari niður í 30
gráður að næturlagi og hitastig inn-
andyra í snjóhúsunum sé rétt neðan
við 10 gráöur. Engum á samt að
verða kalt því snjóhúsið leggur fólki
til hreindýraskinn og kuldaþolna
svefnpoka. Snjóhúsin eru ekki stór
og aðeins tólf gestir geta gist í þeim
í einu.
Þá geta menn gætt sér á ýmsum
guðaveigum á bar snjóhótelsins.
Þar eru menn víst blessunarlega
lausir við skort á ísmolum en gest-
um er jafnan bent á að klæðast vett-
ísgolf er í sjálfu sér ekki svo mjög
frábrugöið heföbundnu golfi; kúlan
er reyndar ekki hvít heldur dökk og
flötin hvít en ekki græn.
DV-mynd Matthew Harris
lingrnn því glösin, eins og reyndar
borð og stólar staðarins, eru öll
búin til úr ís.
Ýmsar gagnlegar upplýsingar um
ferðamennsku á Grænlandi er að
finna á heimasíðu grænlenska
ferðamálaráðsins á slóðinni
www.acr.gl á Netinu. -aþ
Auk heföbundinna siglinga um Breiðafjörö munu allar sérferðir og veislu-
ferðir veröa stórauknar.
Sæferðir yfirtaka Eyjaferðir í Stykkishólmi:
Veislu- og hvalaskoðunarferðum fjölgað
DV, Vesturlandi:__________________
Nýtt ferðaþjónustufyrirtæki hefur
veriö stofnað í Stykkishólmi sem
mun taka yfir alla ferðaþjónustu
Eyjaferða. Nýja fyrirtækið, sem ber
nafnið Sæferðir ehf., hyggst viðhalda
þeirri góðu þjónustu sem Eyjaferðir
hafa boðið á undanförnum árum og
kappkosta að auka hana enn frekar.
Aöaleigendur fyrirtækisins eru
Kynnisferðir ehf., Pétur Ágústsson,
Svanborg Siggeirsdóttir og fjölskylda,
auk Olis hf. og Sjóvá-Almennra hf.
Framkvæmdastjóri félagsins verður
Björn Kristjánsson og mun hann jafn-
framt annast markaðs- og sölumál
varðandi ferðaskrifstofur og erlendan
markað. Höfuðstöðvar félagsins verða
í Stykkishólmi og mun Svanborg Sig-
geirsdóttir hafa umsjón með dagleg-
um rekstri. Pétur Ágústsson verður
útgerðarstjóri og aðalskipstjóri fé-
lagsins ásamt Siggeiri Péturssyni.
Félagið mun verða með tvo báta á
næsta sumri. Það er Brimrún sem
mun verða notaður aðallega fyrir
hvalaskoðun en jafnframt hafa verið
fest kaup á öðrum stórum bát sem
mun sinna hefðbundnum skoðunar-
ferðum og veisluferðum frá Stykkis-
hólmi.
Auk heföbundinna siglinga um
Breiðafjörð munu allar sérferðir og
veisluferðir verða stórauknar. Þá er
einnig hugmyndin að stórefla hvala-
skoðunarferðir frá Ólafsvík.
-DVÓ
Úrval-Útsýn hefur beint leiguflug til Krítar:
Ber svip af Feneyj-
um og Tyrklandi
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býð-
ur í ár nýjan sólarstað við Miðjarðar-
haf i beinu vikulegu áætlunarflugi,
hina fomfrægu eyju Krít sem er svo
sannarlega töfrandi heimur út af fýr-
ir sig.
Sumarið er langt á Krít, sem er
stærst grísku eyjanna, eða frá byrjun
mars til loka október. Eyjan er óum-
deilanlega vinsælasti sumarleyfis-
staður á Grikklandi. Sjórinn með-
fram Krítarströndum er óvenju
hreinn og tær og þær hafa iðulega
hlotið hin evrópsku bláfanaverölaun.
Ferðaskrifstofan býður dvöl í
tveimur sólarstrandabækjum á Krít,
í Chania og i Rethymnon.
Chania er önnur stærsta borgin á
Krít og fyrrum höfuðstaður eyjarinn-
ar. Hún er á vesturströndinni og tal-
in vera elsta borg i heimi sem verið
hefur samfellt í byggð frá stofmm
fram á okkar daga. Gamh bæjarhlut-
inn innan borgarmúranna ber svip af
Feneyjum og Tyrklandi en hjarta
borgarinnar er gamla höfhin þar sem
andrúmsloftið er heillandi og laðar til
sín bæði íbúa og erlenda ferðamenn.
Rethymnon er miðja vegu milli
Chania og Herakhon, höfuðborgar
Heimaland Grikkjans Zorba verö-
ur áfangastaöur Úrvals-Útsýnar í
sumar.
Krítar. Hún er lítil perla, miðstöð
menningarlífs á Krít, skemmtilegur
bær með tyrkneskum blæ.
Farþegum gefst kostur á skoðunar-
ferðum um Krít, m.a. til Heraklion og
Knossos en auk þess verða í boði
skoðunarferðir til Aþenu og Santor-
ini. Krítarferðimar standa frá 17. apr-
íl til 11. september nk.