Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2000, Page 44
52 LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 DV matgæðingur vikunnar Sykurlausir jógúrtdrykkir Hættulega hollir Fyrir fjóra: I 360 g hrein jógúrt 60 g bananar 30 g appelsínusafi 30 g strásæta 4-6 ísmolar safi úr einni sítrónu II 360 g hrein jógúrt 150 g ferskur ananas 30 g strásæta 4-6 ísmolar safi úr 1 sítrónu Afhýðið ávextina og maukið í matvinnsluvél, hvora uppskrift fyrir sig. Safanum, strásætunni og ismolunum bætt út í og mauk- aö áfram. Að lokum er jógúrtinni bætt út í. Borið fram í háum glös- um, skreytt með ferskum ávöxt- um. Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Lambageiri með fylltum kartöflum Fljótlegt og einfalt - við allra hæfi. Fyrir fjóra: 8 stk. lambageirar (700-800 g) 4 grillpinnar Fylltar kartöflur 4 bakaðar kartöflur 4 sneiðar beikon 1 vorlaukur (saxaður) 1 rauðlaukur (saxaður) 1 rauð paprika (söxuð) 1/2 tsk. paprikuduft 2 msk. sýrðar, saxaðar agúrk- ur 1 msk. sætt sinnep salt og nýmalaður pipar 50 g mozzarellaostur 1 dl sýrður rjómi 2 msk. dijonsinnep Lambageirarnir þræddir upp á grillpinna og grillaðir í 5-7 mínút- ur á hvorri hlið. Bakaðar kartöflur skomar í tvennt og skafið innan úr þeim. Beikonið er steikt á pönnu ásamt grænmeti, kryddað með salti og pipar og síðan kælt. Þessu er hrært saman við sýrðan rjóma, kartöflumaukið, sýrðu agúrkurnar og kryddinu stráð yfir. Þetta er sett ofan í kartöflurnar og mozzarella- ostinum stráð yfir. Kartöflumar eru síðan hitaðar upp i grillinu, en l ekki of lengi því þá rennur rjóm- inn af. Meðlæti: Dijonsinnep og fylltar kartöfl- ur. Nýkaup Þar sem ferskleikinn býr „Það er töluvert atriði að skjóta endurnar, reyta og hantéra þær sjálfur, en auövitað eru ekki allir í þeirri aðstööu aö þeir geti veitt sjálfir í matinn en þá er það líka allt í lagi,“ sagði Björn Kr. Leifsson, matgæðingur vikunnar, sem er hér ásamt ársgömlum syni sínum, Birni Boða. Hátíðarvilliönd með villibráðarsósu - að hætti Bjössa í World Class Það er enginn annar en Bjöm Kr. Leifsson, eða „Bjössi í World Class", eins og hann er oftast kallaöur, sem er matgæðingur vikunnar aö þessu sinni. Hann er þekktur fyrir að vera frömuður í líkamsrækt og ekki er minnst á heilsu- eða heilsurækt án þess að nafn hans beri á góma. Hann sýnir okkur lesendum nú á sér aðra hlið, gerir það með glæsi- brag og gefur okkur hér sínar ljúf- fengustu uppskriftir. Eins og lesend- ur geta séð er hann mikill sælkeri og hefur hér með slegið út trompi í matargerð. „Þessi matur er sko eng- um líkur, enda hátíðarmaturinn á mínu heimili. Síðustu jól og næst- síðustu hef ég verið með 14 manns í mat og allir sammála um að þetta sé það besta sem hægt er að fá. Við erum þrír, ég, Gísli framkvæmda- stjóri og Bragi matreiöslumeistari, sem eyðum deginum saman á að- fangadag í Þjóðleikhúskjallaranum og hjálpumst að við að matreiða jólamatinn fyrir fjölskyldur okkar. Villiendumar eru forsteiktar niður frá og meðlætið búið til, svo er kom- ið heim kl. 17, klárað að matreiða og maturinn er tilbúinn á borðum kl. 18. Þetta höfum við gert síðustu þrenn jól og er þvílík jólastemning í kringum þetta að það má eiginlega segja að þetta sé orðinn ómissandi hluti af jólunum,“ sagði Bjöm og bætti svo við: „Það er töluvert atriði að skjóta endumar, reyta og hantéra þær sjálfur, en auðvitað eru ekki allir í þeirri aðstöðu að þeir geti veitt sjálfir í matinn en þá er það líka allt í lagi.“ Hátíðarvilliönd Fyrir Qóra: 2 viliiendur (skotnar, reyktar og sviðnar) Salt og pipar (eftir smekk) timian Endurnar eru úrbeinaðar og snyrtar. Bringur og læri er snögg- steikt á pönnu í smjöri og sett í eld- fast mót og kryddað með salti og pipar. (Ath.: Læri þurfa lengri steik- ingu en bringumar og eru því sett í ofninn 20 mínútum áður. Þá em bringumar settar i ofninn og steikt- ar í u.þ.b. 10 mínútur við 160-180 gráða hita. Steikingartími í heild er um 30 mínútur.) Beinin eru brúnuð vel í potti og krydduð með salti og pipar og einni teskeið af timian. Síð- an er sett vatn í pottinn svo fljóti yfir og soðið við vægan hita í um 3 klukkustundir og sigtað. Villibráðarsósa 1/2 1 rjómi sólberjasulta 100 g smjör 100 g hveiti sósulitur (eftir smekk) í sósuna fer u.þ.b. hálfur lítri af rjóma og þrjár til fimm matskeiðar af sólberjasultu. Þetta er sett í pott og suðan látin koma upp og látið sjóða rólega viö jafnt hitastig. Sósan er síðan þykkt með smjörbollu (100 g af smjöri eru brædd og 100 g hveiti bætt við eða notaður sósujafnari). Ef fólki finnst sósan of ljós má bæta við sósulit. Sigta verður berin úr sósunni. Sósan er sett til hliðar þar til hún er borin fram. Steikt rauðkál Meðlæti: hálfur lítill rauðkálshaus sykur 100 g valhnetur Rauðkálið er saxað í strimla og steikt á pönnu þar til það fer að mýkjast, þá er sykri stráð yfir og steikt áfram þar til sykurinn brúnast. Að því búnu eru 100 g af heilum valhnetum sett á pönnuna í lokin. Eplasalat Meðlæti: 2 græn epli 4 matskeiðar sýrður rjómi 1 teskeið dijon sinnep 1 teskeið hunang 1/4 sitróna Eplin eru afhýdd og söxuð í litla bita, fjórum matskeiðum af sýrðum rjóma bætt út í ásamt einni teskeið af dijon sinnepi og einni teskeið af hunangi. Safinn úr sítrónunni er notaður. Allt hrært saman. Ferskt grænmeti eftir smekk og brúnaðar kartöflur. Gott er að undirbúa matreiðsluna með fyrirvara og hafa sósuna til- búna og annað meðlæti til þess að geta einbeitt sér fyrst og fremst að eldamennsku kjötsins. Skemmtilegt er að bjóða upp á Talbot rauðvín, árgang ‘93 eða eldra, með öndinni. Verði ykkur að góðu. Ég ætla að skora á Gísla Haf- liða Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Leikhúskjallar- ans. Hann hefur framreitt þá bestu rjúpnasteik sem ég hef smakkað. Nýkaup Þar semferskleikinn býr s Lax að ítölskum hætti (carpaccio) Mamma mia Fyrir fjóra: 400 g hrár lax, bein- og roðlaus 2 tsk. nýmulið salt 1 tsk. nýmulinn pipar safi úr tveimur sítrónum 2 msk. ólífuolía 2 msk. ferskur, saxaður gras- laukur 2 dl sýrður rjómi salt og pipar Laxinn er skorinn í þunnar ; sneiðar og þeim raðað á fjóra diska. Salti og pipar stráð yfir. Blandið saman sítrónusafanum og ólífuolíunni og penslið laxinn með blöndunni. Sýrður rjómi með graslauk Graslaukurinn er saxaður smátt og settur saman við sýrða rjómann ásamt salti og pipar eft- ir smekk. Meðlæti Laxinn er borinn fram með sýrða rjómanum og ristuðu brauði. Rommrúsínuís Að hætti sjóræningjans Fyrir fjóra: 4 stk. eggjarauður 50 g sykur 1 dl vatn 1 dl rúsínur 1/2 dl dökkt romm 3 1/2 dl ijómi Sjóðið vatn og sykur í síróp (10-12 mínútur). Sjóðið upp á rús- ínunum og romminu og látið standa í 1 klst. Þeytið rjómann og kælið. Þeytið eggjarauðumar og hellið sírópinu heitu út í og þeyt- ið áfram i létta froðu, bætið rommrúsínunum út i. Blandið síðan varlega saman við rjómann. Frystið í 5 klst. í form- kökuformi. Losið úr forminu 10 mínútum áður en ísinn er borinn fram. Berið fram með þeyttum ijóma og ferskum ávöxtum að vild. Karamellugljáðir bananar ÍFyrir fjóra: 4-6 bananar 50 g smjör 1 dl sykur l dl sjóðandi vatn Setjið smjörið í álbakka, flysjið bananana, skerið í sneiðar, leggið í álbakka ásamt smjörinu og létt- steikið á grillinu. Brúnið sykur- !inn á pönnu og hellið vatninu út í sjóðandi sósuna í 1-2 mínútur. Hellið karamellusósunni yfir ban- anana og látið þá malla í 1-2 mín- útur._____________________________ Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.